Þjóðólfur - 13.06.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.06.1885, Blaðsíða 3
9B inna stóru Spánar-markaða : frá Bordeaux til Bilbao og Santander; frá Cette og Mar- seille til Barcelona, Tarragona o. s. frv. Gufuskipsferðirnar þar á milli eru þéttar og reglulegar, vágjald lágt og farmgjald, og hefir þetta mikið að þýða fyrir kaupménn- ina á Spáni. þeir geta meðþessu mótiflutt meira eða minna í einu smátt og smátt, eft- ir því sem eftirspurn er til; þeir þurfa ekki að setja meira fé fast í verzlun þessa, en það sem þessar smásendingar útheimta. Við þetta sparast renta. I'iskrinn er sendr um borð í strái og lérefts- umbúðum í 100 punda böggum, og eru þessar umbúðir innifaldar með í verðinu. þessa bagga geta kaupmenn svo sent, án þess að hagga umbúðum, upp um land til þeirra, er fiskinn kaupa þar til matar. Bnn eru fleiri kostir við þessi fiskikaup frá Brakklandi fram yfir það, að kaupa hann frá íslandi og fá hann sendan á seglskipum. þá er óviss tíminn, nær fiskrinn kann að koma, og sjóhættan miklu meiri, svo að vágjald verðr að greiða tilfinnanlega hátt, til að tryggja sig gegn slysum. Loks bætist hér ofan á, að sakir skorts á verzlunarsamn- ingi milli Danmerkr og Spánar, verðr að greiða miklu hærri toll af íslenzkum og færeyskum fiski, nefni). 17.50 pesetas af 200 pd., í staðinn fyrir að þær þjóðir, er verzlunarsamning hafa við ,Spán (t. d. Frakkar og Norðmenn) greiða að eins 12,70 pesetas ; en þetta munar 5 kr. 53 au. á skippundinu oss í óhag. Vorðið er á frakkneskum fiski nær ávalttals- vert lægra en á íslenzkum. I bréfi frá Spáni er mér skýrt frá, segir höf., að fiskr sé boðinn frá Frakklandi fyrir lOOreala (25 pesetas) hver 100 pd. (og sé þó boðinu ekki sætt) ; en þetta er sama sem 57 kr. 60 au. fyrir skpd. Sé, nú frá þessu dreginn mismunrinn á tolli, vágjaldi og farmfjaldi, má leggja þetta að jöfnu við 42 kr. verð á slcpd. En svo má þar á ofan ekki gleyma því, að þetta er fyrir fyrstu sendingar af nýjum þessa árs fiski, og að telja má því víst að verðið falli talsvert jafnótt og meira berst að af inum mikla afla inna frakknesku þilskipa, sem nú er að fréttast af hvaðanæva. það sem ég hér hefi sagt, segir höf. að niðr- lagi, er að vísu ougin sérlog nýjung fyrir ina íslenzku verzlunarstétt1); en það er þó öll á- stæða tii að brýna það sem átakanlegast fyrir kaupmönnum á íslandi, að þeir verða að gæta þess, að in frakkneska viðkcpni liefir ýjarskalega mikla þýöingu fyrir verzlun með íslenzkan fisk á nöalmarkaöi hans Spáni. — Frakkar standa i öllu betr að vígi; þeir hafa feyki háar rílcis- i) Höf. brynir það og fyrir mönnum, að verð- skýrslur í spánskum blöðum og stundum í konsúla- skýrslum verði að nota með gætni, og ekki miða við þær verð það, er fáist fyrir heila farma; því að þetta skýrslu-verð sé oftast smákaupa-verð eða framboðs-verð (,,nominelt“), og því talsvert hærra eu verð það, er fáist fyrir fartna. Eins sé heldr ekkert vit í að skoða sem sannan mælikvarða það verð, sem