Þjóðólfur - 06.08.1885, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 06.08.1885, Blaðsíða 4
120 og biðja hann um sjerstakan ráðgjafa, er mæti á alþingi, kjósa menn til að flytja ávarpið og „biðja um leið, að þessi ráðgjafi legði frv. til breytinga á stjórnarskránni fyrir næsta þing“. B. Sv. svaraði Tryggva, sagði ástandið í Danmörku þessu máli óviðkomandi, eða hvaðan hefur þingm. (Tr. G-.) þenn- anboðskap? Hefur hann umboð til að flytja þennan boðskap hjer? Ekki frá þjóðinni, því að það er einmitt hann sjálfur, sem segir, að enginn þjóðvilji sje til. Hefur hann þá umboð frá stjórn- inni? Eða hvaðan? Fleiri væru vitnis- bærir en Tr. á þingi og gætu borið vitni um, að þetta frv. væri þjóðarinn- ar vilji og það mundu menn gjörameð því að greiða atkv. með því. Kvað sjer renna til rifja að heyra þingmenn ganga lengra móti þessu máli en full- trúa stjórnarinnar á þinginu. Þorl. G. var málinu meðmæltur, úr því að það á annað borð væri komið inn á þing. Jön Ól. talaði fyrir þeirri breytingar- j till. sinni, sem fór fram á hlutfalls- kosningar til efri deildar, með því að þær gerðu einnig hinum fámennari flokkum mögul., að hafa fulltrúa á þingi úr sínum flokki. Hann mælti og með þeirri breyt., að öll efri deild liefði sæti í landsdómnum, auk dómenda úr æðsta dómst. landsins, en hinn kærði mætti ryðja 5 úr; enn fremur mælti hann með því að taka upp kviðdóma í saka- málum; að eptir tillögu alþingis mætti víkja dómendum úr embætti með eptir- launum. Loks, að fjárlög mætti eigi gefa út sem bráðabirgðalög, og að engin gjöld til landsjóðs megi innheimta fyr en fjárlög fyrir það ár sje staðfest. LandshöfSingi talaði á móti þessum breytingartillögum. Þorst. Thorst&insen áleit rjettast, að þingið kysi fyrirfram dómendur, sem ekki mættu vera þingmenn, til að sitja í landsdómi, í staðinn fyrir að einskorð- að væri við dómendur í æðsta dómstóli landsins. Með því fengist meiri trygg- ing fyrir rjettdæmi. Að lyktum var frv. með breytingum nefndarinnar samþykkt. Pær breyt. iiinna þriggja þingm. (Fr. St., J. Ól. og 0. P.) um skipun landsdómsins og inn- leiðslu kviðdóma vóru og samþykktar, en hinar breyt. þeirra felldar, sumar með litlum atkvæðamun. Með voru jafnan allt að 21 atkv.— Arnl. og H. Rr. Fr. vóru allt af á móti eða sátu, og Tryggvi optast. Að síðustu var mál- inu vísað til 3. umr. með 21 atkv. móti 2, þ. e. með öllum atkv. móti Arnl. og H. Kr. Fr. Rvík. 5. ágúst. Fensinark af settr. 16 f. m. var Fensmark sýslumanni í ísafjarðarsýslu vihið frá embœtti fyrir fult og alt eftir- launalaust. Eins og kunnugt er sitr Fensmark í gæzlu-varðhaldi. Lausii frá embætti. S. d. var Sigurði Melsteð, lektor við prestaskól- ann veitt lausn í náð frá embætti með fullum eftirlaunum. Ding'iinndangl. S. d. er sami sæmdr heiðursmerki dannebrogsmanna. Camoens fer ékki á Eskifjörð, eins og þó stóð í áætluninni. Það er leitt að draga fólk þannig á tálar með ferðir skipsins, og líklegt, að slíkt verði til þess að þeir, sem geta sneitt hjá Camo- ens, reiði sig ekki framvegis á ferðir hans. Oveitt einbætti: ísafjarðarsýsla og forstöðumannsembættið við prestaskól- ann. Prentsiniðja Sigmundar Guðmunds- sonar er nú kominn á fót á ný með öllum áhöldum spánýjum og enn vand- aðri enn áðr. Hún er í húsi við Skóla- vörðustíg, sem herra S. GL hefir látið reisa. 