Þjóðólfur - 15.01.1886, Blaðsíða 2
10
eigum vjer eigi að hjálpast að, og
verja almannafje til verklegra og vís-
indalegra fyrirtækja? „En“, kann ein-
hver að segja, „þingið átti eigi að
verja jafnmiklu af landsins fje til
þessara fyrirtækja“. En hvað er þá
þetta fje mikið? Það eru 24,700 kr.
Eða rjettara sagt 18,700 kr., afþví að
stjórnin fær 600 kr. til umráða. Til vís-
indalegra og verk legra fyrirtækja, hef-
ur þingið veitt nærri eins mikið og veitt
er báðum amtmönnum með skrifstofum
þeirra. Til þessara tafsömu endurrits-
vjela er veitt í fjárlögunum 26,400 kr.—
7700 kr. meira en til visindalegra og
verklegra fyrirtækja, er þingið tilnefndi.
„En þessum 18,700 kr. er svo illa
varið,“ segja menn. Það getur vel
verið, að eitthvað sje satt í þessu, en
vjer getum þó sannlega ekki búizt
við, að þing vort sje alfullkomið, og
sízt af öllu ber oss, að fara ósæmi-
legum orðum um fjárveitingar þings-
ins, þegar fyrir augum er haft, hvernig
stjórnin hefur varið þvi fje, sem hún
hefur haft til umráða. Það þarf ekki
lengra að fara, en til hugvekjustyrks-
ins sæla, og það þarf ekki lengra að
fara, en líta í stjórnartíðindin, til að
sjá, hvernig þessu fje er moðað í
höfðingja hjer i lieykjavík og ýmsa
skjólstæðinga þeirra. Þingið hefur veitt
þessar 18,700 kr. til jarðfræðisrann-
sókna og til að safna til jarðfræðis-
lýsingar Islands, til gufubátsferða, til
að halda áfram myndasafni yfir ís-
lenzk dýr og til að semja þjóðmenn-
ingarsögu Norðurlanda, til að rann-
saka laxár og laxveiðar, til verklegs
fiskiklaks, til að rannsaka bráðapest-
ina, til að kynnast aðferð á Englandi
til að lækna sullaveikina, til að smíða
verkvj elar, til að Jæra sönglist, til að
gefa út alþýðlegt lagasafn, til við-
gjörðar á höfn, til að kynnast banka-
störfum erlendis, til að fullkomna tó-
vinnuvjelar og til að stunda íslenzk
lög að fornu og nýju. Ilvað af þessu
er ósæmilegt fyrir þingmenn að greiða
atkvæði fyrir? Það er eigi eitt ein-
asta af þessum atriðum, sem heiðvirðir
menn geta eigi verið þekktir fyrir að
styðja. Vjer erum reyndar ekki al-
veg samþykkir, hvernig þingið hefur
veitt þetta fje, en það er að eins í
smáatriðum. Einn merkur maður
hefur haldið því fram, að þingið ætti
að veita fje fyrir verk, sem unnin eru,
en síður til þess „að læra". Þetta
teljum vjer ranga skoðun. Mest allur
styrkur, sem veittur er, fer handa
mönnum tii að læra. Menn veita af-
arfje til latínuskólans, launa kennur-
um, reisa hús, veita lærisveinum húsa-
vist og jafnvel ölmusur — allt til að
læra. Sama er að segja um fje, sem
veitt er til prestaskólans, læknaskól-
ans ,búnaðarskólanna, Möðruvalla skól-
ans, kvennaskóla, baruaskóla o. s. frv.,
Þar að auki er veitt mikið fje til
þess að einstakir menn geti lært hitt
og þetta og fullkomnað sig. — Aptur
á móti er það miklu sjaldgæfara, að
embættismönnum sje veittur styrkur
fyrir unnin verk, og er þetta mjög
eðlilegt. Það mætti æra óstöðugan,
að veita embættismönnum borgun eða
styrk til hvers viðviks, er þeir gjöra
fyrir utan sitt skylduverk. Embættis-
mennirnir hafa lífvænleg laun, og
sumir langt fram yfir það, og þó að
það sje eigi hægt, að knýja þá með
vendi laganna, til að gjöra nema svo
og svo lítið, þá er það þó sannarleg
siðferðisskylda þeirra, að verja kröpt-
um sínum í þarfir fósturjarðarinnar.
