Þjóðólfur - 28.02.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.02.1885, Blaðsíða 2
34 hafa menn, sem annars eru mikils metnir, haft sitt árið hverja stefnu. Það er nn viðrkent af öllum þessum svonefndu búfræðingum, sem opinber- lega hafa látið í ljósi skoðun sina um búnaðarskólamálið, og mörgum öðrum, er það hafa skoðað til hlítar, að það sé óheppilegt fyrirkomulag, að stofna hér marga búskóla með opinberum styrk. Hefir því verið haldið fram, að einn opinber búnaðarskóli (eða mest 2) væri ið eina hugsanlega skynsamlega eftir því, sem til hagar hjá oss. En í framkvæmdinni hefir alt annað orðið ofan á, að því leyti sem farið er að myndast við búfræðiskenslu. Yirðist mér þingið hafa sýnt af sér of mikla léttúð í meðferð þess máls; og stjórn- in hefir enn leitt hjá sér að taka það að sér, og lætr sér í lóttu rúmi liggja, hvernig það veltist. [Meira.] Skógardraumur. Eg gekk út í skóginn þá riiðull fagur rann og ro'sfagur geisli á jökullindi brann, en aftangolan laeddist svo létt um sko'gargöng aö liiniö aú eins Itæríist, ég heyrSi fuglasöug. Þá settist ég í rjóhur und reisulega hjörk og rólegt varJ jtá lílih á eySilegri mörk; ég gleymidi öllu angri og allri lífsins þraut og einverunnar glaður í sakleysi e'g naut. Því náttúrunnar unun og eölilega ró svo unahfulla gleJi og sælu mér þar bjó, því ekkert var, scm glapti, ég ekkert heyrði þá utan hara hljóíin í söugfuglunum smá. Og sólin var aJ hníga í hafsins djúpa skaut, svo himinblíS og fögur hún kysti foldarbraut, sem heitsvein heitmey kyssi, er hreinar ástir sver, þá hjörtun mæla oríiaust: „Eg aldrei gleymi |tér“. En alt í cinu heyríi ég annan fagran söng svo innilega hlíJan í dimmri skógarþröng, ég heyrði’ ah það var meyja, er söng um yndi’ og ást, sem orðið hafði’ aS tárum, því svikul vonin brást. Hún stillti sína hörpu og söng nicð sætum róm um sakleysi og eLsku, þann lífsins helgidóm, um yndisfagrar vonir og æskudrauma flug og um það, hversu sárt er þá vinir skifta hug. En sólin var nú hnigin í hafsins djúpu lind, og hrímfölur skeiu máni á bak við fjallatind, og fuglakvakið þagnað og fögur þrastahljóð, en fyrir mínum eyrum ég heyrði sorgarljóð. Því alt af heyrði’ eg sönginn, sem alt af færðist nær unz yndislega leit ég þar hjá mér standa mær með æskublóm á vöngum sem ungleg sumarrós, meJ alvarleg og döpur, en fögur brúnaljós. Þá gekk ég fram og mælli, en sorg ab brjósti svarf: „þú, svása vílið, grætur!“ En óðara hún hvarf sem svipur eha álfur, sem svífur yiir fold; ég sá, ah hún var andi, en ekki mannlegt hold. Og einn stóð ég þar eftir; nú alt var kyrt og hljótt, svo alvarlegt og þögult, því liðið var á nótt, en hugur minu var hryggur og hjarta initt sló ótt, því hugsun um ih liflna mér vakti þessi nótt. Mér síðan fyrir sjónum in sama stendur mynd og söng ég lieyri óma frá yztu himiiigrind, og mig það tíðum minnir á marga sorgarund og marga sæla drauma og horfua æskustund. Ó dularfulla vcra, er dvelu'r heimi fjær, þú draumagyðjan bjarta, er enginn skilið fær, þín harpa cr sá andi, sem hefur sig frá fold til himinsins og lífsins, en hurt frá jörðu’ og mold. Þú ímynd minnar ástar og æskudrauma fjöld, er undarlega birtist mér þetta sumarkvöld, þú