Þjóðólfur - 11.10.1884, Qupperneq 3
155
Danmerkr ríði í bága hvorir við aðra. —'
Stjórnin hefir þverneitað lögum aftr og aftr, j
sem ekki hafa in minstu áhrif á hagsmuni.
Danmerkr, eingöngu af því, að »vér einiw |
(þ. e. ráðgjafinn, sem ekkert þekkir hér til
og ekki skilr orð í máli voru) »vitum«, hvað
Islandi hentar, betr en alþingi þjóðarinnar.
2. að þjóðin hefir engan veg til að fá vilja
sínum framgengt gegn einþykni óvitrs og ein-
þykks ráðgj af a, eins og st j órnarskrá vor nú er.
3. að eini vegrinn til þess, að þjóðin fái
að njóta sannarlegs sjálfsforræðis í löggjöf
sinni, er sá, að tryggja henni þetta í stjórn-
arskránni, rneð því að takmarka neitunar-
valdið.
Úr því nú að þeir, sem mæltu móti tak-
mörkun neitunarvaldsins sem stjórnarskrdr-
ákvörðun 1850, gjörðu þetta af þeim einum
ástæðum, að sjálfra þeirra sögn, að þeim
þótti nfyrst og fremst ólíklegt« að konungr
mundi vilja »þverneita vilja þjóðarinnar«, og
þarnæst af því, að þjóðin (þingið) gæti »gjört
konungi ina algjörðu neitun ómögulega« með
því að neita skattgjaldi;—og úr því að
reynslan hefir sýnt, að báðar þessar ástæð-
ur hafa brugðizt------þá virðist nú að mega
ganga að því vísu, að þeir inir sömu, og þá
sér í lagi inir nú verandi þingmenn Dala-
manna og Reykvíkinga, hljóti nú að viðr-
kenna, að nauðsyn beri til að takmarka
í stjórnarskránni neitunarvald konungs,
einmitt samkvæmt þeirra eigin orðum og
skoðunum 1850, svo framarlega sem þeir
hafa sömu skoðun enn á því, að ófært sé
að konungr hafi að engu vilja þings og
þjóðar í löggjafarmálum.
Við fáum nú að sjá á þingi næsta sumar,
hvort þessir menn •— hvort þjóðin í heild
sinni er söm nú, sem fyrrum; hvort henni
hefir farið fram eða aftr í sjálfsforræðis-
áhuga síðan 1850.
LX.
Hitt og f>etta.
Gömul íslands-lýsing.
1598 kom út í JBasel bók eftir Sebastian Mun-
ster. Titill hennar er þannig:
Cosmographey: das ist Besclireibung Aller
Lander, Herrschafften vnd fiir nemesten Stetten
des gan/.en Krdbodens, sampt ihren Gelegen-
heiten, Eygdnschafften, Religion, Gebraiichen,
Geschichten und Handtierungen durch hrn. Se-
bastian Munster mit grosser Arbeit in 6 Biicher
verfasset: Demnacli an Welt vnd Naturlichen
Historien durch ihne selbs [sic] gebessert. Jetzt
aber mit allerley Gédechtnuswirdigen Sachen ins
MDXCVIIX jar gemehret. Getruckt zu Basel.
í'yrirsögn þessa kapítula er: „Eisz oder Isz-
landt. Cap. XXXV". — Bókin er fjarska sjald-
gæf; eitt eintak hennar er til á landsbóka-
safninu.
I r
»þessi eyja, Island, hefir nafn sitt af in-
j um mikla kulda, sem þar er, með því að
ís er þar þvf nær árið um kring. Skjald-
• merki eyjar þessarar er krýndr fiskr. Hún
! er tvöfalt stærri en Sikiley. þar eru 3 há
fjöll, sem að ofan eru þakin eilífum snjó, en
niðri í þeim hverar af brennisteinseldi (mit
sehwefelige Feuer). Nöfn þeirra eru Hecla,
Krossfjall (Kreuszberg od’ Creutzberg),
Helga. í Heklufjalli er gjá mikil, er aldrei
verðr könnuð; og þar sjást oft þeir menn,
er nýlega hafa druknað, eins og væri þeir
lifandi; en er vinir þeirra biðja þá að koma
heim, segja þeir, og stynja þungan, að þeir
verði að fara í Heklu, og hverfa af stundu.
Margt furðulegt finst í landi þessu, og skal
ég til telja nokkuð. |>ar eru stórir, hvltir og
illilegir birnir, er brjóta með hrömmunum
gat á ísinn niðr í vatnið, grípa síðan fiska
upp um það og éta þá. f>ar er brunnr einn,
er gufar upp úr (ein dempfiger Brunn), er
breytir hverjum hlut í stein, er gufa hans
snertir. A vissum mánuðum kemr ár hvert
mjög mikill ís að eyjunni, ogerhann rekr sig
í og á kletta og standberg, heyrast skruðn-
ingar og drunur, líkt og mannsvein heyrðust
úr skýjum ofan, og hafa margir fáráðlingar
ætlað, að það væri óp sálna þeirra, er pínast
þar í hreinsunareldinum (Fegfeuer) og kvelj-
ast þár í afarkuldanum. I átta mánuði er
ísinn umhverfis eyjuna. A eyju þessari er
svo mikill fiskr, að menn hlaða honum í
stakka undir berum himni, jafnháa íveru-
húsunum, því að menn lifa þar mjög á fiski,
af því þeir hafa ekki korn, nema það, er
þeim er flutt úr sjóstöðunum (von den Sée-
stetten). Vín frá Spáni kemr og á þessi
norðrskautalönd, og gegn slíku víni og korni
flytja kaupmenn út fisk með miklum ábata.
