Þjóðólfur - 26.07.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.07.1884, Blaðsíða 4
116 koma lið úr þeim íiokki, ef á þarf að halda. þegar stjórn vor hefir komið því fyrir sig, að s.ér sé mestí sóminn og oss og Dan- mörku mestr hagrinn að því, að vér njótum sambands við Dani eins og frjálsir menn— sanni menn orð mín !—þá er uppriinilill tíð blessunarríkrar sainbúðar beggja bræðra þjúða. Óskandi þess, að sú tíð fari bráðum í hönd, lýk ég nú þessum at- hugasemdum að sinni. Bókmentafélagið og útgáfur ”Lilju“. [N iðrlag]. Höfundr þessi talar svo sem í fyrirlitn- ingar tón um »þær inar síðustu útgáfur« af Lilju. Hvað margar útgáfur á hann nú við? Mér vitanlega ekki nema eina, þ. e. mína; því síðan Finns kom út mun mín vera in eina útgáfa kvæðisins sem á prent hefir komið. Finns útgáfa var endr-prentuð, svo að kallaorðrétt, í Khöfn, 1858; en endrprent er engin útgáfa. Að tala, í öðru eins riti og þetta er, um útgáfur, þegar ekki verðr talað nema um eina, er alsendis fráleitt. Ef það var gjört til hlífðar við mig, þá er því að svara, að ég þurfti eigi þeirrar hlífð- ar við né vil þiggja, sem lýtir rit, ófrægir höfund og félagið og villir og glepr þá, er nota eiga bókina. Ekki dettr mér sá hégómi í hug, að verja það að mín útgáfa megi góð teljast. En hégómalaust mál er það, að taka fram það, sem hver er lesa nennir getr séð sjálfr að satt er, og við kemr aðal-jöfnuði eða mun minnar og Finns útgáfu. Textinn í minni útgáfu er eftir þeim texta, sem ritaðr er í Bergsbók í Stokkhólmi, sá texti aftr er eftir- rit af inu elzta og bezta handriti af Lilju sem menn nú hafa vitneskju um. Og það þarf víst engan óvanalegan «skarpleik» til að sjá það, að textinn í minni útgáfu—þó hon- um enn sé á ýmsar lundir bóta vant—hefir, rétt að kalla als staðar þar sem hann greinir á við Finns útgáfu, frumlegri og fornlegri blæ o: er á klassiskara máli. Sem dæmi verulegs munar mætti, ef til vill, nefna það, að eftir 68. er. í Finns útgáfu verða 50 dag- ar milli uppstigningardags og hvítasunnu, en eftir minni verða þeir 10, og að 66. er., sem í eldri útgáfum og öllum handritum af Lilju er rambjagað, er, að dómi þeirra Jóna, Sig- urðssonar og þorkelssonar, »restituerað« o: sett aftr í sömu mynd og sennilegt er, að það hafi haft upprunalega. Ég neita því ekki, að Finns útgáfa er á sumum stöðum eitthvað auðveldari aflestrar; én bæði er það, að ég ætla þá staði bera óvíðast vott um frumlegri lestrarmáta, og svo er og þess að gæta, að sá munr liggr í því, að minn texti fer eftir handriti sem Finnr ekki þekkti, en ég var bundinn við. Ið sanna ætla ég vera þetta, að munrinn á texta beggja út- gáfna sé ekki ýkja mikill, en að ýmislegt, sem er berlega rangt í Finns útgáfu, sé leið- rétt í minni. En að Finns sé að mörgu leyti betri en mín, leyfi ég mér, að svo komnu máli, að segja sé úsannindi. þetta er hart svár, það veit ég, Og það er skylda forséta bókmentafélagsins að bera hér sök af félaginu, ef hann getr, því í skjóli forsætis hans er grein þessi komin inn í Rithöfunda- Fornleifafélag. Ársfundr í félaginu verðr haldinn á samkomusalnum í Hotel Island, laugardaginn 2. ágúst kl. 5 e. m. Sýndar verða myndir af bollasteinum frá Skotlandi, rædd félagsmál.m.fl.