Þjóðólfur


Þjóðólfur - 25.11.1885, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 25.11.1885, Qupperneq 1
Kemr út á laugardagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist íyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. ÞJÓÐOLFR. XXXVII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 25. nóvemker 1885. N:o 15. PÓLITÍK. +4 -51'&Xs o. _ liödd úr ísafjarðarsýsln. — Hví- lík eftirvænting! hvílík gletM í ísrael! Þingmenn vorir koma af j)ingi; þá vaknar ið pólitiska líf aftr af sumar- löngum dvalanum! Sumir þenjajóana! aðrir setja út bátinn, allir í huganum til þings! Eitthvað mun liann nú segja, karlinn? Hvað fregna færa þeir frændr? — Svona hugsuðu menn, svona spurðu menn, og svo kom tím- inn — þessi þráði tími — þeir voru komnir, þingmennirnir, — komnir af þingi, — en engir þurftu að þenja jóana, engir að setja út bátinn, ekkert ómak til ins lengi vænta leiðarþings. Það er að vísu satt, að undanfarin ár áttum vér því eigi að venjast, að vér værum kvaddir til viðtals að óþörfu, nei, það var sjaldgæf gleði, enda strönd- uðu þá óskir kjósendanna oft á sann- færingu þingmannanna, þessari sann- færingu, sem hjá 1. þingmanni vorum virðist vera á bjargi byggð! En nú var kjörtíminn liðinn að kalla; það 'eru kjósendrnir, sem hafa orðið, þeirra sannfæring segir fyrir úrslitum, og vér vorum því að vona, að sannfæring 1. þingmanns vors kynni að fara að lag- ast eða liðkast, svona rétt undir kosn- ingarnar, og að hann myndi því boða til fundar, til þess að kynna sér, hvort skoðanir sínar færi eigi nokkuð saman við skoðanir kjósendanna. Sumir eru og með því markinu brendir, að þeir skoða það sem siðferðislega skyldu þingmanna að vcra leiðtogar lýðsins á inni pólitisku lífsbraut, uppfræðendr í alþjóðarmálum. Ef vér lítum til er- lendra þjóða, sjáum vér, að „þar er líf í Iandi“; bændr og borgarar, leikir og lærðir koma jafnaðarlega saman ein- hversstaðar í landinu, til þess að ræða um landsmál; það eru þjóðfulltrúarnir, sem ganga á undan öðrum með góðu eftirdæmi og kosta kapps um að kveikja og efla pólitiska menntun, ið skapandi afl als þjóðarlífs, allra verulegra þjóð- ar framfara. En liverfum nú úr kóngsríki til kerlingar í garðshorni. Hvernig er á- statt hjá oss? Ekki get ég í svipinn komið því fyrir mig, að blöðin bjóði að jafnaði fregnir um fundi eða unni mér ágrips af því, er þar hefir rætt verið um landsins gagn og nauðsynjar. Á ég að trúa því, að þetta sé af því, að blöðin ætli slíkt eigi almenning varða? Fjarri fer því. Annars staðar liggr fiskr undir steini. Yér fáumst eigi við funda höld, nema höppum og glöppum; hver muldrar í sinn eigin barm, eða menn ypta öxlum út í horni tveir og tveir, og svo er alt látið heita gott og blessað, klappað og klárt; þetta er aflteygjan; þarna er fjörið, lífið og sálin í inu pólitiska þjóðlífl voru, og hverju er um að kenna? Að miklu leyti viljaleysi eða máttleysi sumra þingmanna vorra, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta máttleysi eða rænuleysi vil ég ætla, að hafi valdið því, að þingmenn vor ísfirðinga hafa eigi kvatt oss kjósendr til fundar að þessu sinni. Það er að vísu eigi við því að búast, að funda höld geti verið eins tíð hjá oss, eins og lijá erlendum þjóðum. Yér verðum að sætta oss við mun minna sakir samgönguleysis og ó- blíðu lands vors, en það má kalla að keyra úr hófi að virða eigi kjósendr viðtals eftir þingið í sumar, er stjórn- arskipunarmálið hafði til meðferðar, og fyrst beindi þjóðerniskröfum vorum eitthvað í áttina. Að liaustinu til er eigi erfitt um fundi við Þjúp. Það getr verið gott að vísa til þingtíðind- anna, eins og sagt er að sumir gjöri, en ið lifandi mál er þó betra en bók- stafrinn dauðr, ekki sízt, ef lengi þarf að leita í þingtíðindunum, eins og að ræðum þingmanna vor ísfirðinga. Sem betr fer höfum vér kjósendr nú orð og atkvæði innan skamms. Sýn- um, að vér kuunum að meta þingmennsku þeirra frænda, fundahöld og framtaks- semi í héraði, alt eftir verðleikum. Mælt er að Þórðr Magnússon bjóði sig eigi aftr fram — það sé honum til lofs. Hann var viljagóðr og ekki veikróma, en góðr vilji og glymjandi er ekki enhlítt, ef misbrestr er á menntun og þekkingu. Þorsteinn kvað munu tilleiðanlegr. En ætli skoðun ísfirðinga á stjórnarskipunarmálinu sé önnur nú, en þegar þeir gáfu Jóni Sigurðssyni atkvæði sín? Ekki hefir hún breyzt við fundahöld Þorsteins, - það sé honum til lofs. Það er ann- ars vonandi, að þessi heiðraði þing- maðr sjái sig um hönd, bjóði sig eigi fram; ég veit ekki, hvað hann á að gjöra á þingi; ekki verðr Haukadals- bótarlöggildingin eilíf. Mér skilst Iieldr eigi, að nokkur greindr maðr gefi hon- um atkvæði, því að þó að einhverjir kunni að þykjast honum skuldbundnir af þeim, sem hann rak verzlunina fyrir hérna um árið, þá er engum greindum manni gerandi að meta þing- mannskosti lians eftir því. Kostirnir fylgjast eigi æfinlega að. — Vér verð- um vonandi heldr eigi á því flæðiskeri staddir, að vér eigum eigi annara völ; nógir munu bjóða sig fram, og skiftir þá miklu að vér séum samtaka. Skoð- un mín er sú, að oss væri hentast að fá annan þingmanninn utan kjördæmis, ef nýtr og frjálslyndr maðr væri í boði; en sé þess eigi kostr, hygg ég, að flestir inir hyggnari og betri menn muni telja Gunnar lireppstjóra Hall- dórssou í Skálavík fremstan þeirra, er í boði verða. Það er enginn efi á því, að liann fyllir inn frjálslyndari flokk á þingi, þó að eitthvað megi að honum finna. Að minnsta kosti yrðu sæti vor ísfirðinga mun betr skipuð á á þann hátt, en þau hafa verið síðustu þrjú þing. Ritað í síðustu viku sumars. Kjösandi við Djúp.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.