Þjóðólfur - 16.05.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.05.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. PJÓÐÓLFR. Uppsögn (skrifleg) bundin viá áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XXXVI. árg. lteykjayík, laugardaginn 16. maí 1885. JVá 20. Bréf til „l*,j6ðólfs“ frá Friðbirni á Eyri. [Leiðrétting. í febr. bréfum mfnum hefir misprentazt: bls. 33: dálki i2 landsins fyrir: landsrnanna; d. i12 „sitt árið hverja i“ f.: s. á. h. stejnu í; d. 214 „sumum málum“ f.: almcnnum málum: d. 310 „—foræðis-11 f.: —ýorræðis-; bls. 37. d. 213 „háskól-" f.: /áskól-; d. 318 „1884“ f.: 18837. V. Aldrei hefi eg getað felt mig við þá kenn- ingu, að það sé vítavert, að maðr ræði éða riti um eitthvert það málefni, sem eigi bein- línis snertir stöðu hans eða atvinnu ; mér finnst það svo ófrjálslegt. Hitt er annað mál, að sá getr frpmr tala'ð »frómt úr flokki«, sem hefir reynslu fyrir sér í því, sem hann talar um ; og eigi er ólíklegt að orð inna reyndu og lærðu hafi meiri áhrif en orð hinna, sem eigi hafa annað en hugboð sitt við að styðj- ast. En það getr heldr enginn gjört kröfu til þess, að orðum hans sé eignuð meiri þýð- ing, en hverjum af lesendum þeirra eða heyrendum þykir skynsamlegt. það er nú svo fyrir mér, að þó ég riti þér, »þjóðólfr« minn, nokkur orð, gjöri ég það ekki sem »fag«-maðr í þeim greinum, sem ég kann að gjöra að umtalsefni, heldr blátt áfram til að láta meiningu mína í ljósi, eftir mínum skilningi á málefninu, án tillits til þess, að sumum kann að virðast sem sjómenn og fiskifræðingar hafi éinir rétt til að láta í ljósi hugboð sitt um fiskiveiðamál, rosknir og ráðnir stórbændr og hálærðir búfræðingar um landbúnaðarmál, oddvitar og hreppstjór- ar um fátækrastjórnarmál, prestar og kenn- arar um kyrkjustjórn og kenslumál, alþing- ismenn og háembættismenn um þjóðstjórn- armál o. s. frv. Eg held eigi upp á nein slík einkaréttindi, og rita eigi í skjóli þýð- ingarmikillar stöðu eða nafns, eða f trausti til hæfileika minna, heldr miklu fremr í von um að geta vakið aðra hæfari til að ræða inálin. því ef einhver fáfræðingr for að sýna sig, getr það ef til vill orðið til þess, að inir fróðari sjái betr yfirburði sína, finni betr til hætileika sinna ; og þó þeir hafi fyrirorðið sig að byrja, koma þeir þá má sko í fullri dirfð fram á sjónarsviðið, sem leiðréttarar inna viltu frumhlaupara. það getr þannig skeð að inir fáfróðu fái lokkað þekkinguna út hjá þeirn, sém hana geyma, og finnst mér það nóg afsökun fyrir þá, vesalingana, að þeir hafa gjört sitt ið bezta, og orðið orsök til, að framleiða anuað betral f>eir eru með því þjóðinni uppbyggilegri en fróðleiki þeirra, sem aldrei láta aðra njóta hans, en líggja á vísdóminum eins ormar á gulli. VI. Mikið hefir verið talað um fiskiveiðar og veiðisamþyktir í Bvíkrblöðunum í vetr. Má eg hnýta þar aftan í mínum hugmyndum ? Ofur lítið. Mér virðist það eðlilegt að málefni, sem er eins mikils varðandi eins og fiskiveiða- málið er fyrir oss íslendinga, sé alvarlegr gaumr gefinn. það varðar mjög alla lands- menn; því fiskiveiði er annar aðal bjargar- vegr landsmanna. Allr hnekkir og allar bætr á fiskiveiðum vorum hljóta því að hafa alþjóðleg áhrif, alþjóðlega þýðingu í fyllsta máta. það hefir líka oft sýnt sig á- þreifanlega. Bregðist fiskr eina vertíð hér við Faxaflóa, þá liggr þegar við hallæri. það ætti því að vera öllum umhugað, það er lífsspursmál, að tryggja og vernda aðal-fiski- miðin. Er því eigi að undra, að annað eins ólag eins og