Þjóðólfur - 21.03.1885, Blaðsíða 2
46
Fyrir skömmu hefir Grigg sjálfur haft
tækifæri til að reyna meðalið. Móðir sjúkl-
ingsins og 2 náskildir ættingjar höfðu dáið
af blóðlátum. |>á er barnið var fætt, fjekk
konan þegar mikil blóðlát, læknirinn náði
fylgjunni, og gaf konunni þegar vínglas af
ediki. Móðirin dróst þegár saman, en blóð-
látin hættu þó eigi algjört; eptir lð mín-
útur gaf hann konunni aptur hátt í vín-
glasi af ediki og hættn blóðlátin þá fyrir
fullt og allt, og allt gekk vel í sængurleg-
unni. I bæði skiptin var edikið gefið ó-
blandað. G. ætlar að edik verki svo fljótt,
að eigi sje ráðlegt að gefa það fyrri en fylgj-
an er fædd. (Bptir »Hospitalstidende 13.
febr. 1884).
Skyldi það sannnst, að meðal þetta á-
vallt verki svo fijótt og vel, ættu allar yfir-
setukonur að hafa það með sjer, þá er
þeirra er vitjað til sængurkvenna.
Vestmannaeyjum 11. marz 1885.
porsteinn Jónsson.
Útlendar frjettir,
I. (Eftir ,,ísaf.“)
Khöfn 27. febr. 1885.
D anmör k. Ótíðin sama á þinginu, og
hamingjan má vita, hvað í garðinn kemst.
Taðan — eða fjárhagslögin — liggja enn í
breiðu, [tvírifjuð af fólksdeildinni, en litlar
líkur til að hinni déildinni þyki hún hirð-
andi, þegar saman er tekið eptir þriðju rifj-
un. Hefir rýrzt heldur í meðferðinni — 7
miljónir króna dregnar úr útgjöldunum ! Og
töðugjöldin? Líkast til ný valdboðin fjár-
hagslög með samþykki landsdeildarinnar.
þetta hafa sum hægri blöðin lengi boðað,
og nú þykir mönnum sem að jeli syrti.
Fyrir nokkrum dögum lagði Bstrúp frum-
varp fram fyrir fólksdeildina, fjárlög til
bráðabyrgða (fyrir apríl), því hann þóttist
mega gera ráð fyrir, að höfuðáætlunin mundi
vart búin frá þinginu í tækan tíma, þ. e.
fyri 1. apríl. Frumvarpið var með 'öðru
sniði en vant er, en stjórnin beiddist að
mega (í apríl) héimta afgjöld og skatta, og
gegna útsvari til almennra og nauðsynlegra
ríkisþarfa, samkvæmt hinum framlögðu fjár-
hagslögum, en taka þœr breytingar til greina,
sem báðum deildum hefði komið saman um.
Vita má, að vinstrimenn ygldust skjótt við
þessa nýjung, og af henni reis þriggja daga
rimma í fólksþinginu, sú snarpasta, sem
lengi hefir háð verið. Holstein frá Hleiðru,
Monrad, Hörup og fl. kölluðu hjer beint
farið fram á ríkislagabrot; það yrði allt
nauðsynjaframlögur, sem stjórnin segði svo
vera, en hitt mætti í hendi sjá, að lands-
deildin fjellist ekki á ;þær breytingar, sem
mestu sættu. þeir sögðu, að Estrúp hefði
ekki átt að hafa þessar vífilengjur, hann
hefði eins vel getað lýst fólksdeildina heim-
ildarlausa til fjárveitinga. Monrad gamli
tvítók í gremju sinni, að «valdboðsdækjan«
(den provisoriske Töite) væri auðsjáanlega
að freista Estrúps, og þá væri illa, ef svo
sómasamlegur maður fjelli á brögðum henn-
ar. Engum líkuðu svör Estrúps, því hann
skoraðist þar undan, sem menn heimtuðu
hrein skil og bein. Annar af fulltrúum
sósíalista, Hördum, hafði heldur í heiting-
um við stjórnina seinasta daginn. það
væri hægt að sjá, kvað hann, að nú ætti
ofbeldinu að beita. Hann bað stjórnina
að vara sig ; hún kynni að treysta á byssu-
stingina, en þeim kynni þó í svip að verða
öfugt otað.—Fæstir búastnú við að undan
verði látið. »Dregst að því sem verða vill«,
segja allir, og hitt flestir, að það verði:
valdboðin fjárhagslög og ráðaneyti Estrúps
þingstutt af landsdeildinni. Hvað hjer ræt-
ist verður reyndin að ýna.
Látinn er I. P. Trap, konferenzráð (»Ge-
heimek.«), fyrrum skrifari hjá Friðr. 7. og
síðar hjá Kristj. 9. Hann fylgdi konungi
til Islands 1874. Eptir hann er hin al-
kennda «Lýsing Danmerkur« í 6 bindum.
E ng l an d. þaðan kveður nú mest að
tíðindum, þó ill sjeu.
