Þjóðólfur - 11.04.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.04.1885, Blaðsíða 3
59 hefir veðrátttan verið hin hagstæðasta fyrir fiskigöngur hér inn í flóann að að allra manna áliti, en valdstjórnin hefir í þetta sinn verið þar þvert á 'móti. Grátlegt væri það, ef æðstu yfirvöld- um lands vors mætti kenna um afla- leysið, sem útlit er fyrir að verði hér við flóann á þessari vertíð og þá eymd og örbirgð, serh af því leiðir. Hver getr borið það ok með ánægju? 5. Enn um sveitarþyngsli. „Satt segir Hafliði, „á sel er borið i „tunglinu11. J. Ásbj. þá er vjer lásum ritgjörðirnar í þ. á. „þjóð- ólfi“ 6., 7. og 8. blaði: „Nokkur orð um sveitar- þyngsli“, „Nokkurorð umdrykkjuskap11 ogNokkur orð um þurrabúðir í sjóplássum", þá vaktist löngun lijá oss að láta lika nokkur orð koma frá vorri hálfu, útaf sama málefni. — Oss virðist mega draga þessar þrjár ritgjörðir í eitt, að efn- inu til, þar þær allar stefna að sama marki, nefnil. sveitarþyngslunum.—Tökum vér þá fyrst fyrir 6. blaðs greinina, og virðist oss hún í allan máta vel og skilmerkilega samin og þau tilfærðu dæmi þar deginum ljósari; vér viljum því fast- lega skora á þingið að það lagi og umbæti svo sveitastjórnarlögin, að rjettur hreppsnefnda sé aö minnsta kosti jafnmikill ómagans; það er blöskrun að vita, hvernig ómaginn gengst upp í þeirri dulinni að heimta af sveitarstjórninni (það er óhætt að brúka þetta orð um meiri hlut- ann) sér veittan allan þannbeina ognauðsynj- ar, að hann geti með hyski sínu lifað, já jafn- vel betra lífi, en þeir er berjast við að þiggja ekki af sveit, heldr leggja sinn skerf til þess- ara; það er óhætt að fullyrða, að þessi heimtu- frekja fer sívaxandi hjá þurfalingunum, og þar af leiðandi sveitaþyngslin líka. J>etta má ekki lengr þannig ganga, oger ekki ólíldogt að all- flestir þingmenn verði sammála um, að hér þurfi bráðrar viðgjörðar, því flestum mun af eigin reynslu vera þetta ástand full-ljóst. Hvað drykkjuskapargreinina snertir, þá álít- um vér hana verri viðureignar, því hér er um almennan löst að ræða, þó hitt sé hörmulegast, að þeir, sem þegar eru á sveit, drekka það út, er þcim með fjölskyldu er ætlað til lífsbjargar, sem vér vitum dæmi til í Rvik. Til að hindra þetta sjáum vér ekki annaö ráð botra enn að í Reykjavík væri stofnsettur letigarður,—viðlíka og í öðrum bæjum erlendis — fyrir alla þá er ekki nenna að vinna sér brauð og fara þannig að orðum Páls postula „ — þrýsta þeim til al- mennilegrar vinnu“ ; en í rauninni væri hitt, sem gr.höfundurinn nefnir, að banna allan að- flutning til landsins á víniöngum, engu siður nauðsynlegt en þegar öll vopn og verjur fyr meir vorti tekin af landsmönnum, því vínið má sannarlega heita hárbeitt vopn lífs og sálar; en vér óttumst að þetta ekki verði bráðlega. Vér snúum oss þá að lokum að þurrabúðar- greininni, og segjum eins og þingmaðurinn forðum, „að hann (höf.) hafi tekið fram það helzta er vér vildum sagt hafa“, og þurfum því ekki míklu þar við að bæta. Vér vitum vel „að þurrabúðarmaðr er skyldugr að róa á húseigandans útveg“ o. s. frv., en á hinu furðar oss stórlega, að á þessa þurrabúðarmenn skuli vera lagt sveitarútsvar, þó þeir öllum vit- anlega séu orðnir ómagar annara sveita; það sýnist ómögulega geta boðið sig að sjávar- menn leggi á þessa menn nokkurt útsvar og gjöri oss þannig erfiðara með framlag tíl hins sama; það er að bæta gráu ofan á svart, fyrst að byggja þessum fáráðlingum þessar þurra- búðir og svo í tilbót gjöra þeim útsvar. þetta hvortveggja gjörir það að verkum, að þyngslin vaxa svo mikið til sveita; því þar heima fyrir er víðast viðráðanlegt, ef ekki væru þessi botnlausu útgjöld til þurfalinganna við sjóinn. fiað er vitaskuld, að þetta á sér ekki stað nema i þeím sveitum, er fólk flykkist mest úr til sjávar, en því miðr eru þær of margar, sem drekka afþessu þurrabúðarlcyfi sjávarmannsins ; vér viljum því skora á höfund téðrar greinar að hann sporni við þeim innflytjendum, því þó hann kvarti yfir þeim, þá má hann vera þess fullviss, að vér sveitabúendr höfum af áðr sögðu fulla orsök að gjöra það engu siðr. Gjörið svo vel, herra ritstjóri, að Ijá þessu rúm í yðar heiðraða blaði. Ritað á tfvöndardegi 1885. Sveitabóndi. Leiðvallahreppi, 24. marz 1885. Hr. ritstjóri !