Þjóðólfur - 11.04.1885, Blaðsíða 2
58
menn koma, til að leita aflans. Að öðr-
um kosti er samþyktin meiningarlaus og til-
gangslaus, þegar svo stendr á. Hér stóð
þar að auki svo sérstaklega á, að mikill
hluti þessa umrædda svæðis er í landhelgi.
En þó samþyktin hefði ekki verið skuld-
bindandi fyrir íbúa Bessastaðahrepps, þá á-
lítum vér ekki leyfilegt að ætla þeim, að
þeir, sem til þessa hafa fæstir lagt net fyrir
innan þá tilteknu línu, hefðu einmitt farið
að gjöra það, þegar það hefði verið bannað.
Hitt er miklu líklegra, að þeir hefðu lagzt á
eitt með Garðhreppingum í því, að friða
fjörðinn til færa-afla. Aðr en afla var spilt
þar með netum, var hann ið bezta fiskimið
béggja hreppanna.
»Sjómennirnir«eru svo góðir að virða sýslu-
nefndarmanni sínum til vorkunnar afskifti
hans af máli þessu af því hann sé ekki sjó-
maðr, það er og kunnugt, en hitt er eins
kunnugt, að hann hefir miklu meiri útgerð
en nokkur »sjómaðr« við Hafnarfjörð og for-
menn hans og hásetar þeirra eru sjómenn.
Bkki hefir þurft að fara á sjó til að sjá, að
fiskr var fældr með netum burt úr Hafnar-
firði. En það er einmitt meinið í þessu
máli, að þeir, sem kalla sig »sjómenn«, hafa
of lítið vit á fiskiveiðum og hugsa of lítið
um, hvað þeir gjöra, og gá of lítið að gagni
annara. En þó sýslunefnðarmaðr Garða-
hrepps sé ekki sjómaðr, þá eru flestir
sýslunefndarmennirnir einir þeir beztu sjó-
menn og mestu útvegsbændr í sýslunni.
Og þó »sjómönnunum í Hafnarfirði« skiljist
það ekki, þá bar öllum sýslunefndarmönn-
nm að hugsa, og þeir hugsuðu allir, jafnt
um þessa línu og annað í samþyktinni.
|>ótt nöfn þessara »sjómanna« séu oss hulin,
þá þorum vér að segja, að sá sýslunefndar-
maðr, sem býr við Hafnarfjörð, hra. Chr.
J. Mattíasson á Hliði, er betri sjómaðr og
ráðdeildarmeiri iitvegsbóndi en »sjómenn-
irnir», og rangt er honum gjört, ef mónn
ætla, að hann hafi álítið þá umræddu línu
skaðlega, og þó ekki ráðið frá að hafa hana
í frumvarpinu.
Ekki er það ólíklegt, að sýslunefndar-
menn hafi brosað, þá er þeir lásu þessi orð
sjómannanna: «Vér erum fastráðnir í að fá
þóssu breytt á næsta sýslufundi, það er, að
takmarka llnu þessa á annan veg». það er
mjög ólíklegt, að þlutaðeigandi amtmaðr
hafi haft nokkurt tillit til bréfs þess, sem
honum var sent úr Garðahreppi, því það
verðr ekki séð, að samþyktar-lögin gefi
minstu heimild til að hafa tillit til bréfs,
sem þannig er tilkomið og sem er frá þeim
mönnum, sem fæstir eiga atkvæðisrétt í
slíku máli, og þaó hefðu þeir, sem sendu
bréfið, átt að vita. En hafi bréf þeirra stutt
að því, að amtmaðr synjaði um staðfest-
ingu, þá ætlum vér að «sjómennirnir» hafi
unnið sitt fyrsta og síðasta afréksverk í
þessu máli. En það ógagn, sem þeir þá
hafa unnið sjálfum sér og sýslubúum öll-
um, er ómetanlegt, þó ekki sé litið nema til
þeirrar einu vertíðar sem stendr yfir. Hafi
þetta mikla óhappaverk verið unnið til þess
að friða takmarkalausa þorskanetabrúkun
í Hafnarfirði, þá er það því óheppilegra.
|>að er kunnugt, að Hafnarfjörðr var fyr á
tímum eitt ið fiskisælasta svæði af Eaxa-
flóa. Nú er það eins sjaldgæft af fiskr
sé þar, og það áðr var sjaldgæft að hann
væri þar ekki, en engum getr blandazt hugr
um, að þaðjer athæfi manna sjálfra að
kenna, en mest stjórnlausri brúkun á
þorskanetum. Meðan þorskanet voru minna
brúkuð, var Garðahreppr með inum efnaðri
hreppum, nú eru hreppsþyngsli hér meiri
en annarstaðar, og hrepprinn hefir á tutt-
ugu ára tímabili tvisvar orðið að lifa á lán-
um og gjöfum.
