Þjóðólfur - 07.10.1885, Side 3

Þjóðólfur - 07.10.1885, Side 3
155 Orsakir að skemdum á því, hygg ég að vera muni þessar: hvað mjög rigndi milli þess að lieyið var látið niðr; hvað fljótt var tekið á því; hvað veggirnir voru holir og ósléttir, og að moldin hefir verið heldr lítil, sem ofaná var. E>að er skoðun mín, að hver duglegr bóndi hér sunnanlands ætti að gjöra súrhey aí nokkru af heyi sínu, hvenær sem votviðri ganga, en helzt þó þeir bændr, sem eiga starungsengjar, því sjaldan fæst nægilegr þurkr á starung- inn á þeim stað, sem hann er sleginn, sem oftast eru votar mýrar. II. Skýrsla frá Einari Bjarnliéðins- syni á Hallanda í Hraungerðis-hrepp. Heyið var látið í gryfju, sem var grafinn í hól 9 al. á lengd, 4 al. á breidd að ofan, en um J/2 al. flái á veggjun- um; dýpra en l1/^ al. varð ei grafið fyrir klöpp, var svo hlaðinn um J/2 al. hár veggr umhverfis; varð þá öll dýptin um 2 al. 17.sept. lét ég í hana 30 votabands-hesta af mýrarheyi, sem tekið var úr hálfsmánaðar gömlu drýli; veðr var þurt er ég gjörði þetta, en hafði rignt áðr mikið. Af þessum 30 hestum var tóftin full með litlum kúf upp af; þareftir var tyrft yfir. 19. s. m. bætti ég í hana 7 votabands-hestum af samslags heyi, þá var frost nokkurt. og lieyið hrímað; af því varð tóftin sæmilega mænd; þá var kominn dálítill hiti í það, sem áðr var látið niðr. Eftir það var tyrft yfir og mokað alt að */a al. þykku lagi af mold yfir, og moldiu troðin vel; svo stóð það hreyfingarlaust 1 viku; mokaði ég þá moldinni ofanaf, en lét torfið vera kyrt, þá var orðið heitt í tóftinni og enda súrlykt af hey- inu, og hafði sigið, svo það var hér- umbil veggjahátt, en var áðr nokk- urnveginn mænt. Nú lét ég ofaná torfið blautan lirakning 5 vikna gaml- an, svo mikinn, að það varð vel mænt hey, var svo tyrft. Þetta lækkaði nú töluvert, og bætti ég svo hrakning aftr ofaná; var þá hitinn kominn uppí það, sem seinast var látið. Eftir þetta var það ekki hreyft, fyrri en síðast í nóv- ember, að hestar voru komnir'á gjöf; fór ég þá að skoða þetta, og var þá enn heitt í því, og hlautt við veggina, því vatn hafði gengið í það, einkum við annann vegginn, og var það þeim megin tóm for, en fúið við hinn; í miðjunni var það stráheilt, og svart á lit; úr því var súr hitalykt. Heyið, sem yfir var, hafði hitnað og tekið dálitlri verk- un, þar sem ekki hafði vatn gengið í það, en var lyktarlaust. Hey þetta, sem æ'tilegt var, gaf ég hestum, og hristi saman það, sem í gryfjunni var, og það, sem ofaná var; hér um hil 1 kýrlaup gaf ég hverjum liesti á dag; það ázt allvel, og hestarnir héldn við af því. Að tilraunin mishepnaðist, hygg ég hafi komið af því: að fargið var of létt og tekið alt of fljótt ofanaf því, þessvegna komizt að því loft, og einnig af því að vatn liefir gengið í það. III. Skýrsla frá Gísla Einarssyni á Urriðafossi í ViUingahólts-hrepp. Tóftin vargrafin 33/4 al. íjörð, lengd 4]/j al., vídd rúmar 2al. í botninn, en 3 al. að ofan; moldarveggir að öllu leyti. Heyið var slegið í blautri mýri 16. sept., þá einnig rakað saman og dregið í föng, en reitt heim og látið í tóftina 18. s. m. í skúraveðri; þá látið niðr af 28 hest- um, lögð borð og plankar ofaná heyið, og látið