Þjóðólfur - 06.08.1885, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.08.1885, Blaðsíða 3
119 í 4 kl.stundir, annan daginn um 3 stundir og seinasta daginn á 3. tíma. Nefndin haföi sjálf komið með ýmsar breytingar, og þar á meðal þá aðal- breyting, að i staðinn fyrir, að undir- skript landssjóra undir ályktanir, er snerta löggjöf og stjórn, veitti þeim gildi, komi: undirskript konungs eða landsstjóra, og víðast livar þar sem áð- ur stóð að eins landstjóri, skuli í þess stað koma konungur eða landstjóri. Það höfðu komið breytingartill. frá J. Ól. og 2 öðrum (Fr. St. og Ó. P.) við þetta um, að landstjóri staðfesti í fjarvist konungs lögfrá alþingi, og íleiri breyt., sem seinna verður minnzt á. Ben. Sveinsson mælti með breyting- um nefndarinnar og gat þess sjerstak- lega, að hún liefði ekki með þeim vikið frá þeiin grundvelli og þeirri stefnu, sem hún hafði upphaflega. Landshöfðingi tók heldur liðlega í breytingar nefndarinnar, og kvað frv. verða miklu betra en það liefði verið, ef breytingar þessar yrðu samþykktar. H. Kr. Fr. kom enn moð að frumv. gengi svo langt, að stjórnin gæti alls eigi gengið að því. J. ól. talaði fyrir sínum breytingum. Arnl. talaði í sama anda sem fyr, fór mörgum orðum um, að nefndin væri liðug í snúningunum, þar sem hún kæmi með breytingar, sem beindi málinu í allt annað horf en það, sem nefndin hafði upphaflega. Hvort það mundi Vera samkvæmt þessum góða þjóðvilja? Þjóðviljinn væri þá líklega svo liðugur í hálsliðunum, að hann gæti snúið sjer til ýmsra hliða1. Eptir því sem jeg skildi B. Sv. á })etta nýja stjórnarfyrir- komulag að kosta landið 50 til 60 þús- und kr.; jeg efast um að þjóðviljinn vilji skrifa víxil upp á þessar 60,000kr., og trúi því ekki fyr en mjer er sýnd- ur hann. B. Sv. svaraði skörugl. Eptir það áttust þeir Ben. og Arnl. allharðar orðahnippingar við. J. Sig. kvað mál þetta alvarlegra en svo, að um það yrði talað með svo mik- 1) Það var auðsjeð, að sumum, sem sátu í kring um Arnl., var dillað, og þótti mjög vænt Um, er liann var að spreita sig á liðugleik þjóð- viljans, en einn áheyrandi sagði, að af öllum sköpuðum hlutum vœri enginn jafnliðugur sern Avnljótur sjálfur í sannfœringum og skoðunum. ffli ljettúð og skopi, sem Arnl. gerði Þótt hommi væri það ekki áhugamál, þá væri þjóðinni það og sjer að minnsta kosti áhugamál. Þar sem Arnl. sagði, að hið nýja stjórnarfyrirkomulag yrði land- inu til 60,000 kr. kostnaðarauka fyrir landssjóð, þá er það misskilningur. „Yar auðheyrt að þingmaðurinn (A. Ó.) gerði svo mikið úr kostnaðinum, til þess að gerahann að grýlu í augum þingdeild- armanna og kom hiki á þá að fallast á tillögur nefndarinnar11 . . . „En nú er það fjarri öllum sanni, að kostnaðar- aukinn til landsstjórnarinnar þurfi að verða svona mikiU eins og þm.(A.) er að telja mönnum trú um“. . . . „Jeg skal gefa það eptir, að landsstjórnin komi til að kosta 50 til 60 þús. kr. . . . en frá því verður að draga það, sem lands- stjórnin kostar nú . . . og skal jeg því telja upp laun hinna æðstu embættis- manna landsins, eins og þau eru talin í fjárlögunum að viðbættum skrifstofu- kostnaði. Til æðstu stjórnar landsins heyra landshöfðingi með . . 13,400 kr. báðir amtmennirnir........... 12,000 — landfógetinn.................. 