Þjóðólfur - 25.07.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 25.07.1885, Blaðsíða 3
116 Dana, svo að mál íslands væru háð atkvæði hinna ráðgjafanna. fingið hefir farið mjög gætilega með það frelsi, sem stjórnarskráin hefii' gefið oss. Vér luifum liingað til bj’gt á varauppástungunni 1878, en það hefir ekki dug- að, og því höldum vér oss nú að aðaluppástung- unni 1873. enaa verðr því ómögulega neitað, að þaö stjórnfyrirkomulag, sem |)ar var farið fram á og nú er tekiö upp í þessu frumv., sé ið eðlilegasta og muni vcrða ið affarasælasta, því að hentug, innlend, nýt og starfsöm stjórn er auðsuppspretta, eins og útlend og fram- kvæmdarlítil stjórn er hyldýpisbrunnr fátæktar og volæðis, og þess vogna þarf eigi aö sjá í kostnaðinn. Ég get holdr ekki verið á því, að þetta frumv. gangi of nærri einkaréttindum konungs, því að sambandsfyrirkomulag inilli Euglands og sumra af nýlendum þess er ein- mitt lílct því, sem hér or farið fram á, og finn- ist Englands drottningu slikt ekki ganga of nærri sínurn einkaréttindum, þá ætti konungi vorum eigi að þykja það hér, og ég skal manna seinastr efast um. að Hans Hátign vilji gefa oss það, sem vér förum nú fram á. Landshöjdingi sagöi, að yfirlýsingin hefði cin- mitt komið í réttan tíma, til þess að geta þing'- inu bending um að eyða ekki tima, fé og kröftum til ónýtis í endrskoðun stjórnarskrár- innar, þar sem stjórniu gengi að engum breyt- ingum á henni. „Ég neita þvi, að varauppá- stunga alþingis 1873 sé nokkurt skilyrði eins og framsögum. (B. Sv.) sagði; heldr er húu ósk eða bending, sem stjórnin gat farið oftir ef reynslan hefði sýnt, að breytingar á stjórnar- skránni væru nauðsynlogar, on það hcfir ekki sýnt sig; og meira aö segja, engin almenn ósk komiö fram- um breytingar á henni. þetta frumv. fer miklu lengra en frumv. 1873. I frv. 1873 á konungr oða jarl aö skrifa unair lögin; konungr gat látið jarlinn gjöra það. En eftir þessu frv. á enginn aunar að undirskrifa en landstjóri; löggjafarvaldið er því hjá alþingi og landstjóra, en eigi konungi; framkvæmdar- valdið er og hjá landstjóra en ekki hjá konungi. Hafi frumv. 1873 ekki þótt aðgengilegt, þá er ég viss um, að þetta hlýtr að verða það miklu síðr. — J>á talaði H. K. Er. |)ví næst sagði Jón Ólafsson: H. þm. Reykvikinga lagði út af, að þessi barátta væri vonlaus barátta fyrir alþing, og að það sé óhyggilegt, að eyöa tima og krafti til þess, sem lítil von væri til, aö náð geti fram að gauga. J>etta var sú viðbára, sem snerti málið í heild sinni. En svo framarlega sem vér crum sannfœröir um, að breytingin sé til bóta, að þörf og heill lands vors krefji hennar, þá vil ég segja, að það sé óliœja, að efast um, að stjórnin fyr eða síðar muni fallast á liana, °g skil ég ekki að h. þm. Iteykvíkinga skuli vænta svo ils af stjórninni, og ugði mig sízt, að ég, sem ekki er því vanr, mundi þurfa að stauda hér til þess að verja stjórnina gegn honum. Eg trúi lienni til svo góðs, að hún muni sam- þykkja það á endanum, sem vér höfuin sanna þörf til að fá uppfyllta, ef vér getum sýnt fram á að svo sé; in sanna þörf vor er vor siöferð- islcgi réttr. Bæði hæstv. landsh. og h. þm. lieykv. hafa talað um, að farið sé fram á, að konnngr afsali s(r Sínum konunglegu prcerogat- ivum svo aö hann t. d. veitti eklci embætti fram- ar. Sé þaö að afsala sér prœrogativum eða frumtignarréttindum að fela öðrum að veita embætti í sínu nafni, þá hcfir konungr vor þegar afsalað sér talsverðu af þeim, því hann liefir þcgar afsalað sér veitingu allra prestsembætta hér á landi nema einna 10; hin veitir nú iands- höfðingi öll í nafni konungs; og þá gjörir vist ekki fjarska mikið til, þó að hann afsali sér veitingarvaldinu að nokkrum fleiri embættum. En þetta er alt misskilningr. })aö er engin af- sölun, þó menn gefi einhverjum umboð til að gjöra eitthvað í sinn staö og í sinu nafni. J>að heflr cuginn heyrt, aö Bretadrottning liafi afsal- að sér nokkru af sínum konunglega frumtign- arrétti, þó að hún láti landstjóra sína staðfesta lög í öllum brezkum nýlendum utan Evrópu, eigi að eins í sumum, eins og h. framsögu- maðr sagði, nei, i öllum ! Englendingar lög- þýða svo orðið „nýlenda“, að það sé „brezk landeign utan Evrópu, er hafi sitt sérstaka lög- gjafarvald11. J>að var svo