[255r. Uudirskrifaðr heldr eða lætr halda hrossamarkað i Snóksdal föstuday 22. ágúst næstk., á Kaldárbakka laugardag 23. ágúst, á Steinum mánudag 25. ágúst, á Leirá þriðjudag 26. ágúst. í Núpakoti laugardag 23. ágúst, á Hvoli mánudag 25. ágúst kl. 9 fm., á Ási í Holtum sama dag kl. 5 em., á Reykjum á Skeiðum þriðjudag 26. ágúst, i Laugardælum miðvikudag 27. ágúst. Rvík 22. júlí 1884. 25ór.] John Ooghill. Hryssa nýtöpuð, dökkjörp, taglskcld, miðaldra; mark: tvístýft fr. hægra. Brennim. á fram- fótum: E. — Einar porsteinsson, Arnarholti við Reykjavík. f* 2 * * * * * *57* A dag þ. mán. tapaðist í Hraunsholtsmýri drengjafatnaðr, samanbundinn, utast striga- úlpa, sokkar og annað, sem merkt er H. Sá sem finna kynni, er beðinn að halda til skila mót borg- un, annaðhvort að Álfsstöðuin á Skeiðum, eða til undirskrifaðs. Bakkabæ við Reykjavík 23. júlí 1884. 258*] Jón Guðmundsson. Frá Óseyrarnesi austr á Eyrarbakka tapaðist 8.— 9. þ. m. úr grafið með skrifstöfum á bakið Sigurður Sigurðsson, dregíð upp á takkanum; bið ég því hvern cr finna kynni að láta mig vita hið bráðasta mót rífiegum fundarlaunum. Brekkum í Holtum 18. júlí 1884. 259*] Sitjurður Sitjurðsson. Ljósrauó hryssa, með litla stjörnu í enni, ný- afiökuð og ný-járnuð, 6 vctra ; mark : stýlt tal, sem heyrir til þeirri tegund rita, er allir sem nota þurfa, skyldu nota með varúð. Cambridge, 3. júlí, 1884. Eieíke Magnússon. bæði eyru, granngert, tapaðist frá ferðamanni ná- lægt Holviðarhóli fyrst í síðast liðnum júnímánuði. Óslcast hér með ef ofangreind hryssa fyrir finst að halda henni til sldla mót borgun til Guðlaugar Sveinsdóttur á Óseyri við Hafnarfjörð. [260* Frá 2. til 5. ágúst kaupi ég hérí Reykjavík lag- lega hesta einlita frá 3 til 8 ára gamla móti borgun í matvöru út í hönd. Von á mikilli mat- og kramvöru inn 30. þ. m. Reykjavík 25. júlí 1884. [26ir. F. Finnsson. Undirskrifaðr hefir tapað bleikrauðum, hesti, al. taminn klárgeingan, mark : blaðstýft framan hægra, með ijósu fagxi og tagli. Hvern er hitta lcynni téðan hest er beðinn svo vel gjöra og skila honum ið allra fyrsta mót sanngjarni borgun til Edvards L. A. Bernhöfts i Hafnarfirði. [262* Njúla, 3. útgáfa nýprentuð, sem kostar 60 aura, fcest til kaups hjá neðannefndum mönn- um : herra Ó. Thorlacius í Stykkishólmi. —»— porvaldi Sk. Sivertsen á Skarði. —»— Pétri Thorsteinsen á Bíldudal. —9— porvaldi Jónssyni lcekni á Isafirði. —9— Friðbirni Steinssyni á Akureyri. —9— Jóni pröfasti pórðarsyni á Auðkúlu. —9— Sigurði Jonssyni verzlunarstjóra á Vestdalseyri. —»— L. Árnasyni stúdent í Vestmannaeyj- um. —»-— Einari Sveinbjarnarsyni á Sandgergi á Suðurnesjum og hjá undirskrifudum. Beykjavík 25. júlí 1884. 263r.] tJtgefendrnir. Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Ólafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.