Þjóðólfur - 02.05.1885, Qupperneq 3
71
eiginlegu fjárlög, og svo rann 1. apríl upp.
|>jóðdeildin sá, að hjer var að eins skollaleikr
framinn, engu varð ágengt, og svo lyktaði
þingið, að það samþykti svo látandi ávarp
til þjóðarinnar:
|>jóðdeildin hefir í tæka tíð snúið sjer til
konungs (þess skal getið, að deildin hafði
áðr valið nefnd til þess að færa ávarp kon-
ungi, er það bað hans hátign um að láta
ráðaneytið víkja úr þeim sessi, sem það
gerði ekki annað en ilt eitt í, en konungr
hafði svara því alveg neitandi), til þess
að fá afstýrt því stjórnarskrárbroti, sem
hlýtr að leiða af einþykkri stjórn. f>að
sem þingið hefir sagt við konung, það er
og reikningsskapargjörð varfyrir þjóðinni.
Vér aukum því einu hór við: það er stjórn-
in, sem hefir kosið brotið. Enn hefirhún
neitað nýjum tilboðum um meðferð á
millibils - lögum. Stjórnin lætr hætta
aðgjörðum beggjadeilda-nefndar og slítr
þinginu ún fjárlaga fyrir komanda ár. Til-
gangrinn er deginum Ijósari. En um
leið og þjóðdeildin hér með mótmælir því
stjórnarskrárbroti, sem lengi hefir verið
í undirbúningi og nú má á hverri stundu
vænta, skorum vér á þjóðina að verja
þann rótt, er hún á að lögum, í þeirri
baráttu, sem krefr allra góðra krafta lijá
oss Dönum með meiri alvöru en nokkru
sinni áðr«.
f>egar eftir að þetta var upp lesið, var
hrópað »lifi stjórnarskráin«, og nífalt húrra
hljómaði skært og hvellt gegnum þingsalinn
og svo gengu allir vinstrimenn út og biðu
ekki einu sinni þess að Estrúp kæmi og
læsi upp þingsuppsögnina. Segir sagan að
honum hafi heldr brugðið í brún, er hann
sá þar að eins sína 19 garpa. Á konunginn
mintist enginn maðr (og ekki fór Berg, þjóð-
deildarforseti, til þess að óska honum heilla
þann 8. april, sem annars er vani). — Aðr
eu sól var farin af lofti, kom svo jwúvisóríið,
ráðgj afafjárlögin, og þar gefr Estrúp sér
leyfi til þess að verja öllum þeim peningum,
sem hann vill, á hvern hátt sem hann vill
og konungr skrifar undir. Slíkt er eitt hvert
það tilfinnanlegasta stjórnarskrárbrot, sem
hugsazt getr, það er það sama sem manni
væri gefið á hann, beint framan á nasirnar,
sama sem að einvaldsstjórn, ráðgjafalegt
einræði og harðstjórn só »iun sett«, þjóðin er
einskis virð, þingdeildin, sem eftir lögunum á
að hafa mest að segja um slík lög, er fótum
troðin, en ríkisbubbarnir, gózeigendurnir,
brosa í kampinn. f>að er vatn á þeirra mylnu.
f>eir vilja helzt innleiða á ný hjól og steglur
háls- og handhöggs-rétt yfir sauðsvörtum
almúganum.—f>ar að auki er Estrúp farinn
að æða á móti öllum þeim embættismönnum,
sem ekki fylgja honum, eða látast gera það.
Prestar eru af settir, ef þeir falla ekki fram
og tilbiðja Estrup, þjóðskólaformenn eru
sviftir fó því, sem ríkið leggr skólum þeirra,
ef þeir sýna sig sem vinstrimenn; ef einhver
hefir sagt fyrir 7 árum eitthvert ógætilegt
orð um hans hátign, er slíkt grafið upp af
þjónustusömum öndum og höfðað mál út af
o. s. frv. o. s. frv. Ráðaneytið svífist einskis
liéðanaf. Eu hvað gjörir nú þjóðin? I
hverju öðru landi hefði fyrir löngu hafizt
blóðugr innanlands ófriðr, stjórnin verið
sett af með háðung, og hver veit hvað. En
Danir eru seigir og seinþreyttir til vandræða
f>eir þybbast við; vilja heldr verjast en
sækja. f>að þarf ekki þess að geta að inar
trylltu aðfarir Estrúps gjöra hægrimenn
hrönnum saman að vinstrimönnum, éða að
minnsta kosti hans mótstöðumönnum. All-
ir skipast nú í einn hóp, vinstrimenn, jafn-
aðarmenn, og frjálslyndir hægrimenn, til
þess að verja það lítilræði af frelsi, sem enn
er eftir ; þeir halda alstaðar fundi,
eru alstaðar liðmeiri, og það er ekkert
efamál, að þegar þingið hefur setu sína
á ný að hausti muni hægri menn þess hafa
týnt tölunni svo að muni um. jpjóðin vill
ekki beita ofbeldi, vill aldrei fara út fyrir
það sem er rétt og leyfilegt, en býr sig þó
undir að verja sig og frelsi sitt, ef árásir
skyldu verða gerðar enn frekari á það. f>að
eru nú út um alt land að myndast byssu-
félög í þeim tilganpi, og er Estrúpingum við
þau éinna vest. A næsta þingi verðr fjár-
lögum og öllum lögum Estrúps óðara neitað,
en þau verða fram borin. Við hann og hans
stjórn er ekkert samkomulag framar mögu-
legt.
