Þjóðólfur - 18.07.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.07.1885, Blaðsíða 1
Kerar út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 lcr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir I. október. ÐOLFR. XXXVII. ársr. lleykjavík, laugardaginn 18. jiilí 1885. M 28. Wunið eftir að Þjóðólf átti að borga fyrir 15. þ. m. Sá dagr er lið- inn, en þeir, sem óborgað eiga, eru beðnir að borga nú sem allra fyrst.— "það er opin afgreiðslustofa þ>jóðólfs allan daginn; það er óþarfi að elta útgefandann upp á þing eða út um bæ til að finna hann. Jón B. Jónsson afgreiðir alt á skrifstofunni, gefr kvitt- anir o. s. frv. Ferðamenn! Lítið inn á skrifst. þ>jóð- ólfs og takið blaðið þegar þið eruð á ferð. Allir, sem landveg koma í bæ- inn, eiga leið fram hjá dyrunum á skrifstofu pjóðólfs á Bakarastígnum. Alþingið. VI. Stjórnarfrumvörpin [Niðrl.] Fjdraukalögin og reikningalögin þykir oss ekki þörf að gera hér að sjerstakl. umtalsefui, en vikjum heldr næst að: — VI. frv. um stofnun landsbamka. Hann skal stofnaðr í Rvík, og leggr landsjóðr 10,000 kr. fram til að koma honum á fót. Landsjóðr lánar bankanum allt að þ mill- íón kr. ; það fé greiðist bankanum eftir því sem þörf hans krefr í seðlum (bankaseðlum), er stjórnin má gefa út fyrir landsjóð; þeir skulu vera 100 króna, 50 kr. og 10 kr. [nefndin : 50 kr. og 5 kr., en engir 100 kr. seðlar]. Landssj. kostar seðlagjörðina. Bankinn svarar landssjóði 2°/> [nefndin: ekkert fyrstu 5 árin, en síðan 1°/.] árlega í vöxtu af skuld sinni. Seðlarnir skulu gjald- gengir í landsjóð og alla almanna sjóði (o: öll »opinber« gjöld) hér á landi og lögmætr gjaldeyrir manna á meðal með ákvæðisverði. Bnginn annar má hérlendis gefa út bréfpen- inga. Bankinn er skyldr að skifta seðlun- um mót öðrum scðlum (þ. e. gömlum fyrir nýja, stærri mót smærri og smærri mót stærri), en mót smápeningum eftir því scm tök eru á. Engin bein innlausnarskylda hvílir þannig á bankanum. En verði bank- inn gjaldþrota eða hætti, eignast landsjóðr reitur bankans, ef nokkrar eru, en leysir, hversu scm fcr, inn mót peningum alla scðl- ana. Við að falsa seðla liggr sama hegning sem við peningafalsi.—Störf bankans verða: að taka við peningum sem innláni með sparisjóðskjörum, »á dálk« eða í hlaupa- reikning; kaupa og selja víxla og ávísanir (diskontéra), hvort heldr greiðast eiga hér eða erlendis, útlenda peninga, banka seðla, bréfpeninga og auðseld arðbær verðbréf; lána fé gegn fasteignar-trygg- ing; lána fó gegn handveði [nefndin: eða sjálfskuldar-ábyrgð] ; veita lán sveit- um, bæjum eða almannastofnunum hér- lendis gegn ábyrgð sveita eða bæja; veita lánstraust »(udstcde creditivern) gegn handveði eða sjálfskuldarábyrgð; heimta óloknar skuldir. — Bankinn má taka lán gegn trygging í sjálfs síns eignum. Bank- inn getr [nfnd.: skal] með samþykki lands- höfð. [nfnd.: svo fljótt sem auðið er] sett [setja] á stofn aukabanka eða framkvæmd- arstofur annarstaðar á íslandi [n.: fyrir utan Reykjavík, einkum á Akreyri, Isafirði og Seyðisfirði]. — Týndar viðskiftabækr má innkalla með auglýsing, og greiða eiganda upphæð bókar, ef hún kemr þá eigi fram. Fé ófullráða manna og almanna-stofnana má leggja í bankann um stundarsakir unz komið verðr á vöxtu gegn fasteignartrygg- ing. Fé, som í bankann er lagt ásamt vöxtum er undanþegið kyrsetning og lög- haldi meðan það stendr þar. Bankinn má taka hærri vöxtu en 