Þjóðólfur - 21.03.1885, Síða 3
47
Menn ætla að Wolseley kveðji líka aptur
skipaliðið til Dóbbeh, nokkuð vestur frá
Kortí, eða annara stöðva, þar sem hann
vill láta búa um sig og halda kyrru fyrir
unz það lið kemur, sem nú er á leiðinni
frá Englandi.
Yera má, að höfuðsóknin byrji ekki fyr
en að loknu surnri, en talað um, að her
Englendinga komi þá úr tveim áttum, að
norðan og austan. Onnur stöð þeirra er í
Suakin við Rauðahaf, og þangað verður
sent lið frá Indlandi og Astralíu/ Sagt er,
að fyrst eigi að reka þaðan Osman Digma,
sem liggur þar í umsát, én síðan leggja
járnbraut yfir eyðimerkurnar vestur að Ber-
ber, 20 mílur norður frá Matammeh. Hjer
munu svo herstraumarnir eiga að mætast.
Viðureign á þingi fyrir hendi, og nokkuð
tvísýnt um, hvort Gladstone tekst að reka
áhlaupið af höndum sjer.
Eyrir nokkru höfðu Feníar ný sprenginga-
ráð með höndum. Hinn 25. janúar gaus
tundurvjel, sem þeir höfðu komið af sjer í
Tower í Lundúnum, höllinni gömlu, þar sem
rfkisdjásnin eru geymd, og söfn af öllu tagi.
Hjer lemstruðust eitthvað um 27 menn.
Sama dag sprungu tvær vjelar í Westmin-
ster, samnefndri höll, og þinghúsinu mikla
(parlamentshöllinni), sem við hana er áfast.
Sprengivjelin í höllinni gaus þrem mínútum
fyr en hin, og við þann hvell þustu þeir
út úr fulltrúastofunni (neðri málstofunni),
sem þar voru staddir. Af því leiddi, að síð-
ara gosið varð svo fáum að meini, en mundi
ella hafa valdið margra manna bana. Sú
vjel var lögð undir sæti Parnells, þingskör-
ungsins írska. Gluggar allir sprungu, og
gólfið sömuleiðis, en sætin öll brotin og
brömluð. Tveir menn eru höndlaðir, sem
heita Gunningham og Burton. Menn gruna
sjer í lagi Cunningham, og að honum hafa
böndin borizt um sprenginguna á undirbraut-
inni í fyrra. Feníar senda ýmsum embætt-
ismönnum brjef, og hafa í heitingum, að
meira skuli af hljótast næstu tilraun þeirra.
Frahkland. Við deildarkosningarnar
til öldungaráðsins vann þjóðveldið góðan
sigur, er tala þjóðveldissinna óx um 24. Af
87 náðu að eins 20 kosningu úr hinna liði.
Prökkum vegnar vel eystra á móti Sín-
lendingum. Ipeir hafa náð fastari tökum á
eynni Formósu og rekið Sínlendinga frá
Langson og öðrurn kastala við landamæri
Tonkins. Kalla landið nú hreinsað að naestu.
Courbet, aðmíráll Frakka, kom flota Sín-
lendinga nokkuð á óvart á höfninni við
Sjeipó, og gat sökkt tveimur skipurn þeirra
rneð aðsókn sprengibáta. Á annari frei-
gátunni voru 600 manna, á hinni 150.
Italia. ítalir kornust yfir vík og bæ
við Rauðahaf, sem Assab heitir. í haust
eða í sumar leið var unnið á ítölskum
mönnum til bana á þeim stöðum. þ>etta
hafa þeir haft til saka, og lagt fleiri bæi
undir sig. Massóvat er einn bærinn, sem
þeir hafa tekið hervaldi, án þess að gefa
nokkurn gaum að mótmælum hinna tyrk-
nesku yfirvalda. Hvað þeir ætla meira að
vinna, vita menn ekki, en allmikið lið, 3200
manna, er þegar komið til þeirra stranda.
Mælt er, að þeir hafi hugað til bandalags
eða fulltingis við Englendinga þar syðra, en
að hinir hafi mælzt undan, þegar ófarirnar
heyrðust frá Khartum, og að þeir yrðu ein-
ir að rjetta hlut sæmdar sinnar.
pý zkaland. Alríkisþingið situr nú við
toll-lagabreytingar, og gengur það flest fram,
sem Bismarck vill. Drjúgur tollur lagður á
aðflutt korn og fleiri vörur. Grannar |>jóð-
verja og fleiri lönd segjast verða að taka
þetta eptir, að minnsta kosti þar sem
|>ýzkaland á í hlut.
Fyrir skörungsskap og atfylgi Bismarcks
eru málin á Kongófundinu til lykta leidd,
og svo, að flóstum mun líka. Lönd Kongó-
fjelagsins eru gerð að ríki sjer—konungs-
ríki, segja blöðin sem bezt þykjast vita—,
og mun Belgíukonungur ætlaður til höfð-
ingja. Yfirstjórnin verður að minnsta kosti
íBryssel, en umboðsstjórnin þar syðra í
höndum landstjóra. Menn ætla, að Stan-
ley verði það embætti á hendur falið.
