Þjóðólfur - 29.11.1884, Síða 4
184
í landhelgi hér við land, og hafði hann með
því brotið gegn ákvörðunum tilsk. 13. júuí
1787, kap. I, 10. gr., sbr. o. br. 27. maí
1859, er löggildir á íslandi 1. 13. sept. 1855
um leyfi danskra skipstjóra til að ráða út-
lenda háseta á skip.—Bæði fyrir lögreglu-
rétti Skagafjarðarsýslu og i landsyfirrétti
hafði Einar verið sýknaðr og málskostnaðr
lagðr á »ið opinbera«. Sérstaklega áleit
landsyfirréttrinn, að þó að ákvæði tilsk.
13. júní 1787 (kap. I, 10. gr.) um, að til
fiskiveiða mætti að eins nota innlend skip
(er fá skyldu passa samkv. tilsk. 7. marz
1787), væri eigi beinlínis úr lögum numin,
þá yrði þó að álíta þau óbeinlínis úr gildi
fallin um leið og 1. 15. apr. 1854, 1. gr. feldu
úr gildi ákvörðun tilsk 13. júní 1787 um
notkun innlendra skipa til verzlunar á Is-
landi, og að ákvörðunin um ísl. sjóleiðarbréf
til sönnunar þjóðerni skipsins hlyti að vera
fallin úr gildi án nokkurrar sérstaklegrar á-
kvörðunar.
Hæstiréttr komst að gagnstceðri niðrstöðu.
Alítr hæstiréttr, að eins og ákvæði 10. gr.
í I. kap. téðrar tilsk. sé ekki beinlínis úr
lögum numin, þannig geti þau heldr eigi
álitizt óbeinlínis úr gildi fallin við það, að
samsvarandi ákvæði um ísl. verzlunarskvg
sé numin úr gildi með yngri lögum, með því
in fyrnefndu ákvæði komi eigi fram sem háð
reglunum um verzlunina, sbr. 2. gr. í o. br.
7. marz 1787 og inn þar til heyrandi sér-
staka eiðstaf fyrir skip, er gjörð eru út til
fiskiveiða. Eigi verðr það heldr leitt út af
5. gr. í tilsk. 12. febr. 1872, að ákvæði þessi
só úr lögum numin.
Einar er því álitinn sekr í broti gegn oft-
greindum ákvörðunum og dœmdr í 20 kr.
sekt og allan málskostnað fyrir-'óllum réttum.
Reykjavík, 28. nóv.
—Ný lög. 3. f. m. staðfest af konungi l'óg
um eftirlaun presta-ekkna (Prests-ekkja fær
af tekjum brauðsins, þó ei minna en 100
kr.; nemi tekjur brauðsins eigi 1200 kr.,
greiðist eftirl. úr landssjóði, ella af brauðinu.
Prestaekkjur þær, er áðr böfðu engin eftirl.,
fá nú 100 kr.).
— Nl'TT beauðamat er s. d. staðfest með
konungsúrsk. (samkv. tilsk. 15. des. 1865).
— þessi 11 brauð bafa yfir 2000 kr. tekjur :
Beykjavíkr-brauð 3,758 kr. Hof í Vopnaf.
2,960. BreiðabólsL í Flj.hl. 2.562. Oddi
2,529. Garðar á Alftan. 2,522. Staðar-
hraun 2,456. Helgafgll 2,309. Vallanes
2,172. Sauðanes 2,132. Laufás 2,117.
Holt und. Eyjafj. 2,040. Staðarstaðr 2,034.
Melstaðr 2,030. (Alt er þetta að frá dregnu
afgjaldi brauðanna til landssjóðs).—91 brauð
hafa milli 1 og 2 þús. króna tekjur; 40 eru
undir 1000 kr.
— Bbauðaveitingavaldið. Eftir kgs.-
úrsk. 37 f. m. veitir konungr eftirleiðis ofan-
nefnd 11 brauð, ásamt þessum 6 : Hólma í
Róyðarf. (1937 kr.), Akreyri (1897 kr.), ,
Grenjaðarstað (1870 kr.), Valþjófsstað (1845
kr.), Eyri við Skutulsfj. (1831 kr.) og Stokks-
eyri (1815 kr.). — Oll önnur veitir lands-
höfðingi.
— Skipsteand 16. (?) þ. m. í ofsa-útsynn-
ingi rak í land á ísafirði skip Clausens Oer-
trude Sarauwn, eitt ið fegrsta"og(beztasegl-
skip, er hingað hefir gengið til lands til!
verzlunar; í henni voru meðal annars urn
400 skpd. af saltfiski. Gat kom á skipið;
verðr eigi bætt. Fólk alt komst af.
Strandmenn komu hingað f gær.
Annað skip »Maagen« (frá Ásgeirs verzl-
un ) varð að höggva úr 3ér möstrin í sama
veðri.
— Skbiða bljóp fyrir skömmu á bæinn
Hlíðartún í Sökkólfsdal í Dalasýslu. 7
manna voru í bænum, sem liggr afskekt,
svo skriðunnar varð fyrstvart á 3. degi. 2
grafnir út með lífi ; húsfreyja, sem dó síðar,
og dóttir hennar sem lifir.