5,000 — landritarinn.................. 1,800 — skrifstofukostnaður amt- manna og landfógeta . . . 3,600 — hinn umboðslegi endur- skoðari.................... 3,000 — biskup, laun og skrifstofu- kostnaður.................. 8,000 — Þarna er þá komið........... 46,900 kr. eða nál. 47,000 kr., og ef kostnaðurinn við liið nýja stjórnarfyrirkomulag yrði 50 til 60 þús. kr. þá yrði kostnaðar- aukinn frá 3 til 13 þús. kr. „og er ekki trúlegt, að nokkur þingmaður meti svo lítils meira sjálfsforræði og alinn- lenda stjórn, að hann ekki vilji kosta til hennar allt að þessari upphæð á ári . . . Að lyktum skal jeg geta þess, að það á ekki við og er ómögulegt, að meta sjálfsforræöi einnar þjóðar til pen- inga. Það er svo margur beinn og óbeinn liagur að því, að ómögulegt er að meta liann til _ peninga“.— í sama strenginn tók J. 01. E. Kfdd: Jeg er einn af þeim mönn- um, sem feginn óska breytingar á stjórn- arskránni, og veit að það er vilji þjóð- arinnar, að hún komist á, en samkvæmt yfirlýsing landshöfðingja gjöri jeg mjer litlar vonir um, að fá samþykktar breyt- ingarnar. En samt vil jeg halda mál- inu í horfinu. Ætla, að þjóðin mundi nokkuð liorfa í kostnaðinn, en þaö er þó ekki horfandi í hann í þessu máli. H. Kr. Fr. talaði nú einkum um kostnaðinn, er hann áleit ókljúfandi við þetta nýja stjórnarfyrirkomulag, enda óvíst hver embætti yrðu lögð niður. B. Sv. svaraði honum. Friðr. Stefánsson: Hvers vegnahef- ur ísland aldrei verið í jafn miklum blóma og vegur og velgengni íslend- inga aldrei jafnmikil, sem á lýðveldis- árum þess og livers vegna stóðu íslend- ingar þá framar frændum sínum á Norðurlöndum ? Af því að þá varhjer innlend stjórn, þá var hjer lýðveldi, en annarsstaðar einveldi. En seinna, 1262, gengu þeir illu heilli undir Noregs konung. Þá fór þeim að hnigna, og fór jafnan linignandi síðan, einkum eptir að þeir komust undir Danakonung. Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir oss, að fá það stjórnarfyrirkomulag, sem reynsl- an hefur sýnt, að bezt hefur gefizt og orðið til mestrar eflingar alls góðs fyrir landið, og að því takmarki eigum vjer að keppa. Tryggvi G.: Jeg hefi skilið yfirlýs- ing landsliöfðingja þannig, að ráðgjaf- inn geti eklá fallizt á neinar breyt. á stjórnarskránni, en ekki þannig, að hann vilji ekki fallast á þær. Af því að ástandið sje svona í Danmörku, þá geti ekki ráðgjafinn fylgt fram frjáls- legri stefnu í öðrum hlutum ríkisins, nfl. hjer á landi. Jeg hallast því að uppást. H. Kr. Friðrikssonar. Jeg sje og í hinn mikla kostnað, sem þetta fyrirkomulag liefði í för með sjer. Skoðanir manna á reiki í þessu máli, eins og sjest af frv. 1881, 1883 og nú á þingi 1885. Nefndin hefði og sjálf verið og væri á reiki. Þetta frv. á að vera þjóðvilji, en það er það ekki. Menn segja svo opt, að eitt eða annað sje þjóðvilji, sem þjóðin lmgsar einmitt ekk- ert um. Þótt jeg nú lielzt vildi fresta þessu máli, þá skal jeg þó greiða at- kvæði mitt með flestu í frv. En mín tillaga er sú, „að málið sje ekki sam- þykkt á þessu þingi til fullnaðar . . . heldur sje það rætt við 3 umr. í neðri deild, og 3 umr. í elri deild, komist svo í sameinað þing og sje fellt þar“. En svo ætti að semja ávarp til konungs

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.