Þjóðólfur - 15.01.1886, Síða 1

Þjóðólfur - 15.01.1886, Síða 1
Kemur út á fostudagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJOÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. janúar 1886. Nr. 3. Um 16. gr. í fjárlögunum. Styrkveitingar. Eptir undanfarin þing liefur mikið verið talað nm launaviðbætur þings- ins. En launaviðbæturnar í sumar 'jafa því nær legið í þangargildi; blöðin bafa ekki minnzt á þær, og almenningur befur varla vitað af þeim. Aptur á móti befur næsta mikið verið rætt í blöðunum um 16. gr. í íj ;ir- lögunum, þar sem eru fjárveitingar þingsins til verklegra og vísindalegra fyrirtækja. Eitt blað befur búðskamm- að þingið fyrir þessar veitingar, og einstakir menn hafa jafnvel farið mjög ósæmilegum orðum um þingið fyrir þennan styrk, sem það hefur veitt, til að styðja vísindaleg og verkleg fyrir- tæki. Aðíinningar eru góðar, þær vekja menn til að hugsa um það, sem að er fundið, og þær hafa vanalega þau á- brif á flesta, sem verða fyrir þeim, að þeir reyna að vanda sig, því að mann- legu eðli er svo varið, að menn vilja beldur láta tala vel um sig en illa; menn vilja heldur hljóta lof annara en last. En skilyrði fyrir þvi, að að- finninnarnar bafi þessi áhrif, er þá og, að þeim sje beint að einhverjum ein- stökum, og að menn geti bent á ein- hvern í hópnum og sagt: „Þessi mað- ur á að bera ábyrgðina fyrir að þetta var gjört.“ Sumsstaðar er því auð- vitað svo vísdómslega niðurraðað, og svo heppilega niðurskipað, að engin getur vitað, hverjum þetta eða hitt er að kenna; ábyrgðin hvílir ekki á neinum einstökum. Hið augljósasta dæmi i þessu efni er landsyfirrjettur- inn. Þar er atkvæðagreiðslan um dómsúrskurðinn svo leynileg, að eng- inn getur sagt hverjum dómara sje að kenna um órjettlátan dóm. Það er myrkur og hula yfir þessu. Þetta myrkur er gott fyrir órjettlátan dóm- ara, en hvert gagn hefur rjettlátur og samvizkusamur dómari af því? Eða hefur almenningur gagn af því? A- b yrgðin hverfur. Einstaklingnum verð- ur sama um lof eða last, því að eng- inn veit, hvort það er honum að þakka eða kenna, sem gjört er. Ábyrgðarleysið er arfur frá lands- föðursstj órninni á einvaldstímunum, sem bezt hefði verið, að hún hefði tekið allan i gröfina með sjer. En því er nú miður að það varð eigi. Ráðgjafinn á reyndar að hafa ábyrgð á gjörðum sínum, en því er svo hag- anlega komið fyrir, að honum má standa á sama, hvort vjer út á Is- landi lofum hann eða löstum, og á- byrgðin fyrir dómi hefur allmikla agn- úa í för með sjer. Pyrst eptir að al- þingi var sett, ætlaði landsföðurstjórnin að losa þingið við ábyrgð þessa; stipt- amtmaðurinn skellti hurðinni í lás, við nefið á þeim, sem voru svo ósvífnir að gægjast inn í þingsalinn. En þing- menn hirtu eigi um, að hafa hulu eða myrkur yfir gjörðum sínum, svo að dyrnar voru opnaðar skömmu síðar. Þegar alþingishúsið var reist, var haft annað ráð, rúmið fyrir áhorfendurnar var haft svo illt og lítið, að þar var lítt verandi. Þessu hafa þingmenn eigi fengið breytt enn þá. Það er þó ávallt mögulegt að vita um gjörðir þingmanna, og vita um, hverjum þetta eða hitt er að kenna eða þakka. * En hvernig höfum vjer svo notað þetta færi, sem vjer höfum, til þess að beina ábyrgð, á hendur einstökum þingmönnum ? Vjer höfum miklar mætur á ábyrgð- arleysinu ; vjer segjum enn þann dag i dag, þótt búið sje að opna dyrnar á þingsalnum fyrir meira en manns- aldri: „Þinginu er þetta og þetta að kenna, þinginu fórst þannig og þann- ig“. Vjer svívirðum og svertum þingið hver í kapp við annan, og þetta er þó okkar bezta hjálp og vernd. En það kemur sjaldnast fyrir, að menn kenni einstökum þingmönnum um það, sem gjört er á þinginu, og þó er allt sem gjört er einstökum mönnum r.ð kenna. Lítum t. a. m. á blöðin eptir þing; þar er talað um þinglok og þessháttar; þingið er átalað og atyrt, en lof eða last um þá, sem ábyrgð- ina eiga að bera, af því að þeir hafa greitt atkvæði með málinu, er eigi nefnt á nafn. Það liggur í augum uppi, hvað af þessu leiðir; menn fara að óvirða og fyrirlíta þingið, en samt er sá, sem kastar blettinum það, kos- inn á þing eptir þing. Og það kveður jafnvel svo ramt að, að þingmenn sem hafa greitt atkvæði fyrir málinu, átelja þingið mjög fyrir, að málið skyldi hafa framgang, og segja að ósköp sjeu til þess að vita o. s. frv. En víkjum aptur að 16. grein. Það sem gaf oss tilefnið, til þess að fara að tala um ábyrgð og ábyrgðarleysi, eru dómar manna um styrkveitingar þingsins. Menn hafa fundið að þeim yfir höfuð, en það hefur eigi enn þá verið beint að einum einasta þing- manni, að hann hafi greitt atkvæði með þessu eða hinu, heldur ávallt verið beint að þinginu i heild sinni. En er þingið þá svo vitavert fyrir fjárveitingar sínar í 16. grein? Allar þessar veitingar eru til verklegra og vísindalegra fyrirtækja. Er það ó- nauðsynlegt að styrkja vísindi og verkleg fyrirtæki ? Sumir eru auð- vitað áþví; en vjer getum með engu móti fallizt á, að svo sje. Það eru víst fá lönd, sem riður jafnmikið á styrk í þessum efnum og einmitt Is- landi. Yj er, sem stöndum flestum eða öllum siðuðum þjóðum á baki í vís- indum, þó að vjer höfum áður borið langt af öðrum — vj er, sem eigurn ónot- aðar auðsuppsprettur allt i kringum oss, og vjer, sem erum svo fátækir,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.