Skotlandi 7. marz 1885.
Út af hinum hraparlegu tíðindum frá
Súdan : falli Gordons o. s. frv., tóku þeir
sig til, andvígismenn Gladstones í parla-
mentinu, og báru þar fram tillögu um að
þingið lýsti yfir því, að það hefði ótrú á hon-
um og sessunautum hans í ráðaneytinu.
Eptir margra daga rimmu urðu þau mála-
lok, að tillagan var felld í néðri deildinni
27. f. m., með 302 atkv. gegn 288, en sam-
þykkt í lávarðadeildinni með 189 atkv.
gegn 68. Gladstone átti ráðstefnu viðjsessu-
nauta sina daginn eptir, og var það að ráði
gert, að hyggja ekki á annað en standa við
stýri jafnt sem áður, til hausts að minnsta
kosti, en þá eru ráðgerðar nýjar kosningar.
jpetta þykir vel ráðið flestum nema Tory-
mönnum og Parnells-liðum.
Frá Súdan engin ný týðindi. Englend-
ingar búast við að geta þar ekkert að hafzt
nii í þrjá mánuði, fyrir hita sakir. Yms ný-
lenduríki Breta, þar á meðal Kanadamenn
í Vesturheimi, liafa boðið þeim ótilkvaddir
liðskost nokkurn á sjálfs síns kostnað í hern-
aðinn í Súdan, og þykir það drengskap-
arbragð.
Viðsjár nokkrar með Bretum og Rússum
austur í Asíu. Hafa Rússar gengið fyrir
skömmu heldur nær Afgönum, skjólstæðing-
um Breta, og spá sumir, að þeir ætli að
sæta því færi, að Bretar eiga í þessum
kröggum íxSúdan.
Fjörutíu manna týndu lífi í kolanámueldi
nærri Newcastle 2. þ. m.
Rvik, 2o. marz.
Skipskaði. Pyrir síðustu mánaðamót fórst
bátr með 4 mönnum á frá Hnífsdal (við Skut-
ulsfjörð). Pormaðr Halldór Sigurðsson. Allir
mennirnir inir nýtustu.
Fjárskaðar urðu ujn sama leyti talsvei'ðir:
frá Skjaldfönn (Langadalsströnd) fórst 120 fjár
í Selá;á Nesi í Grunnavík fórustísjó 23 sauð-
kindr (af 25, sem als höfðu til verið á bænum).
Mannskaði. Tveir menn (unglingspiltar) frá
Hraundal (næsta bæ við Skjaldfönn) urðu úti
um sama leyti.
Lagís mikill á ísafirði. Riðið yfir Reykjar-
fjörð þveran og ísafjörð (úr Ögri í Vatnsfjörð
og þaðan beint að Arngerðareyri).
Isalög á Breiðafirði svo, að riða máttí úr
Dagverðarnesi beint i Stykkishólm.
Vetrarfar segir ísaf. með strangasta móti á
Vestrlandi; sífelt fjúk og frosthörkur. Allar
skepnur á gjöf frá jólaföstukomu.
— Bbennisteinsfélagið enska ér nú loks-
ins alveg komið á kúpuna og búið að vera.
Umboðsmaðr þess P. G. Johnson fer nú
héðan með póstskipinu. Hr. Johnston fer
héðan með lofsorði allra, sem hafa kynzt
honum
— Wiedners-félagid, sem verzlað hefir
í Glasgow hér í bænum, er nú, eins og vér
spáðum í haust, farið alls holdsins veg og
hættir verzlun þess hér í vor. »Svo fór um
sjóferð þá!«
— látin er í Ameríku húsfreyja Ólavía
Ólafsdóttir, kona Bjarnar Pjetrssonar fyrr-
um alþingismanns. Hún var dóttir séra
Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað og fyrri
konu ,hans, alsystir Páls Ólafssonar um-
boðsm. og hálfsystir Jóns Ólafssonar rit-
stjóra.
— Capt. john coghill kom nú með póst-
skipinu og ætlar að vanda að kaupa hér í
sumar komandi hesta og fé. Skips væntir
hann líkl. ekki fyrri en í júní. Allir þekkja
gamla manninn og vita, að hann kemr alt
af með gullið í lófanum, en er ekki að
kría út gripi »upp á krít«. Við hann er
því ávalt óhultast að verzla.
— Húnavatnssýslu (Vatnsdal) 2. marz:
Tíðarfar hér í Húnavatnssýslu má alt af í
vetr heita ið bezta; þótt norðanátt og harð-
viðri hafi gengið allan næstl. mánuð, þá
hafa samt hvervetna verið góðar jarðir og
eru enn þá; en sjálfsagt er beit létt, þar
sem jörð hefir verið auð og snjólaus mest-
an hlut vetrarins. Víða mjög, eða víðast,
ganga hross (einkum stóð) úti gjaflaus, og
eru þó yfir höfuð í bezta standi. Eftir öll