Þjóðólfur - 26.07.1884, Blaðsíða 3
115
í landinu stæði bak við verzlun íslands al-
frjálsa og margaukna. Og landsbankinn
getr ekki öðru orkað enn að frelsa hana og
auka, eða með öðrum orðum, að festa og
tryggja vérzlunarsámband vort og Dana.
Sýni þeir mér, sem þéssari setningu vilja
neita, skynsamleg rök fyrir þvi, að afleið-
ingin geti orðið önnur.
Bins og öll sú mótstaða, er ísl. kaupmenn
veittu yerzlunarfrelsi voru fyrir eina tíð, var
runnin af éigingjarnri skoðun eins flokks,
er hafði sinn sérstaka hag af verzlun ís-
lands, og eins og andmæli þeirra hafa reynzt
tilhæfulaus að því, er snertir hag Dan-
merkr á verzlun þessari, eins má búast við
því, að af sömu rótum renni líkar atfarir
peningamanna í Höfn og engu vitstuddari.
Enn það er vonandi, að stjórn vor hafi
breiðara og glöggvara víðsýni yfir mál þetta,
enn svo, að hún láti fortölur óvitnisbærra
fylgismanna leiða sig lengra enn að tak-
mörkum þeim, er reynslan og heilbrigð skyn-
semi setja. þessir menn hafa þegar haft
alt of óæskileg áhrif á bankamálið, og er
vonandi, að þau komi ekki rótum undir
það dýpra enn orðið er, það ætti að vera
hverjum manni auðsætt, að það samband,
sem svo er tryggt, að það slitnar ekki undir
ánauðaroki aldanna, og sem reynslan hefir
þegar sannað að styrkist og festist á allar
lundir undir eins og okinu eitthvað léttir,
það er samband, sem hefir fullhomnun frels-
isins fyrir nauðsyn. Ef stjórn vor lætr
sér segjast þetta, og getr náð fastri sann-
færingu um ið innra órjúfanlega afl, sem
liggr í verzlunarsambandi voru við Dan-
mörku, þá get ég ekki skilið annað enn að
enda margir inir meinlegustu agnhnúar,
sem nú eru á inu pólitiska sambandi Is-
lendinga og Dana, hljóti að detta af þvl,
eins og hrúðrar af grónum sárum. Hvaða
ástæða skyldi vera að reyna að halda lönd-
unum saman með inni mein-ertnu neitun-
ar pólitík, sem nú færist út ár frá ári, þeg-
ar auðsætt er, að lífsþörf Islendinga á haga
úrlausnar sinnar í Danmörku sjálfri? Er
ekki sú þörf nógu sterk sambands-taug á
oss ? þekkir stjórn vor nokkurt sterkara
samþand milli tveggja fjarlægra þjóða, enn
samhag þann, er þessi íslenzka þörf og in
tilsvarandi danska úrlausn mynda ? Slíkt
tekr engum svörum, því það samband milli
þjóða ér ekki til. þossi dýpri undirrót ins
pólitiska sambands íslands og Danmerkr er
einmitt einn höfuðpunktr í inum náttúr-
legu skilmálum sem stjórnendum þykir eðli-
legast knýta nýlendur við höfuðlönd. þcssi
undirrót er svo öflug og lífsfrjó fyrir oss að
fninnsta kosti, að vér megum engri stjórn
koma upp á það, að vera að reyna að feygja
hana og feyskja með neitunar athæfi því
sem nú er að verða móðins þar syðra. þó
öll dönsk pólitisk bönd spryttu af oss á
morgun og vér yrðum svo sem sjálfala á af-
rétti frelsisins hér vestr í hafi — hvað halda
menn yrði afleiðingin ? það er engin vanda
gáta ; hún yrði margaukin verzlun við Dani
—sem þá, er vór ekki vcerum lengr samborg-
arar þeirra, gerðu oss hana létta og ljúfa á
alla vegu til að hæna oss sem bezt að sér;
því að þá sæju þeir vel, hvað sig munaði að
missa oss «úr reikningin. þá margfölduðust
á allar lundir samgöngur vorar við Dani,
þar með inar bókfræðislegu og vísindalegu,
þvl í frjálsri verzlun liggr eðlileg undirrót
hverskonar samdráttar, vísindalegs eigi síðr
en verklegs milli skildra þjóða. þetta er
engin hugarburðr, heldr auðsæ bein afleið-
ing af eðlilegri orsök, sem reynsla annara
þjóða hefir og margsannað. Og einmitt
þessar sömu yrðu afleiðingarnar af því, að
vér fengjum að koma upp hjá oss öflugum
seðilbanka, og að inni storkunarlegu neit-
unar pólitík linnti, því það mál hvortveggja
stendr í nánu sambandi hvort við annað.
Menn, sem stjórnvitrir eru taldir, og beina
eigu með orði síns munns framförum þjóða
á farsældabraut, skyldu þó athuga, hvar það
lendir, að nota sér gæfð auðsvéipinnar þjóð-
ar svo freklega, eins og stjórn vor hefir ný-
lega gjört, að neita lslandi um landskólann.
