Þjóðólfur - 28.02.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.02.1885, Blaðsíða 3
35 dögg og glaðar fagna hinum rauðu rósum. Smali hýr á heiði hóar, lömbin stökkva; sjómenn vægum vindi voðir hvítar fylla og af viðarvindli vefja sveigum lokka, hunangsflugur hús úr hvítu vaxi steypa; fugla söngvi fyllist fold og inar og himinn. Már yfir miði djiipu, máriuerla’ á húsum, svanur sætt á vatni syngur, en í skógi niður næturgala náttlangt blíður heyrist. Fyrst að haf og hauður, hirðirinn og sauðféð, sjómaður á sævi og sjálfur Dionysos1) við sumri hlýju hlæja, en fuglar syngj a’ og seimi suða þrungnar flugur, skyldi þá ekki skáldið skærum rómi fagna vori’ og vísu kveða? Þá var enn þetta sýnishorn eftir Þeokritos: Yið lágum þar í ljiífu rjóðri á laufahrúgu’ af skornum vínvið, yfir okkur þaut i eikum . alma-viðar og platans-greinum, 1 en úr dísa helgum helli hrundi tæra vatnið ofan; viðartístur suðuðu sœtán, sungust á í skuggum kvista, en lengra burtu þröstur í þyrnum þreytti söng við dúfu’ og lóu og um lindina 'lóku glaðar lj ettvængjaðar hunangsflugur; ilmaði’ alt af auðugs sumars aldinum, því greinar hentu plómum, eplum á oss ofan, angar gróða þrungnir fylgdu. — Úr flöskunni var þá tekinn tappinn og teygaður sopi’ af gömlu víni2). Ef menn nú vildu fara að leggja fyrir óðal alt nám forntungnanna og kasta fyrir borð allri klassiskri ment- 1) Dionysos er ið gríska nafn vínguðins (Bakkusar). 2) Fyrirlesarinn gaf enn eitt sýnishorn, sem vér rúmsins vegna verðum að sleppa. Bitstj. un, þá væri það að klippa sundr all- an inn sögulega þráð, sem mentun vorra tíma er af spunnin, því að öll mentun vorra tíma hvílir á þessum klassiska grundvelli. Leikmaðrinn hef- ir líka klassíska mentun, án þess hann viti af því, því að hans mentun hvílir á sama grundvelli, sem öll mentun vorra tíma yfir höfuð. En forsjónin hefir adlrei ætlazt til að straumr framfaranna slitni; sagan verðr ekki þannig kubbuð í sundr. Ef menn vilja láta hætta að læra latínu og grísku, þá verðr að útrýma nálega öllum vísindalegum orðum og orðtækjum (termini . technici) úr nýju málunum í flestöllum vísindagreinum, einkum tir stjarnfræði, eðlisfræði, rúm- fræði, læknisfræði og meðalafræði, því að þessi orðtæki verða þá óskiljanleg. Þá verðr að hætta að nefna baromet- er, thermometer, díameter, diagnosis, diætik o. s. fr., o. s. frv. Af hverju skyldi nú þessi mótspyrna móti klassísku mentuninni vera kom- in ? — Að öllum líkindum af öfugri kensluaðferð í skólunum. Lar er of mikil áherzla lögð á andlaust orð- mynda-stagl og málfræðisreglur, en of litið lesið af inum fornu höfundum, of lítið gjört til að kynna nemendum bókmentirnar og alt mentunarástand þjóðanna. Pyrirlesarinn áleit of litlum tíma (varið til klassisku málanna, einkum grískunnar, í latínuskólanum hér og | á norðrlöndum yfir höfuð. Auk þess, sem grískt mál og grísk- ar bókmentir væru miklu meira verð- ar í sjálfu sér, en latínan og róm- versku bókmentirnar, þá hefðum vér Islendingar sérstaka ástæðu til amast ekki við griskunni; það stæði líkt á fyrir oss og Grikkjum með það, að bæði vér og þeir héldum enn fornu klassisku máli lifandi. Framan ritað inntak úr fyrirlestri Dr. Gr. Th. höfum vór skráð eftir því sem vér rituðum upp eftir höf- undinum meðan hann flutti ræðu sína, og auk þess sýndi hann oss þá góð- vild að ljá oss til hliðsjónar smágrein- ár þær, er hann hafði ritað sór til minnis áðr en hann flutti ræðu sína, og kunnum vér honum þökk fyrir það. Reykjavík, 27. fe’brúar. —Brauð veitt. Yestmanna-eyja kall veitt 24. þ. m. séra Stefáni Thordersen uppgjafa-presti frá Kálfholti. — Auk hans sótti séra Lárus prófastr Þor- láksson í Mýrdals-þingum. — 27. febr. séra Jak. Benediktssyni áMikla- bæ veitt lausn frá emb. frá næstk. fard. :— Norðanpóstr kom loksins hingað að kvöldi 24. þ. m. (í stað 14. eftir áætluninni). Hafði fengið vont veðr og legið úti á Holtavörðuheiði, en sagði færð annars heldr góða. — Yestanpóstr kom í fyrra dag (í stað 15. þ. m. eftir áætlun). Sagði verstu veðr að vestan, bylji og storma. Góðr afli bæði á ísafjarðardjúpi og yfir höfuð á fjörðunum vestra, þá sjaldan á sjó gaf, bæði fiskafli og bezti hákarlsafli. — Sögu þá, sem hing- að barst með Akrnesing einum um daginn, að lík Magnúsar pósts væri rekið vestra, hafði póstr eigi heyrt fyrri en hann kom hingað, og mun því vera flugfregn. — Aflahrögð. Á Miðnesi og í Höfn- um er farið að verða vart (2—5 í hlut) af nýgengnum feitum þorski; einnig vart heilagfiskis og hákarls. — Á Eyr- arbakka dálitið farið að aflast (10—12 í hlut), er síðast fréttist, af ýsu. Einn- ig orðið lítillega vart á Akranesi. Bæjarstjórnarkosningarnar. Eins og getið var stuttlega í síðasta blaði, feldi landshöfðingi úrskurð, sem dæmir bæjarstjórnar-úrskurðinn (15. f. m.) ó- merkan, og kosiiingarnar 3. f. m. þar með auðvitað gildar. Ull eöa hrosshár. Eftir að ég í næst síðasta bl. Þjóðólfs hefi séð auglýsingu um, áð hrosshár verði keypt af einum kaupmanni í Keykjavík fyrir 70 til 90, eða jafnvel 75—95 aura pundið, en hefi hins veg- ar séð ullarverðið erlendis af síðasta blaði „Þjóðólfsu, þá hefir mér komið til hugar að vekja athygli manna á því, að það er varla talsmál um annað en að hætta að búa til hrosshársreipi, heldr virðist einsætt að vinna reipi hór eftir úr ull; því að þótt ullarreipi sé ekki fult svo endingargóð, þá er svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.