Þjóðólfur - 18.07.1885, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.07.1885, Blaðsíða 4
112 White amer. stál-saumavélar. €rullmedalía einnig á heims-sýningunni í Amsterdam 1883. Afbragðs-saumavél bæði fyrir iðnaðarmenn, saumakonur og heimilisþarfir. 5 ára ábyrgð gefin. Engin önnur saumavél hefir svo stóra og auðþrædda skyttu. Engin önnur saumavél hefir svo hentuglega auðsetta nál. Engin önnur saumavél hefir dúkflytjara, er flytr beggja megin náfarinnar. Engin önnur saumavél hefir svo stórt snúningshjól. | Vélarnar eru ekki ekta Engin önnur saumavél hefir svo stórt tréborð. ( framvegis, nema á Engin önnur saumavél hefir svo stóran og liáan arm. j þeim sé stimpillinn : Engin önnur saumavél hefir svo hályftan þrýsti-fót. | A. Sand & Co. Engin önnur saumavél er svo gjörð að hvern hlut má skrúfa þéttan jafnótt og slitnir. Engin önnur saumavél vinnur svo þögult og létt sem White-vélin, því allir slit- partar eru úr fínasta stáli. Skoðið hana ! Reynið hana! Henni fylgir ýmislegt, sem ekki er vant að fylgja saumavélum. Einka sölu-umboð fyrir ísland hefir 202r.i Matth. Johannessen, Reykjavík. skorast undan að taka aftr við stjórn- tauraunum, þá er til þess kemr. Á Spáni geysar kólera, veikjast um 1200 á dag, en helmingr deyr að jafn- aði. Á þýzkalandi látinn prinz Friedrich Karl bróðurson keisara og góðr hers- höfðingi. Sömul. Manteuffel frægrhers- höfðingi; hann var landshöfðingi í El- sass-I.othringen, þótti mannúðlegr maðr og ekki Hkjast nafni [Manteufel=mann- djöfull]. Frakkar hafa nú fullsamið frið við Kínverja.—Courbet sjóliðsforingi látinn. Rvík, 18. júlí 1885. —Verðlag hér í Reykjavík mun nú í kauptíðinni vera almennast þetta : Saltfiskr Nr. i. 50 kr. skpd. (320 pd).—Smáfiskr 40 kr.— Ysa 30 kr,—porskalýsi, hrátt 2 kr. kútr- inn; soðið 1 kr. 50 au.—Haröfiskr. too kr., 110 kr. og 120 kr. skpd.— TJll, hvít 50 au. pd.; mislit 40 au. Búgr 9 kr, rúgmjöl 10 kr., banlcabygg 14 kr., baunir 13—14 kr.—alt fyrir 100 pd. Overhead- mjöl: 28 kr. í reikning, en 25 kr. rnót peningum, fyrir 256 pd. BÍSgrjón 23—3o kr fyr. 20O pd.— Kaffi 45, 50, 55 og 60 au. pd.—Iíandis í kössum 32, í pundatali 36 au. pd.—Melis 25—30 au.— Púörsykr 18—25 nu.—Munntóbak 2 kr„ rjóltóbak 1,25 til 1 kr. 40 au. pd.—Brennivín 80—90 au. pottrinn. —Bökmentafélagið hélt ársfund sinn 8. þ. m. Hafnardeildin hefir enn ekki viljað hlýða félags- lögunum og ganga til atkvæða um lagabreyting þá, er samþykt var hér i deild fyrir 2 árum (um sam- eining deildanna). Inn nýi forseti þeirrar deildar (Ólafr Halldórsson) hefir þó lofað að láta ganga til atkvæða um málið í vetr komandi. Embættismenn allir endrkosnir. Ritnefndarmenn eins, nema Dr. Björn Ólsen var kosinn í stað Jóns ritstj. Ólafsson- ar, er noklcur undanfarin ár hefir setið í nefndinni. Atkvæðagreiðsla þessi er sögð skrítin, þar sem aö minsta kosti einn maðr léti fleiri en einn seðil frá sér einum með nafui Dr. B. Ó. í atkvæðahattinn. En við slíku verðr tæplega gjört, þegar menn eru að rápa af fundi undir sjálfri atkvæðagreiðslunni. —Fiskiveiðasamþyktin, um lóðir, ónýttist 14. þ. m. á fundi i Hafnarfirði r 7 3 atkv. með, en 40 móti. —Tíðarfar svo bágborið, að enginn man slíkt fyrri hér. Nætrfrost á hverri nótt upp í sveit, og stundum hér niðri í bæ. Grasvöxtr í versta lagi. Lítr út fyrir að sumstaðar hér syðra verði varla ljábært í sumar. Norðan átt af og til. —Camoens kom hér 13. þ. m. með kolafarm og farþegja. Fór í dag aftr. Fyrirlestr um sögulegan uppruna kvennýrels- isins heldr cand. jur, Páll Briem á morgun (sunnud). kl. 6 e. m. i latfnuskólanum. Aðgöngumiðar (25 