Þjóðólfur - 11.04.1885, Page 4
60
alþm. Thorsteinsson af ísaf. og fer aftr
með því. — Aflaleysi að frétta af Isaf.
Veðrátta. Otíð um alt land fram að
páskum að því er frézt hefir. Síðan er
brugðið hér til batnaðar: Sólskin með
þíðu á daginn, úrkomulaust, en frost
á nóttunni, -—• Ástandið austanfjalls sára-
báglegt, heyleysi um austrsýslurnar all-
ar meira og minna; menn farnir að
skera af heyjum og fénaðr enda að
hrökka upp af í hor.
Aílabrögð. Hér innra verðr ekki vart
við neina skepnu úr sjó, nema allgóð
hrognkelsaveiði síðan páska. Yzt í
Garðsjó hafa þeir aflað vel, sem hafa
leitað (komnir nú 3. hundr. hlutir hæst).
En almenningr syðra aflar sáralitið, pó
virðist hafa fiskast almennara i Garð-
sjó öllum eftir páskana. — Austanfjalls
hefir langvarandi gæftaleysi hindrað
sjósókn.
Snjóflóð og manntjón. Á Seyðis-
firði eystra vildi hryggilegr atburðr til
á Öskudaginn (18. febr.). — í bréfi af
Seyðisf. segir svo : „ 18. febr. kom ótta-
legt snjóflóð á Ölduna1 og eyðilagði
gjörsamlega 15 íbúðarhús, drap 24 menn
og limlesti og skaðaði fjölda marga [12
sagðir beinbrotnir]. Af þeim, sem þar
dóu má nefna Markiís Johnsen (Ás-
mundarson) apothekara ; þar fór apo-
thekið2 með öllu, svo ekki er ein spíta
uppi standandi; þar ljezt Valdimar
Blöndal (þorláksson) verzlunarmaðr og
Davíð Petersen verzlunarstjóri og Geir-
mundr Guðmundsson verzlunarm.3 þau
bágindi og eymd, sem af þessu leiðir,
er ósegjanlegt; allir þeir, sem af kom-
ust og húsin áttu eru eignalausir að
öllu; húsin með því, sem í þeim var,
var þeirra aleiga. En ekki ein spíta í
þeim heil, heldr mestr partr jafnvel
kominn í sjóinn ; því öllu spyrnti möl-
brotnu út í hann. 10 lík eru fundin,
en 14 eru ófundin ; en líkl. finst alt á
endanum þegar hlánar, því fólkið liggr
á kafi í rústunum ; í rústunum hafa þeir
allir fundizt, sem fundnir eru. Markús
fanst stax, því rúm hans stóð kyrt, en
öll yfirbyggingin hafði fallið ofan á
hann og hefir deytt hann á einu augna-
bliki. Sama útlit er um alla, sem fundn-
ir eru, að þeir hafi dáið pegar í stað“.
1) S.o nefnist inn eiginl. Seyðisfj.verzlunarstaðr
fyrir fjarðarbotni, gagnstætt (Vestdals-)Eyrinni ut-
ar norðan fram með firðinnm.
2) ^>að var í húsi, er „Vingólfu nefndist og átt
hafði áðr Gísli lónsson gullsmiðr.
i) þessir allir þrír munu verið hafa við norsku
verzluniná.
Skipakomur. í gær kom hingað
skipið „Njáll“ (skipstjóri Christensen)
eftir 15 daga ferð frá Kaupmannahöfn
með ýmsar nauðsynjavörur til Geirs
kaupmanns Zoéga.
— í dag kom hingað skipið „Jo-
hanne“ (skipstjóri Nissen) frá Kaupm,-
höfn með vörur til Brydes-verzlunar.
— Með skipinu „Njáli“ barst sú
fregn, að dauðr er Oddgeir Stephensen
etazráð, forstjóri íslenzku stjórnardeild-
arinnar i Kaupmannaþöfn.—Ekki klæð-
ist ísland í sekk og ösku við fráfall
hans.
IírauðsiYCÍtingar. 8. þ. m. Mosfell í
Grímsnesi veitt sira Stefáni Stephen-
sen á Ólafsvöllum. Aðrir sóttu eigi.