Landsskóli þýðir : hugsunarfrelsi, menntun-
arfrelsi. það eigum vór frjálst, ekki ein-
ungis eftir skráðum lögum lands vors, heldr
og eftir lögum Guðs og náttúrunnar; hvar
er sú magt, á himni eða jörðu, sem eigi með
að banna oss að njóta á eigin kostnað þess
frelsis, sem skaparinn gaf oss með llfinu,
og hvers fullu not er tilgangr lifs vors ? Eins
dærni í lögstarfi 19. aldarinnar er nú þessi
synjun að vísu, þegar litið er til þeirra kring-
umstæða, sem mynda umgjörð hennar: en
Islendingar þurfa ekki að furða sig neitt á
því, þótt dönskum ráðgjafa þyki það ekkert
úr vegi, að sálar-rolur þeirra horist sér niðr
í ördeyðu frelsisins, þegar hann sér, að þeir
þykjast sjálfir svo kyrfilega heimaráðnir á
nátrjám gungulegs umkomuleysis og upp-
burðaleysis, að þeir nú ekki megi segja
framar sjálfir :. «Guðlaun fyrir góðgjörðirn-
ar!» við þá sem gera þeim gott, heldr verði
að fela það utanríkisráðgjafa Danmérkr.
Yatnsgrautarát íslendinga í hallæri ætti þó
víst að geta talizt sérstakt íslands mál!
Stjórnartíðindin sanna þó, að það hefir ver-
ið gjört að innlimunarmáli, og hefir verið
notað til að fara með ísland eins og það
væri eitthvert skattland suðr < Danmörku,
sbr. ísafold, XI, 10, bls. 37. Sama grund-
vallarhugsun liggr auðsælega undir neitun
háskólans—ég segi háskólans, ekki í ógáti,
heldr af ásettu ráði.—En fái Island ekki að
mennta sig sjálft á eigin kostnað með eign-
um háskóla, fái það ekki með eignum banka
að tryggja, festa og færa út verzlunarvið-
skifti sín við Dani, eins og hór að framan er
bent á, þá er það augljóst, að menn fara að
skoða huga sinn um, hvað það þýði, að
vera að leggja á sig tilgangslausa skatta
og tolla, hvað það þýði að vera að borga þá
í tilgangslausa krónuhrúgu; og fara að lit-
ast um, hvort hvergi megi komast að frjáls-
ari viðskiptakostum til verzlunar-reksturs
enn okrkostunum í Höfn. Og gnýi okrið á
öllu lengr, er sjálfsagt að verzlun íslands
verðr að flytja sig um sel; það er ekki langt
að fara. Eáist bankinn, hverfr öll nauðsyn
slíks flutnings.
Ef að landið ekki fær á eiginn kostnað að
sjá borgið meginskilyrðum þjóðmenntunar
sinnar og þjóðframmfara, þá er sannarlega
von þó þjóðinni rynni í skap, er henni væri
svo alvarlega sýnt í tvo heima. jpetta væri
því eðlilegra, sem hér er um svo einfalt mál
að ræða, að livert mannsbarn á landinu
skilr það : Samband vort við Danmörku er
ið eðlilegasta samband, sem vér getum stað-
ið í við nokkurt land, ef því er að eins leyft
að vera frjálst. Fyrir þessu frelsi erum vér
stöðugt að amla, vel vitandi, að það er
sameigið hagsmál vor og Dana. Móti því er
stjórnin stöðugt að þybbast, vel vitandi hvað?
já, eg veit ekki hvað hún þykist vita ; en ég
veit hvað hún á að vita, og það er kenning
reynslunnar og skynseminnar, sem hvor
tveggja segir, að þybbni stjórnarinnar só
sameginn skaði vor óg Dana, eða eiginlega
þjóðdrep vort og stórslcaði Dana, og hafi
verið, hundruðum ára saman. því glöggvara
sém Islendingar sjá þetta, þess fastara er það
sjálfsagt, að þeir gangi eftir náttúrlegum
rétti sínum, og ég get ekki öðru trúað, en að
Islendingum mætti lánast að fá til þessa
máls fylgi Dana sjálfra, að minnsta kosti
þeirra Dana, sem náð hafa þeirri hagfræðis-
legu og pólitisku menntun, að geta skilið
in dýpri lífsnauðsynjalög er tengja saman
Island og Danmörku, og föst standa eins
og lög náttúrunnar, á hvaða hverflyndi sem
menn ímynda sér að velti í inum svo nefndu
stjórnmálum Islands. Menn skulu ekki
ímynda sér að Danir sé allir þeir álfar, að
geta ekki skilið, að eigin landi sínu standi
stór hagr af alfrjálsri verzlun vorri. Ein-
stöku menn kunna þar að finnast, sem þyki
meira mannsbragð að því, að neyta orku
við oss, og láta oss kenna á því, að vér er-
um meinlausir, og að þeir hafa á oss bæði
tögl og hagldir til að kúga oss, heldr en að
kunna að fara með oss eftir spaklegum
grundvallarreglum mannúðlegrar stjórn-
vizku, sem jafnan hefir framför og frama
þjóðanna fyrir augnamið. En svo er fyrir
að þakka, að þar er sá flokkrinn miklu fjöl-
mennari, sem fyrirlítr þjóðmont (chauvin-
isme) slíkra garpa, en þykir hitt liggja nær,
að grundvalla stjórnsemina á rétt skildum
lögurn lífsnauðsynjar og þjóðlegra þarfa.
Svo ekki er örvænt um að oss kunni að