Þjóðólfur - 09.05.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna.
Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
Uppsögn (skrifieg) bundin við
áramót, ógild nema komi til
útgefanda fyrir 1. október.
P JÓÐÓLFR.
XXXVI. árg. Iteykjayík, laugardaginn 9. maí 1885. J\/°. 19.
handa alpýóu
útgefið af inu íslenzka þjóðfrelsisfélagi. 1-
hefti (Stöðulögin, Stjórnarskráin, Kosningar-
lögin, Sveitastjórnarlögin) — er komið út.
Ncesta hefti mun innihalda meðal annars :
fátœkra-reglugjörðina, bæjarstjórnarlög kaup-
staðanna, landamerkjalögin, lögin um bygging
og ábúð jarða, hjúalögin, aukatekju-reglu-
gjörðina, tíundarlögin, skattalög o. fl., o. fl.
Lagasafnið fœst fyrst um sinn ekki til
kaups, en félagsmenn fá það ókeypis eins og
alt, sem félagið gefr út.
Nú er verið að prenta Tímarit félagsins.
Árstillag í félaginu er 1 kr. 50 au.
peir, sem vilja gjörast félagsmenn, snúi
sér til forseta felagsins, sem er
Ritstjóri „þjóðólfs11.
Anitmanns-cmbætti og yeiting þcss.
Hr. Magníis Stephensen er orðinn nafn-
kunnr maðr.
Fyrir hvað ?
Fyrir hvað verðr maðr nafnkunnr maðr ?
— Ekki fyrir það, sem maðr gjörir og aðr-
ir gjöra líka ekki óalment. Nei, maðr verðr
nafnkunnr fyrir það, sem maðr gjörir og
gjörir svo, að aðrir hafa annaðhvort als
ekki gjört það, eða þá ekki gjört eins vel —
eða illa; fyrir eitthvað, sem annálsvert er
eða þykir vera.
Hr. Magnús Sephensen heitir Magnús,
en það heita fleiri.
Herra Magnús er af ætt merks manns,
Magnúsar heitins í Viðey; en það hafa
fleiri verið og ekki orðið allir nafnkunnir
fyrir.
Herra Magnús var óvenju-lengi að nema
lög og nam þau að lokum dável. En það
hafa fleiri verið eins lengi að því og hann,
og fleiri eru og hafa verið eins lögfróðir og
hann, eða jafnvel betr.
Ilerra Magnús var náskyldr Oddgeki sál.
Stephensen, er var nærri einvaldr Jslands-
stjórnarherra langa tíð. En fleiri eru til í
ættinni samt, ekki allir nafnkunnir.
Herra Magnús er dómari í inum konung-
lega íslenzka landsyfirrétti. En það hafa
fleiri verið, án þess, að verða nafnkunnir
fyrir það eitt.
Herra Magnús er riddari af Dannebroge;
fyrir hvað hann varð það, var naumast öll-
um ljóst; en það er ekki mikið að marka,
því að í þá tíð virðist svo, sem sumir hafi
orðið það fyrir lítið eða als ekkert, að
því er ráða má af »ísafold«; í sama blaði
hennar, sem gat um dubbun Magnúsar til
riddara, stóð t. d. þetta erindi:
Oft hefir Dana dögling oss
dýrar náðargjafir veitt;
en mest er vert um konungs-kross,
sem kemur fyrir ekki neitt.
Og svo kvað Steingrímr:
Orður og titlar, úrelt þing,
eins og dæmin sanna,
notast oft sem uppfylling
í eyður veröleikanna.
Sýnir þetta aldarháttinn ; svo að ekki mun
krossinn vera einhlítr til þess, að verða
nafnkunnr af; það hafa svo margir fengið
kross fyrir ekki neitt !
Hr. Magnús er konungkjörinn þingmaðr.
En það hafa þeir líka verið Bergr nokkur
og Halldór nokkur; svo að það getr ekki
verið einhlítt.
