Þjóðólfur - 15.01.1886, Blaðsíða 3
n
Vjer skulum játa það, að vjer erum
ekki víða kunnugir á landinu, en þar,
sem vjer erum kunnugastir, þekkjum
vjer fleiri en eitt búnaðarfjelag,- og af
þeim er eigi hægt að fá öllu fjarstæð-
ari skýrslu, en lýsing hins heiðraða
„húfrœðings“ í SuSra. Það búnaðar-
fjelag, sem vjer þekkjum bezt, er bún-
aðarfjélagið í Svínavatnshreppi, sem
stofnað var fyrir 44 árum, og eflist
nú ár frá ári. Hin síðustu ár hefur
það haldið búfræðing með öðrum manni
frá því á vorin, að jörð er orðin svo
þýð, að vinna megi að jarðabótnm, og
til þess á haustin. Hafa þessir menn
ekkert gjört annað en vinna að jarða-
bótum. Auk þess hefur liver bóndi í
fjelaginu unnið meiri og minni jarða-
bætur, þótt búfræðingur hafi ekki ver-
ið við þær.
Jarðabæturnar liafa verið fólgnar í
þúfnasljettun, vörzluskurðum, framræslu
og vatnsveitingum. Á veturna hafa
farið fram skoðanir á fje og nautgrip-
um, og verðlaun gefln fyrir fjármennsku
og nautpeningshirðing þeim, sem bezt
hafa leyst þau störf af hendi.
Tilraunir hafa og verið gjörðar til
kynbóta í fjelaginu. í sumar sem leið
voru unnin í því 1174 dagsverk, sum-
arið áður 1405 dagsverk, og nær þó fje-
lagið eigi yfir meira en einn hrepp.
Ætli hinum heiðraða „búfrœðingi“ í
Suðra finnist þetta búnaðarfjelag „eitt
hneykslanlegt nafn, sem hið fyrsta ætti
að strykast yfir“?
Annars ráðleggjum vjer honum að
lesa skýrslu um búnaðarfjelagið í Svína-
vatnshreppi i ísafold 4. febr. 1885.
Vjer þekkjum og búnaðarfjelög í
Torfalækjarhreppi og í Áshreppi og'víð-
ar í Húnavatnssýslu, og vitum eigi
betur, en að þau gjöri mikið gagn með
jarðabótavinnu. Sömuleiðis vitum vjer
til að í Bárðardal er gott búnaðarfje-
lag, og sjerstaklega er vert að geta
fjárbótafjelags, sem þar er, og mun
vera eitthvert hið bezta fjelag í þeirri
grein, sem til er á landinu.
Lýsing hins heiðraða „búfrœðings“
á þannig alls ekki við þau búnaðar-
fjelög, sem vjer þekkjum til.
En úr því að hann þekkir þvílík
fjelög, sem hann talar um, þá verðum
vjer að biðja hann eins, og það er, að
skýra oss frá, hver þessi fjelög eru og
hvar þau eru. Vonum vjer, að hann
verði við þessum tihnælum því fremur,
sem það er mjög þýðingarmikið að fá
að vita það, því að búnaðarfjelög liafa
fengig eigi svo lítinn styrk úr lands-
sjóði.
Af styrknum úr landssjóði, sem ætl-
aður var til eflingar búnaði 1884, fengu
24 búnaðarfjelög í Norður- og Austur-
amtinu alls 1868 kr. 50 a. og í Suð-
uramtinu voru 1300 kr. veittar úr
landssjóði til búnaðarfjelaga. í síðasta
blaði Þjóðólfs höfum vjer og skýrt frá
styrkveitingum úr landssjóði til 23
búnaðarfjel. og framfarafjelaga í norð-
ur- og austuramtinu. Auk þess segist
liinn heiðraði „búfræðingurLi sjálfur
ekki vita betur „en að flest búnaðar-
fjelög vor fái meiri eða minni hjálp af
sýslusjóði“. Hann veit þannig til að
opinberu fje er fleygt út til einskis, en
nefnir þó ekki eitt einasta af þessum
fjelögum; það furðar oss mest á. Ef
hlutaðeigandi yfirvöld fengju að vita,
hver þessi fjelög eru, mundu þau ekki
fá styrk lengur. Eins er það áríðandi
fyrir þingið að fá að vita, hvort fje
því, sem það hefur veitt til eflingar
búnaði, sje kastað út án nokkurrar
tryggingar fyrir, að það verði að til-
ætluðum notum.
