Þjóðólfur - 16.03.1885, Síða 4

Þjóðólfur - 16.03.1885, Síða 4
44 sonar var í (þar var „þjóðólfr“ prentaðr síðan nýár). Prentsmiðjan branu öll að kalla; er til beggja vona, hvort gjört verðr við prentvélina eðr ekki. Prentáhöldin og pappir og forlags- bækr var alt í ábyrgð hjá „City of London“-íé- laginu (fyrir 16000 kr.).— fetta var in áhalda- bezta og fullkomnasta prentsmiðja hér á landi, prýðisvönduð í alla staði,—Slökkviliðið gekkhér vel fram að vanda, og var hrein furða að ekki varð meira af slysi þessu, þar sem hús eru þétt við á tvær hendr. En logn var að kalla. Hús- ið er meira en hálfbrunnið, en stendr þó uppi; það var lítt trygt fyrir voða (500 kr.), en hefir þó vafalaust verið mikils virði (tvíloftað alt); það var ný-uppbygt, en ekki metið á ný. Aflabrögð. 4. þ. m. róið alment austanfjalls milli ánna ; 30—90 í hlut þann dag, meiri partr ýsa ('/4—* */s þorskr). Sama dag 30—40 í hlut í Landeyjum og J>ykkvabæ af vænum þorski. Hlutir orðnir þar hæstir um helgina síðustu 3_ 500. Á Eyrarb. og Stokkseyri hæstir hlutir orðnir 250—350. — í Selvogi aflast nú vel, en minna í forlákshöfn enn. í Grindavík sagðr reytingr. Sárlítið um Hafnir og Miðnes. Ann- ars atlalaust um allan Faxflóa enn. f Fröken Sofia Havstein andaðist hér í gær. — Póstskip kom í morgun. AUGLYSINGAR í samfeldu ináli m, smálelrí kosía 2 a. (jiakkaráv. 3a.) hvert orJ 15 slala frekast m. ó5ru lelri e5a setning 1 kr. fyrir ^umlung dálks-lengdar. Borgun nt i hönd, Til viðskiftamanna minna fjær og nær. f>ar eð ég varð fyrir því slysi, að prentsmiðja mínbrann aðfaranótt 12. þ. m., þá finn ég mig knúðan til að gefa skiftavinum mínum til kynna, að þar eða bæði áhöld mín og forlagsbækr voru tryggð gegn eldsvoða, svo að ég fæ að því leyti skaða minn bættan, þá mun ég svo fljótt, sem framast er unt, koma mér upp aftr prentsmiðju. f>ar sem ég áðr hefi staðið fyrir kaup- um, fyrst á ísafoldar-prentsmiðju og síðan á minni eigin, þá hefi ég þá reynslu í innkaup- um á áhöldum og efni, sem ég vona að geti trygt það, að áhöld mín á ný verði í engu síðri, en áðr, heldr fremr vandaðri. Hvað áskrifendrað forlagsbókum minum snert- ir, þá voru hjá bókbindara í heftingu um 300 expl. af „Fornaldarsögunum“, sem þannig sluppu hjá brunanum, og get ég því fullnægt þörfum skiftavina minna um þær að sinni, þar til ég get prentað upp aftr bindið. Boðsbréf, sem . ég hefi sent út, standa eftir sem áðr í fullu gildi, utan hvað „Bragi“, sem út átti að koma í vor eða snemma sumars, getr nú ekki komið út fyr en að áliðnu sumri. En ég bið menn að halda eins áfram eftir sem áðr að safna áskrifendum, Keykjavík, 14. marz 1885 871-.] Sigm. Giuðmnndsson. el ott hús með 3 herbergjum auk eldhúss, * hjúahúss m. fl. nauðsynlegu óskast til kaup.s eða leigu. — Menn snúi sér að ritstjórá »f*jóð.“ sem fyrst. — [86r. Samtal. Sýslumaðurinn: Ætíð er skemtilegt, að koma til yðar, sira |>or/aldr minn, slík vín heli eg eltki drukkið síðan eg kom til Islands ! Síra porvaldr: Mig skal ekki furða það, sýslumaðr minn, því þau fást hvergi á íslandi nema hjá þorláki Ó. Johnson í Rvik ; hann er sá eini sem selr grísku vínin góðu : Achaier (sherry) fl........................3 h Kalliste (portvin) ........................255 Rombola (hvítt vín) „.............( . . 2 5° Mavrodapné (inndælt portvin) fl. ... - 3 00 Sýslumaðrinn : þetta vín Mavrodapné er sann- arlega ljúffengt vín, má ég hafa þá ánægu, að drekka yðr til og frúnni yðar, sem hjá mér stendr. Séra porvaldr : .Vissulega, samt lofið þér mér að halda mér við Achaier, því það er mitt uppá- haldsvín. * * * J>eir, sem vilja, geta pantað hjá mér í vor hesta- járnin góðu smíðuó eftir munstri frá óðalsbónda f>orbirni Olafssyni á Steinum í Borgarfirði. Gangrinn með ágætum fjöðrum 1 kr. Pantanir koma nú með hverjum pósti frá land- inu—Gleymið ekki! Gangrinn með fjöðrum á lkr. Reykjavík 14. marz 1885. 