En hr. Magnús hélt á þingi ræðu þá um
amtmannaembættin, sem lengi mun uppi
vera, miklu lengr en Magnús sjálfr, og er
það, okkar á milli sagt, næst eftir innihaldi
ræðunnar mest þjóðólfi að þakka. Alþing-
istíðindin lesa svo sárfáir. Stjórnarblaðið
tók að vísu ræðuna upp, en af því að þeir
fáu, sem halda það, kváðu brúka það til
annars en lestrs, þá hefðu fáir vitað af þeirri
merkilegu ræðu, ef »f>jóðólfr« hefði ekki
breitt hana út um landið í 1500 exem-
plörum. Og samt er »|>jóðólfr« ekki einu-
sinni orðinn dannebrogs-blað, því síðr að
hann hafi fengið riddara-kross, og hefir þó
margr fengið slíkt fyrir minna. En svona er
heimsins vanþakklæti!
þetta var nú ekki nema inngangr !
Aðalefnið var nú hitt, að biðja góðfúsan
lesara að minnast í anda innar víðfrægu
amtmanns-ræðu, sem hr. Magnús Stephen-
varð nafnkunnr fyrir.
Allir muna enn, hver feikn það vóru em-
bættisanna,. áríðandi, landsþarfra anna, sem
hvíla þungt á inum ábyrgðarsterku herðum
þeirra ómissandi embættismanna.
jpað liggr í augum uppi, að svo umfangs-
mikil, vandasöm og lífsnauðsynleg störf, sem
á amtmanni hvíla, hljóta að útheimta ó-
deilda krafta þess manns, sem þeim á að
gegna, og þarf hann víst ekki að véra neitt
iítilmenni til þess, að rækja þau öll svo, að
vel og ólastanlega fari úr hendi.
það má líka geta því nærri, að þjóðin
væri ekki að kasta út 6000 krónum um ár-
ið fyrir nein léttaverk eða óþarfa eða tóma
skriffinsku.
Nei amtmanns-embætti er vafalaust um-
fangsmikið og þungt starf. það getr ekki
verið neitt hjávika-verk!
Hitt veit hver maðr, að það er þýðingar-
mikið embætti, sem vafalaust útheimtir all-
an tfma hvers manns, að vera dómari í
landsyfirréttinum, sé það samvizkusamlega
rækt.—|>að er ekkert lítið verk að íhuga
og rannsaka nákvæmlega og samvizkusam-
lega fjölda stór-mála og kveða upp róttvísa
og röksamlega dóma.
Hitt er eins víst, að ekkert er jafn-áríð-
andi, sem að dómari, einkum í þeim rétti,
sem venjulega leggr fullnaðar-úrslit á flest
innlend mál, sé alveg-óháðr stjórninni, full-
komlega sjálfstæðr. |>ví er svo til hagað,
að dómendr yfirdómsins hafa engin umboðs-
leg störf á hendi, svo að stjórnin geti eigi
vikið þeim frá embætti.
Hr. Magnús Stephensen er annar endr-
skoðunarmaðr landsreikninganna, kosiun til
þess starfa af efri deild alþingis og mun
hafa fyrir þann starfa 400 kr. um árið, auk
þess, sem hann fær fyrir að annast um
prentun landsreikninganna. — Vér skulum
ekki mikið í leggja, en ætlum það ekki of
mikið, að ætla3t á, að til þessa starfa þurfi
að öllu samtöldu ekki minna en svo sem 2
mánaða tíma á ári.
Herra Magnús Stephensen er, eins og
kunnugt er, að semja formúlar-bók (í sam-
vinnu við hr. assessor L. E. Sveinbiörnson).
það er að vlsu þarft verk og lofsvert ; en
ganga má að því vísu, að það starf þurfi
mikinn tíma, vér viljum segja mjög mikinn.
En það er vafalaust, að þótt hr. M. St. sé
berserkr mikill, þá þarf hann þó svefn og
hvíld sem aðrir menn; því fremr sem
hann hefir enn fleiri störfum á sig hlaðið,
en hér er getið, svo sem bæjarstjórnar-
maðr, sumir segja meðritstjóri eða aðstoð-
armaðr Gests Pálssonar við »Suðra«, samn-
inga-leiðbeinandi prlvatmanna o. fl. o. fl.