Nokkrar athugasemdir við sveitar-
stjórnarlögin.*
—:o:—
Það er almenn skoðun meðal alþýðumanna,
að hreppsnefndir haii of takmarkað vald í
fátækramálum, og voru lög samin á síðasta
pingi, sem menn almennt viðurkenna, að sjeu
til talsverðra umbóta, nái þau staðfestingu; en
verði lög pessi staðfest virðist nauðsynlegt að
breyta sveitarstjórnarlögunum, á pann hátt,
að hetri trygging fengist fyrir pví, að velhæfir
menn væru í hreppsnefndunum, eða i öllu falli
oddvitar peirra. Jeg vil pví með línum pess-
um leitast við að benda á pá helztu galla,
som pvi eru til fyrirstöðu.
í 5. gr. tilskip. um sveitarstjórn, er ákveðið
að kjósa skuli nefndarmann til 6 ára; afþeim,
sem kosnir eru i fyrsta skipti, skulu að prem
árum liðnum 2, 3, 4, ganga úr nefndinni, og
*) Vjer skulum pegar geta pess, að vjer er-
um hinum heiðraða höfundi ekki allstaðar sam-
dóma. Munum vjer seinna láta í ljósi skoðun
vora á pessu máli, pá er öll greinin er komin
út í blaðinu.
sv. frv., og svo, „Geti menn ekki komið sjer
saman um hverjir úr skuli ganga, ræður hlut-
kesti“, Þannig er mönnum gjört að skyldu, að
hafa penna starfa á hendi, ef til vill í 6 ár
samfleytt, hvort sem þeim er það ljúft eða
leitt, og hvort sem peir hafa til pess nokkra
hæfilegleika eða eigi. Það er að vísu i 8.
gr gjört ráð fyrir, að sá, sem kosinn er, skor-
ist undan að taka við kosninguuni, skal pá
kjörstjórnin skera úr því, hvort afsökunin sje
gild, eður eigi, en engin ákvörðun finnst um
pað, hverjar afsakanir beri að taka til greina.
Jeg veit nokkur dæmi pess, pegar kosið hefur
verið í hreppsnefnd, að þeir, sem kosningu
hlutu, hafa afsakað sig með því, að þeir hvorki
gætu skrifað nafn sitt lítalitið, og heldur ekki
kunnað pær einföldustu reikningsaðferðir, sem
lög heimta að kenndar sjeu ófermdum börnum.
Þessar afsakanir hafa ekki verið teknar gildar,
og væri pó sannarlega ópægilegt, ef nefndin
kysi svo pessa menn úr sínum flokki fyrir
oddvita sinn. Að vísu er gjört ráð fyrir í 9.
gr. að nefndarmaður beiðist lausnar úr nefnd-
inni, en par hefur hvorki hreppsnefnd nje sýslu-
nefnd neinar ákvarðanir að fara eptir, og er
pví eðlilegt, þótt hæði hreppsnefnd og sýslu-
nefnd dragi til lengstra laga, að veita lausn
peim, er um sækir, ef hann er til nokkurs nýt-
ur (sem nefndarmaður) af þeim ástæðnm, sem
jeg síðar mun tilfæra.
Eins og jeg hef áður áminnzt, eru menn
með lögum þessum neyddir til að vera í þeirri
stöðu, sem peir hvorlci vilja nje geta verið í.
Hvar finnast dæmi pess í löggjöfirini, að menn
sjeu skyldaðir til að framkvæma jafnáríðandi
störf, sem oddvita og gjaldkera störfin eru,
fyrir alls ekki neitt? í mannmörgum og fá-
tækum hreppum eru störf pessi sannarlega nóg
verk fyrir einn, pó honum sje lítið annað ætl-
að. Hversu aumkunarverðir eru ekki fátækir
fjölskyldumenn, sem verða fyrir þessu vali; at-
vinna peirra er eyðilögð, og mega því horfa á
konu og hörn liða skort, en standa sjálfir í 3
—6 ár með bundnar hendur á hak aptur í
atvinnulegu tilliti. Meðan sveitarstjórnarlög
vor eru pannig úr garði gjörð, er ekki til að
ætlast að sveitarstjórnin verði farsæl. Allir,
eða allflestir prá lausnarstnnd sina undan
pessu ánauðaroki.
(Niðurl. síðar).
Nokkurorð um þýðingu Gr. Brynj-
úlfssonar á almanakinu.
Þegar Gísli Brynjúlfsson tók að sjer, að
íslenzka og laga almanökin eptir íslenzku
timatali, tók hann þegar uppá pví, að sleppa
útúr þeim, hvenær mánaða og merkidaga
tungl væru uppi á himninum, en af hvaða or-
sökum, má hver sem vill, leiða getur um. í
staðinn fann Gísli nýtt tímatal, til að sýna
fornfræðis lærdóm sinn, og að reka Ara „fróða“
og aðra fornfræðinga í vörðurnar. Jón heitinn
Bitstj,