Þjóðólfur - 24.01.1885, Side 3

Þjóðólfur - 24.01.1885, Side 3
1B geta af þessu bezt gert sér hugmynd um sómatilfinningu þeirra og hugrekki. Höfundar þessara greina hafa fyrst og fremst borið mér það á hrýn að tilgangi- minn með þessa oftnefndu ritgerð: „Fátt er of "vandlega hugað“, hafi verið sá, að sverta búfræðingana frá Stend og þar með að hefja mig í augum almennings á þeirra kostnað. Góðmannleg tilgáta! Ég vona að lesarinn hafi séð, hver sannindi eru í þessum áhurði. Þar næst gera þeir sér mikið far um að reyna að sannfæra menn um, að þetta, sem ég hefi sagt um kensluna á Stend, séu helher ósann- indi, og að ég ekki hafi vit á að dæma um það. Hér verða ókunn- ugir að dæma eftir líkum. Er það líklegt að ég, sem fékk ágætis- einkunnir i öllum mínum hóknámsgreinum á Stend og hefi síðar dvalið nokkur ár við landbúnaðarháskóla, er það líklegt að ég hefði ekki vit á að dæmaumþetta? Ég hefi hvergi sett neitt út á verkn- aðarkensluna á Stend, því að hún var góð, og eins og hún átti að vera fyrir það mesta. Norðmenn, sem dvalið hafa á Stend og seinna á landbúnaðarháskólanum, hafa viðrkent það, að vísindakenslan var mjög ófullkomin á Stend, þó að islenzkir búfræðingar vilji ekki kannast við það. Nú loksins fyrir einu ári liefir Stend fengið dug- andi kennara í inu hóklega, en þetta hefði átt að vera fyrir löngu. Þar næst eru þessir ritsmiðir reiðir við mig af því, að ég álít nauð- synlegt að fá útlendan búfræðiskennara; þeim þykir það vist mesti óþarfi. Það er aðgætandi, að þennan útlenda kennara vil ég einungis liafa til þess að kenna ið bóklega, en hafa þar á móti íslenzkan hú- fræðing til þess, að standa fyrir inu verklega og til að vera forstöðu- maðr skólans, einsog tíðkast við marga búnaðarskóla í Danmörku; þar er forstöðumaðr og yfirkennari sitt hvað, og eru þó báðir kenn- arar. Ég fyrir mitt leyti tel það ekki rniklu máli skifta, hvort maðr- inn er íslenzkr ellegar danskr eða af hverju þjóðemi hann er, ef hann að eins getr uppfyllt þær kröfur, sem tíminn og þarfimar heimta. Að endingu bera þessir heiðruðu húfræðingar mér ýmislegt per- sónulegt á hrýn, sem á að vera sönnun fyrir því, að ég sé til einskis nýtr, en sem ekkert kemr málefninu sjálfu við, t. a. m. það, að ég hafi ekki tekið próf við landbúnaðarháskólann, alveg eins og ég væri skyldugr til þess; þar næst að ég riti ekki rétt íslenzku (þeir eru nefnilega málfræðingar líka) og koma þó með engin dæmi, er sanna þetta; þar næst að mig skorti skynsemi á við þá, einnig líka án þess að færa til ástæður; og að síðustu hafa þeir nú fyrst uppgötvað það, að ég hafi skrifað alt of mikið af ónytum og hálf-ónytum rit- gerðum. Frá þeirra eigin sjónarmiði eru líklegast þessar skammar- greinir þeirra um mig töluvert upbyggilegri fyrir almenning, heldr eu ritgerðir mínar eru. Sökum þess að þetta eru þau einu ritsmíði, sem tveir af þessum búfræðingum hafa afkastað, þess vegna hafa |>eir ástæðu til að blöskrast því hvað ég rita mikið og setja ofan í við mig fyrir það. Þeir hafa líka vit á að dæma þær ritgerðir ónýtar, sem margir islenzkir og nokkrir útlenzkir rithöfundar hafa talið allnýtilegar; þeir álita að orð sin vegi jafnmikið og ástæður hjá öðrum; þejr um |)a(). Eg skal að endingu geta þess, að þessi „Stend-Skóla Sveinn“ sem birtist í „Þjóðólfi“ 10. janúar þ. á. er jafn auðþektr á stílnum, eins og asninn á eyrunum; það er inn sami sérgæðingsblær eins og á óllum hans ritgerðum. Hins vegar ætti hann ekki að bregða mér nm það, að eg riti of mikið, sökum þess að hann sjálfr hefir ekki ■'itað minna síðan hann byrjaði; en það hefir hann framyfir mig, að ** lann þykist hafa vit á að rita um margt fleira en búfræði t. a. m. Vegagerð og bæjabyggingu o. s. frv. — Til