4jt gegn fasteign- arveði. Vottorð til afnota bankanum úr afsals og veðmálabókum veitist kauplaust. Bankinn má láta þjóna sína selja hand- veð hvar sem hann vill, en aðvara skal hann veðeiganda. Bankinn er undanþeg- inn tekjuskatti og útsvari. — í stjórn bankans verða: einn framkvæmdarstjóri, er landshöfð. skipar með missiris uppsagn- arfresti, og tveir gæzlustjórar, er sín þing- deild kýs hvorn til 4 ára. Landshöfð. getr vikið hverjum forstjórnarmanni bankans frá um stund og setr þá mann til bráðab. í staðinn, og eins ef forstjóri veikist eðr for- fallast. Heimili bankans og forstjóranna sé í Rvik. Eftir tillögum forstjóranna skipar landh. og afsetr bókara og fé- hirði bankans. Aðra sýslunarmenn skip- ar stjónarnefndin. Til ‘þess að skuld- bindi bankann verða 2 forstjórar [n.: fram- kv.stjóri og annarhvor gæzlustjóri] að undir- skrifa skuldbindingarnar. Kvittanir verða féhirðir og bókari að rita á. Framkv.stjóri hefir í laun 2000 kr.r, bókari og féhirðir I) Embætti þessi rnunu nú ekki vera böfð nð 1000 kr. hvor [n.: framkv.stj. og féhirðir setja veð eftir ákvæði ldshfð.] Forstjórar. og sýslunarmenn bankans mega ekki vera honum skuldskeyttir sem skuldunautar né ábyrgðarmenn annara. Landsh. má heimta allar skýrslur, er honum þurfa þykir um bankann og láta rannsaka hag hans allan nær sem hann vill. Ldsh. setr endrskoð- ara, sem bankinn launar, en Idsh. ákveðr launin. Hann rannsakar reikn. bankans og prófar minst tvisvar árlega hvort heima- fé bankans sé fyrir hendi. Arsreikning skal birta í síðasta lagi 4 mán. eftir árslok [n.: í helztu blöðum landsins]. Útdráttr úr úrskurðuðum reikn. (ldsh. úrskurðar) birtist í Stjórnartíð. B, sömul. 4 sinnum á ári stutt yfirlit yfir hag bankans. 2/. af seðlaupphæðinni leggist í viðlagasjóð bank- ans, svo og frekari afgangr, ef verðr, en við- lagasjóðr þessi ber og tap bankans, ef nokk- urt verðr.— Hætti bankinn, greiðist öllum skuldheimtumönnum fyrst að fullu kröfur þeirra áðr landssjóðr fái neitt; afgang, ef verðr, fær hann,—'VII. Frv. um fiskiveiðar félaga i landhelgi. Fiskiveiðar í landhelgi mega fjelög eigi reka, er þégnar annara ríkja eiga hlut í, nema síldveiðar ef meira en helmingr félagsfjársins er eign þegna Danakonungs og fél. hefir heimilisfang á Isl. eða í Danmörku, danskir þegnar einir í stjórninni, og minst 1 þeirra heimilisfastr á Islandi. — VIII. Um bátafiski á fjórðum. Frá bátfiski á fjörðum eða fjarðhlutum, að síldveiðum undanskildum, má í stöku til- fellum sakir fiskiveiða fjarðarbúa útiloka aðskotamenn annarstaðar að. Uppást. um þetta gjörir sýslunefnd, en héraðsmenn sam- þykkja samkv. 1. 1877, en landshöfðingi staðfestir (en ekki amtmaðr). — IX. Um hvalaveiðar. Hvali má eigi skjóta á fjörð- um og vogum meðan stendur á síldveiði þar. Afbrotasekt 400—2000 kr. Sama ef utanríkismenn veiða hvali í landhelgi._____ X. Um þjóðjarðasölu. Böggversstaði ásarnt Argérði í Vallna(!)hrepp má selja fyr. 6500 kr. Asgerðarstaði í Skriðuhr. fyrir 900 kr. Hér með er getið ins helzta inntaks stjórnarfrumvarpanna í ár. VII. Frumvörp frá þingmönnum (in helzstu). (191) Um sölu áfengra drykkja (Ein. aukajietu til að stinga upp í einhvern stjórnliollan embættisraann ? t) Sviga-talan táknar tölulið þann, er frv. verðr tilfært með i skjlapavti þingtiðindanna. Er hand- ha’gt að nota töluna siðarí staðinn fyrir titil frv.s-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.