Þjóðólfur - 18.08.1884, Síða 2

Þjóðólfur - 18.08.1884, Síða 2
126 als eigi átt við eignarréttinn (!), og s með þessari dæmalausu spurningu: „Eða mun hann álíta það ólöglega og ósann- gjarna skerðing á eignarréttinum, að einhver sveitabóndi yrði að gjalda sveitagjöld sín, þótt hann gjörði þá yfirlýsingu, að hann vildi eigi vera í sveitarfélaginu ?“ Hér ber Suðri saman tvent ólíkt og óskylt. f>að eru engin lög til, er heimili neinum að segja sig úr því sveitarfélagi, sem hann er í, og fyrir þá sök yrði yfirlýsingin þýðingarlaus. í>ar á móti heimilar stjórnarskráin að mynda sérstök kyrkjufélög utan þjóð- kyrkjunnar, og þótt ekkert væri hægt að sanna af eignarrétti eða samvizku- frelsi, þá verðr varla betr séð, en að í sjálfri heimildinni, sjálfu leyfinu liggi um leið lausn frá öllum skyldum og sköttum við þjóðkyrkjuna, úr því leyfið er veitt án nokkurs skilyrðis i gagn- stæða átt. Eða mundi Suðri eigi ætla, ef með lögum væri leyft að ganga úr sveitarfélaginu, að leyfið sjálft leysti hvern þann, er notaði það, undan gjöld- unum til sveitar? Gjaldskylda frávíkjenda þjóðkyrkj- unnar væri svo nærgöngul bæði eign- arrétti og samvizkufrelsi, og gjaldfrelsi þeirra virðist vera svo ' eðlilega sam- fara leyfinu til að ganga úr - þjóð- kyrkjunni, að það eitt, að béina ákvörð- un um gjaldskylduna vantar í stjórnar- skrána, er nóg til aðsýna, að hún vill gjaldfrelsi þeirra. En nú kemr Suðri og segir, að þessa ákvörðun vanti ekki í stjórnar- skrána, því að þar sé tekið fram, að enginn geti sakir trúarbragða sinna skorazt undan almennri félagsskyldu, og það sé almenn félagsskylda að „styðja og vernda“ þjóðkyrkjuna. þ>að er næsta undarlegt, að Suðrahöf., sem ber það fram, að stjórnarskráin eigi als ekki við eignarréttinn, þar sem hún talar um þjóðleg og borgaraJeg rétt- indi, inn sami höf. vill láta hana inni- binda gjöldin til prests og kyrkju f orðunum „almenn félagsskylda“. J>etta sýnist mér ekki laust við hlutdrægni. Ég skal láta ósagt, hvort með orðunum „almennri félagsskyldu" í 47. gr. stjórnarskráarinnar er meðal annars átt við þá skyldu að greiða af hendi opinber gjöld; mér er nær að halda að það sé ekki, af þeirri orsök, að það er bæði óheyrt og einnig óhugsandi, að nokkur sakir trúarbragða sinna skor- ist undan að greiða opinber gjöld til þess þjóðfélags, sem hann er f. En setjum svo, að orðin líti meðfram til þessarar opinberu gjaldskyldu; þá er eptir að vita: eru „prests og kyrkju gjöldin“ opinber gjöld, gjöld til ins opinbera, almenn félagsgjöld? Ég svara þessari spurningu hiklaust með: nei. Gjöld þessi eru kirkjuleg, enekki alment félagsleg; löggjöfin, er ákveðr þau, er kyrkjuleg en ekki borgaraleg, og þeir er greiða þau af hendi, gjöra það sem meðlimir kirkjunnar, en ekki sem með- limir borgarafélagsins. Með orðunum „almennri félagsskyldu" f 47. gr. stjórn- arskr. getr því ekki verið átt við, að greiða „gjöldin til prests og kirkju“, þvf að sú skylda er sérstök, kyrkjuleg félagsskylda, sem eptir hlutarins eðli nær ekki yfir neinn lengr en meðan hann er í kyrkjufélaginu. Stuðningr sá (og vernd) sem ið opinbera er samkvæmt stjórnarskránni skyldugt að veita þjóðkyrkjunni, er, að því er tekjur hennar snertir, fólginn í tvennu: 1. kyrkjan nýtr aðstoðar inna borgaralegu laga og yfirvalda til að ná inn gjöldum þeim, er hennar sérstöku lög heimila henni, frá þeim, sem fær- ast undan að greiða þau; og 2. það sem á vantar að tekjur þær, er in