fróðleiks skal ég geta lJ0ss, að þessi „Stend-Skóla-Sveinn“ fékk þann fátækasta vitnisburð fi'á þessum skóla, sem nokkur íslendingr liefir fengið þaðan, og að i'ann þyrfti nú að skola af sér fyrst sjálfum þau óhreinindi, sem liggr við sjálft að virðing hans og mannorð ætli að atast af, og skal eKi ef til vill, seinna minnast á þaö atriði. Með því að ég ekki get séð, hvaða gagn er að nafnlausum grein- um, sem engar sannanir hafa við að styðjast, hefi ég ekki fundið neina ástæðu til að svara hverri grein út af fyrir sig; ég geri nú þar á móti grein fyrir, út af hverju þessi rimma er sprottin, svo að þeir geti komizt að réttri niðrstöðu, sem lesið hafa inar fjórar (eða fleiri) greinir til mín, sem nú eru komnar á undan. En að fara að bera vopn á móti hverjum einstökum af þessum nafnlausu og huglausu sjálfbirgingum, sem réðust á mig, það nenti ég ekki að gera1. Sveinn búfræíingr. Aftrganga t — Eins og sést á auglýsingu hr. prentara Einars Þórðarsonar hér i blaðinu, sem dagsett er 22. þ. m., birtir hann kaupendum „Suðra“ það, að blaðið sé hætt. Ástæðuna telr hann þá, að kaupendr hafi svo fækkað, að það sé stóreflis fjártjón fyrir sig að gefa út blaðið. — Af þessum orðum sjálfs eiganda og ntgefanda blaðsins, sem hlýtr að vera „sinum hnútum kunnugastr11, má marka, hvað Gestr Pálsson hefir sagt satt um kaupendatölu þess i haust. er hann var að tjá hana landshöfðingja og öðrum. Það má og marka af þvi óáliti, sem eigandinn sjálfr játar að blaðið sé í, hve lágt stjórnin hefir lotið, er hún bendlaði sig við blaðtetr þetta. Skyldi, mót von, nokkrum detta í hug það óyndisúrræði að reyna aftr að blása lífsanda i nasirnar á þessu liki, eins og heyrzt hefir í dag (23. jan.), þá má benda hingaðtilverandi kaupendum „Suðrau á það, að þeir eru með auglýsing hr. E. Þ. leystir frá öllum kaup- skilmálum við blaðið og er því enginn skyldr að veita aftrgöngu þess viðtöku. Ef farið yrði að bjóða þeim það á ný undir sömu ritstjórn, þá gæta þeir líklega að þeim meðmælum (!!), sem eigandi blaðsins hefir sjálfr af frjálsum og fúsum fullvilja gefið þvi í téðri auglýsingu. Hann hefir sagt: ritstjóm blaðsins þykir svo léleg, að fólk vill ekki eiga það,svo að ég bíð stórtjónvið útgáfuna!—Viljið þið kaupasamt, piltar ? Það ætti annars því síðr að þurfa að kviða aftrgöngunni, sem hr. E. Þ. eigandi og útgefandi blaðsins hefirigær (22. jan.) meðundir- skrift sinni í tveggja vitundarvotta viðrvist lofað og skuldbundið sig til að luetta við prentun og útgáfu Suðra ekki síðar en 31. þ. m. og að selja engum öðrum útgáfurétt að blaðinu. Samningr þessi er í hönd- um ritstjóra „Þjóðólfs“. íteyðarfirði, 29. nóv. 1884. — Eins og kunnugt er, hefir séra Daníel látið taka lögtaki prestsgjöld hjá frikyrkjumönnum. Einn þeirra (óðalsb. Jónas Símonarson) höfðaði mál út af lögtakinu gegn séra D.; er það nú dæmt í héraði og tapaði séra Dan.; er dæmdr til að borga til baka. AUGLÝSINGAR í sanifeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) Iivert orð, 15 slafa frekast; meJ öðru letri eSa setning 1 kr. fyrir þnmlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Næstl. haust var mér dregið hvitt gimbrarlamb með minu marki: oddfjaðrað aftan hægra, blaðstýft aftan vinstra. Réttr eigandi lambsins gefi sig fram, semji við mig um markið og borgi áfallinn kostnað. Sviðugörðum lí,!l,—84. 23*] Hannesína Hannesdóttir. nnil sölu V* úús eða heilt og grunnr tilbúinn (kjallari) undir hús. Stefán Þórðarson, Hlíðarhúsastíg. [22* 1) Þess skal getið að Ólafr Ólafsson búfræðingr, sem tekið befir próf i einni námsgrein við búnaðarháskólann, á ekkert af þvi, er ég hefi sagt um búfræðingana frá Stend. Sv. 6.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.