Þjóðólfur - 25.11.1885, Page 2

Þjóðólfur - 25.11.1885, Page 2
178 Nokkrar athugasemdir um lóðabrúkunina í Faxaflóa. Eftir Jón Jónsson prentara. Fiskilóðar-brúkun í Paxaíióa gengr nú fram úr öllu hófl likt og netjabrúkunin; altaf er verið að fjölga iiundraðatölunni á hverju skip i, og aldrei eru þeir ánægðir með lengdina; áðr fyrri var lóð aldrei brúkuð nema á vorin og á sumrin, og aldrei lengr, en til Mikjálsmessu, sem er seinast í september; nú er hún brúkuð alt haustið og vetrinn fram að vetrarvertíð, og gott ef hún er ekki hrúkuð af sumum á vetrarvertíðinni sjálfri. Það er nú ekki langt síðan farið var að hrúka lóðir í öarðsjónum, en hversu mörg þúsund önglar ásamt öllum öðrum úthúnaði skyldi nú vera tapað á þessum stað ? Ekki nóg par með, þó veiðarfærin séu töpuð; það er annað verra við tapið; það er það, að löðirnar eru oftast tullar af fiski, þegar þær tap- ast; sá fiskr er öllum ónýtr; hann og lóðirnar berast með straumum víðsvegar um sjóinn, þar til fiskrinn er orðinn að engu, en likast til að inn lifandi fiskr flögri með honum, svo lengi sem nokkur glæta sést af honuin Það er eins og menn keppist við með þessu móti að eins að drepa fiskinn, hvort sem nokkur getr notið hans eða ekki. Svo þarf margfalt meiri beitu á lóð, heldr en á haldfæri. Það er ekkert hægðar- verk að taka langa lóð á skipi, ef bráðlega rýkr upp með ofsaveðr, eins og oft má húast við á hausti og vetri, og kemr oft fyrir að menn mega yfirgefa hana alveg alla, og þá er hún oftast alveg töpuð, helzt í Garðsjónum, þar sem svo mikil föll eru og straumar. Þetta eru nú sjómenn farnir að sjá, og ætl- uðu nú í sumar að fá samþykt um það, að brúka ekki lóð í Garðsjónum í haust, og máske ekki framvegis, en þeir fóru þá svo óhyggilega að, (hver sem hvatamaðrinn hefir verið að því) að þeir vildu láta Hafna og Miðness menn vera undir sömu lögum. En hvað gekk þeim til þess? Þeir þurftu ekki að skifta sér af öðru plázi en að Garðskaga; þeir hafa ekki til þessa sótt sjó lengra suðr ábóginn; enda varð sam- koman ónýt að eins fyrir þetta óhyggilega bragð. í samþykktinni átti að standa, að á engum tímum mætti leggja lóð á Böðvarsmið; en þeir sömu menn, sem voru ákafastir í þessu, brúkuðu þó lóðina á Böðvarsmiði í sumar, og það sér til lítils sóma; þeir hafa sagt sjálfir, að það sé, og hafi verið tilgangslaust, að vera að hugsa um ráðvendni, úr því farið var að leggja á miðið, heldr hefði hver orðið að taka það, sem hann hefði náð í, hvort heldr það var hnútr fullr af fiskí, eða hnútr af tómri lóð; en margir komu í land langtum fátækari af lóð, heldr en þeir fóru úr landi, en sumir líka langt- um auðugri. Er nú þetta skynsamlegt athæfi með lóðarbrúkun? Þegar sumir taka lóðina, meðan hinir era að leggja, og allir vilja vera á þessum litla bletti, þá er ekki von að vel fari; sumar komast aldrei í botn; þvíþeir leggja eins yfir þá, sem eru að taka; en þegar hald- færi eru brúkuð, þá gengr alt ráðvandlega til; þá er ekkert ónæði, nema af stjórakastinu, og er það ekki mikið að telja mót hinu; þá komast líka allir ráðvandir í laud. Langt er nú síðan farið var að amast við lóðinni. Það stendr í riti séra Þorkels á Reynivöllum: „Á alþingi 1699 vóru lóðir hann- aðar á Akranesi um vorvertið, og taldar þar skaðlegar um þann tíma árs“. Svo langt er síðan, að lóðir hafa þött spilla veiði á vissum tímum árs. Magnús Stephensen telr lóðirnar með nýrri og betri veiðarfærnm i Eftirmælum 18. aldarinnar, en telr þó inn sama galla á þeim sem sjómenn enn, að þær spilli færafiski, og vita sjómenn að þetta er satt, því þegar nokkrir brúka lóð, en nokkrir færi, verða þeir oftast útundan, sem stunda færi, en eins nota- drjúg verðr færaveiðin, helzt á hausti og vetri, eins og lóðarveiðin, og enda vænni og jafnari fiskr, og þar að auki miklu hættu- og kostnað- ar minna. Sama er að segja um skötulóðir, að Akrnes- ingar leggja þær svo vestarlega sem þeir kom- ast, eða sjá sér fært á opnum skipum; þetta er einmitt til að venja allan afla frá grunni. Prá árinu 1831 til 1840 var ég í Viðey, og var þá skötulóð brúkuð þaðan og lögð á milli Eng- eyjar og Viðeyjar, og fiskaðist töluvert. Loftr sem bjó á Kleppi og er lifandi enn, lagði langt um innar og fiskaði vel, því hann stundaði hana ágætlega. Nú dugar ekki að leggja lóðir á grunnmiðin, hvorki á Seltjarnarnesi né á Akra- nesi, síðan farið var að leggja þær á djúpið. Áðr fyrri lögðu Seltirningar