Ásamt nöfnum hinna ráðgjafanna undir
bráðabirgðarfjárlögum Estrúps skín og nafn
Hilmars Finsens næst seinast, og mun sú
fregn hryggja margan lslending.
Ekki nennum vér að tala hér um Islend-
inga í Khöfn ; heldr ekki um það, að nokkr-
ir Islendingar (ekki: »Nokkrir Islendingar«)
hafi verið sæmdir ýmsu brjóstglingri eða
titlum. Slíkt eru ekki markverð tíðindi né
eftir hafandi.
HeIMSKHINGI/A.
—Fjöldi Kínverja. Af mörgum á-
stæðum er torvelt að vita nokkra nákvæma
tölu á Kínverjum. Sumir telja þá 450
millíónir, og eftir þvf ætti þeir að vera nær-
felt þriðjungr als mannkynsins, eða eins og
rithöfundr einn kemst að orði, þriðji hver
maðr í heiminum að vera Kínverji. Aftr
eru aðrir, sem eigi vilja meta fólksfjöldann í
Iíína meira en til 300 millíóna. Síðustu
[áætlanir fara meðalveg og telja, að 1882
I hafi Kíúverjar verið 380 millíónir, og ætla
menn alment að það fari sönnu næst. Eftir
því ætti fjórði hver maðr í heimi að vera
Kfnverji (þ. e. Kínverjar að vera um \ als
mannkynsins).
—Bús s ar hafa í vetr hækkað svo tollinn
á aðfluttri síld, að fullyrt er að það geti
ekki orðið talsmál um, að Norðmenn geti
selt þangað síld framar. — jpetta hlýtr að
hafa áhrif einnig á ísl. slld.
— prœlaverzlun, er skrifað í bréfi frá
Zanzibar, er nú aftr í fullum blóma hér um
slóðir. Ensk herskip hafa í vetr hertekið
mörg þrælaskip. Eitt þeirra hafði 160 þræla
í farmrúminu, og höfðu þeir ekki bragðað
mat í 5 daga né vatn í 3 daga.
— Auðmag n. Bræðrnir Rothschild í
Frakkafurðu gáfu í vetr þá skýrslu til
skattanefndarinnar, að þeir hefði haft
4,788,000 mörk hvor í árstekjur; en það er
sama sem 13,120 mörk á dag, eða 546f
mörk á klukkustund hverri dag og nótt.
(1 mark er um 88 au.).
— Gönggegn um Pyrenea-fjöll.
Samkvæmt samningum, sem nú eru komn-
ir á milli Frakka-stjórnar og Spánarstjórn-
ar, á að grafa göng gegn um Pyreneafjöllin,
sem aka mégi um á járnbraut. Göngin
eiga að liggja milli Canfranc og Lerida, og
skulu fullgjör innan 10 ára. Nefnd franskra
og spanskra verkfræðinga á að ákveða
brautarstæðið nánara.
— Vctr arhar ka hefir verið óvenjuleg
síðastlið. vetr í ítalfu og á Spáni. I Italíu féll
3 metra (10| feta) djúpr snjór.— Á Spáni
hefir ekki svo kaldr vétr komið síðan 1829.
I Brihnega (Guadalajara) varð frostið 14 gr.
á Celcius-mæli; í Polemia 19 gr., og í
Molina (Arragonia) jafnvel 26 gr. Cels. 1
álnar þykkan ís lagði sumstaðar á vötn. 1
Burgos og Segovia, þar sem annars er vant
að vera mjög blítt, kom alt að 25 gr. frost.
Ein afleiðing af vetrarkulda þessum hefir
meðal annars verið óvenjulegr ungbarna-
dauði á Spáni.
— Efnaðr betlari. L Antwerpen tók
lögreglustjórnin í vetr fastan þ>jóðverja, sem
baðst beininga á gestgjafastöðum og járn-
brautarstöðvum ; bað hann menn um ölm-
usu til að styrkja sig til að komast heim
til fýzkalands. |>egar hann var tekinn
fastr, hafði hann í vörzlum sítium 14000
mörk (12,320 kr.).
— B r éy ttr s ól ar g ang r. 11. jan. þ.
á. skrifar blað eitt í Madrid : Síðan inir
miklu jarðskjálftar gengu, hafa menn tekið
eftir því á ýmsum stöðum í Granada-fylki
að sólin kemr upp 1 klukkustund síðar, en
hún gjörði áðr, en jarðskjálftarnir. komu..
Sannar þetta, að fjállbeltið Sierra Nevada