— Síðan ég skrifaði yðr síð- ast hafa hér á sléttlendinu gengið megnustu hörkur. J>ær byrjuðu því nær hálfum mán- uði fyrir jól og hafa síðan haldizt stöðugt að frá teknu tímabilinu frá þrettánda þar til milli Pálsmessu og Kyndilmessu, því þá var oftast þeyr og tók vel upp þar sem ekki var fjarska þungt álag, en Kúðafljót hafði um jólin í byljum þeim og frostum, sem þá gengu, stoppazt svo, að það náði ekki fram- rás, flæddi þvf nálega um alt Meðalland, fraus síðan og varð að einni íshellu svo þykkri, að þeyr þessi vann ekki á að bræða hana. Síðan fyrir Kyndilmessu og þar til í annari viku góu voru dag hvern að heita mátti meiri og minni gaddbyljir, þó frostið væri grimmast viku af Góu, þá oftast 10 til 14 stiga á R. Síðan hefir veðráttan farið batnandi, en hagleysarnar eru inar sömu, því enginn verulegr þeyr ér ennþá kominn ; því þó sól sjái, er bæði frost og kuldi svo hún vinnr þess vegna ekki á að bræða ís- inn, sem hér hylr alstaðar jörð. Almenningr er orðinn sáraheylítill og búinn að skera meira og minna af fénaði sínum : lömbum, ám, kúm og hrossum. Tölu sauðafénaðar þess, sem bxiið er að skera, veit ég ekki, en 10 kýr er búið að skera í Meðallandinu og nokkrar nautkindr yngri og stöku tryppi; en sá fénaðr, sem eftir er, er víða fóðrlaus, því búið er að reka sauðfé frá sér útá gadd- inn þar sem melhnausar eru uppiir ; er fén- aðr sá, sem búinn er að gnýja gaddinn í vetr, orðinn mjög magr og lagðr í mestu hættu. Til fjalla hefir tíðin verið miklu hagan- legri, þó frost og stormar hafi bægt fénaði frá að standa á högum, sem hér hafa að mestu leyti vórið í allan vetr. — Út af þessu horfir til stórvandræða, þar menn muna ekki eptir jafn miklu heyleysi svo snemma eins og nú hefir átt sér stað og eftir þessu ér bjargarskortrinn. I veg fyrir hann verðr líklega ekki komið með öðru móti en að fá lán úr landssjóði svo þúsundum króna skifti, til að kaupa gripi og fénað fyrir, því þó eitthvað sé eftir af gjöfum þeim, sem Is- landi hafa verið sendar frá útlöndum, nægja þær enganveginn til að bæta iir þessum mikla skorti, því víðar en hér mun þeirra með þurfa, þó skortrinn sé hér sjálfsagt mestr. í Meðallandi hefir eitt skip einu sinni komizt á flot en ókki í fiskileitir því engir hlutir þar; í Alftaveri einu sinni róið og urðu 10 í hlut. Rekavart hefir orðið sum- staðar af háfi og síli, en lítið til muna og ekki alment. Heilsufar manna allbærilegt. Kátt manna deyr, engir nafnkendir. Slys- farir engar, þar ég hefi til frétt. Nú í dag er éljagangr á útsunnan með litlu frosti. Verði tíð haganleg, verðr ekki að óttast fyrir heyleysi eða fénaðarfelli til fjalla, en harðni svoþarverði jarðbönn eða gaddar og stormar, mun hvortveggja heim- sækja þau pláss, en það er vonandi eftir þennan harða og langa vetr, að tíðarfarið fari nú að ganga til batnaðar. Ef mildr og stöðugr þeyr kemr, verðr ekki lengi að taka af jörðinni, nema þar sem láglendast er. í Alftaverinu er illa statt með hey, þó betra sé en hór í Meðallandi, enda er þar mik- ið betr til haga komið. Rvík, 11. apr. HTalveiðagufuskipift „ísafold“ frá Haugesund kom hér á laugard. fyrir páska á leið til ísafjarðar; hafði kom- ið við á Mjóafirði i Suðr-Múlas. Svend Foyn hefir nú selt sinn hlut úr því, en þeir Amlie (sem með skipinu var) og Mons Larsen í Haugesund eiga nú sam- an útgerðina. Daginn eftir fór það vestr, en kom aftr að vestan í gær(var 20 tíma frá ísaf. hingað); var þjóðern- isskirteini skipsins í ólestri, svo að bæj- arfóg. á ísaf. mældi skipið upp á ný (Fensmark hafði ekki kunnað það í sinni tið) og kom það til að fá sér hér þjóðernisskírteini sem dönsk eign. þ>að fer vestr aftr í dag. Með því kom

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.