Þjóðólfur - 11.04.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna.
Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
PJÓÐÓLFR.
Uppsögn (skrilleg) bundin viá
áramót, ógild nemu komi til
útgefanda fyrir I. október.
XXXVI. árg.
Reykjavík, laugardaginn 11. apríl 1885.
«y
m 15.
Til sjómanna í Hafnarfirði.
I 10. tölublaði »í>jóðólfs« þ. á. er grein
frá nokkrum sjómönnum í Hafnarfirði, sem
hefir yfirskrift »fiskiveiðasamþyktin«. Er
eigi ólíklegt, að sjómenn þessir séu að
minnstakosti sumir inir sömu og þeir, sem
léðu kaupmanni nafn sitt undir bréf til
amtmanns, er fór fram á, að hann staðfesti
eigi fiskiveiðasamþykkt þá, sem með mikl-
um áhuga og í einu hljóði hafði verið sam-
þykkt á héraðsfundi. Margir inir beztu
sjómenn og skynsömustu menn í hreppn-
um skrifuðu ekki undir bréf þetta og eru
þeir sjálfsagt ekki heldr riðnir við grein
þessa.
Fyrst beraþessir virðulegu sjómenn sýslu-
nefnarmanni sínum á brýn, að hann hafi
ekki haldið fund um þetta mál. Eigi þetta
að vera ásökun, þá er hún ástæðulaus, því
sýslunefndarmanni er alls eigi skylt að halda
fund um slíkt mál. Sýslunefndin má semja
frumvarp um fiskiveiðar án þess að halda
fund áðr. Frumvarp það, sem sýslunefnd-
in semr, á að bera upp á héraðsfundi, þar
á vilji almennings að koma fram, þar áttu
sjómennirnir að koma og greiða atkvæði
með eða móti frumvarpi sýslunefndarinnar.
En atkvæðisréttr í þessu máli er ekki bund-
inn viðþað, að kallasig »sjómenn«, heldrvið
það, að hafa kosningarrétt til alþingis.
Sýslunefndarmaðurinn átti tal um mál þetta
ekki við alla, sem kalla sig sjómenn, heldr
við skynsama menn í hreppnum. Hann
var formaðr í nefnd þeirri, sem átti að und-
irbúa rnálið undir sýslunefndarfundinn og
hélt nefndarfundinn 11. september f. á. í
þinghúsi Garðahrepps í Hafnarfirði. Síðan
hefir álit nefndarinnar legið í Hafnarfirði
og hver getað fengið að sjá það, sem vildi.
Og sjómenn í Hafnarfirði héldu einmitt fund
um málið áðr en héraðsfundrinn var haldinn,
án þess að gjöra sýslunefndarmanni sínum
viðvart; gat hann því ekki gjört við þvf, þó
að þeir vissu ekki, hvað þeir áttu að gjöra
á fundinum. »Sjómennirnir« gátu allir verið
°g voru líka nokkrir á héraðsfundinum, en
ekki einn þeirra greiddi atkvæði á móti
frumvarpi sýslunefndarinnar, af því, segja
þeir nú, að »við vildum ekkivinna fyrirþetta
eina atriði að láta allt málið verða á ný til
onýtis«. þeim þótti þá þetta »eina atriði«
ekki skifta svo miklu, meðan þeir voru á
héraðsfundinum. En þegar þeir komu heim
til sín frá þeim stað, þar sem þeir áttu að
tala, þegar aðrir, sem höfðu svo mikinn á-
huga á þessu máli, voru farnir að vona, að
það væri komið í gott horf, þá láta þeir
leiðast til að skrifa amtmanni og biðjahann
að »ónýta allt málið«. Geta þeir sjálfir von-
að, að nokkrum þyki þetta rétt aðferð ?
þá kemr efnið í grein sjómanna og er
það þetta : »Lfnan frá Hraunsnesi að Mels-
höfða er öldungis gagnstæð hugsun okkar
í þessu máli«. Hvernig þetta er gagnstætt
hugsun þeirra er ekki hægt að sjá, en eng-
inn furðar sig á því, þó að þeir, sem hafa
vanið sig á að stunda fiskiveiðar án þess að
hugsa um, hvort þeir skaða sjálfa sig eða
aðra, áliti gagnstætt sinni »hugsan«, að hafa
nokkra reglu. En þá koma ástæður sjó-
manna.