— Föstud. 10. f. m. fór porleifr porleifs-
son frá Háeyri út á norskt skip frá Staf-
angri (kapt. Jacobsen), er lá í Kmhöfn og
ætlaði að sögn að sigla með því til Hels-
ingjaeyrar. Skipstjóri bafði selt farmí Skot-
andi fyrir Guðm. kaupm. Isleifsson á Há-
eyri (mág þorl.), upp á 300 pd. sterl. (5400
kr.) og eigi stagið skil á peningunum til
þorleifs. Skýrir skipstjóri svo frá, að þor-
leifr hafi hlaupið upp úr káetunni, er þeir
voru að drekka kaffi, og fleygt sér fyrir borð
og druknað í sundinu á siglingu til Hels-
ingjaeyrar. þykir það því ólíklegra sem
þorleifr var maðr léttlyndr og glaðlyndr, og
veit enginn til að hann hefði neitt fyrir sig
að setja. Próf var haldið í Khöfn yfir
skipstjóra og skipshöfn og varð ekkert upp-
víst. En prófin átti að senda til Kristjaníu
(er skipið ætlaði til) og framhalda þeim
þar.
— Febðaáætlun póstgufuskipanna 1885
kom með þessu póstskipi. Hún má heita
alveg samhljóða þeirri, sem farið hefir verið
eftir þetta ár: fært til um 1—2 daga á
stöku stað, helzt í síðari ferðunum. Komu-
staðir hér við land allir inir sömu, nema.
Eskifjörðr felldr úr í fyrstu strandferðinni
hingað í leið (13. maí), og sömuleiðis Reykj-
arfjörðr héðan í sömu ferð (6. júní).
Póstskipin leggja af stað frá Khöfn hingað
15, janúar, 1. marz, 18. apríl, 5. maí, 28.
maí, 13. júní, 1. júlí, 18. júlí, l.ágúst, 29.
ágúst, 27. sept. og 8. nóvbr.
Póstskipin leggja af stað héðan frá Rvík
til Hafnar 3. febrúar, 22. marz, 6. maí,
1. júní, 1. júlí, 29. júní, 31. júlí, 5.
ágúst, 29. ágúst, 24. septbr., 18. okt. og
29. nóvbr. [Isaf.]
— Feeðaáætlun landspóstanna 1885.
Fyrstu ferðina fer vestanpóstr frá Reykjav.
8. jan., norðanp. 9. og austanp. 10. jan.
Aðra ferð fara þeirj 4., 5. og 6. febrúar.
þriðju ferð 2., 3. og 4. marz. Fjórðu ferð
24., 25. og 26. marz.
En 9. jan.'leggja póstar af stað til Rvíkr
frá Isafirði og Akreyri. (ísaf.).
AUGLÝSINGAR
ísamfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert ori 15 slafa Wast
in. oBru letri eia selning 1 kr. [jrir jramlunj dálks-lengdar. Borgun úti hönd.
ALMANAK
fyrir hvern mann
með myndurn og ýmsum fróðlegum, nvtsömum
og skemtilegum ritgjörðum kostar aö eins 45
au. og fæst í Rvík hjá Iír. Ö. porgrhnssyni og
í Ýmsum búðum. [398*
og
^ Georg Ahrens
v
Teikniskóli
býður tilsögn í Gcometri samt
Prófessíóusteikniiig.
Piltar verða teknir til kenslu á
hverju kveldi frá 7—9 á skólanum.
Skólastrœti Nr. 3 ^
Beykjavík. 4Ý
EBBHB
t
Að móðir mín, ekkja Anna Margrét
Thomsen, fædd Knudsen, nær 69 ára
gömul, andaðist hjá mér 4. þ. m., það
tilkynnist hérmeð vinum og vanda-
mönnum.
ísafirði, 8. nóvbr. 1884.
400r.] Nicoline Falek.
Samkvæmt tilskipun 5. janúar 1874 inn-
kallast hérmeð með 6 mánaða fresti,
sérhver sá, er í höndum kynni að hafa við-
skiftabók við sparisjóð á Isafirði No. 131,
að upphæð 155 kr. 47 a. auk vaxta, þar eð,
ef enginn hefir sagt til sín áðr tóðr frestr er
liðinn, þeim hlutaðeiganda, er viðskiftabók-
ina hefir fengið, verðr borguð upphæð henn-
ar, án þess að nokkur annar geti haft kröfu
á hendr téðum sjóði í því efni.
Isafirði, 8. nóvember 1884.
Árni Jónsson, formaðr sjóðsins. [401*
IS” Hérmeð er enn einusinni skorað á
alla þá, fjær og nær, sem ógreitt eiga and-
virði þjóðólfs, að greiöa það ið allra fyrsta
til útsendingamanns blaðsins, skrifara Síg-
hvatar Bjamasonar.
Leiörétting. í auglýsingunni nr. 392 i siðasta
bl. á brennimarlcið að vera K. K. (en cklci K. K.)
Eigandi og ábyrgðartn. : Jón Olafsson alþm,
Skrifstofa:á Bakarastíg við hornió á Ingólfsstræti.
Prentaðr í prentsmiðju isaíoldar.