Þjóðólfur - 09.05.1885, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.05.1885, Blaðsíða 2
74 það er varla neitt launþurfamál, að það er altalað, að vel hæfr maðr í alla staði hafi sótt um amtmanns-embættið sunnan og vestan. þ>essi maðr er hr. L. B. Svein- biörnson yfirdómari. Bn hánn hefir vel að merkja ekki sótt um að mega gína yfir tekjum þessa embættis jafnframt sínu eigin embætti, heldr blátt áfram um fasta veit- ingu á því. Bngu að sfðr hefir vísdómi Oddgeirs heit- ins Stephensens þóknazt að halda embætt- inu óveittu, en láta Erænda stjórnardeildar- forstjórans hr. Magnús Stephensen gegna embættinu ásamt yfirdómara-embætti sínu. Yér höfum að vísu heyrt suma hneyksl- ast á þessu, og álíta það miðr heppilegt, að embætti þessi sé þannig sameinuð í eins manns höndum ; hefir þeim t. d. þótt, sem hr. Magnús gjörðist háðari stjórninni, en æskilegt væri um dómara, með því að hafa þetta umboðslega embætti einnig á hendi í þjónustu hennar. Svo hefir og sumum virzt, sém staða hans sem amtmans kæmi í sumu hálfleiðinlega í bága við stöðu hans sem óháðs og óhlutdrægs dómara. Enn hefir nokkrum sýnzt, að þýðing amtmanna-em- bættanna mundi ekki vera svo stór, störfin við þau ekki svo umfangsmikil og nauðsyn þeirra ekki svo brýn sem sérstakra embætta, fyrst að hægt sé að þjóna slíku embætti viðunanlega í hjáverkum fyrir mann, sem áðr er í vandasömu embætti og hefir 4 eða 5 meira og minna umfangsmiklar sýslanir aðrar í hjáverkum jafnframt. Auðvitað hefir það þó ekki verið ástæða stjórnarinnar til að láta hr. M. St. þjóna í hjáverKum amtmannsembættinu settan ár- um saman, í stað þess að veita það hæfum manni, sem sótt hefir um það, að hún hafi viljað láta gæðing sinn Magnús gína yfir sem mestum launum svo lengi sem unt væri, heldr hitt, að hún hefir séð, hve fágætt það er fyrir þjóðirnar að eignast slíka ber- serki, sem geta afkastað 4-—ð manna störf- um (og hirt launin) betr miklu en 4—ð ein- stakir menn, og að það væri dýrmætt að láta þessa berserkskrafta hafa nóg að spreyta sig á. þetta ‘hefir henni þótt svo dýrmætt, að það miklu meira en vægi upp það smá-óhagræði og agnúa, sem annars kynni að vera á að sameina embætti þessi, eða að minsta kosti gjöra það ísjárvert að sameina þau til langframa. J>á gat það og naumast métizt nema þjóð- ar-nauðsyn, að mörva keppinn dálítið fyrir þennan stjórnardýrling og landsþarfa-ber- serk, því að verðr er verkmaðrinn launanna; enda er mjög líklegt, að aukið þúsundatal krónanna geti atyrkt taugakerfið og eflt þróttinn til starfa í föðurlandsins þjón- ustu. það er því líklegt, að hr. Magnús yfir- dómari með ..................... 4000 kr. launum,verði enn afreksmeiri þeg- ar við hann bætast fyrir endrskoð- un landsreikninganna............. 400 — og að honum vaxi ásmegin við hálf amtmannslaunin............. 3000 — þá rírnar hann ekki við þing- mennskulaunin (árlegaum)...... 180 — og svo losnar hann ekki upp úr bandinu við þ ritlaun fyrir for- múlar-bókina (á að gizka um) ... 250 — Er árlega : 7830 kr. Að vísu eru formúlarbókar ritlaunin ekki árlegar tekjur; en við það munu kann ske jafnast prófarkalaun og fleiri smásnapir, sem ekki eru hér taldar. það borgar sig að vera berserkr ! það er skaði að landshöfðingja-embættið er ekki laust líka. Yér efumst ekki um að hr. M. St. gæti vel annað því líka að gegna því í hjáverkum sínum ; og það ér mjög vafásamt, að embættinu yrði mikið öðruvísi stýrt, en nú, þótt hr. Magnús yrði settr í það líka. Ef sparnaðarnefnd verðr kosin á ný á þingi í sumar, þá viljum vér fela henni að íhuga, hvort ekki mætti spara landsfé með því, ef hún gæti unnið hr. Bérg Thorberg til, að ná sér í eitthvert embætti erlendis. f>að