Þjóðólfur - 16.05.1885, Page 2
78
kvæmara. Reynslan sýnir að þessar veiði-
samþyktir eru lagakák; þær ná eigi tilgangi
sínum, þeim, að bæta úr vandkvæðum þeim,
sem eru á sjávarútvegi vorum og fiskveiðum,
heldr ala þær síngirni, auka rlg og óvild
innbyrðis í héruðum (sem getr einnig náð
til annara þjóða, t. d. Færeyinga), ala
drotnunargirni amtmanna; sem í þeim mál-
um hafa ótakmarkað (?) nei-vald. I þeim
tilfellum þegar samþ. er synjað staðfesting-
ar, veldrþað ergju hlutaðeigenda, sem hafa
haft mikið fyrir undirbúningi samþyktarinn-
ar, og eykr óvild þeirra til yfirvaldsins.
|>eir, sem hafa ýmigust á lögunum, bera
enn minni virðingu fyrir þeim þannig til
orðnum en þingsömdum lögum.
Misklíð varð út af því, að veiðisamþykt
sunnanmanna ákvað að friða Hafnarfjörð
fyrir (þorska?)netum. Bn mér virðist það
gleðilegr vottr þess, að einhverjir, sem um
samþ. hafa fjallað, hafi haft fiskifræðis-
lega hugsun. Mér virðist Yogavík (Stakkr
—Brunnastaða tangar), Hafnarfjörðr (Keil-
isnes—Melshöfði) og Kollafjörðr (Engey—
Kjalarness tangar) vera fyrirheitnar fiski-
stöðvar, þar sem friða ætti, spekja og ala
upp fisk með því að bera niðr og egna
fyrir hann af öllu megni, og friða svæðið
fyrir öllum þorska-veiðibrellum, nema inni
friðsömu færaveiði. Og mér virðist að slíkt
friðað fiskistöðvamið, ræktað með niðrburði
ætti að vera ákveðið í hverri veiðistöð, þar
sem botninn er hentugr fyrir fiskinn að riða,
eða reynslan hefir sýnt að fiskrinn vill hclzt
staðnæmast ef hann fær að vera í friði. Bf
það væri satt, að útlendar þjóðir keyptu
gotuna okkar til að egna með henni á fiski-
stöðvum sfnum, skyldi það þá eigi vera
»speculation« í þjóðmeganfræðilegu tilliti að
landsjóðr keypti gotuna til niðrburðar á
friðuð innfjarða fiskimið? Heppilegast og
æskilegast væri að félög mynduðust í þeim
tilgangi (niðrburðarfélög, gotukaupafélög) 1
hverri veiðistöð, svo gotan yrði borin niðr
ný jafnóðum ; en ég vantreysti því, að það
verði. f>að mun hvort sem er þykja ótil-
hlýðilegt, að gjöra mönnum að lagaskyldu að
bera gotu og alt hrakslóg niðr nýtt, eða leggja
svo hátt útflutningsgjald á gotu, að eigi borgi
sig að salta hana til útsölu ? Fiskistöðvar
þær, er þannig væru ræktaðar eða til búnar
með niðrburði, mundi þykja sjálfsagt að
hver veiðistöð hefði fullan sérrétt yfir eins og
bóndi yfir túni sínu, og ér það að vísu
eðlilegra og sanngjarnara enn að deila um
sjóinn óræktaðan eins og nú á stað. Bn
þó virðist mér sjálfsagt, að allar innfjarðar-
veiðistöðvar hefðu í fullu irmbyrðis bróðerni
jafnan aðgang að öllu.m tiskistöðvunum, með
því að viðhafa þá veiðiaðferð og sömu reglur
sem gilti fyrir þá veiðistöðina, sem miðið til
heyrði, og fyrir fiskistöðvarnar eða miðið
sjálft.
Sjálfsagt virðist mér að gæzlumenn þurfi
að vera í hverri veiðistöð. f>eir ættu að sjá
um að öllum almennum reglum væri hlýtt
á landi og sjó. Og það þurfa að vera lög-
bundnar reglur fyrir fiskiveiðum og fiski-
verkun í hverri veiðistöð. Bða er það ekki
ólíðanda að annar eins ósómi eigi sér stað
eins og sagt er ýmist opinberl. eða í dylgj-
um (sbr. Fjallk. 7. þ. á.), að eigi sér stað
í sumum veiðistöðvum vorum ? Er ekki ó-
þolandi að líða nokkrum mönnum að valda
þjóðinni stórtjóni með forsjáleysi sínu? Og
að lofa nokkrum sóðum og hirðuleysingjum
að spilla svo áliti og ríra verð vörunnar, að
það valdi þjóðinni, ef til vill, hundruðum
þús. króna skaða?
Bátalægi (kví, fyrir fiskibáta að fljóta í)
er nauðsynlegt í hverri veiðistöð þar sem
því verðr við komið. Eins og nú er ástatt,
verða að vera svo margir menn á hverju
fari, að þeir geti »bjargað því undan sjó«,
af því að ætíð verðr að setja í land á milli
róðra. Lendingarnar éru líka oft svo háska-
lega vondar, og af þeim orsökum »drukknar
svo margr nærri landi«. Víða verðr eigi
komizt frá landi fyrir brimgarði við var-
irnar, þó veðr og sjór só annars færilegt.