að skilja á h. þm. Roykvík., að liann ætlaði það allra meina bót, ef vér fengjum sérstakan ráögjafa, sem mætti á þingi, og taldi því ekkert til fyrirstöðu, þó engu væri breytt, því að stjórnarskrá vor bann- aöi slíkt elclci ! ]>á þyrfti enga stjórnarskrá eft- ir sömu hugsunarreglu, því menn geta fengið það allt, sem hvergi er bannað, og ef engin stjórnarskrá er til, þá er ekkert bannaö í stjórnarskrá, og þá getum vér fengið alt Jrelsi. }>annig er þá bæði óþarft, að hafa noklcra stjórnarskrá, og enda bezt að hafa enga!!! En hvar er þá tryggingin fyrir því, aö vér fáum nokkurn hlutV fað er það sem þotta frv. for fram á, að fá trygging fyrir því, sem oss þykir nauðsynlegt. H. framsögu- maðr (B. Sv.) las upp nokkrar línur eftir uafn- frægan danskan mann, sem sjálfr hefir verið ráðgjafi oftar en einusinni og þaö forsætisráð- gjafi Dana, og ætla ég að leyfa mér að lesa upp 4—5 línur til úr sömu ritgjörð eftir sama höfund ; hann segir svo : „þar með slculum vér hyggja að þvi, að loftslagið á íslandi er án efa mjög ólíkt loptslaginu í Kaupmannahöfn, cn það hefir mikil áhrif á hina umboðslegu stjórn í hverju landi, að hún sje undir sama loptslagi og landið, sem hún er set.t til að ráðayfir“(Ný fél.r. 1870 bls. 185). J>að er viðrkent, að það er sterkari trygging, en nokkur á'byrgðarlög, að stjórnin sé hjá þjóðinni sjálfri, undir isömu kjörum, svo að hún finni sig eins og lim á hennar líkama,. barn sinnar þjóðar.—J>að þykir sumum gífrlegt að hugsa til þess, að kon- ungr svifti sig þessu prærogativi, að undirskrifa lögin sjálfr. Ég- tók nýlega fram Bretadrotn- ingu, en nú vísa ég til annars lauds, sem ekld hefir þótt nein sérlega gífrleg frelsisfyrirmynd til þessa, og þó hefir keisarinn þar afsalað sér þvi valdi til innlendrá umboðsmanna. {>að er Einnland og B.ússakeisari, sem ég á hér við, og er þó Einnlaad hernumið land, en ísland ekki. í Finnlandi liefir ráðið, sem 1809 — 1816 hét „Regerings-Consell“, en síðan heitir „Keiserlig Senat“, löggjafarvald landsins rnilli þinga, und- irskrifar það (ráðið) lögin þá í nafni keisarans, en hann undirskrifar als ekki sjálfr, og þó er að eins ein dagleið milli Helsingfors og Pétrs- borgar. ]>að hefir vist enginn heyrt, að Rússa- keisari sé svo sórlega fús á, að sleppa sínum keisaralegu prœrogativum, og er það því óþörf grýla, að segja að vér förum fram á mikil glæfra-eða byltingaráð. Hæstv. lh. tók fram, að lítið væri sagt með, þó vér segðum, að stjórnin i Danmörku mundi ef til vill ekki verða lengi við, því allir gætu dáið eða farið frá embætti, og mætti því segja það jafnt um alla. En það er lcunnugt, að ráðaneyti yfir liöfuð og sérílagi í löndum með þingbundinni stjórn eru sérstaklega stopul í embættum, og ið núverandi ráðaneyti i Danmörku stendr sé«r- staklega á fallandi fæti, bæði sakir þess öfug- streymis sem það er í við þjóðina, og svo þar að auki er það orðið eldra í sessi ' en nokkurt annað þingbundið ráðaneyti hefir orðið þar í landi, og því líklegt að þess dagar sé bráðum taldir; eilíft verðr það þó aldrei! Og ef vitna á til ástandsins í Danmörku, þá er einmitt sakir þess öll ástæða til að reyna nú sem hvatast að koma þessu máli fram, því að á- standið er svo, að varla eru líkindi til, að svo búið geti staðið í mörg ár enn. En það er nauðsynlegt, að þetta mál sé al-undirbúið, þá er stjórnarráðaskifti verða i Damnörku. Hæstv. lh. sagði, að stjórnin mundi eigi hafa dregið að leggja frv. til breytingar á stj. skránni fyrir þingið 1881, ef reynsla hennar hefði sýnt að þörf væri á því. En hver er þessi stjórn ? og hver er hennar reynsla ? Er stjórnin annað en ráðgjaf- inn ? Er það þá hr. Klein, eða hr. Nellemann ? Og hvaða reynslu hafa þeir ? Hvað veit hr. Nelle- mann um ástand vort og þarfir? Les hann þingtíðindin? Heyrir hann raddir þjóðarinnar i ræðum og ritum ? Nei! Hann skilr ekki einu sinni þá tungu, sem vér tölum. Hvaðan getr þá slíkr maðr haft reynslu um þarfir vorar og óskir ? Stjórnin i Kaup- mannahöfn getr sjálf enga, als enga reynslu haft héðan nema fyrir aðra, og fyrir hverja aðra ? — Aðr gaí\veriö að tala nm undirmann og aðalstarfs- tól ráðgjafans i inni igl. stjórnardeild, 11ú er það úti. Ná er ókunnugleikanum ski|>að einnig |>ar í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.