Þjóðólfur - 24.01.1885, Side 1

Þjóðólfur - 24.01.1885, Side 1
Kemr út & laugardagsmorgna. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jfili Þ j ó ð ó I f r. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramðt, ðgild nema komi til útgefanda fyrir 1. oktöber. XXXYII. ár£. Rcykjayík, laugartlaginn 24. janúar 1885. M „ÞJÓÐÓLFR“. — Eftirleiðis hefi ég sjálfr & hendi alla útsending og afgreiðslu blaðsins, ték við öllum borgunum bœði fyrir blaðið og aug- Ifisingar. — Utanbœjar-kaupendr úr Reykjavíkr sökn geta sem áðr vitjað „Þjóðólfsu í Apótekið; aðrir nœrsveitamenn eru beðnir að vitja hans í Fischers-búð eins og fyrri. — Auglf/singum verðr borgun að fylgja. Jón Ólafsson. Hvaö er aö frétta? Reykjavík, 23. janúar 1885. — Samsöng liéldu þeir herrar Björn söngfræðingr Krist- jánsson og cand. theol. Steingrímr Johnsen í dómkyrkjunni kvöldin 9. og 10. þ. m., og féll árangrinn (rúmar 100 kr.) í orgelsjóð dómkyrkjunnar. Söngstjórn þeirra Bjarnar og Steingríms fór eins prýðilega úr hendi eins og í fyrra, sem vænta mátti. Fyrra kvöldið var vel sótt, en síðara kvöldið miðr. Er það vorkunn almenningi i báginda-tíð þeirri, sem nú er; en af inum efnaðri bæjarbúum, einkum ©mbættisstéttinni, hefði átt að mega vænta meira. — Eldr kom upp aðfaranótt ins 19. þ. m. í búð Sig- urðar kaupm. Magnússonar (frá Bráðræði); ætla menn eldr- inn hafi komið af lampa á skrifborði í kontórnum, en eigi verið gætt að, að í var kviknað, þá er lokað var um kvöld- ið (kl. 7). Kontórinn brann allr að innan og gat á loftið og eitthvað litilsháttar uppi; í búðinni kviknaði í vörum, en lítt brann hún sjálf innan; sviðnaði loftið pappírsklætt. Vörur mestallar skemdust þó við vatnsganginn er slökt var. Eldsins varð vart um kl. 11 e. m., og var alslökt fyrir kl. 1. — Hlákan og hlýindin haldast enn við sama.— Hvergi aflavart enn svo fréttist. — Andlátsfregn. Stjórnarblaðið „Suðriu fékk hægt og r°tt andlát í gær eftir langvarandi uppdráttarsýki og upp a siðkastið algjört rænuleysi. — Inar „opinberu14 einka- leyfis-auglýsingar eru sem stendr alveg húsviltar. Það rættist, sem ritstj. 1 safoldar sagði í haust um blaðið „Suðra“, að það hefði „sárlitla tryggingu fyrir framtið sinniu. — Slys. Vinnukona, sem kom úr laugum, druknaði í íyrri nótt í Fúlutjarnar-læk. — Að liorðan eru sjóróðramenn nú að koma og segja þeir beztu tíð nyrðra. Pósti hafði veitt örðugt norðr siðast, orðið að koma póstsendingum með mannhjálp norðr Holtavörðuheiði, þvi að ófært hafði verið fyrir hesta. 4. — Anstanpóstr kom kl. 4. e. m. i dag. Það er merkilegt, að íteykvíkingar skuli enn ekki hafa brúað þessa litlu sprænu á leiðinni inn i laugarnar. Þótt htm sé litil, getr hún þó bláð uppi í leysinga-tið, og að hún geti orðið lífshættuleg, það hefir nú sýnt sig við ið hrapalega slys, sem að framan er getið um hér i blaðinu. Flestöll heimili í Reykjavík nota Laugarnar meira og minna; Eeykjavikrbær hefir nú keypt Laugamesið, en þá virðist og einsætt að skyldan til, að gjöra ómannhætta leiðina inn í Laugarnar, fylgi og með fyrir bæinn. Reykvíkingar! Látum það ekki kosta fleiri manna lif að minna oss á þetta! Séra Helgi og lærdómskverin. — Svo að sóra Helgi þurfi ekki að sitja lengr á „forundr- unarstólnum11 yfir ]iví marga, sem lionum þykir „undarlegt“ við grein bóksalans og svo hann sízt þurfi að ætla að ritstjóri „t>jóð“. hafi húið þá grein til, þá er honum velkomið að vita, að höf. grein- arinnar er hr. Guðmundr Guðmundsson áEyrarbakka, einn með beztu, ötulustu og áreiðanlegustu bóksölum hér. Og ef séra Helgi enn rengir það eða þykir „undarlegt“ að það hafi verið „nýskeð“, þá er greinin var rituð, að hr. Guðm. hafði sent hingað suðr, þá viljum vér vísa honum til hr. bóksala Kr. Ó. Þorgrímssonar hér, sem mun kannast við viðburðinn. Að Gyldendals bókverzlun lætr nú selja kverið á 60 au., er gleði- legt; en ef séra Helgi væri jafnminnugr á alt, þá mundi hann líkl. ranka við, að í fyrra var ekki kver hans auglýst til sölu nema hjá einum manni hér í Rvik, sem seldi það þá fjórðungi. (25%) dýrara, en nú er það selt. Að hann sjálfr hafi kver sitt til sölu fyrir Gyldendal var öllum ókunnugt þar til nú, því að hann hefirhvergi auglýst það fyrri; og enginn hefir víst fyrri vitað, að hann ræki bóksala-iðn; að minsta kosti hefir hann ekki enn leyst borgarabréf til verzlunar, en án þess mun hann ekki mega selja kver, sem hann hefir ekki sjálfr gefið út, þótt hann sé höfundr þess. Ef kverið kostar 60 au. bundið (og fæst ekki öðruvisi) og sölu- laun eru 11 au. aí expl., þá köllum vér það lítið, einkum þegar þess er gætt, að þetta er verð kveranna í Khöfn, svo að bóksalarnir hér verða að bera allan umbúðakostnað, burðargjald og ábyrgðar- gjald. Séra Helgi lætr á sér skilja, að bóksalarnir hér hafi verið ófáan- legir til að gefa út kver hans. Það er gaman að heyra, hvort þeir kannast við það allir. Um kosti og galla kversins skulum vér ekki þrátta við höf. Hann játar sjálfr, að svo merkr barnafræðari eins og séra Þórarinn Böðvarsson vilji ekki hagnýta kverið. Álit séra Þórarins um það má lesa í 1. árg. Kyrkjutíðindanna. En það eru fleiri góðir, gamlir og merkir barnafrœðarar til en prestar. Það er t. d. skamt síðan að einn barnafræðari lét álit sittíljósi um Helga-kver í „Fjallkonunni“.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.