Þjóðólfur - 29.11.1884, Page 2
ir hafa komið svo miklar, að allar konur á
Islandi, er band spinna, vandaða sokka
prjóna og vetlinga, og vaðmál vefa, mega
senda mér alt, er þær komast yfir að gjöra.
Mórauð, svört, grá, grákembd, vaðmál,—
enginn annar litr en sauðlitrinn só við
hafðr—skyldu vera þykk, þétt ofin, helzt úr
tvinnuðu og vandlega þæft. In hvítu sé
eins smágjör og voðfeld og unt er. Vaðmál
préssuð eins og klæði seljast alls ekki, og
vefnað með tvisti í er ekki til neins að senda,
hann er óboðlegr. Fyrir vaðmál fæst 2 kr.
70 a.—4 kr. 50 a. éftir gæðum. þar frá gengr,
eins og frá öllum verðhæðum, sem hér verða
nefndar, kostnaðr fyrir flutning o. s. fr., enn
það munar litlu á hverju einu sölunúmeri
þegar mikið er sent í einu og með hagsýni.
Sokkar allir sé hálfsokkar, þetta um JJJ
þumlunga á lengd, lítið meira eða minna eft-
ir stærð, þeir só einlitir (o: engar hvítar
fitjar né hælar né tær), mórauðir, gráir, grá-
kembdir, sauðsvartir úr ólitaðri ull (sauðlit-
rinn einn notaðr í allan blending), þrítvinn-
að skyldi haft í hæla og tær. Fyrir hverja
eina sokka fæst, eftir gæðum, 2 kr. 70. a-
—5 kr. 40 a.
Fingravetlingar mega vera með sömu lit-
brigðum og sokkarnir. Eftir gæðum selj-
ast þeir, hverir einir, vanalega fyrir 2 kr.
70 a.—4 kr. 50 a. Enn inir frábærlaga
vönduðu vetlingar húsfreyju Guðrúnar Ó.
Sæmundsen á Valþjófsstað, ungfrú Margrét-
ar Egilsdnttur í Beykjavík, frú Margrétar
Daníelsdóttur á Hólmum og þeirra frökena
þórunnar og Mörtu Stéphensen seljast fyr-
ir 6 kr. 75 a.—9 kr. 45 a.
Band, í allri samblendingu sauðlitar, sem
og í hreinum sauðlitum (mórautt, rauðsvart,
hvítt) verðr ef til vill hvað hagsælast fyrir
Islendinga að senda Englandi í framtíðinni.
Hér getr selzt meira enn þeir orka nokkurn
tíma að senda fyrir 3 kr. 60 a.—7 kr. 20 a.
pundið, eftir gæðum og vöndun, og eftir því
hvort það er tvíþætt eða þríþætt. þó öll Is-
lands ull væri unnin í band, yrði enginn
vandi að fá það alt selt hér. þetta eru in-
ar helztu hannyrðategundir sem nefnandi
eru að sinni; síðar, þegar búið er að koma frá
sér og fá inn verðið fyrir það, sem selzt hefir,
fá blöðin ýtarlegri skýrslur um sýninguna.
Fyrir mikla eftirgangsmuni fókk frú Sig-
ríðr dómnefndina til að skoða sýnisgripi
Islands.—Island á ekki upp á háborðið bjá
enskum »business«-mönnum sem stendr, og
á það alt upp á róg og lygar Guðbrands
Vigfússonar, og er hörmulegt að hugsa sér,
að saklaust líðandi land skuli taka slík fóstr-
laun hjá þeim, sem sjálfr á íslandi alt það
að þakka, sem han hefir þegið þakkarvert í
lífinu. Eftir ríflegan umhugsunar tíma gaf
dómnefndin vinnu Islands bronsi-medalíu-
verðlaun og tilkynti frú Sigríði úrskurðinn
skriflega. þetta þótti frúnni óréttlátr dómr í
samanburði við það, sem annara landa vinna
fékk, og neitaði að taka við verðlaununum
fyrir Islands hönd. Hafa um það mál orð-
ið þær bréfaskriftir milli Cambridge og sýn-
ingarinnar, sem hér fara á eftir.
Cambridge 4. nóv. 1844.—Kæri herra. Ég hefi
þegar látið yðr skilja, að ég neita að þiggja
fyrir íslands hönd bronsi-medaliuna, sem dóm-
nefndin hefir tildæmt því. Hannyrðirnar, sem
fá þessi laun, eru inar vönduðustu í sinni teg-
und, er menn þekkja í heiminum. Ég skora á
dómsnefndina að hrekja þessi orð mín eða sýna,
að úr þeim sé á nokkurn hátt dragandi. Ef
hún getr það ekki, þá eru þeir, sem í henni
sitja, til lcnúðir, heiðrs síns vegna, sem „gentle-
men“, og skyldu sinnar vegna sem dómarar, að
endrskoða dóm sinn, og sjá til að hans endi-
lega ákvæði verði réttlæti. Island, þó fátækt
sé og lítt þekt, hefir sem hannyrða-sýnir ina
sömu kröfu til réttlætis og sanngjarnlegrar
meðferðar, eins og hver annar sýnir sem vera
skal. Eyrir verk, sem tekr fram öllu öðru af
sama tagí að ágæti og vöndun, hefir það rétt
til innar hæstu viðrkenningar sem sýningin
getr veitt. þessa krefst ég sem réttar, blátt
áfram, enn ekki sem ívilnunar. Eg veit nátt-
úrlega ekki með vissu, á hvaða grundvelli dóm-
nefndinni hefir þótt eiga við að byggja dóm
sinn; enn ég veit það, að hún hafði fult og
nægt iæri til að sannfærast um, hve ráðvand-
lega íslenzkt kvennfólk fer með vinnuefnið og
hversu ágætlega vönduð vinna þess er, þegar
búin er. í því efni hefir dómnefndin enga aí-
sökun1.