Þetta gjöralíka margir embættismenn
hjer. Hvenær hefur t. a. m. dr. Jón
Þorkelsson beðið um styrk til sinna
vísindalegu starfa ? Það er einmitt
þetta, sem vjer höfum á móti styrk-
veitingum þingsins, að það hefir verið
að veita emhættismönnum fje til ým-
islegs, sem þeir hefðu vel getað fram-
kvæmt án styrks, ef þeim hefði leikið
hugur á. Það er eðlilegt að embættis-
menn, einkum þeir, sem hafa litil
laun, fái beinan kostnað við fyrirtæki
sín endurgoldin eptir reikningi, en
það er ekkert vit í þvi, að veita þeim
styrk til að rita og semja, sem ein-
mitt er siðferðisleg skylda þeirra. Apt-
ur á móti er það fagurt, að þingið
veiti þeim embætismanni, sem starfað
hefur vel og dyggilega, viðurkenn-
ingu eða heiðurslaun fyrir að þeir hafa
unnið fyrir fósturjörðina. Vjer höf-
um á móti styrkveitingum þingsins,
til embættismannanna, sem lifa við
lífvænleg laun, en af því að þessir
menn flestir, er styrkinn fengu í sumar,
hafa staðið vel í stöðu sinni, og verð-
skulda viðurkenningu þjóðarinnar, þá
getum vjer samt ekki beinlínis álasað
þinginu í þessu efni. — Aptur á móti
teljum vjer næsta heppilegar fjárveit-
ingar þingsins til „að læra“. Menn
segja, að þar sje þó meiri áhættan.
Þetta er satt, enginn veit, hvort upp
af frækorninu kemur stórt aldintrje,
en vjer viljum þó hætta á, að sá fræ-
korninu, því að velfarnan og framfarir
Islands, ef nokkrar eiga að verða, eiga
að spretta upp af þeim frækornum,
sem vjer sáum.
Svar til „Suöra“.
„ Hver er tilgcmgur vor með stofnun bún-
aðarfjelaganna11, spyr einhver „búfræcí-
ingura í Suðra 31. f. m., og skrifar þár
alllanga grein um búnaðarfjelög. Kveðst
hann hafa þann tilgang með greininni,
„að vekja eptirtekt manna á gjörðum
og ásigkomulagi búnaðarfjelaga vorra“.
Ber hann þeim mjög óíagurlega sög-
una, því að hann segir:
„Þótt vjer megum játa, að vjer ekki bók-
staílega sjeum kunnugir búnaðarfjelögum vor-
um, þá leyfum vjer oss samt að dæma eptir
pví, sem vjer höfum bæði heyrt og sjeð um
framför þeirra fjelaga, sem stofnuð voru fyrir
c. 4—5 árum síðan. Af verklegum framförum
höfum vjer hingað og þangað sjeð parta af
stýflugörðum, óviða fullgjörða, mjög óviða fram-
ræslu og livergi tilraun til þúfnasljettunar*,
pví síður annað. Einnig vitum vjer ekki til,
að nokkurt af fjelögum vorum eigi svo milcið
sem mylcjukvísl*, því siður önnur jarðyrkju-
verkfæri. Hinum elztu fjelögum vorum mun
líka heldur vera að hnigna*, þar vjer höfum
’heyrt meðlimi þeirra bera sig upp undan því,
að fjelagsvinnan færi í óreglu, og það svo,
að ekkert hafi verið unnið i heilt ár eða meir,
sem mest mun vera hirðuleysi fyrirliða að kenna.
Þar sem svona er ástatt, munu fjelagsmenn
heldur fækka en fjölga, sem sýnilegt er, þá á-
vinningurinn er enginn, að eins eitt hneyksl-
anlegt nafn*, sem hið fyrsta ætti að strykast
yfir“.
Svo lieldur liann áfram og segir enn
fremur:
„Vjer viljum nú spyrja: í hvaða tilgangi
ætli þessi húnaðarfjelög hafi verið .stofnuð?
Vjer hugsum, að þau helzt hafi verið stofnuð
tilgangslaust og ef til vill hugsunarlaust, eða
í öllu falli sjáum vjer cklci, að þess háttar
stofnanir sjeu almenningi til uppbyggingar, nei,
mikið frekar til niðurdreps“.*
*) Undirstrykanirnar eru eptir oss.
Bitstj.