In fyrsta er sú, að róttindi þeirra séu
skert af því að neta brúkun sé hvergi bönn-
uð á grunnmiðum nema í Hafnarfirði. þessi
ástæða sýnir að eins fákænsku sjómanna í
þessu rnáli, þvf allir sem til þekkja vita
að hér stendr sérstaklega á, og er það viðr-
kent fyr og síðar. Konungsbréf 1782, sem
var gefið eftir ráðum beztu manna í þá tíð
og af því brýn nauðsyn þótti bera til, tak-
markar netabrúkun í Hafnarfirði einum og
á engu öðru grunnmiði. Eftir því má ekki
leggja net nema sumstaðar í Hafnarfirði og
skal þó draga þau upp á hverjúm morgni.
Er sú takmörkun svo mikil, að hún er 1
rauninni engu minni en þó með öllu sé
bannað að leggja þar þorskanet, en eftirlit
eftir reglum konungsbréfsins er mjög erfitt.
Astæða þessi er því engin ástæða.
In önnur ástæðan er sú, að það hafi oft
komið fyrir, að nægr netafiskr hafi verið í
firðinum, en als ekki fengizt á færi. Vér
mótmælum þessu sem röngu. það hefir að
minnsta kosti ekki borið við undir 30 ár og
ber að öllum líkum ærið sjaldan við, ef það
er nokkurntíma. Netafiskr er fiskr, sem
er nýgenginn af hafi, feitr, svo hann tekr
ekki beitu. J>egar kemr inn á Hafnarfjörð,
er hann búinn að vera svo lengi í flóanum,
að hann tekt beitu. En sá fiskr, sem oft-
ast kemr í Hafnarfjörð, er komin af vestr-
hafi og er færafiskr, eins hér og undir Jökli.
þessi ástæða er því brúkandi fyrir þá eina,
sem vilja gjöra sér skaða í 29 ár, í óvissri
von um hag þrítugasta árið.
In þriðja ástæðan er, að með línunni
sé mönnum á tveggjamannaförum bannað
að nota þorskanet. f>ess skal fyrst geta,
að það getr engum efa verið undirorpið, að
róttast væri fyrir þessa bátamenn að hafa
engin þorskanet. það er víst mjög torvelt
að sanna, að þeir hafi nokkurntíma haft þau
sér til gagns; hitt er miklu hægra að sanna,
að þeir hafa haft þau sér til ógagns. Fyrst
inir skynsömustu og duglegustu menu í
suðr-veiðistöðunum, þar sem miklu meiri
líkur eru til neta-afla en hér, eru farnir að
álíta, að netabrúkun sé þeim til ógagns;
hvað eru þá bátamenn í Hafnarfirði að
»hugsa« ? Að hinu leytinu er það als eigi
rétt, að menn á tveggjamannaförum geti
ekki lagt þorskanet fyrir utan línuna ; þeir
hafa gjört það fyr og síðar. þessi ástæða
hefir því ekki við neitt að styðjast.
pó erfjórðaástæðan merkilegust, ogerhún
su, að girt muni verða fyrir Hafnarfjörð
með netum, fyrir utan línuna. En hverjir
eiga að gjöra það? Eru það Bessastaða-
hreppsbúar, sem sjómennirnir búast við að
muni leggja hingað og þangað fyrir innan
línuna, éða sjálfir sjómennirnir, sem ekki
segjast komast út fyrirlínuna? það gjör-
ir enginn, það hefir aldrei verið gjört, og
verðr að líkindum aldrei gjört, hvort sem
nokkur lína er eða engin, og ástæðan er því
engin.
þá lýsa sjómennirnir þvf yfir, að það
mundi vekja óánægju hjá þeim, ef íbúum
Bessastaðahrepps leyfðist að leggja þorska-
net fyrir innan línuna. í ð. gr. laga 14.
des. 1872 segir : »Samþykt er skuldbind-
andi fyrir alla þá, sem í því héraði stunda
fiskiveiðar á opnum skipum, hvort sem þeir
eiga heima í héraðinu eða eru aðkomandi«.
|>að er ljóst, að með þessum orðum eru allir
þeir, sem hafa uppsátr í því héraði, sem
samþyktin nær yfir, bundnir við hana. Hitt
er eigi eins ljóst, að hún skuldbindi þá,
sém koma frá öðrum stöðum á fiskistöðvar
þær, sem samþyktin tekr yfir. En só það
ekki, þá eru lögin vanhugsuð og óhafandi í
mörgum tilfellum. f>að er þó ekki tilgangr
laganna, að setja reglur, sem gilda á landi,
heldr að gjöra mönnum mögulegt að setja
reglur um það, hveruig tiltekið svæði af
sjónum skuli notað til veiðiskapar, svo það
geti orðið sem arðsalnast, og ættu þær regl-
ur að skuldbinda alla jafnt, hvaðan sem