88r.j porlákr Ó. Johnson, Undirskrifaðir jarða eigendr í Vogum og Brunnastaðahverfi leyfa sér hérmeð að biðja inntökumeun, sem róa hér næstkomandi vetrarvertíð, að þrengja ekki að innlendum mönnum með síldarnetalögnum. feir sem kynnu, þrátt fyrir þessi tilmæli vor, að leggja síldarnet eptir sem áður, megavænta þess, að þeir verði eptirleiðis beðnir að koma hingað ekki, hvorki með sildarnet eða annan útveg. j>ar á mót erum vér fúsir á sð selja inntöltu- mönnum síld til beitu með sanngjörnu verði, ef vér getum veitt hana. Vogum og Brunnastöðum 28. febr. 1885. Jón M. Waage. ' Quðm. Ivarsson. Árni Jónsson. Gísli ívarsson. Ari Egilsson. Jón J. Breiðjjörð. Iilemenz Egilsson. [[89r. Kartöftur [9ir- bjóðum vér að senda hvert sem óskað er, hvert heldr meira eðr minna af þessu, fyrir lægsta verð, sem hægt er að fá það fyrir í hvert sinn, móti borgun við móttöku (Efterkrav), og ábyrgj- umst beztu vörur. O Hansen. L. Kongens- gade 39, Kjöbenhavn. (0. 1470. Aðalfundr ina sunnlenzka síldveiðafélags verðr haldinn laugardaginn 18. aprílm. næst- kom. á Hotel Alexandra á hádegi. [81* Eeykjavík 7. marz 1885. Félaysstjúrnin. Verzlunarþjónn getr fengið pláss á Austr- landi í vor með góðum launum. Hann verðr að vera duglegr bókhaldari og lipr við afgreiðslu í krambúð og pakkliúsi. Tilboð rit- uð eigin hendi og afskrift af meðmælum má senda á seðli merktum „A. B.“ á skrifstofu „þjóðólfs“. [74*—2,/s kier Isafold kemr út tvisvar í þessari viku, miðvikudag 18. marz og föstudag 20. (aukreitis). Auglýsing veitt viðtaka fram ,á miðjan dag dag- inn fyrir. [90r. Þar eð útistaiulandi sknldir við verzlun inína hafa aukizt svo mjög smátt og smátt, þá neyðist ég til liénneð að áminna jþá, sem skulda mér, að horga skuldir sínar til mín fyrir burtför póstskipsins í pessum mánuði, ]>ví aö öðrum kosti verð ég að reyna að ná þeiin mcð málsókn, sem mér þó er m,jög- móti skapi. Reykjavík 1. rnarz 1885. 92r—21/3] ' F. A. Löve. Til alinennings! Læknisaðvörun. J>ess heiir verið óslcað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents“, sem hr. C. A. Nissen heflr búið til og nýlega telcið að selja á íslandi og lcallar Brama-lífs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessnm. Ég verð að segja, að nafnið Brama-lifs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólikr inum elcta Brama-lífa-elixir frá hr. Mans- fold-Bullner & Lassen, og því eigi getr haft þá eiginlegleilca, sem ágæta inn egta. þar eð ég um mörg ár befi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég eklci nógsamlega mælt fram með honum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. J. Melchior, lælcnir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- lífs-elixir eru iirinamerlci vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lalclci er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-lífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. [4r. Alfred Schellers stoinhöggvara-stofnun hefir á hoðstólum minn- isvaröa á grafir og byggingar-muni úr granít, marmara og Bromer-sandateini, íallegt og ódýrt. jN0rregade No. 52. 80r.—®/6] Kjebenhavn. Yfirfrakki góör, af heldr þrekn- um meðalmanni eða lágum ritanni, heíir fundizt fyrir ofan skóla- vörðu. Eigandi má helga sér hann og vitja hans á skrifst. „þjóðólfs" gegn því að borga fundarlaun og auglýsing þessa. |82r. jlMT Drykkfeldni .Jafnvel í verstu tilfellum verlcar mitt ágæta meðal; þetta votta löglega staðfest þalckarbréf og vottorð frá öllum heimsálfum. Meðaliö má viðhafa hvort heldr með eða án vitundar þoss, sem lækna á. Meinhold Retzlaff. [83r,— m/5 Fabricant í Dresden 10. (Sachsen). Eigandi og ábyrgóarm.: Jón Ólafsson alþm. Skrifstofa: á Bakarastig við hurnið á íngólfsstræti, Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.