stundum fáist á kaupskála i Höfn fáa daga fyrir lítilsháttar af fiski, þegar þrot sé á vörunni í svip og verðið þjóti upp nokkra daga. Að ntiða slór innkaup í íslandi við slíkt næði engri átt. premíur bæði fyrir að veíða fisk, og eins fyrir að flytja út fisk; þeir liggja nálægt Spáni og svara lægra innflutningsgjaldi þar, en vér, sem þvert á móti höfum útflutnings-toll á fiski, auk þess sem vér svörum hærra aðflutningsgjaldi á Spáni. Reykjavík 12. júní. — „Laura“ kom hér að kvöldi 7. þ. m. með fjölda farþegja. Hingaö komu meðal annars kaupm. Fischer, Knudtzon, Lefolii, f>orl. O. Johnson, Tierney ; Sigm. Guðmundsson og Asm. Torfason prentarar; J>orgr. J>órðarson læknir (ætlar að setjast að á Akranesi). Páll Briem kand. jur.; stúdentarnir Bogi Melsteð og Val- týr Guðmundsson ; af farþegjum til annarahafna má nefna þessa: Zöylner kaupm. til Stykkis- hólms, Carl D. Tulinius konsúl og kaupm. til Eskifjarðar, Jakob Havsteen konsúl og faktor til Oddeyrar og Chr. Havsteen faktor til Siglu- fjarðar. Riddarinn Bryde hafði verið með til Vestmannaeyja. — „Laura“ fór héðan 9. þ. m. á hádegi; með henni fór landlæknir embættis- skoðunarferð umhverfis land. — Embœttispróf í norðrlandamálum og bók- mentum (maq. confer.) tók Pálmi Pálsson (frá Dæli) 21. f. m. Alþingisfrumvörp. Khafnarblaðið National- tidende lcann að segja frá 24. f. m., að stjórnin muni leggja fyrir alþingi í sumar meðal annars þessi lagafrumvörp : Um hlutdeild safnaðanna í veitingu brauða. Um borgaralegt hjónaband. Um að veita stjórninni heimild til að láta birta inar lögboðnu blaða-auglýsingar í Stjórn- artíðindunum, deildinni B. Um lögreglu. Um lögtak án dóms eða sáttagjörðar. Um fiskiveiðar hlutafélaga í landhelgi. Fjárlög 1888 og 1887. Um hvalveiðar. Um breyting á prestakallalögunum 1. gr. Um bátafiski á fjörðum. Um breyting á mati nokkurra jarða í Rang- árvallasýslu. Um innsetning á skepnum. Um stofnun landsbanka (seðlabanka). — Netalagnasamþykt fyrir sunnanverðan Faxa- fióa staðfesti amtmaðr 9. þ. m. — Nóttina mill 9. og 10. þ. m. gekk veðrátta til austrs með rigningu, suðraði sig í gær og er í dag á suðvestan stöðugt með úrkomu. — í gær (11.) fórst skip á siglingu rétt fyrir utan Gróttu; skipið var frá Nýabæ á Seltj.nesi. Form. Páll Gnðbrandsson og 3 hásetar drukkn- uðu; tveim bjargaði ]pórðr í Ráðagerði; annar þeirra andaðist samdægrs. — Friörinn milli Rússa og Engla altrygðr áðr póstsk. fór frá Skotl. AUGLÝSINGAR Með því Alfrod Benzon í Kaupmannahöfn hefir falið mér sölu-umboðið á eldslökkvi- kúlum þeim, er hann býr til, þá tilkynnist al- menningi, að þær fást á Reylcjavíkr Apóteki fyrir 22 kr. tylftin, en 2 kr. hver, ef minna er keypt. „Avisen“ 12. marz 1885 segir svo: „Njjar sWklm-tilraunir. Likt eins og •nýlega ! voru gjörðar tilraunir með að slökkva eld með | slökkvi-kúlum, þ. e. flöskum, sem eldslökkvandi j vökvi var á, af amerísku verzlunarhúsi, þannig i hefir verksraiðjueigandi Alfred Benzon í gær á j æfinga-velli slökkviliðsins látið