Þjóðólfur - 12.08.1884, Page 2

Þjóðólfur - 12.08.1884, Page 2
122 því, að það væri ekki vél pennafærir menn heima á Islandi, og viðrkenni velflesta af þeim, sem Suðri telr, en ég neita því, að 3. ár Tímaritsins bæri menjar þess, og það gjöri ég enn. 7. Svo kem ég að síðasta atriðinu hjá hr. Gesti; hann er nefnilega að tala um latkvæði þjóðarinnar, þegar um afnám Hafn- ardeildarinnar er að ræða«, sem ég og aðr- ir einskisvirði. Hvar er þessi blessaðr þjóð- vilji ? hvar hefir hann sýnt sig og í hverju? Eru það þessir 90 menn, sem sögðu »já« á fundinum góða. þeir hafa þó ekki haft meira en sitt eigið atkvæði; og fyrir aðra en sjálfa sig hefir enginn af þeim talað, og það er engin illgirni, þó maðr ætlaði, að bak við sumra já hefði lítil skoðun staðið og þingmenn hafa þar ekki aðra skoðun, en þeirra eiginn og tala alls ekki fyrir ann- ara hönd, og hafa ekkert umboð til þess né leyfi. Að skoðanir manna út um land sé öðruvisi einmitt, gæti maðr jafnvel ráð- ið af því, að flestir umboðsmenn vilja helzt eiga við Hd. Eg verð því þrátt fyrir gífr- yrði Gests, að heimta betri skil fyrir þjóð- viljanum, en þetta, og verð fyrst um sinn alveg að neita, að nokkur þjóðvilji hafi sýnt sig í þessu máli; ekki einu sinni almennr Víkr vilji. Eg skal svo leyfa mér að svara stuttlega því, sém Gestr víkr að mér persónulega, þó að mér sé það annars mjög á móti skapi, og ég skal þess vegna gera það i eitt skipti fyrir öll. Hann segir þá fyrst, »að þar hefði Hafn- ardeildin sent einn inn fræknasta fylgisvein sinn lit úr örkinni#. þetta, að ég sé sendr út úr örkinni eða að Hd. hafi fengið mig til þess að skrifa fyrir sig, eru þau ósann- indi, að allir heiðvirðir menn mættu fyrir- verða sig fyrir þau. f>að er hreinasta lygi, hvort sem hún er sjálfráð eða ósjálfráð. Ég hefi aldrei skrifað neitt og ætla mér ekki að gjöra, nema það, sem er mín eigin skoðun, og kemr frá mínu eigin brjósti. Ég hefi aldrei verið neins manns seppi, sem sigað verði' á hvern, sem vera skal, og hve nær sem vera skal. Eg er heldr ekki svo staðlaus, að ég einn daginn sé svo æðisgenginn af frelsisofsa, að ég stingi út augu og slíti út hjörtu einhvers kon- ungs eða keisara—in effégie1, iunan fjögra veggja og velluktra dyra(l), en annan dag- inn leggi mig flatan í duptið fyrir einhvern stórborgarann, sem þurfi á penna að halda sínum óþjóðlegu og skaðlegu skoðunum til varnar, ef hann að eins borgar vel. Svo getr hr. Gestr þess, að engirm geti kallað mig vísindamann. Getr vel verið, en það kemr ekkert þessu máli við. Ég at- huga að eins þetta, að það er ekki hr. | Gests meðfæri að dæma um slíkt; hann hefir enga hugmynd um, hvað vísindi eru, og allra sízt í þeirri grein, sem ég stunda. Enda sýnir hann og með orðum sínum í Suðra svo Ijóslega, að hann hefir enga hug- mynd um, hvað það er, að gefa út íslenzk- ar fornsögur. Hann hefir sjálfr sumsé al- drei komizt lengra, en til þess að leiðrétta og lesa prófarkir af mormónavillubók, og þó ekki án styrks annara. Honum lætr líka annað betr piltinum þeim, og vistina sína hér í Höfn má hann muna, að henni var varið til annars en til vísindaiðkunar. Ég ætla mér svo ekki að fjölyrða þetta mál að sinni, og lýsi yfir því, að við Gest og Suðra er mínum viðskiftum lokið. Að kljást við mann, sem lætr kaupa sig fyrir einn hálfan bjór til þess að greiða atkvæði með því og því, eins og ég veit að Gestr hefir gjört á stúdentafundum hér í Höfn, er ekki nema til að ata sjálfan sig. Hins vegar er ég fús til þess, að eiga tal við hvern annan í þessu máli í allri vinsemd og bróðerni, þótt skoðana munr sé. iy9-—84. Finnb Jónsson. Bókmentir. Fornsögur Suðrlanda. --))«- Fornsögur Suðrlanda, Magussaga jarls, Konráðs saga, Bærings saga, Flovents saga (I. og II.), Bevers saga, med Indledning ut- gifna af Gustaf Cederschiöld. Lund 1884, CCLII, 273, 4to. Af þessum sögum hafa að eins tvær verið áðr útgefnar, nefnilega Bragða-Mágus saga með tilheyrandi þáttum, gefin út af Gunn- laugi þórðarsyni. Kh. 1858, og Konráðs saga Keisara sonar, er fór til Ormalands, Gefin út af Gunnlaugi þórðarsyni. Kh. 1859. þessar útgáfur Gunnlaugs þórðarsonar eru eftir öðrum handritum enn þeim, er Cederschiöld hefir við haft, og eftir öðrum meðferðum (recensíónum) á sögunum. Bær- ings saga, Flovents saga og Bevers saga hafa aldrei áðr verið út gefnar. Cederschiöld hefir lagt hið elzta og bezta handrit, sem nú er að fá, til grundvallar fyrir útgáfu hverrar sögu. Magus, Konráðs og Bærings saga og Flovents saga I eru gefn- ar út eftir skinnbókum frá upphafi 14. aldar, nefniloga A. M. 580, 4to. A og B og Cod. Holm 7, 4to (sem upphaflega hafa myndað eina og sömu skinnbók, enn síðar skilizt í sundr). Flovents saga II og Bevors saga eru prentaðar eftir skinnbók ritaðri um 1400, Cod. Holm. 6, 4to. Textinn er gefinn út stafrétt, eins og hann er í handritunum, og þar sem lengdarmerki stendr í skinnbókinni, þar stendr það einn- ig í útgáfunni, enda er það mikilsvert, að prenta lengdarmerkin, eins og þau eru í handritunum, því að þau hjálpa til að finna lengd raddstafanna í fornmálinu; en hún er eigi alstaðar in sama sem í nýja málinu. Merkileg í því tilliti er in áðrnefnda skinn- bók AM. 580, 4to A og B og Cod. Holm. 7, 4to. Bók þessi er rituð með þremr hönd- um, og hefir inn fyrsti skrifari stafsett illa. Einkum er það einkennilegt við hans staf- setning, að hann hefir oft tvöfaldan sam- hljóðanda fyrir einfaldan. Stafsetning ann- ars og þriðja skrifara er góð. Sér í lagi er það einkennilegt við annan skrifara, að hann hefir éigi getað greint í sundr stafina e og œ, og má af því og mörgu öðru sjá, að forn- ménn hafa borið œ öðruvísi fram enn vér gérum nú, þvi að ekkert barn ruglar nú saman e og æ; svo eru hljóð þeirra n ii ó- lík. þriðji skrifari ruglar einnig saman e og æ, en eigi jafn oft sem annar. Við hljóð- lengdartáknunina í þessari skinnbók er það eftirtektarvert, að raddstafir eru mjög víða hlóðmerktir einmittþar, sem þeireru það nú t. d. hét 760. 26a5. reð 1318. 57. ek réða 1138* 17,e- let 14io- 2481. 14647. 16333. fátt 948. 137. hddegi 1113. skiótt 124a ; enn víða hafa ritararnir gleymt að hljóðmerkja raddstafina, þar sem þeir þó eiga að vera og hafa verið langir. Tvíhljóðar eru oft hljóðmerktir; en raddstaf á undan öðrum raddstaf hafa ritararnir eigi hljóðmerkt og virðast því hafa ætlað, að reglan : vocalis ante vocalem corripitur (raddstafr á undan raddstaf erfram borinn skammr), sem gildir latnesku, eigi einnig heima í íslenzku, Ymsir staðir í íslenzkum fornkvæðum benda og á, að svo hafi verið. þannig er í þessari skinnbók ritað bua 33eá. 4049. buinn 2914. 81fi4. buit 20e6. _217. 2438. 368. 2a. snua 18fi0. al. 252n. í þessum orðmyndum mun u-ið hvergi vera hljóðmerkt í þessari skinn- bók. Við inar tvefaldandi (reduplicerandi) sagnir er það athugavert, að e-hljóðið í þá- tíð er langt á undan einföldum samliljóð- anda og því oft, enn eigi alstaðar, hljóð- merkt, t. d. í orðmynðunum grét, lét, enn stutt og þess végua uálega undantekningar- laust óhljóðmerkt fyrir framan tvo sam- samhljóðauda1. t. d.feck, 1258. 1621 29at fell 2440. 264. lfi. 356(i,3844. 411#. 61. 42s geck 2137. 60. 233ö. 30. 43. 24fifi. 2o01. liellt 3230. 8442. Uudantekning er héck 37e4. féngiz (féngi?) 1927. 8vo og er sumstaðar tvíhljóðrinn ei settr fyrir c fyrir framan vg, t. d. geingu 361B. 37.42. 1) Sbr. Wimmer. Oldnordisk Læsebog. Ki). 1877, VIII. bis. 1) á mynd.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.