Þjóðólfur - 28.02.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.02.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. Þ j ð ð 6 i f r. XXXVII. árg. lteylgayík, laugardaginn 28. febrúar 1885. M 9. Af því ýmsir hafa kvartað við mig —-fc'-3 yfir örðugleikanum & að borga „Þjóð- ólfu í peniilg'um, þá skal þess getið, að ég tek eins sem borgun fyrir „Þjóðólf“ innskriftir við verzlanir hér í Reykjavík (og eins við verzlanir utan Reykjavíkr, sem eru fáanlegar til að gefa mér ávísanir annaðhvort til Reykjavílcr eða á áreiðanleg verzlunarhús í Kaupmannahöfn); sömuleiðis mega þeir, sem þess óska, borga mér í landaurum eftir gangverði hér. Útgefandi „Þjóðólfsu. Þareö ég á úti standandi fyrir „Þjóð- óir (auk oborgaðra auglýsinga) um hálft aunað I>úsun(l krónur (—það getr hver sem vill feng- ið að sjá skilriki fyrir því—), þá eru það vin- samleg tilmœli mín til allra þeirra, sem með noklcru móti geta, aðþeir borgi mér sem allra- fyrst. Útg. „Þjóðólfs". Bréf til „Þjóðólfs,‘ frá Friðbirni á Eyri. I. ----Engin furða er það, þó að allr fjöldi landsins sje mjög fávís í stjórn- malum landsins, eins og í flestum liér- uðum á sér stað, og að það því eru ©instakir menn, sem helzt skifta sér af slíkum málum. En það gegnir meiri furðu, að þeir menn, sem iðulega gefa sig við slíkum almennum málum, og hafa eða vilja hafa álit fyrir að bera skyn á þau, skuli stundum, margir hverir, vera svo mjög grunnsæir og stefnulausir í skoðunum sínum, skuli oft hafa sína skoðunina í hvert skifti sein málið er rætt, eða sitt missirið, sitt árið hverja í mikils varðandi þjóð- malum og stjornmálum. Og meira að segja, það er fjöldi manna nú á tím- tnn, sem fæst við afskifti almennra mála án þess að hugsa um annað en að „vera með“, kunna eigi að aðgreina „flokka“ í stjórnmálum, og fylgja þeim, er síðast mælir í hvert skifti. Þó er þetta að nokkru leyti eðlilegt, því al- Þýða er enn á bernskuskeiði í sjálf- ^tjórnarlegu tilliti; hún er á námsár- tmum, og þarfnast því einkanloga nú leiðbeiningar. Það er þvi engin van- þörf á að auka stjórnfræðislega þekk- ingu hennar og áhuga á almennum málum, og álít ég félagsskap í þeim tilgangi mikið æskilegan. „Ið islenzka Þ)óðfrelsisfélag“ er nú myndað í þess- um tilgangi, og auðnist því að ná vexti og viðgangi, má af því vænta mikils liðs, einkum með fundarhöldum og ræðum til að skýra málefnin fyrir al- þýðu. Vist er það, að í þeim hjeruð- um landsins, þar sem fundir erusjald- gæfastir og illa sóttir, er alþýða lak- ast að sér í þekkingunni á sumum málum. Það er líka eðlilegt. Fund- irnir vekja menn til að hugsa um mál- in, og eru um leið nauðsynleg æfing fyrir þá menn, sem bezt eru fallnir til afskifta af þjóðstjórnarmálum. í þessum deyfðarhéruðum, sem alveg eru óvön pólitiskum fundarhöldum, virð- ist mér hyggilegast, að vakningarfundir væru haldnir sem víðast, og fyrir eigi stórt svæði hver,— svo sem 2—3 sveit- ir - - þvi þá kynnu þeir fremr að verða sóttir af þeim mönum, sem annars færu hvergi, ef langt væri á fundarstaðinn. Slíka fundi virðist mér að ætti bezt við að halda sem undirbúningsfundi undir kosningar til alþingis og fyrir hvert alþingi, og, ef til vill, eftir þing (sem leiðarþing). Flestir þingmenn eru of hirðulausir um að leiðbeina þjóðinni í stjórnfræð- inni. Þeir eru margir eigi nógu ár- vakrir i stöðu sinni sem þingmenn, þjóðfulltrúar. Það er eigi nóg til að vera góðr þingmaðr, að mæta á þingi, sitja á þingfundum og taka þáttíum- ræðum um þau mál, sem þar eru borin upp, eins og sumir þingmenn vorir láta sér nægja. Kostir góðs þingmanns eru eigi siðr innifaldir í því, að hafa áhrif á þingmálin í héraði, með því að skýra þau oft og á ýmsa vegu fyrir héraðsbiium. Og þar eð þingmenn eru jafntþjónar allrar þjóðarinnar, er þeiin jafnskylt að neyta áhrifa sinna hvar sem þeir geta því við komið, eins fyrir utan sitt eigið kjördæmi. Mér liggr við að segja, að það sé ábyrgðarhluti fyrir þá, sem meira er lánað, í þessu falli eins og öðru, ef þeir liggja á liði sinu; því þeir eru sjálfsagðir kennarar hinna, og ef þeir vanrækja það, vanrækja að starfa að því, að fullnægja skilyrðinu fyrir lífi sjálfsforæðis-hugmyndarinnar hjá þjóð- inni, hver eftir þvi sem i hans valdi stendr — þá mega þeir ásaka sig fyrir að hafa hindrað framför þjóðarinnar á leiðinni til frelsis og sjálfsforræðis, með þvi að grafa pund sitt í jörðu. En fullu frelsi, sönnu sjálfsforræði nær þjóðin eigi fyr, enn hún tekr sér það sjálf; og þess verðr hún fyrst megnug, er hún hefir aflað sér nægi- legrar þekkingar á því fyrir árvekni kennanda og athygli nemanda. Þvi „hver getr þá varnað henni vatnsins“ ? Ekkert stjórnarráð né konungsvald! II. Sem sagt, alþýða er allvíða naum- ast vöknuð til að hugsa um hag sinn í þvi, sem lýtr að inu almenna, og jafnvel atkvæðamestu mennirnir i sum- um héruðum vita eigi, hvað þeir vilja i helztu nauðsynjamálum landsins, liafa enga glöggva hugmynd um sum áhuga- mál (sem ættu að vera) einstakra hér- aða eða allrar þjóðarinnar. Yerið getr að málið sé þeim að vísu áhugamál, en hugmyndir þeirra hafa enga vissa stefnu við að styðjast. Til dæmis má taka búnaðarskólamál landsins. Flestir, er um það mál hugsa, álíta, að brýna nauðsyn beri til, að laga búnaðinn í landinu, og ímynda sér að það takist bezt með aðstoð vís- indanna, sem læra verði á skólunum. En um ið heppilegasta fyrirkomulag bún- aðarkenslunnar eftir landsins háttum og kringumstæðum þjóðarinnar eru mjög deildar skoðanir þeirra manna, er annars hafa nolikra skoðun i því máli. Og þess eru dæmi, að i því máli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.