oft skötulóðir vestr á Sviði á morgnana, en tóku þær með sér í land á hverju kveldi. Þá skemdu þeir minna grunn- fiskiveiðina en nú. Svona kemr það fram í allri fiskiveiði. Olafr Steingrímsson á Litlaseli og bræðr hans höfðu lengi úti hákarlavuði, og það ekki lengra frá landi, heldr en Eiðisbrekkna slóð, og fengu oft mikinn afia. Svo fóru ýmsir fleiri að leggja vaði og það langtum vestar; þá fóru þeir að færa sig hver vestr fyrir annan; þá varð langtum erfiðara að vitja um; svo fór að draga úr aflanum (i stað þess að þeir hefðu heldr átt að færa sig til grunnsins, því hákarl gengr mjög grunt), svo niðrstaðan varð, að að allir hættn við þá útgerð, og er það hryggi- legr vottr um athugaleysi sjómanna um það, sem er þó þeirra aðalatvinnuvegr. Prá Yestrheimi eru nú árlega gjörð út nokk- ur skip til flyðruveiða hér undir landi, og mun það ekki vera mikill hagr fyrir ísland, fremr en önnur útlend veiðiviðleitni. Þessir amerísku flyðruveiðimenn fara nú langt frá landi, leggja margar lóðir frá einu höfuðbóli, frá skipinu, og leggja þær eftir kompás strykum sina í hverja stefnu, eins og geisla út frá miðdepli, svo það verðr langt á milli þeirra, þar sem þeir enda við að leggja, en mjög náið í fyrstu. Þeir láta þær aldrei liggja lengr en 6 til 8 tíma; þá eru þær teknar upp; en inn-nesja-menn hér vitja um þær máske daglega, og þó oftast ekki nema annanhvorn dag, en þegar illviðri ganga, (og þarf ekki sérlegt illviðri t.il, þegar þær eru lagðar svo langt frá landi sem opin skip voga sér að fara), þá liggja þær stundum marga daga og enda vikur hreifingarlausar, og þegar til þeirra verðr komizt, þá er háfrinn búinn að fordjarfa alt saman, og stundum eru þær alveg tapaðar. Það þarf nú ekki nema heilbrigða skynsemi til að sjá, að þetta er ekki rétt að- ferð við aflabrögð, en þetta vilja sjómenn ekki skilja; þeir eru ánægðir geti þeir aflað, hvern- ig sem þess er aflað, og hugsa hver að eins um sig einan, en ekkert um þjóðargagn eða vellíð- an almennings. Á seinni tið hefir verið nokkuð stunduð síld- arveiði hér við flóann og það helzt í Njarðvik- um og Yogum, og hefir fiskazt töluvert af henni. Hefir hún líkast til verið þar áðr, þó enginn hafi af henni vitað. Á þessum síðustu árum er þetta engin ábatasöm verzlunarvara, en þeir skyldu samt halda áfram að veiða hana í lagnet, því þegar hún er vel verkuð, getr hún verið góð til soðs í fiskileysi og ógæftum á vetrartímanum, og þar að auki gott skepnu- fóðr. Margir hafa brúkað hana til beitu, bæði á lóð og færi, en allt hvað stutt er síðan hún fór að brúkast hér til beitu, láta þó sjómenn illa yfir henni, því þeir segja, að bæði hér og á austfjörðum fælist allr fiskr til djúpsins, þar sem hún er brúkuð, og allir segja, að ekki sé til neins að leggja lóð með síldarbeitu, þar sem þeir fiskuðu daginn áðr, og oft þegar lóðin sé tekin, komi lifandi fiskrinn upp með henni; og því eru nú margir orðnir á því, að hætta að brúka síldarbeitu; og það ættu þeir líka að gjöra, þegar þeir vita að hún skaðar. Þetta er nú mjög skiljanlegt, síldin brúkuð til heitu glæný er þannig, að hreistrið á henni er mjög laust, og fer af henni við alla hreifingu; þá flögr- ar hreistrið um allan sjóinn, glitrar og glampar viðs vegar, og kemr því los á fiskinn, og eft- ir þessu hleypr hann um allan sjó, eftir þess- um glitrandi ögnum, þó smáar séu. Skrifað i októher 1885. Ath. Það, sem sagt er hér um reynslu manna um sildbeitu, er alveg rangt. Það fer fjarri því, að austfirðingar hafi reynt það, að síldbeita fæli fisk til djúps. Slíkt mun alveg óþekt kenning á austfjörðum. Af eiginni raun vitum vér, að það er og rangt, að ekki sé til neins að leggja lóð þar, sem hún var lögð daginn áðr með síldbeitu. Inum heiðr. höfundi hefir auð- sjáanlega verið rangt sagt af reynslu manna i þessu efni. Ritstj. Frá útlöndum. Kaupmannahöfn, 9. nóvember 1885. Ég skrifaði seinast lítið eitt um til- tæki Bólgara; síðan liefir lítið sem ekkert gerzt i þvi máli. Stórveldin hafa slegið úr og í, og látizt vilja halda gamla horíinu (o: Berlinarfriðn- um). Tyrkinn sjálfr hefir ekkert að- hafzt, nema eitthvað lítið búið her sinn. Þó lítr ekki ófriðlega út enn, hvernig sem málalok verða á endan- um. Kosningar hafa farið fram i Fraltlt- landi tvenuar. Yið inar fyrri fengu mótstöðumenn þjóðvaldsins heldr góð- an byr fyrir sakir sundrungar lýð-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.