Þjóðólfur - 13.06.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 13.06.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. I Uppsögn (skrifieg) bundin við áramót, ógild nema komi ti) útgefanda fyrir 1. október. P J ÓÐÓLFR XXXVI. árg. Rcykjayík, laugardaginn 13. júní 1885. M 24. Frá útlöndum. (Frá fregnrita vorum.) Kaupm.höfn, 27. maí. Frá því ég skrifaði siðast hefir lít- ið gerzt merkilegt til tíðinda. Stríðið, sem svo líklega leit út fyrir um tima, að verða mundi milli Rússa og Engla út af Afganamálinu, sýnist alveg að vera fyrirbygt. Reyndar er ekki kom- in nein endanleg álykt á málið, enginn beinn friðr saminn enn þá. En það er víst, að hann kemr fyr eða síðar. peir verða að bræða málið með sér. Rússar þæfa þetta og vilja litið sem ekkert tilslaka. Englar eða stjórn þeirra, gamli Gladstone, vilja helzt komast hjá ófriði, og vilja því slaka alt til, sem hægt er, án þess þó að misbjóða þjóðar- heiðrinum. Tórýum hefir þótt nóg um seinlæti stjórnarinnar og linleik, og hafa reynt til þess að spilla fyrir henni, til þess að komast sjálfir að, en enn þá hefir hún allan meiri hlutann með sér úr neðri deildinni. Út af efri deildinni er megn óánægja i landinu meðal frjáls- lyndra manna og stéttanna, sem lávarð- arnir heyra ekki til, og hafa menn haft mjög á orði að afnema þá deild með Öllu, sem gjöri ekki annað en kefja og spilla fyrir þjóðheillamálum. (Hvað skyldum vér íslendingar þá geta sagt, sem burðumst með okkar efri deildar- afmán, er helmingrinn eru tómir kon- ungslallar, sem hvorki flýta fyrir mál- um né eru þjóðhollir, svo að tilfinnan- legt sé ?) Frá Frakklaildi er það merkilegast alls að skrifa, að skáldaöldungrinn, mannúðarinnar postuli, Victor Hugo er dáinn. Hann varð fyrir ofkælingu í samsæti, sem leiddi hann til dauða. Hann var fæddr 1802 og var sonr liðs- foringja, sem var í her Napóleons mikla. Með föður sinum fór Viktor kornungr víða um, þar á meðal til Ítalíu, og hefir alt það, sem hann sá firir sér, haft mjög mikil áhrif á sál hans, enda hafði hann ekki augun aftr. þ>ar að auk var faðir hans frjálslyndr maðr og Viktor litli hefir því snemma sogið inn í sig þær frelsishugmyndir, sem hann aldrei sveik, éft barðist fyrir af öllu afli andar sinn- ar, og sem um má segja, að hafi að fullu og öllu sigrað í Frakklandi. Vik- tor var bráðgáfaðr og mjög bráðgjör, svo að hann var ekki nema 15 ára gamall, þegar hann tókst það á hendr að svara spurningu ins frakkneska aka- demís: „að lýsa sælu þeirri, sem vís- indanám gefr, hvernig sem á stendr fyrir manni“. Hann fékk reyndar ekki verðlaunin, en hann fékk „heiðarlegan vitnisburð", af því að dómendrnir héldu, að þeir mundu verða að aðhlátri, ef 15 ára unglingr fengi verðlaunin. Tvitugr giftist hann frænku sinni einni, er kvað hafa verið mjög fögr; hún dó 1868. Brátt fór Hugo að gefa sig við stjórn- málum, en þó var hugr hans nokkuð á reiki fyrst framan af, en alt af urðu skoðanir hans frjálslegri og frjálslegri ; þangað til hann loks hafnaði alveg i þjóðveldinu 1848. f>egar Napóleon (3.) fór að láta bera á sér til muna, varð Hugo hans skæðasti mótstöðumaðr. Hann var á þinginu og þar hélt hann þ. 15, júlí 1851 mælska