Menn gjöra og á eyjunni svo mikið smér úr
fénu, að ótrúlegt er að heyra, því að svo er
þar góð hagbeit, að menn verða að reka
féð úr högunum, ef menn vilja eigi að það
oféti sig og springi. By þessi liggr undir
Noregskrúnu, og af því að konungsríkið
Noregr er innlimað (verwachsen) í konungs-
ríkið Danmörku, lýtr Island og undir þetta
konungdæmi«.
Spiritus asper.
Reykjavík, II. október.
Heimkomnir vestrfarar. Með strand-
ferðaskipinu komuí f. m. til Sauðárkróks
nokkrir vestrfarar alfarnir heim hingað aftr;
nafnkendastr þeirra er Sveinn bóndi í Sölva-
nési, er sigldi í fyrra. [«ísafold].
Manntjón af slysförum. í aftaka-
veðrinu fimtudag 11. f. m. fórust 2 brœðr,
ungir piltar, af bát í fiskiróðri frá Höfða á
Höfðaströnd, einkasynir ekkju þar.
Tveir menn er sagt að hafi drukknað í
inum mikla þilskipafaraldi í þessu sama
veðri við Eyjafjörð. Tala þilskipanna, sem
brotnuðu, er nú sögð 40—50, þar af 3 ís-
lenzk.
Um miðjan f. m. drukknuðu tveir ung-
lingsmenn úr Landmannahreppi í Skála-
vatni, sem er eitt af inum svo nefndu Veiði-
vötnum eða Fiskivötnum fyrir vestan Skaft-
árjökul. þeir hétu Stefán Guðlögsson frá
þúfu og Eiríkr Jónsson frá Lúnaðsholti.
þeir voru þar ásamt 10 mönnum öðrum
við silungsveiðar, en höfðu skift sér um
vötnin, á lélegum bátum að mælt er. Bátr
þessara, sem druknuðu, fannst loks rekinn
á land mannlaus.
Inn 10. sept. rak upp á Eyrarbakka lík
af tveimr útlendum sjómönnum. Annar
þeirra var að mestu leyti nakinn, en hinn
nærfelt í öllum klæðum, og helzt líkr til
eftir búningnum, að hefði verið annaðhvort
skipstjóri eða stýrimaðr á frakknesku skipi.
[«ísafold»]
-— Mamialát. | I. þ. m. að Klaustr-
hólum Brynjúlfr Melsted Jónsson prófasts;
fœddr 23. nóv. 1857.
— + í f. m. frú Regina (fædd Sivert-
sen) kona séra Benedikts Kristjánssonar á
Grenjaðarstað ; góð kona og vel látin.
•—Möðruvallaskólínn. porvaldr Thor-
oddsen dvelr erlendis í vetr með orlofi, en
hr. cand. mag. Bened, Grondal er settr
kennari þar í vetr í hans stað.
— |>ilslíip hr. Geirs Zo'éga hafa í
sumar aflað þannig:
«Gylfi» (skipst. Markús Bjarnason) 288
tn., hákarls-lifrar (18 kúta mál) og 19,600
af fiski.
nBeykjavíkim> (skipstj. Sig. Símonarson)
hefir eingöngu verið við hákarlaveiðar, en
ekki þorskveiðar; hún hefir fengið 564 tn.
lifrar.
Af fiskinum hafði «Gylfi» fengið ca. 10,000
á Húnaflóa, og ca. 4—5,000 á Breiðaflóa.
-—Hákarlinn hafa bæði skipin aflað hér
sunnanlands.
— Að vestan er sagðr hákarls-afli í
bezta lagi. Kvað hákarl yfir höfuð hafa geng-
ið í mesta lagi að landi sunnanlands og
vestan í sumar og verið venju fremr grunt.
,— Magnús þóstr kvað strokið hafa úr gæzlu af
ísafirði; komst í norskt skip; hafði fengið að liggja
í lestinni. — Fensmark sýslum. var farþegi á káetu.
•— Veitt prestaköll. 4. þ. m. Breiðabólstaðr
[ á Skógarströnd séra Eiríki Gíslasyni á Lundi. — 9.
þ. ra, Borg í Borgarf. Arna Jónssyni, er útskrif. af
prestaskól. í haust; tekinn fram yfir heiðvirða, gamla
presta og einn prófast.
— þorst. Guðmunclsson kaupm. á Akranesi.
sem er og verið hefir nú í síðustu tíð geggjaðr á
geðsmunum, hleypti skoti úr byssu á Hallgrím í
Guðrúnarkoti og annan mann; særðist hvorugr al-
varlega. þorst. er dæmdr í undirrétti í I árs betr-
unarhús. •— Svo var þorsteinn vel látinn af fátæku
fólki þar efra, að sagt er sumir harmi þar meira
ólán hans, heldr en þótt Hallgrími hefði verið á
bak að sjá.