á þá farg, ég get ekki sagt um hversu þungt; daginn eftir tók ég fargið af og bætti í tóftina heyi af 4 hestum; þá var sigið í tóftinni um 1 al. Þegar látið var niðr, var heyið tætt sundr og troðið sem hægt var; daginn, sem bætt var ofaná, var lieyið tyrft með hálfþuru heytorfi, og svo jafn- skjótt mokað að mold og troðin, þar til moldarlagið var orðið 3/4 al. ofaná hey- inu; utanyfir moldina var tyrft með blautu grastorfi. Heyið stóð hreyfing- arlaust, til 24. des. að ég forvitnaðist um það; þá var heyið fúlt við veggina, en þegar inní kom, þá mikið dökt að lit, með sterkri lykt, og rennblautt; mér virtist að það hefði lítið sigið, því það var svo laust, að draga mátti tuggur útúr því með hendinni; þá ætlaði ég að gefa það kúm, en þær vildu ekki éta það tómt; en hefði ég tekið úr miðju heyinu, og hrist saman við þurt hey, hefði það étizt í fjósi; einnig átu lömb það bezta úr því, en sökum þess að yfirborðið ázt ekki af kúm eða lömb- um, þá byrgði ég gryfjuna aftr, í því skyni að hross mundu éta það misjafna úr því, er þau kæmust á gjöf. Svo var tekið á því aftr 8. janúar og var þá heyið orðið rétt, svart, rennblautt, og talsvert lyktardaufara en fyrri er ég skoðaði það ; þó sáust græn strá í því hér og hvar, ekki átu það aðrar skepnur en hestar; þeir átu það fremr vel ein- tómt, og mér virtist þeir halda vel við af því. Hvað mikið hestrinn fékk af súrheyi og hvað mikið af þuru heyi, tók ég ekki til greina; ég gaf þeim hérum bil x/g gjafar af þuru heyi með- an ég gaf þeim súrheyið. Efni súrheys- ins var mjógresi og gulnefja. Að tilraunin mishepnaðist, hygg ég hafi komið af því: að tóftin hafi verið mjó, og of fláir veggir og ofmikill mænir gjörðr á geyið, svo þegar heyið seig, hefir moldin ekki getað sigið með því. Eftir að ég forvitnaðist fyrst um það, hitn- aði fjarska mikið í því; eftir að þessi hiti kom, þá fóru að koma lautir í þakið að utan, svo eftir það gekk í það vatn til muna, og við það óx hitinn Eftir að hitinn fór úr, varð heyið óætilegt; aðalorsökiu hygg ég að haíi verið in fyrst talda. Skýrslur þessar, er segja frá tilraun- um 3 manna, sýna, — þó þær liafi að meira eða minna leyti mishepnazt, að hey má súrsa, livort heldr er mýrar- hey eða valllendis, hvort heldr það er nýtt eða nokkuð gamalt, — t. d. alt að hálfsmánaðar; náttúrlega er það bezt sem nýjast. Og sömuleiðis sanna þær, að mjög mikið ríðr á því, að fargið sé nógu mikið og að það sé ekki tekið af, fyrri en heyið er orðið fullsigið. Þetta mál er annars þess vert, að því sé veitt eftirtekt, og fleiri gjöri tilraunir eft-ir- leiðis og skýri svo hver öðrum frá að- ferðum sínum, og hvernig þær liafa hepnazt, en hætti að halda þeim hjá sjálfum sér sem leyndardóm ; sömuleiðis láti hvorki vanafestu, hleypidóma né annað verra aftra sér frá að reyna þetta, þó nýbreytni sé. Bitru í Flóa, 2,/6 85. Gísli Gíslason. Spakmæli „Þjóöólfs“. —0— CTanilir skór falla bezt að fæti. Auð og öriæti skortir aldrei vini. Auðgetið er illræmi. Allir kvarta um auðbrest, enginn um vitbrest. Til litils kemr að benda blindum. Stundum kemr vesall kálfr úr vænni kú. Skárri er mörk af búviti en skippund af klerkaviti.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.