Borgin Khartum, sem Gordon hafði varið
svo lengi, svikin falsspámanninum í hendur,
og hetjan fræga, Gordon, drepinn.
Bágt mun að verja, að Gladstone og hans
ráðaneyti hafi slóðrað heldur um liðsend-
inguna, þó opt væri ámálgað um að henni
skyldi hraða sem mest. Fremstu sveitirn-
ar af liði Englendinga áttu 30 mílur að Khar-
tum, þegar þau tíðindi urðu, að eiun af
sveitarforingjum, hinum egipzku(?), Faragh
pasja að nafni, lauk um nótt borgarhliðum
upp fyrir liði falsspámannsins og hleypti
því inn í borgina 26. janúar.
Gordon á að hafa skundað út á strætin
við annan mann, er hann heyrði til óláts
anna, en var höggvinn til bana eða lagð-
ur, er hann var vart kominn út úr hallar-
dyrunum.
Englendingar játa, að hjer sje fyrir mikið
að bæta, og mikils að hefna, og enginn ef-
ast um að þeir muni rjetta hluta sinn í Sú-
dan og á Egiptalandi til fullnaðar. En þó
kann hjer bið á að verða, og mikils verður
nú til að kosta.
Yjer skulum reyna til í stuttu máli að
átta menn á þvf, er gerzt hefir, og hvern-
ig nú horfist á.
Frá Dongóla í Núbfu eða Kortí, nokkuð
sunnar, skyldi sótt suður að tveimur leið-
um : upp eptir Níl á skipum með vistir og
aðra flutninga, og yfir þau öræfi, sem Bayú-
da heita, að bænum Matammeh við fljótið.
Að Kortí rennur Níl úr langri lykkju að
norðan. þá lykkju hlaut skipaliðið að leggja
á leið sína. Fyrir því var hershöfðingi
Earle að nafni, en fyrir öræfaliðið setti Vol-
seley lávarður, yfirforingi hersins, Stewart
hershöfðingja. Báðir áttu þrautaleiðir fyrir
höndum. Öræfaleiðin 40 mílur, hin helmingi
lengri að Matammeh, en þaðan greiðfærra
eptir ánni, er fossum og gljúfrum var lokið.
Oræfin sóttust skjótt og fyrirstöðulítið, en
hitinn mikill og vatnsþurð hin mesta. Fjór-
ar eða fimm mílur frá Matammeh eru
brunnar, þar sem Abu Klea heitir. Hjer
voru fyrir 10,000 af liði spámannsins. Ste-
wart hafði síns líðs 1500.
Hjer sló í bardaga 17. janúar, harðan og
grimman, áður Súdansmenn hrukku und-
an. Höfðu misst 1200 mafina. Hjér Ijet-
uat af Englendingum 9 fyrirliðar og 74
hermenn, en 85 urðu særðir. A meðal
fallinna var Burnaby yfirliði, frægur af
ferðum sfnum í Asíu (til Chiva) og áræðis-
afrekum.
Stewart heldur áfram austur að Nfl, og
tæpa mílu frá bænum koma þaðan drjúgar
sveitir til móts við hann. Nýr bardagi 19.
jan., og fór hjer á sömu leið. Tveir fyrir-
liðar falla og 19 hermenn af Englendingum.
Særðir 84 og einn af þeim er Stewart sjálf-
ur. Hann er nú dauður af sárum sínurn.
Sá hershöfðingi heitir Wilson, sem tók við
forustunni. Hann hjelt að þorpi skammt
fyrir sunnan Matammeh, sem Gubat heitir.
Bæinn tréysti hann sjer ekki til að sækja
við svo lítinn liðskost. A ánni við þorpið
hitti hann byrðinga frá Khartum með korn
og aðrar vistir, og sögðu þeir sem með fóru,
Egiptar, að þetta vœri sending frá Gordon
til enska hersins, en annars öll hin vildustu
tíðindi frá Khartum. Wilson ræðst nú suð-
ur á tveimur skipum og vill taka höndum
saman við Gordon, en er hann kemur f nánd
við Khartum, fær hann aðrar kveðjuf en
hann átti von á, og heyrði hver umskipti
voru orðin. Hann hverfur nú aptur sem
skjótast 5. febrúar og kemst undan með ill-
an leik norður að Gúbat.
Hjeðan er nú allt á apturleið snúið yfir
öræfin og til Kortí.
Sagt að falsspámaðurinn sæki að sunn-
an með 50 þúsundir hermanna og góðan
vopnakost.
það er af Earle að segja, að hann sótti
upp eptir vestri álmu árlykkjunnar, en nokk-
uð suður frábæ, er Abu Hamed heitir, lilaut
hann að sækja fjölskipaðar sveitir Súdans-
manna, og fjell sjálfur í orustunni. Sigur
fengu Englendingar hjer sem á öðrum stöð-
um, og menn hinna lágu þar í val hrönnum
saman.