Þjóðólfur - 25.07.1885, Side 4

Þjóðólfur - 25.07.1885, Side 4
116 öndvegi. Nú sem stendr getr stjórnin (þ. e. ráð- gjafinn) því ekkert mn ísland né ísl. hag vitað, nema það, sem landshöföinginn yfir Islandi skýrir honum frá. J>essi er nú reynsla stjórnarinnar. Hún veit ekkert, Og landsluifðingi skýrir henni frá því einu, sem liann heldr hún vilji heyra. |^að getr verið satt og rétt, að hvorttveggja, þjóð og stjórn vilji ið bezta. En að vilja og vilja er ekki ið sama ; það er mikill munr á vilja út í bláinn, og vilja, sem er bygðr á skynsamlegum rökum. Eg held það sé óyggjandi, að Islendingar hljóti betr að geta bygt vilja sinn um Islands hagi á skynsamlegum rökum, heldr en stjórnin, sem ekki getr þekt til hér á landi. Eg hlýt alveg að neila því, að okkar danska ráðgjafastjórn geti, þótt hún hefði inn bezta vilja, haft vit á, hvers vér þurfum. Ég leyfi mér að efast urn, að vér hér á landi, eða h. hæstv. landshöfðingi eða stjórnin okkar geti haft nokkurt verulegt skynbragð á lögum og þörf- um Úngara t. d. eða Tyrkja, eða annara fjarlægra þjóða, er vér skiljum ekki mál þeirra og höfuiu aldrei fæti stigið á lönd þau, er þar byggja. En ef það er ólmgsandi, scm ég vona allir játi mér, að vér höfum betr vit á þörfum slíkra þjóða, en innlendir lulltrúar sjálfra þeirra, þá er Hka jafn ó- hugsandi, að ráðgjafi 1 Danmörku, sem er jafnfjar- lægr Islandi og ókunnugr, hati betr vit á málum vorum en vér sjálfir. Satt er það að vísu, sem h. hæstv. landsh. tók fram, að það er rjett að breyta ekki stjórnarskránni of oft eða að óþörfu; en Danir sjálfir, sem sífelt er vitnað til, hafa breytt sinni stjórnarskrá oftar en þrisvar á 30 árum, og er þá ekki líklegt, að vér höf- nm þörf til að endrskoða vora stjórnarskrá einusinni á 10 árum? |>að því fremr sem vér ekki höfum sarnið stjórnarskrá vora sjálf- ir, þar sem Danir sömdu þó sjálfir sín grund- vallarlög. Inn hæstv. landsh. sagði, að til- vitnun vor til Kanada og annara nýlenda Engla hefði því að eins^ nokkuð að þýða, að líkt stæði á þar eins og hjá oss. þetta er satt. En hver er mismunr ástandsins og hver er líkingin? Ejarlægðin ,er jafnt á- komin, en ferðir eru tíðari milli Englands og Ameríku eða Englands og Ástralíu, en milli Islands og Danmerkr, og auk þess málþræðir milli nýlenda Engla og heima- landsins. f>að sem að mununum er, er því oss í hag. Vér höfum auðsjáanlega miklu vieiri þörf til að fá innlenda stjórn. Auk þess er sama þjóðin í Englandi og í Kan- ada og sama mál, svo að enskt ráðaneyti gæti miklu betr skilið Kanadamenn, en dönsk stjórn oss. Vor þörf er því sterkari sem vér erum afskektari frá stjórninni í Dan- mörku og land vort ólíkara Danmörku. Hann sagði enn fremr, að sér væri eigi kunnugt að hjá þjóðinni væri vakandi með- vitund um mikla þörf-til breytingarinnar og h. þm. Kvíkr héit það væri ekki víst, að næsta þing mundi samþ. það, sem þetta þing gjörir. það er hægt að segja þetta, en jafn-óhægt að sanna það sem að hrekja nú þégar. En ef breytingar þessar verða samþ. á þessu þingi, þá svarar þjóðin þeg- ar með nýjum kosningum, hvort hún vilji breytingarnar eða eigi, og þá sést, hvort óskin og þörfin er almenn í landinu. Og að það svar falli okkr í vil sem breyting- arnar viljum, um það er ég fyrir mitt leyti ekki smeykr. Reykjavík 27. júlí 1885. Veðrátta. Hér eru sífeldar úrkomur og þurkleysur. Aumustu tíð að frétta hvaðanæfa að. Viku af júlí ekki leyst af túnum sumstaðar í þingeyjarsýslu, og líkt sumstaðar á Austfjörðum. Á Vestfjörðum (í Isafj.s.) var stormr svo mikill 7. þ. m., að fó lamdi til dauðs sumstaðar. Kaupa- .fólk er nú að koma aftr bæði úr þingeyjars. og jafnvel úr