er á því, hvernig fiskveiðar eru hér stundaðar, kveiki óánægju. Oánægjan veldr hreifingum. En hreifingar þær, sem óá- nægja yfir einhverju ólagi veldr hjá oss, ganga oftast til yfirvaldanna, til stjórnar- innar, með umkvörtunum eins og þegar börn eru að kvarta.1) En þær umkvartanir eru misjafnlega bænheyrðar. Og aumlegt ástand virðist mér það, að eiga stundlega gæfu héilla héraða að miklu leyti undir jái eða neii einstaks manns. Fiskiveiðasam- þykt sunnanmanna sannar það. Eg held að þesskonar lög verði ekki að verulegu liði. Ætti -alþingi og konungr að staðfesta slík lög eins og önnur lög. Alt þetta mikla fiskveiða samþyktarstagl sunnanmanna er spunnið út af lítilsháttar takmörkun einnar veiðiaðferðar. Hvað má eigi ætla að það kostaði, ef fara ætti að hreifa alvarlegum, víðtækum breytingum á veiðiaðferðinni í flóanum, sem öll ástæða virðist til ? það þarf eigi að hugsa að koma slíku til leiðar með samþyktum. Flestar sveitirnar, sem næst ligga við I) Dóri: Hann Jón ætlar að borða frá mér, babbi- — Jón: Hiin mamma sagði að við ættum báðir í skálinni.-—Dóri: En ég á skálina, og þá á ég líka allann graulinn, og vil ekki að hann Jón borði með mér, hann hefir svo stóran spón! Faxaflóa sunnanverðan, eru rýrar landbú- sveitir, en veiðarnar hafa verið þeirra aðal- bjargræði og margra raanna í öðrum fjarlæg- ari sveitum, svo auðvelt er að gera sér hug- mynd um, hver áhrif það hefir á megan þjóðarinnar, ef alveg hættir að fiskast frá landi (á opn. skip.) við flóann, eins og útlit er til, ef nú tíðkanleg veiðiaðferð viðhelzt. þjóðin er »á gelgjuskeiði«, segirísaf., en eg hygg að hún sé í mörgu tilliti »á milli vita«, og það eigi sízt hvað sjóarútveg og veiðiskap snertir, í ið minnsta hér við Faxaflóa. A bernskuárunum var því nær einungis leitað fiskjar á segllausum smábátum með færum, rétt út fyrir þaragarðinn. Nú er hans leit- að mest á 4—10 manna förum, seglbúnum, með færum, lóðum, netum, og farið á móti honum svo langt sem komizt verðr með þessi veiðigögn. það er liún nú komin »á legg«; en alla forsjálni vantar. þroskanum er enn ónáð : að leita fiskjarins með vissum veiðiáhöldum á vissum stöðurh og tímum, á fiskibdtum (opn. skipum) á grunnmiðum, en á fiskiskipurn (þilsk.) á djúpmiðum og í fjarlægum veiðistöðum eftir fiskigöngum og öðrum atvikum, og að rœkta fiskistöðvar með agni og niðrburði á grunnmiðum. Fyrir það ætti alt að gjöra, til þess allar umbætr að miða, sem útveg og veiðiskap snertir, að ná þroskanum sem fyrst. þjóðin, þingið, stjórnin á að vera samtaka í að vinna að því, og þd hlýtr það að takast fljótt. þingið getr gjört mikið í þessu tilliti með löggjöf um fiskiveiðar og siglingar, og með fjárfram- lögum. |>að þarf að ákveða skýrt með þing- gefnum, kgl. staðfestum lögum, hverja veiði- aðferð megi viðhafa á hverjum stað og tíma á grunnmiðum, sem sótt eru af fiskibátum. það þarf að skipa gæzlumenn í hverri ver- stöð til að hafa eftirlit með reglu fiski- manna á sjó og landi. þarf að byggja bát§- lægi (kvíar, hafnir) í hverri fjölskipaðri ver- stöð, þar sem því verðr viðkomið. þarf að hvetja menn til að bæta svo bátalagið og seglalagið, að hvorttveggja verði sem hagan- legast og áreiðaulegast til fiskisókna. þarf að hvetja meun til að koma upp og auka fiskiskipaútveg; setja lög um siglingar, veita ísl. fiskiskipum -forróttindi, stofna og efla ábyrgðarsjóð fyrir þilskip, byggja vita og leiðarljós o. fl. þ. h. VII. Lofaðu mér að skýra meiningu mína ná-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.