S. d. Desjarmjri í Norðr-Múlasýslu
veitt síra Einari Vigfússyni í Fjallaþing-
um. Aðrir sóttu eigi.
AUGLÝSINGAR
í samfeldu máli 111. smálelri kosta 2 a, (þakkaráv. 3a.) hverl orð 15 stala frekasl
«1. öðra letri eða setning 1 kr. þrir þumlung dálks-lengdar. Borgun úti hönd,
Næstliðið haust var mér dregið hvítt tamh
með blaðstýft aftan vinstra, enn þar ég á það
ekki, bið eg eigandann að gefa sig fram og
semja við mig nm markið fyrir næstu fardaga
1885.
Guömundur Jónsson
á Bóli í Biskupstungum. ' [114*
Til athugunar.
Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora
að biðja almenning gjalda varhuga við hinum
mörgu og vondir eptirlíkingum á Brama-lífs-
elixír hra. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi
fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir
oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar,
sem margir af eptirhermum þessum gera sjer
allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á
egta glösunum, en efnið i glösum þeirra er
ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um tangan
tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann
vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til
þess að lækna margskonar magaveikindi, og
getum því mælt með honum sem sannarlega
heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að
þossar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið,
sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að
þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn-
ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út.
Harboöre ved Lemvig.
■Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm,.
C. P. Sandsgaard. Laust Brunn.
Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun.
Kr. Smed Itönland. I. S. Jensen.
Gregers Kirlc. L. Dahlgaard Kokkcnsberg.
N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer.
K. S. Kirk. Mads Sögaard.
I. C. Paulsen. L. Lassen.
Laust, Chr. Christensen. Chr. Sörenscn.
93r.] N. B. Nielsen. N. E. Nörby.
Til almeimings !
Læknisaðvörun.
|>ess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt
um „bitter-essents'1, sem hr. C. A. Nissen hefir
búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og
kallar Brama-lifs-essents. Eg hefi komizt yfir
eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segjs,
að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill-
andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr
inum ekta Brama-lífs-elixir frá hr. Mans-
feld-Bullner & Lassen, og því eigi getr
haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta.
þar eð ég um mörg ár befi haft tækifæri til, að
sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan komizt að
raun um, að Brama-lífs-elixír frj Mansfeld-
Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég
ekki nógsamlega mælt fram með honum
einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu
meltingariyfi.
Kaupmannahöfn 30. júlí 1884.
E. J. Melchior,
læknir.
Einkenni ins óekta er nafnið C. A.
NISSEN á giasinu og miðanum.
Einkenni á vorum eina egta Brama-
lífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á
merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og
gullhani, og innsigli vort MB & L i grænu
lakki er á tappanum.
Mansfeld-BúUner & Lassen,
sem einir búa til inn verðlaunaða
Brama-lífs-elixir.
KAUPMANNAHÖFN. [4r.
Hjá undirskrifuðum fæst:
ágætr niðrsoðinn silungr
frá J»ingvelli við Öxará :
í olíu 2 punds dós á 1 kr. „ au.
- — 1 — — - „ — 50 —
ánolíu2 — — - „ — 90 —
-----1 - - - „-45-
Beykjavík, 10. apríl 1885.
115r.] G. Zoega.
Nýprentuð er:
Kirkjusöngsbók
með fjórum röddum
eftir
Jónas Helgason,
organista við dómkirkjuna í Beykjavfk.
Kostar heft 4 kr.
Pæst hjá höfundinum.
IPf* Drykkfeldni
Jafnvel í verstu tilfellum verkar mitt ágæta
meðal; þetta votta löglega staöfest þalclcarbréf
og vottorö frá öllum heimsálfum. Meðalið má
viðhaíá hvort heldr með eða án vitundar þess,
sem lækna á.
Reinhold Rctzlaff. [83r.—18/6
Pabricant i Dresden 10. (Sachsen).
Eigándi og ábyrgðarm.: Jón Ólafsson alþm.
Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á íngólfsstræti.
Prentaðr í prentsmiðju. ísafoldar.