Væru til bátalægi, þyrftu eigi nema3—4 að
vera á hverju fari. Sparaðist þá mannafli
á nokkur þilskip (fiskiskip) án þess að minka
fiskibáta útveginn.
Fiskibátana þarf einnig að lagaað lagi
og breyta seglunum á þeim. Báta-
lagið þarf að vera svo að bátarnir séu stöð-
ugir og þoli mikla sigling, því að árar yrðu
eigi brúkaðar nema í logni. þeir eiga að
vera yfirbygðir í skut, svo í þeim megi láta
fyrir berast úti á sjó þar til hlaðið er, ef
veðr leyfir. |>ar má hafa smá-eldstó, geyma
vistir o. s. frv. Sprytsiglingin er bæði erfið
viðfangs og háskaleg i rokviðrum; ætla ég
rásiglinguna miklu hagfeldari, einkum þá
fáir eru á farinu; ráseglunum auðveldara
að lægja í rokviðrum, ætla ég, ef æfðir menn
eiga við þau. Bátalægi þessi þurfa að vera
bæði sækví og landkvf. Upp í landkvína á
að mega setja bátana, þegar rok og sjó-
gangr hamlar þeim að liggja óhultum í
sækvínni, og eins þá á hana leggr ís, eða
á annan hátt verðr uppihald milli róðra.
Við slík lægi mundu brátt myndast
þorp. Slík fiskimannnaþorp eru
nú Reykjavík, Hafnarfjörðr, Alftanes,
Skipaskagi og fleiri, en þau vantar
bátalægi. Ég skal gjöra ráð fyrir að
hér við suðrhluta Faxaflóa væru slík báta-
lægi: 1. í Garði (Varaós?) eða Leiru, 2. í
Njarðvíkum, 3. í Vogum eða fyrir Strönd,
4. í Hafnarfirði, 5. á Alftanesi, 6. á Sel-
tjarnaruesi (t. d. í Seltjöru; gæti þá Sel-
tjarnarnes orðið »merkilegt sjómannaþorp«,
en Rvík ómengað [óslorugt] »embættis-
mannaklaustr«; sbr. Isaf.), 7. á Akranesi.
þó að hvert slíkt lægi kostaði 15 -— 30 000
kr., virðist eigi ofætlun fyrir landssjóð að
gjöra eitt á ári, og mundi það verða stór-
kostleg framför fyrir landið. Styrk þeim
til eflingar búnaði, sem skift er milli sýslna
og svo hreppa, álít ég miklu betr varið til
að gjöra með honum eitthvert slíkt gagn-
virkitil almennings þarfa, heldren að kaupa
fyrir hann kvíslar og spaða. Landbændrn-
ir hefðu bæði beinlínis og óbeinlfnis hag af
slíkum lendingabótum ; og þingið á að veita
fé til eflingar þjóðarhagsins yfir höfuð.
|>að liggr í augum uppi, að fyrirtæki, sem
bæta atvinnuvegu landsmanna veruléga og
greiða fyrir samgöngum og verzlunar-við-
skiftum innanlands, mundu glæða og fjörva
þjóðlífið, auka iðnað, velmegun, og yfir höf-
uð hafa verulegri framfaraleg áhrif á þjóð-
ina og á hag einstaklingsins, en nokkrar
skóflur, kvíslar eða önnur einföld áhöld, sem
notuð eru til ýmsra dagl. búsþarfa eða liggja
ónotuð ella. Mér virðist slíkir smáskamtar
eigi ná.þeim tilgangi sfnum að efla búnað-
inn. Bg held að smá verkfæra útbýtingar
af lándsfé miði helzt til að ala þenna gamla
sórpukurs-hugsunarhátt og draga huga
bænda frá almennum þrifamálum landsins,
venja þá á sórdrægnislega sfngirni, með því
að næra þá tilhneigingu, sem svo margir
hafa, til þess að ná aftr beinlínis í sinn vasa
sem drýgstum skerf af því, sem þeir hafa
látið úti—í stað þess að sameina sem bezt
þess litlu peningalegu krafta landsins til
verulegra almanngagnlegra fyrirtækja, sem
óbeinlínis og yfir höfuð veittú landsmönn-
um meiri hag, og miðuðu þar að auki til
þess að koma á hjá oss dálitlum þjóðarblæ.
þingmenn eiga jafnan að hafa ið verulega
almenningsgagn fyrir augum. það er mjög
óheppilegt þegar þingmenn eða aðkvæða-
mestu mennirnir í héraði láta blokkjast af
óverulegri smámunasemi og hlutdrægni hver
fyrir sína hóraðsbúa (eða sjálfa sig) og
tálma með því allri verulegri framfaravið-
leitni þjóðarinnar.
P. J. Torfason á Flateyri hefir í »Norð-
anf.« -2^ minnzt á vöntun siglingalaga og
leiðarljósa m. fl. Bdilon Grímsson hefir
ritað um skipa-ábyrgðarsjóð í »ísaf.« Bg
vil hér einungis geta þess, að mér þætti til-
hlýðilegt að íslenzk fiskiskip nytu einhverra
forréttinda á meðan þau væru að komast
upp, svo sem tollfrelsis eða annars, sem mið-
aði til að hjálpa að tilveru þeirra.
Annað eins fiskisældarpláss eins og Faxa-
flói hefir verið, og gæti að líkindum enn verið,
væri tilhlýðilegt að hann væri allr nákvæm-