eru svo miklar byltingar nú í heimin- um, ný ríki að stofnaat suðr í suðrálfu heims og má ske víðar ; kann vera Danir þurfi að halda þar á mjúkum og teiggóðum sendi- herra; gæti hr. Bergr kann ske fengið slíka stöðu1. þá mætti setja hr. Magnús í em- bættið með hálfum launum, og er það auð- sær sparnaðr landssjóði. Ef þeir fara nokkuð að káka við stjórnar- skrána á annað borð, þá mundi mega koma þeirri ákvörðun að, er heimilaði stjórninni að hafa 1 konungkjörinn mann, sem hefði 6 atkvæði, á þingi. Er þá auðsætt, að með- an hr. Magnúsar nýtr við, mætti vel kom- ast af með hann einan. Hann gætiþáfeng- ið 6 kr. um daginn fyrir sitt eigið atkvæði, en 3 kr. t. d. fyrir hvert aí hinum fimm; er þar auðsær sparnaðr landsjóðs. þetta er nú, að oss virðist, svo auðsætt og liggr svo beint við. En líklegt er, að það sé talsvert fleiri émbætti og sýslanir, sem mætti «setja» hr. Magnús í. Vel valin 1) það er altítt að Englendingar gjöra þá menn, sem venð hafa landshöfðingjar, að sendi- herrum. Dufferin lávarðr var t. d. landshöfð- ingi í Oanada, en síðan sendiherra fyrst hjá Kússanum og síðan hjá Tyrkjanum. sparnaðarnefnd væri vís að finna eitthvað þess leiðis. Og tækist að finna ein 4—5 til, sem hr. M. St. gæti vel þjónað í hjáverk- um, þá er engin furða þó að hann, slíkr af- burða-maðr, verði enn þá nafnkunnari maðr, en hann enn er orðinn. Heiðraði ritstjóri! þér hafið sjálfr lýst yfir því, að yðr hafi borizt svo margar rit- gjörðir um fiskiveiðamálið, að blaði yðar sé ofboðið. þrátt fyrir það leyfi eg mór nú að sénda yðr fáar línur, er lúta að sama efni. En sök- um ótta fyrir rúmleysi í blaði yðar, þá hleyp eg sem fljótast yfir efnið, enda þó ég sé þeirrar meiningar að blaðaménn geri órétt, ef þeir neita um að taka ritgjörðir um fiski- veiðamálið, séu þær ekki miklu galli bland- aðar, því það mál er að minni hyggju ið alvarlegasta á dagskrá nú sem stendr. það eru nú liðin 7 ár síðan sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu gerði fyrstu til- raun til að koma í betra horf fiskiveiðiað- ferð vorri; samt sem áðr er enn í dag engin lögun fengin á því máli. þetta sýnir, hve miklum annmörkum það er bundið, að fá á komið viðunanlegum fiskiveiðasamþykkt- um, þar sem er um fleiri pláss að ræða, sem ólíkt er ástatt fyrir, hvað fiskiveiðar snertir. f>að eru nú sórstaklega þorskanet- in, sem menn hór syðra hafa barizt fyrir í seinni tíð að yrði aftekin á djúpsjónum, þar reynslan er búin að sýna það, að fiskiaflinn hér innan flóa hefir gengið til þurðar ár frá ári síðan þorskanetin voru lögð í Garðsjóinn, þó þetta hafi aldrei jafn áþreifanlega komið í ljós, eins og á þessari vertlð. það þóttu i vetr öll líkindi til að fiskiveiðasamþyktin næði gildi, en þrátt fyrir alla vandvirkni sýslunefndarinnar, fann amtmaðrinn ástæðu til að fella samþyktina fyrir tilmæli fárra manna. þannig getr það geugið í ið ó- endanlega, að einhverjum þyki of nærri sér gengið, ef eitthvert haft er Iagt á ofrkapp þeirra, þrátt fyrir það þó það sé landi og lýð til inna méstu vandræða. En ið líflitla af- kvæmi þingsins frá 14. desember 1877, er snertir fiskiveiðar á opnum skipum, gefr sýslunéfndum als ekki þá heimild, sem nægir til að geta komið á fót fullnægjandi sam- þyktum um fiskiveiðar á opnum skipum; en aftr á móti sýnist svo, sem amtinu sé þar gefið svo mikið vald, að það geti í öllum tilfellum felt slíkar samþyktir ef því sýnist svo—þótt ástæður sóu lóttar—þrátt fyrir al- mennings vilja og gagn. þegar menn hér syðra fengu loks með eftirgangsmunum að vita að fiskiveiðafrum- varpið var felt af amtmanni, þá var enginn tími til að reyna samþykt að nýju, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.