1. eða 2. júlí var byrjað að höggva til grindina í húsið og 32 dögum síðar var prentsmiðjan tekin til starfaíþví. CTCIK|ni IA g“ð fæst við mjiig vœgu verði, O I LlllUUn sjerstaklegaeftunnaerkeypt. 256r] Egþór Felixson. Frá útlöiiduni fréttist með Camoens, að Grant hershöfðingi (fyrr forseti Bandarikjanna) hafði andazt 23. f. m. úr krabbameini i munninum. — Mahdí-inn i Egiptalandi dauðr úr bólu. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. í verzlun Sturlu Jónssonar fæst: Ostur, pundið á.................... 0.35, 0.45. „Spegepölse11, pundið á....................0.30. Export-Kafíi (Gramla ísafold), pundið á . 0.30. Soda, pundið á.............................0.06. Grænsápa pundið á.........................0.25. Sigtimjöl, 130 pund á....................13.00. Tvenns konar smjör m. m. ítvík 31. júlí 1885. [254r Mjög- ódýrar útlendar bækur fást með því að snúa sjer til undirritaðs hók- sala, sem sel bæði nýjar og brúkaðar bækur, og sem nýlega hefi keypt bókaleifar ýmsra stærri bóksala,' svo sem Riemenschneiders og fl., er jeg sel með miklum afslætti; í haust gef jegút skrá yfir ýmsar bækur niðursettar. Þeir er óska, fá pá skrá senda ókeypis. Jeg annast og kaup bóka þeirra, er jeg ekki kann að hafa sjálfur: enskar, pýzkar og fransk- ar bækur með miklu betra verði en hjer gerist vanalega. Jeg leyfi mjer hjermeð að bjóðahinummennt- unargjörnu og fróðleiksfúsu Islendingum að eiga lcaup við mig um pær útlendar bækur, er peir vilja og purfa að fá. Menn geta sent pantanskrár sinar til mín eða herra verzlanmanns Bjarnar Sigurðarsonar á Oddeyri við Eyjafjörð, er mín vegna gefur þær upplýsingar er með þarf. Utanáskript mín er: Boghandler I. L. Wulff, Slcindergade 22. Kjöbenhavn, K. Eptir 20. sept. n. k. er utanáskript hr. Bjarnar Sigurðarsonar líka: Skindergade 22. Kjöbenhavn, K. [255r Eigandi og ábyrgðarm.: Jón Ólafssm alpm. Skrifstofa: á Bakarastig við hornið á Ingólfssræti. Prentari: Sigm. Guðmundsson. Eng-in Eugin Engin Engin Engin Engiu Engin Engin Engin eru Henni 202r.] White amer. stál-saumavélar. Hullmedalía einnig á heimssýningunni í Amsterdam 1883. Afbragðs-saumavél bæði fyrir iðnaðarmenn, saumakonur og heimilisparfir. ----------- 5 ára ábyrgð geíin.-------------- saumavél hefir svo stóra og auðþrædda skyttu. saumavél hefir svo hentuglega auðsetta nál. saumavél hefir dúkflytjara, er flytr beggja megin nálarinnar. saumavél hefir svo stórt snúningshjól. | Vélarnar eru ekki ekta saumavél liefir svo stórt tréborð. | framvegis, nema á þeim sé saumavél liefir svo stóran og háan arm. ( stimpillinn: saumavél hefir svo_ hályftan þrýsti-fót. ' gSO.53.cL Oo. saumavél er svo gjörð, að hvern hlut má skrúfa péttan jafnótt og slitnar. saumavél vinnur svo pögult og létt sem White-vélin, þvi allir slitpartar úr fínasta stáli. Skoðið hana! Heynið hana. fylgir ýmislegt, sem ekki er vant að fylgja saumavélum. Einka sölu-umboð fyrir ísland hefir Matth. Johannessen, Keykjavík. oiinur öniiur önnur Önnur önimr önnur önnur önnur Önnur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.