kirkjulega löggjöf ákveðr, hrökkvi til undirhalds kennilýðnum, til prestaskóla o. s. frv., það er greitt af alþjóðlegu fé; og þá fyrst væri hægt að segja, að utanþjóðkyrkjumaðr skoraðist undan al- mennri félagsskyldu fyrir sakir trúar- bragða sinna, ef hann skoraðist undan að greiða þann part af gjöldum sfnum til landsjóðs, er hann gæti reiknað út, að brúkaðr væri til að styðja þjóð- kyrkjuna. |>ar sem Suðri vill telja mönnum trú um, að í grundvallarlögunum dönsku sé með orðunum „persónuleg gjöld“ (personlige Bidrag) að eins átt við borgun fyrir aukaverk (!), þá álft ég það ekki svara vert; það sýnir ekki annað en það, að hann þykist mega bjóða alt. Suðri bregðr mér um það á ein- um stað, að ég blandi saman réttindum og skyldum. Ég hef reynt að skilja þá grein, en ekki getað; það er bezt að fleiri reyni sig á að skilja hjá hon- um sönnunina. Greinin er þannig: „séra L. blandar auðsjáanlega saman réttindum og skyldum, því að með „borgaralegum og þjóðlegum réttind- um“í, 47. greinnier bersýnilega átt við, að menn, hverrar trúar sem þeir eru, hafi þann rétt og það frelsi óskert, sem gildandi lög heimila hverjum manni, t. a. m. eignarrétt1, o. s. frv.....En á hinn bóginn gefr greinin eigi ina minstu átyllu til að ætla, að menn geti losazt við almenna félagsskyldu“ — o. s. frv. Hvar er sönnunin?! f»að er einmitt Suðri sjálfr, sem blandar saman þessum tveimr hug- myndum: „rétti“ og „skyldu“, og á þar i sammerkt við marga aðra, er skrafa um kyrkjumálið, án þess að hafa vit á því. Af því að stjórnarskráin kveðr svo á, að in evangeliska lúterska kyrkja skuli vera þjóðkyrkja á íslandi, þá álítr hann að hver evangeliskr lúterskr maðr og söfnuðr sé slcyldr til að vera í þjóðkyrkjunni. Hér er blandað saman réttinum og skyldunni, því að meining greinarinnar (45. gr. stjórnarskr.) er augljóslega, að ákveða rétt kyrkjunnar til að njóta sem þjóðkyrkja stuðnings ins opinbera, og skyldu ins opinbera til að styðja hana sem slfka; en als ekki sú, að ákveða skyldu kyrkjunuar til að nota sér þennan rétt, eða réttins opin- bera til að halda kyrkjunni f heild sinni eða einstökum söfnuðum í inum „gyltu fjötrum“ verndar sinnar. Af inum skakka skilningi Suðra á 45. gr. stjórnarskráarinnar leiðir, að hann misskilr líka 46. greinina. f>ar segir : „landsmenn eiga rétt á að stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem bezt á við sannfæringu hvers eins“. Af þessari grein leiddi ég þá setningu, sem Suðri vill rífa niðr: Sannleikrinn í þessu efni er auðsær bæði af eðli hlutarins og stjórnarskránni, sá sann- leikr, að sérhverjum manni á íslandi er frjálst, hvort hann vill vera í þjóðkyrkj- unni eða ekki. En þótt eigi skorti formælendr þess, jafnvel á hæstu stöð- um kyrkjunnar, að inn nýmyndaði söfn- uðr í Reyðarfirði hefði eigi tilveruheim- ild, af því að þeir „fylgdu trúarsetn- ingum þjóðkyrkjunnar“, þá gaf þó ráð- gjafinn þann úrskurð einmitt með til- vitnun til pessarar 46. gr. stjór?iarskrdr- innar, að eigi væri hægt að banna þessum mönnum að láta þann prest, er þeir hefðu þar til kjörið, framkvæma prestsverk fyrir sig. Suðri álftr auð- 1) Litlu sfðar segir: „hver heilvita rnaðr hlýtr að skilja, að hér er eigi verið að tala um eignarrétt yfir höfuð“ og síðast (i neðanm. gr.:) . . - „í 47. gr. stjskr. er með orðinu „réttindum áls cigi átt við eigiiarréttinn11. petta kallast að f'æra sig upp á (axar-) skaptið.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.