Þjóðólfur - 07.12.1885, Side 3

Þjóðólfur - 07.12.1885, Side 3
1S7 eða fjórfalt dýrari en fyr, en íslenzk- ar vörur lækkuðu í verði. A fyrstu árunum eftir að einokunin komst á, varð sjöttungr þjóðarinnar hungrmorða. íslendingar hættu með öllu siglingum og dugr þjóðarinnar dvinaði . . . Saga 17. og 18. aldarinnar er lítið annað en upptalning á bágindum, sem af einokuninni leiddu, sjúkdómum á mönnum og fénaði, jarðskjálftum, eld- gosum, vatnsílóðum og víkinga árás- um. ... 15. apríl 1854 var verzlunar- frelsi veitt, og frá þvi ári má telja að hagr þjóðarinnar haíi tekið aðblómg- ast, og þótt útlendum ferðamönnum kunni að sýnast að Islendinga séu í mörgu á eftir timanum, þá verða þeir að gæta þess, að Islendingar hafa ekki haft nema 30 ár til að taka framför- um á; má þá miklu fremr, þegar þess er gætt, undrast yfir, hve miklu smá- þjóð þessi hefir til vegar komið á svo skömmum tíma. . . . Um framfarahug íslendinga bera meðal annars vott lög- in frá 12. maí 1882, þar sem ekkjum og öðrum ógiftum konum, sem eiga með sig sjálfar og orðnar eru 25 ára, er veittr kosningarréttr í sveitamálum og safnaðamálum. Með þessum lögum hafa íslendingar gengið á undan oss á framfaraveginum, og mundu þau sannlega hafa vakið ina mestu at- hygli manna, ef þau hefðu komið fram í einhverju af inum stærri löndum i Norðrálfunni“. Þriði kaflinn er bókmentasaga, bæði að fornu og nýju; þar eru tekin upp og þýdd á þýzku tvö kvæði eftir Grrím Thomsen, og sögukafli eftir Jón Thoroddsen. Fjórði kafli bókarinnar er stutt mál- fræði. Bókin öll ber vott um það, að höf- undr hennar muni bera bezta vina- hug til þjóðar vorrar, og að vérmun- um enn hafa fengið einn Þjóðverja, sem ekki muni láta sitt eftir liggja, að breiða út meðal landa sinna þekk- ing á íslandi og högum þess. <a’ AUGLÝSINGAR 1 samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þaltkaráv. 3 a.) hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun útíhönd. Hjí undirskrifuðum fást fallegar jólagjaflr með góðu verði, sem verða nákvæmar auglýstar í næsta blaði, sérstaklega leyfi ég mér að minna menn á mjög tilfallna jólagjöf, sem er mynd af forseta Jóni sál. Sigurðssyni i ramma á 5 kr. og 4 kr. Einnig Fallegar brúðargjafir. Electroplet Kaffikanna, sikrker og rjómakanna, 1 set 22,00 do..................................25,00 Kökubakki ,.........................14,00 Smjörkúpur .....................9,00 12,00 Sikrker fyrir púðrsikr eðr mulinn hvitasikr 6,00 Saltker................................2,00 Rvik, 5. des. 1885. 40ir.] Þorl. O. Johnson. Wm. Tierney selr með mjó'g lágu verði fyrir jólin allar þær vörur, er nú segir: Karlmanna alfatnað, Drengja alfatnað, Karlmanns yfirfrakka, Drengja yfirfrakka. Fataefni af mörgum sortum, Buxur og Vesti, Manchet-skyrtur, Manchettur, Flibba, Slips, Hálsklúta, Vasaklúta, Silki af mörgum sortum, Sirz af mörgum sortum, Skyrtur, margar sortir, Hatta og Húfur af mörgum sortum, Skófatnað bæði fyrir karla og konur, Begnhlifar fyrir karla og konur, Yfirhafnir fyrir konur, Yfirhafnir fyrir smá-stúlkur Waterproofs-kápur fyrir karla og fyrir konur, Oliu-fatnað, Steinoliu og margt annað fleira 4°2r] fyrir Jólin! J»eir, sem biðja mig um eftirrit af fornum máldögum, skjölum um landamerki eða itök jarða o. s. frv., ætti að taka fram: 1, hvaða jarðir greinir á um merkin, ef ágreiningr er, eða hvaða jarðir lönd eiga til móts. 2, hver itök eru talin í annara manna lönd. 3, hvort þeir hafiihöndum nokkur skjöl um landamerki eða ítök jarðanna, hvort heldr eru frumrit eða eftirrit, og hve gömul. Atvík, 5. des. 1885. 403’1'] Valdimar Ásmundarson. Vöru-listi. Sylta: Raspberry Jam (Hindbær) 1,35 au. krukkan. Goosebeyrry Jam (Stikkelsbær) 1,30 au. krk. Strawberry Jam (Jordbær) 1,35 au. krk. Brjóstsykr, 40 tegundir. Uxatungur (Paysandu Ox Tongues). Niðrsoðið kjöt i dósum, margs konar tegundir. Sardinur. Pickles. Mjög margar tegundir af vínum. Epli. Whisky (The Edinb. old Highland), kassinn (12 fl.) 21,60 au. Whisky (Old Scotch), kassinn (12 fl.) 19 kr. Hattar og Húfur. Glervara (Stentoj). Sterain-kerti, margar tegundir. Mikið af áina-v'óru og sjölum. Vefjargarn hvitt og mislitt. Borðdúka hvíta og mislita Kommóðudúka hvíta Vaxdúk. Rúmteppi mislit. Grjón, 2 tegundir. Overhead mjöl. Hveiti. Rúgmjöi Rúgr. Bankabygg. Ertur. Kaffi. Sykr. o. fl. o. fl. o. fl. Smjör, íslenzkt og útlenzkt. Steinolía, mjög góð og ódýr (einkum sérlega ódýr, ef heil tunna er keypt). Róltóbak. Munntóbak. Reyktóbak. Vindlar, margar tegundir. Ágætt silunganeta-garn. o. fl. o. fl. o. fl. Alt við mjög góðu verði mót peningum út í hönd. [404r. Við verzlun Eyþórs Felixsonar fúst ofannefndar v ö r u r. Undirskrifaðr befir , til sölu Hvítt öl, h e i 1 flaska á 16 a. Thebrauð, pundið á 80 a. Tvíbökur, fínar puudið á 60 a. Tvíbökur, pundið á 35 a. Rúgtvíbökur, pundið á 25 a. Rúgbrauð, 6 punda, fyrir 52 a. Rúgbrauð, 3 punda, fyrir 26 a. Sigte-brauð fyrir 50 a. Do fyrir 25 a. meö fleiru. , 393r.] J. E. Jensen. Carott iveruhús með yrktri lóð í Reykjavik fæst til kaups með virðingarverði. Ritstj. „Djóðólfs“ ávisar. [405*. Hálf heimajörðin í BRAUTARHOLTI á Kjal- arnesi, eða og öll, verðr laus til ábúðar i næst- komandi fardögum, eins nokkrar hjáleigur þar og þurrabúðir. Jön Pjetursson. [408r.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.