Þjóðólfur - 06.08.1885, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.08.1885, Blaðsíða 1
Kemr út á laugardagsmorgna. VerÖ árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐOLFR. XXXVII. árg. ReykjaTÍk, fiimutudagiiin 6. ágúst 1885. X:o 30. Frá útlöndum. Prá fregnrita vorum í Hijfn. Pað, sem mest þykir tíðindum sæta, er að þessu sinni það, sem gerzt lieíir á Englandi. G-ladstone gamli og allt lians ráðaneyti er vikið úr völdum. Kom það öllum á óvænt, fyrir sakir vinsældar þess og dugnaðar. En svo stóð á, að þegar fjárlögin vóru framlögð, þá liafði Gladstone sett á þau hækkun á tolli aí öli og tei, en þetta hvortveggja, einkum liið síðara, er drukkið eins mikið á Eng- landi eins og kafti á íslandi. Menn urðu því óðir og uppvægir við þessa tillögu, sem myndi hafa í íör með töluverða og múgmenni tilfinnanlega verðhækkun á nauðsynjavöru. Fjárlögin urðu því feld, reyndar með litlum atkvæðamun til þess að gjöra, og Gladstone beið ekki boða, en fór þegar frá völdum. Nú eru torýar (ensku hægri menn- irnir) þannig komnir að völdunx; er Salisbury foringi þeirra og yfirráð- gjafi; þótti torýum reyndar heldur við- sjárvert að taka við völdum, með ekki meira útliti til þess aðliafa meiri lilut- ann í nedri deildinni mtsð sjer (enn efri deildina, lávarða deildina, dettur eng- um manni í lxug að liugsa um eða taka neitt tillit til), og vildu semja við Glad- stone og vinstrimenn um, að þeir gérði engíir óspektir fyrst um sinn, og kæmu ekki fram með neinu mótgang við stjórn- ina, en Gladstone kvaðst ekki geta bund- ið liendur sínar með neinum loforðum í þá átt, og þykir það viturlega gert. Menn ætla það víst, að við kosningar í liaust muni vinstrimenn vinna algjörðan sigur, en það er sama sem að torýar innan skamms verði að sleppa völdum aptur í hendur hinna. Mælt er að Gladstone, sem er orðinn þreyttur af elli og iðju, vilji helzt alveg draga sig í lilje út úr öllu stjórnarvastri, en eptir því sem á stendur, þykir liann eigi mega að svo stöddu skilja við flokk sinn, sem lxann einn lxafi bezt vit á að stjórna og stýra til sigurs. — Um samningana milli Rússa og Engla út af Afganamálinu er lítið að segja. Pað hvorki gengur nje rekur. Pó er ekki neitti ófriðvænlegar látið síðan nýja stjórnin -kximst að á Englandi; allra seinustu fregnir segja reyndar, að Rússar búist við sem bezt j þar austur frá til þess að vera strax til taks ef eitthvað fer öðruvísi en ætlað I er, og mælt er að einhver ný deiluatriði hafi bæzt við; en þetta er allt svo laust, að það eru ekki reiöur hendandi á því. | Pað er'annarskonar mál, sem nú sein- ustu dagana hefur orðið til tíðinda á Englandi og komið öllu þar í uppnám og alstaðar í heiminum, þangað semþað | hefur frjezt. Blaðið Fall Mall Gazette, (frjálslynt) birti nokkrar greinir um hið óstjórnlega ósiðlæti, sem við gengist ] á Englandi, einkum meðal heldra fólks- ins, og það eru sannar sögur sem það | ber. Blaðið liefur nfl. sett leynilega nefnd til að rannsaka málið. Nefndin hefur gert það í alla staða rækilega og komizt að því, sem enginn hcfði trúað að vera mætti. Pað eru lieil fjelög, sem hafa það að atvinnuvegi að ginna ungar stúlkur 13- 17 xíra og þar um bil til sín og selja þær svo í liendur j ríkum óskírlíflsseggjum fyrir mörg j hundi'uð krónur, og svo sökkva stúlk- urnar niður í það forað, sem þær aldrei komast upp úr. — Pað er ófögur lýs- ing, sem gefin er á þessu öllu, en blaðið ' hefur prótokoll vfir alla þá, sem fást j við þessa mannverzlun, og alla þá, liáa sem lága, sem eru kaupunautar. Blaðið hefur þó ckki nefnt nein nöfn, að svo stöddu, en segist hafa þau á reiðum höndum, og ef farið verði í mál út af, þá verði stórkostlegar vitnaleiðslur nauð- synlegar yfir konnngbornum sem kotung- j um, og þá muni allt komast upp um j alla þá háu herra, sem sjeu bundnir í þessuin svívirðingum. Það má nærri geta, að það hefur farið um þá við alt þetta. Sumii' lirópa upp og segja, að það ætti að banna blaðið og lögsækja ritstjórann; þetta sje að oins gróða fyr- irtæki (blaðið seldist svo, að það varð pappírsekla í svipinn), og ósiðlegt at- hæfi, en flestir kveða lionum lof fyrir þetta siðferðislega þrekvirki og liafa lofað honum allri sinni aðstoð. Líklega verður ekkert mál úr þessu. En lög- reglustjórnin reynir í kyrþey að hnekkja þessum ófögnuði, og greinar blaðsins verða sjálfsagt til þess, að bæta siðferði Engla stórkostlega, áður en langt um líður. Hjeðan úr Danmörku er svo sem ekkert að frjetta, frekara en sem jeg liefi áður skrifað. Lögsóknir og yfir- heyrslur fjölda manna, út afmeiðyrðum urn konung, mótþróa við yfirvöldin hægri o. s. frv., er svo daglegt brauð, að það þykir engin ný tíðindi vera. Annars er ekkert hægt að segja um, hvernig fara muni. Yinstrimenn hafa unnið mikils- verðan kosninga sigur í Álaborg. Sagt hefur verið, að Hilmar Finsen muni segja af sjer ráðgjafatign vegna sjúk- leika, og að gózeigandi Ingerslev sje „útsjeður“ í hans stað. Svar til lir. Þorláks Guðimmtlssonar, alþm. frá Elínu Briem. Reykjavík, 25. júlí 1885. Á fundi í neðri deild alþingis 9. þ. m. var rætt um alþýðumenntun; rneðal annara lijelt þá ræðu hr. Þorlákur Guð- mundsson alþingismaður; minntist hann þar á kvennaskólana og bar þeim eigi vel söguna. Hann fann það helzt að, að það sem kennt væri á kvennaskólum heyrði til hinnar fínni lieimsmenntunar, en miklu síður til hins nauðsynlega, verklega, og þess, sem heyrir til að verða góð og dugleg kona; talaði hann svo um, sem þar væri eigi kenndur mat- artilbúningur, heldur væri á kvennaskól- um kenndar hinar finni hannyrðir og prjál. Pótti honum lítið varið í tómt nafnið skóli o. s. frv. Hann tók það fram, að nauðsynlegt væri að kenna í slíkum skólum meðferð á ungbörnum og heilbrigðisfræði. Eins og hverjum manni er kunnugt, eru þeir nú farnir að fækka, sem bein- líixis eru á móti því, að kvennfólk afli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.