og þrumandi 5 stunda ræðu móti því stjörnarlagabroti, sem hann sá að átti fram að fara. jpað var þá, að hann í fyrsta sinn kallaði Napóleon „inn litla“. En enginn vildi heyra það, sem hann sagði, og svo varð Napóleon „litli“ keisari og urðu þá mót- stöðumenn hans að flýja land; Hugo gjörði- það, og nú kom 20 ára út- legð hans, og 20 ára ríki Napóleons. Hugo hafðist við á smáeynni Guernsey, og þaðan lét hann þrumur sínar og eld- ingar dynja yfir ofbeldismanninn „Nap- óleon litla“. Napóleon gaf seinna öllum þeim, sem flúið höfðu, friðland, og not- uðu sér það margir, en Hugo sat við sinn keip; hann lítils virti öll tilboð keisarans og kvað það ekki vera sig, sem væri lagabrotsmaðrinn (heldr keis- arinn sjálfr nfl.). Meðan á útlegð Hugos stóð, var hann ekki útibirgðr frá heim- inum ; það voru alt af stöðugar sam- göngur, ef ég mætti svo að orði kveða, milli hans og frelsismanna als heimsins. Margir leituðu til hans ura- styrk og fengu. Garíbaldi fékk hjá honum fé o. s. frv. Svo kom árið 1870 og styrjöld- inmilli Frakka og f>jóðverja; Napóleon litli beið ósigrinn við Sedan ; var rek- inn burtu og dó síðar við litinn orðstír í útlegð. Viktor Hugo kom heim úr út- legð. Nú var för hans sönn sigrför, líf hans þar á eftir sannlegt sigrlif. Eng- inn konungr hefir verið jafnmikils virðr, jafn elskaðr af allri þjóð sinni, sem Vik- tor Hugo. (það er lærdómsríkt að bera saman annan eins ævintýrara og Napó- leon litla við mann sem Viktor Hugo. Sið- ustu árin runnu fyrir honum ánægjuleg og friðsamleg; hann varði öllu sinu afli í frelsisins og ekki sizt mannúðarinnar þjónustu. Hann talaði móti rannsókn- um lækna á lifandi dýrum, sem eru samfara sársauka og pyndingum, skurð- um og stungum. Hve nær sem einhver níhilisti eða pólitískr glæframaðr var dæmdr til lífláts, skrifaði hann konungum og lceisurum smábréf stuttorð mjög, þar sem hann í mannúðarinnar nafni skor- aði á þá að eira lífi afbrotamannanna. Hann skoðaði konunga og keisara sem sina jafningja. Og það gat hann vel og meira til. Hann trúði ekki á presta né á guðfræði, en hann trúði á gu9\ fyrir því stendr enginn prestr yfir mold- um hans. Lík hans er smurt og grafið á ríkisins kostnað; allir landar hans geyma minningu hans með heilagri lotn- ingu og innilegri þakklátsemi. Hvort vilduð þér nú heldr vera Viktor Hugo eða Napóleon litli ? Hvor þeirra verðr, haldið þér, eilífari ? — Skáld var hann ágætt; hann er höfundr hugmyndar- skáldskaparins á Frakklandi; tilfinning hans var rík og innileg; kvæði hans full andríki og kraftar, hvað sem hann orti um; hann húðfletti Napóleon og hans hirðskríl svo bitrt og ramt, að lengi mun i minnum haft. Héðan úr Danmörku er lítið að segja; alt af harðnar í deilu milli þjóð- ar og ráðaneytis. Byssufélögin, sem mynduð voru, verða nú að vera byssu- laus, því að Estrúp og þeir herrar hafa bannað alla innflutninga skotvopna og vopnaæfingar með bráðabirgða-byssu- lögum. Rannsóknum yfir vinstri mönnutn er haldið áfram; menn eru teknir og sett- ir inn fyrir engar sakir, ef einhverjum hægra manni hefir þóknazt að „segja til“ þeirra, hváð þeir hafi sagt eða gjört

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.