sýnist standa fjarri, en samt ertu svo nær, sem sólargeisla leiftur, svo himinblíð og tær. Bergst. Jónsson. Um klassiska mentun. Ágrip af fyrirlestri eftir Grím Thomsen, Dr. [Niðrlag]. í dýrafræðinni gildir enn skift- ing Aristotelesar á dýrunum í blóðdýr og blóðlaus dýr eftir því, hvort þau hafa hryggj- arstykki. í myndasmíði og byggingarlist stóðu Grikkir svo framarlega, að þeir meistarar síðari alda, sem frægstir hafa orðið (Thorvaldsen, Cano- va), hafa þó ekki annað gjört en stselt Pom- Grikki. Stýll Grikkja var svo kurteis, að hann er eftirbreytnisverðr. Þeir höfðu aldrei ill orð. í þessu efni mættu samtiðamenn vorir, eink- um á Frakklandi, mikið læra af Grikkjum.— Þá var og aldrei neitt ósiðsamt i skáldskap þeirra (sjá Theokrit og Sapphó t. d.) og fanst ekkert áþekt þeim svívirðingum, sem sjást t. d. í nýjustu bókmentum Frakka. Frá þessu lofi fyrir kurteisi og siðsemi má þó undan- skilja gleðileikskáldin. Sumir kynnu nú að vísu að segja, að menn gætu hagnýtt sér rit Grkkja i þýðing- wm. Jú, gjörið þið svo vel, ef þið getið feng- ið góðar þýðingar. En hvar er þær að fá? Það er eigi unt að þýða svo, að frumritið náist alveg. Þeir íslendingar, sem lesið hafa t. d. þýðingar N. M. Petersens á islenzkum sögum, munu finna, hvað fjarri þær, þótt góðar séu, eru frá því að ná frumritunum. Verst fara þó kvæðin. Þegar Gethe var að semja litafræði sína, fékk hann sér vísað áheztu þýðingu af lita- riti Aristotelesar („peri Chromatón"), en komst hrátt að þeirri niðrstöðu, að hann yrði að lesa ritið á fmminálinu. Lesi maðr mikið í sama höfundi, noti að eins orðahók, en engar þýðingar, til hjálpar, þá verðr höfundr- inn hrátt léttr. Það er oft talið vorritíð til gildis, að skáldin nú séu „realistar“ (veruleiks-skáld), og talað um eins og þetta væri eitthvað nýtt. Er þá ekki Hómer gamli „realistiskr11 (náttúrutrúr) i þvi, sem hann lýsir? En það er satt, hann gjörir það ekki að leik að leita uppi allar hugsanlegar svívirðingar mannlífsins til að lýsa þeim, eins og ný-franska tizkan er. En i góðum skilningi er Hómer realistískr (t. d. Hektor og Andromache. Polyfemus. Lýs- ingin á þvi, er móðir Hektors og kona hans ráða honum frá að fara gegn Akkillesi). Og það segi ég satt, að eg vil gefa hæði Goncourt, Zola og Daudet1 fyrir Odysseifsdrápuna. Eg hefi lesið í ritgjörð nokkurri i „And- vara“ eftir einhvern nafnlausan höfund, sem hefir hom í siðu klassisku mentunarinnar, að Gríkkir hafi ekki haft auga fyrir náttúr- unni og hafi því ekki kunnað að lýsa henni. Til þess að hrekja þetta, gaf fyrirlesarinn í islenzkri þýðing nokkur sýnishorn af grísk- um kveðskap, svo sem t. d. þessa lýsing á alkyrð í náttúrunni: Sofa jökla-tindar, sofa fjalla-gil; kyrt er á kömbum, kyrt í hvömmum; sofa skógar og skordýr sofa; sofa vargar á viðum úti, sefur fugla-fjöld; móka stórfiskar hafs í dökku djúpi; en fuglar allir blunda, fela nef undir vængjum. Þá var annað sýnishom þetta: Yorlð. Þegar vindskekinn vetur víkur burt af lofti, \ . 1 vorið blíða brosrr, blóm af svefni vekur; grænka gráir vellir, gróa kvistir ungir, engjar drekka drjúgum 1) Þeir em ný-franskir skáldsagna-höfundar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.