Málefni þetta er alvarlegt, það snertir svo
mjög hagsæld allra sýslubúa, sem nú virð-
ist hanga á hári, að það er rangt að eiga
hlut í því af síngirni einni eðr framgirni.
|>vl síðr mega menn 1 því elska um of eigin
»hugsanir« og eigið gagn. I þessu máli er
það nauðsynlegt að líta á það eitt, hvað öll-
um er fyrir beztu, að öðrum kosti getr
ekkert áunnizt til gagn3. Fáist eigi viðun-
andi samþykt staðfést fyrir næsta þing, sjá-
um vér eigi annað ráð, en að fá þingið til að
skerast í mál þetta, ef eigi á annan veg,
þá á þann veg að banna alla þorskaneta-
brúkun í flóanum um 2 ára tíma, til þings
1887.
Nokkrir sjávarútvegsmenn við Ilafnarfjörð.
Vatnsleysuströnd 4. apríl.
Háttvirti herra ritstjóri „þ>jóðólfs“.
Ég get ekki stillt mig um að skrifa
yðr lítið ágrip af fiskiveiðafréttunum
hér við sunnanverðan Faxaflóa, svo
sorglegar sem þær þó eru.
Vetrarvertíðin, sem er, eða á að vera
aðal bjargræðistími okkar bændanna hér,
byrjar eins og allir vita 15. marz ár
hvert, með þvf að þá fyrst, en fyr ekki
má leggja þorskanet. Nú í vetr vildi
svo til, að þennan dag lögðu þau fáir,
því veðr var illt og ískyggilegt. Nokkrir
„dugnaðarmenn“ svo sem inir alræmdu
innnesjamenn brutust þó út með þau,
og mun þeim hafa þótt lítilmannlegt
að leggja þau innar en í Garðsjóinn,
en þeir fáu Strandarmenn og Njarðvík-
ingar, sem þá lögðu net, létu sér flestir
lynda að leggja þau talsvert innar. Al-
mennt voru net eigi lögð fyrr en 18.
marz, en þá að kalla mátti djúpt og
grunt um allan sjó. þ>eir, sem lögðu
fyrst og utast, munu flestir hafa aflað
fremr vel fyrstu dagana, en bráðum
fór aflinn að verða minni og misjafn-
ari. eftir því sem þar fjölguðu net,
því nú fluttu flestir net sín á djúpið
til dugnaðarmannanna.
Fram að marzmánaðarlokum voru
aflabrögðin þannig: Sá sem átti net
sfn norðast og utast í Garðsjó, fiskaði
bezt í næsta róðri; þá fluttu aðrir út-
og norðr fyrir hans net, og þeir fiskuðu
þar eftir bezt, þangað til enn aðrir fluttu
út fyrir þeirra net, þá urðu þeir hlut-
skarpari. þ>annig hefir það gengið til
í vetr eins og að undanförnu : |>egar
fiskigangan kemr inn fyrir Skagann,
rekr hún sig á netagarðinn, nokkuð af
henni rennr norðr með honum, nokkuð
liggr við netin með fiskinum í, en hitt
snýr aftr eða hrekst út úr flóanum
undan þvf gengdarlausa grjótkasti og
ónæði, sem fiskinum mætir í flóamynn-
inu. þ>eir fáu, sem áttu net sín á
grunnmiðum, (inn í Strandarleir) urðu
varla varir við fisk fyrstu dagana, en
seinast þá róið var, öfluðu þeir dálítið;
alt eins vel og almenningr f Garðsjón-
um, að undanteknum fáum mönnum.
Fyrir strauminn og hafrótin, sem ver-
ið hefir þessa viku, voru svo mörg net
komin norðast og utast f Garðsjó, að
verð þeirra má án efa telja f tugum
þúsunda. Nú eftir allar þessar ham-
farir í sjó og vindi má telja heppni,
ef einn tíundi hluti netanna næst aftr
svo að gagni verði þessa vertfð. En
netaskaðinn er ekki einfaldr ; hann er
svo margfaldr, að ekki verðr með töl-
um talinn. Netin sjálf hafa sitt verð
í sér fólgið, og það er fyrir sig; en
þegar þau tapast frá öllu gagni, sem
gæti hlotizt af þeim á grunninu það
sem eftir er vertíðar, og þar á ofan
ýmist stöðva, villa eða reka til baka
þær fiskigöngur, sem inn fyrir Garð-
skaga koma og mæta þessum neta-
hnútum, sem náttúrunnar öfl eru að
draga úr höndum „dugnaðarmannanna11,
þá fer skaðinn að verða tilfinnanlegr.
þ>að eru allar líkur til þess, að aflinn
á þessari vertfð hefði orðið vel við-
unanlegr, og jafnvel í betra lagi hér
f flóanum, ef landshöfðinginn hefði eigi
skorazt undan að láta hlýða lögum þeim,
er við eigum eftir forfeðr vora um
þorslcanetalagnir, en það gat hann ekki
látið eptir oss, því sveitungar hans vildu
það ekki. það sem af er vertíðinni,