gjöra tilraunir ! með áþekkar flöskur, er hann hefir sjálfr til búið. Vér höfum áðr ítarlega lýst inum fyrri tilraunum, og skulum því hér að eins geta þess, að þessar dönsku Jiöskur viröast taka fram inum Amerísku, aö því er furöanlegar verkanir snertir, og beeöi fyrir þessa sök, og svo af því þær kosta elcki nema helming af veröi hinna, veröum_vér aö ráöa öllum til aö haf'a þœr á reiömn höndum á hverjum peim stað. er hœtt getr veriö viö eldsvoða". Öll Kaupmannahafnar-blöðin Ijúka upp ein- um munni að hrósa Benzons flöskum. N. S. Krúger. [192r. Áskorun. pjer sjómenn, sem daglega hættið lífi ykkar, og sem eigið konu og börn, látið hið sviplega slys, sem í dag varð skammt frá Gróttu, minna ykkr á að tryggja líf ykkar, svo framarlega sem þjer með nokkru móti getið klofið það, að gjalda nokkrar krónur árlega í iðgjald. Leið- arvísi og aðra upplýsingu um lífsáhyrgð geta menn fengið hjá mér. Rvík n/6 85. J. Jónassen, Dr. med. [íq3 r. Við undirskrifuð finnum okkr—af innri til- finningu—skyldug til þess að votta opinberlega þeim höfðingshjónum herra verzlunarstjóra 0. Norðfjörð og frú hans og tengdamóður frú S. Benediktsen, okkar innilegar hjartans þakkir fyrir þeirra óumræðilega trygðreynda velvilja og margítrekuðu velgjörðir, er þau hafa látið af hendi rakna um mörg undanfarin ár við ekkjuna Katrínu sál. Gísladóttur, er andaðist hér þ. 12. þ. m. J>ennan mikla velgjörning létu þau ekki verða endasleppan, þar sem þau nú að síðustu—að mestuleyti—kostuðu heiðar- lega útför innar framliðnu. Jafnframt því að við nú hér með vottum velnefndum heiðrshjón- um og ekkjufrú okkar innilegt þakklæti af lirærðum hjörtum, biðjum við Drottinn allra gæða að umbuna þeim af sínum náðarríkdómi. Keflavík 28. maí 1885. Jörgen V. Benediktson. Ingibjörg Guðmundsd. 191r.] (dóttir innar framl.). Bíndíndi! Boðsbréf! Frá í dag geng ég í bindindi, þannig, að svara eigi blaðagreinum út af málunum út af Hvanneyrinni, út af skilningsleysi, út af samn- ingsleysi, út af hirðuleysi, út af söluleysi, út af skólaleysi, út af undirbúningsleysi, út af sam- takaleysi, fyrst um sinn þangað til dómr fellr. En á meðan safna ég efni í sögu, er heiti jarðakaupin. f>ar munu, auk sögukappans, sýndar ýmsar merkilegar persónur, t. d. Dóm- arinn (óvíst enn, hvort hann hoitir Salómon eða Pílatus), Andri jarl, Sveinn á hleri, o. fl. val- menni munu glitra þar cins og gráfiði’ildi í mýmekki; því sagan verðr ekta-realistisk. Sá, sem vildi forleggja svo populairt verk, gefi sig fram í tíma. p. t. Rvík, 6/0—’85. Björn Bjarnarson. [194r. Undirskrif aður heldur hrossamarkað í Snóksdal miðvikudag 24. júní (þ. m.) í Kaldárbakkarjett fimmtudag 25. júní, á Stemum í Sta/holtst. föstud. 26. júní á Lcirá laugardag 27. júní; á Núpakoti undir Eyjafjöllum mánu- dag 27. júlí, á Hvoli og Ási þriðjtidag 28. júlí, á Reykjum á Skeiðum fimmtud. SO. júlí, í Laugardœlum föstudag 31. júlí. Reykjavík 9. júni 1885. Jolm Cogliill. [195L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.