Húnavatnssýslu; kemst ekki niðr sem matvinnungar einu sinni. Hvern- ig málnyta er í slíku gróðrleysi, sem nú, má nærri geta. A þessari öld munu aldrei hafa verið jafn-voðaleg útlit hér á landi sem nú. Próf við háskólann hafa nokkrir landar tekið í vor. Embættispróf í lögfræði: Sigurðr pórðar- son með 2. eink. Próf í forspjallsvísindum : Einar Bene- diktsson (Sveinsouar), Chr. Biis, Sigurðr Jónasson og Steýan Stefánsson með ágcetis- einkunn; —- Jón Finnsson og Magn. As- geirsson með 1. eink.; — Bjarni (Stein- grímsson) Thorsteinsson og porleifr Bjarna- son með 2. einkunn. Hákarlaskip G. Zoega: Reykjavikin (skipli. S. Símonars-on) lór út 3. þ. m„ kom aftr í gær (24. þ. m.) með 60 tn. lifrar 18 Itt mál, Fiskiskip G. Zoega: Gylfi (skipherra M. F. Bjarnason) kom iun 7. þ. m. el'tir nærlélt 7 vikna útivist, ineð 12,200 af fiski. Sunnudaginn 2. ágúst kl. 5 e. Ii. verð- ur að forfallalausu afhjúpaðr minnisvarði Hallgríms Péturssonar hjá dómkirkjunni. Biskup landsins heidur ræðuna; skáldið Steingrímr Thorsteinsson hefur ort kvæð- ið; söngfólagið „Harpa“ og hornblásendr hafa heitið sinni góóu aðstoð við þetta hátiðiega tækifæri. AUGÚÝSINGAR í samfeidu máli 111, smáletri kosia 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert ori 15 stala frekast iii. íiðru letri eía selning 1 kr. i.rir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd rjft J selst við óvanalega iágu f-SIÍlMI verði hj4 [24Ór. O. S. Endresen. P 1 ó g r til Guðbjörns Guðlaugssonar, Stranda- sýslu, er kominn frá Björgvin. Viðtak- andi má vitja hans til undirskrifaðs mót borgun flutningskaups o. s. frv. 247^.] Rvk. 25/7 1885. Matth. Johannessen. Qexmannafar nýtt (frá í fyrra) er til ^ sölu; ritstj. vísar á seljanda. [248r. Jörð til sölu. Hjáleigan Kirkjubrú í Bessastaðahreppi, 4 hndr að dýrleika, fæst til kaups og ábúðar í næstu far- dögum. Lysthafendur semji við hr. Chr. J, Matthi- essen á Hliði fyrir 20. deseinber þ. á. [249* Til almennings! Læknisaðvörun. pess hefir verið óskað, að ég segði álit mitt um „bitter-essents’1, sem hr. C. A. Nissen hefir búið til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar Brama-lifs-essents. Ég hefi komizt yfir eitt glas af vökva þessum. Ég verð að segja, að nafnið Brama-lífs-essents er mjög vill- andi, þar eð essents þessi er með öllu ólíkr inum ekta Brama-lífa-elixir frá hr. Mana- feld-Bullner & Lasson, og því eigi getr haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn egta. par eð ég um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnan Uomizt að raun um, að Brama-lífs-elixír frá Mansfeld- Bullner & Lassen er kostabeztr, get ég ekki nógsamlega mælt fram með hnnum einum, umfram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1884. E. .J. Melchior, læknir. Einkenni ins óekta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðanum. Einkenni á vorum eina egta Brama- Xífs-elixir eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í græ'nu lakki er á tappanum. Mans/eld-Búllner & Lassen, sem einir búa til inn verðlaunaða Brama-iífs-elixir. KAUPMANNAHÖFN. |4r. Tapaðist hestr rauðstjörnóttr; merktr með svört- um lit á hægri lend og tjörubletti viustrameg- in, mark fjöðr eða vaglskora frainan vinstra. Finn- andi skili. mót fundarlaunuiti, Jóni Bálssyni Félagsgaröi við Reykjavfk. [2jo* 10 júlí £885. tapaðist nýtt áttærings akkcr H-r* grunnt á „Miðiini11; þeir sem fundið hafa eru beðnir að skila því til Ólafs Jónssonar í Görð- um á Alptanesi. [ 2 51 r. Eigandi og ábyrgðarin.: Jón Ólafsson alþm. Slcrijstofá: á Bakarastíg við honiiöá íngölfsstræti. Prentaðr i prentsmiðju ísafoldar.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.