au.) fást við innganginn. Hvanneyrarskólinn fyrirhug- aði. Eftir áfikorun sýslunefndarinnar í Borgarfjarðarsýslu og fyrir hennar hönd hefir óðalsbóndi þórðr þorsteinsson á Leirá nú keypt ilvanneyri að Birni bú- fræðingi Bjarnarsyni fyrir 16,000 kr., auk kyrkjuportiónar á 3. þús. Er jörðin þar með í handraða undir búnaðarskólann og þrasið um hana á enda kljáð. Brynjólfur Jónsson Melsted, ■]• I. ágúst 1884. Nú falla tár, því hjer er liöggvið skarð og hjörtun slá og titra af sosgarslögum, því hörðum dauðans hlýða lögum varð hann, sem stóð í lífsins blómadögum. Hann, sem œtið hugði’ að sinni leið, hann, sem var svo fullorðinn i anda, hann var trúr, og hjelt hvert orð sem eið, aldrei kom hann neinum manni i vanda. Hann, sem œtíð gekk svo beina braut og breytti aldrei móti sönnum vilja, hann, sem leið og þoldi sára þraut þúsund sinnum betur en menn skilja. Já hann bar svo þungan þrauta kross, þó hann reyndi slíkt sem mest að dylja, því hann átti andans háleitt hnoss, heita trú og líka sterkan vilja. Hann er dáinn, brotin lífsins bónd, brostið þetta tríia’ og góða hjarta ; hann er fallinn fyrir dauðans hönd fölur nár; það dugir eigi’ að kvarta. Ei skal mögla þó að sorg sje sár og sárt að missa þig á æskuskeiði ; en hver vilt lá þótt brennheit trega tár titri kring um dáins vinar leiði 1 Grátin móðir lcveður kœran son, Kristur veri hennar Ijós og styrkur ; gegnum tárin Ijómar lífsins von og lýsir upp ið dapra grafar myrkur. Bergst. Jónsson. AUGLY SINGAR nnapazt hefir undirdekk frá Korpólfs- -®- stöðum að Laugarnesi.merkt F. A., og budda í Reykjavík með signeti með stöfum J. jpórðar. Oskast skilað mót fundarlaunum að Laugarnesi til Jóns þórffarsonar. [242r óttina 7.—8. þ. m. fann Jón Jónsson, Steinsstöðum, í Garði, strigabux- u r og p o lc a í Garðahrauni, með ýmsu dóti i. Figandi vitji gegn borgun á afgreiðslustofu »pjóðólfs«. [24 8r. apazt hefir á vegi úr Keflavík útí Garð 11 álnir milliskyrtudúkr. Ráð- vandr finnandi skili Magnúsi J>órar- inssyni, Miðhúsum. [244* Q var mitt til herra Einars Hjörleifs- ^ sonar, sem kom út í fyrra rjett ept- ir að kvæði Bjarna Thorarensens komu komu út.geta fjelagar bókmentafjelags- ins fengið ókeypis hjá Kr. Ó. f»or- grímssyni og mjer á meðan upplagið endist. Nokkur eintök verða send til útbýtingar umboðsmanni bókmentafje- lagsins á Akureyri, herra Eggeri Lax- dal. Reykjavík 17. júíí 1885. 245*] • Bogi Th. Melsted. Tll athnganar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum rnörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansfeld-Bílllncr & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á eata glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-líjs-clixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir rneltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og gotum því mælt með honum som sannarlcga hcilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið,. sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær rneð nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lenrvig. Jens Christian Iínopper. 'Jlwmas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Kiels Chr. Jensen. Ove Henrik Brwun. Iir. Smcd Bönland. I. S. Jcnsen. Gregers Kirlc. L. Dáhlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P- Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaanl. I. C. Paulscn. Ij. Lasscn. Laust Chr. Christensen. Clir. Sörenscn. 93r.J N. V. Nielsen. N. E. Nörby. Eigíinrli og ábyrgðarm,: Jón Ólajsson alþm. Skrijstofa: á Bakarastíg við horniðá íngólfsstræti. Prentaðr í prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.