þaö var hlutr sem mér kom undarlega, að
það var eins og dómnefndin öll þættist finna
á sér, að ið háa verð hannyrðanna hlyti að
standa í vegi fyrir hárri verðlauna viðrkenn-
ingu, að minnsta kosti að nokkru leyti. Dóm-
nefnd er ekki umboð fengið að dæma um ann-
að enn það, sem hún skilr; enn engin dóm-
nefnd getr haft aðra en þá allra óljósustu hug-
mynd um það, hvað til gangi af tíma og um-
svifum að koma frá hendi ráðvandlega vönd-
uðu verki í óþektu og ófrömuðu (primitive)
landi eins og ísland er. Verð þeirra hluta
sem sýndir eru, kemr dómnefndinni ekkert við.
Ei að síðr efast ég elcki að það er verð íslenzku
sýnishlutanna, sem einmitt hefir verið látið á-
kvarða dómsákvæðið; því getr enginn annar
hlutr hafa ollað. Nú vill svo til, að megiu-
hluti þess, sem hæst var á verðið, er seldr og
allar inar mörgu pantanir, sem ég hefi tekið
á móti, tilskilja hluti af sama tagi og þá, sem
hæstir eru í verði. Hvernig víkr því við? Ofr
einfaldlega. Kaupandi skoðar hlutina og hon-
um þykir þeir fullgóðir fyrir það verð, sem á
I) Dómnefndin sá hjá frú Sigríði alla vinnuað-
ferðina.
þá er sett, og betri fyrir það verð, en inir ó-
dýrari fyrir íð lægra verð. þaö liggr því í
augum opið, að dómnefnd, sem lætr verð ráða
dómsatkvæði sínu þegar hún á dæma um ágæti
handbbragös, fellir ekki dóm samkvæmt hlutar-
ins eðli, heldr hyggir hann á grundvelli, sem
liggr fyrir utan dómsefnið, búnum til úr eigin
ímyndun og gjörræði. (xeta menn ekki keypt
glerglös milliónum saman fyrir 13 aura? Enn
hefir það verið látið standa því í vegi, að JJæ-
heims sýningin fengi réttláta viðrkenningu, þó
þar fáist ekkert glas fyrir minna en 3 kr. 15 a.?
Engan veginn.
Eins og ég hefi þegar tekið fram, krefst ég
hæstu verðlauna fyrir íslands sýnismuni (sem
fengið hafa bronsi-launin). Ég rækti ekki skyldu
mína við land mitt, ef ég ekki bæri þessa kröfu
þannig formlega fram. Enskar lconur, sem
gagnkunnugastar eru handhragði og hannyrð-
um í þessu landi og vakað hafa með stöð-
ugu athygli yfir sýningu íslands, liafa lýst yfir
því afdráttarlaust, að ranglátlega hafi verið far-
ið með ísland; og reyna mun dómnefndin það,
að ísland, þótt vesalt kunni þykja, stendr ekki
vinalaust uj)pi, ef mér ekki verðr sint i þessu
máli, og dómsnefndin skyldí þannig neyða míg
til að skjóta atkvæði sínu undir álit almenn-
ings, og setja upp samanburðarsýningu af prjón-
lesi því, sem hún hefir veitt „diploma“ (hæstu
viðrkenningu) og munum íslands, sem hún hefir
úthlutað bronsi-medalíu verðlaunum.
Sigríör E. Magnússon.
þessu bréfi svaraði skrifari dómnefnda-
stjórnarinnar, og lót í ljósi, að hann teldi
víst, að dómnefndin mundi alt gjöra, »er hún
gœtu að verða við kröfu frú Sigríðar, enn
bœtti við, að »vinnan frá íslandi hefði dóm-
nefndin eigi gétað, séð að heyrði undir
»Heilsu«, enn það væri þó aðal-atriðið.*
þessu svaraði frvt Sigr. með bréfi dags.
6. nóv:—
Herra! — Ég hefi fengið bréf yðar frá 3. nóv..
sem fræðir mig um það, að íslenzlca „vinnan“ á
sýningunni „hefði dómnefndin ekki getað séð
að heyrði undir Heilsu', enn það væri þó að-
alatriðið“. Við þessu liggr þaö beina svar, að
efnið í inu íslen/.ka prjónlesi og velnaði svar-
ar til þess, sem vísindamenn, er í mestu áliti
eru nú, segja að sé hollast fyrir likama manns
að vera í, svo nákvæmlega eins og sýnishlut-
irnir hefði verið búnir til beint að fyrirlagi þess-
ara sömu merku manna. Vinnan er öll úr
ólitaöri ull, alveg lausri við allan aðblending-
óskildra efna, og er les og vaðmál íslands
þannig, beinlínis samkvæmt grundvallarreglum
þeim er rithöfundar í heilsuvísindum, sem standa
í sambandi við Heilsusýninguna, hafa íast ákveð-
ið, ið hollasta efni sem fæst til fatnaðar.
Hvernig lijá því gat farið, að dómnefndinni
yrði fyrst og Jremst fyrir að sjá, að vinna þessi
heyrði einkanlega undir „Hcilsu“, á ég því bág-
ara með að slcilja, er ég sé, að vinna úr litaöri
ull og að nokkru leyti „maslunu“-gjörð, hefir
fengið „diploma". Með sama pósti og þetta
bréf sendi ég dómnefndastjórninni til saman-