Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1886næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 3
og meðferð á því. T>ví næst er talað um sár, hvernig sár gróa og þau skuli græða, og þar á meðal kennt, livernig binda skuli um sár. Eru því til skýr- ingar 5 myndir. Þá kennir bókin, hvernig skuli stöðva blóðrás. Eru þar 5 myndir til leiðbeiningar við sam- þrýsting og umvafning sársins, sem blæðir úr. Síðast í þessum þætti er grein um eitrud sár. Þriðji þáttur byrjar á lýsingu lein- brota og meðferð á þeim. Þar eru 4 inyndir til skýringar. Þá kemur lið- hlaup (o: þegar gengur úr liði), hvern- ig megi þekkja, að gengið sje úr liði ; er þvi til skýringar ein mynd. Svo er kennt að kippa í liðinn. Því næst er talað um, þegar liður vindist til, og ráð við því. Síðast í þessum þætti er talað um bruna og meðferð á honum. Fjórði þáttur er um lcal og meðferð á því; um helkálna og lífgunartilraunir við þá; um drukknun og lífgunartil- raunir við drukknaða, þar á meðal um andardráttarframleiðslu. Eru þar 2 niyndir til skýringar um, hvernig á að láta hinn drukknaða liggja, og hverjar hreyfingar skal hafa við hann. Þá er talað um köfnun og lífgunar- tilraunir við kafnaða. Þar á eptir um það, þegar maður missir meðvitund og þau ráð, sem þá skuli neyta, til þess að maður fái meðvitundina aptur. Að síðustu er kafli um eitranir (þeg- ar tekið hefur verið inn eitur). Er þar getið hinna helztu efna, sem eitr- un getur hlotizt af. Yið hvert efni eður eiturtegund er þess getið, með hverjum hætti eitrunin lysi sjer, og hverja hjálp skuli veita þegar í stað, áður en næst til læknis. Bókin er 84 bls. auk titilblaðs og formála eptir þýðandann, og er seld bundin á 1 kr. Vjer höfum nú skýrt frá efni bók- arinnar; má sjá af því, að hún drep- ur á margt, þótt hún sje ekki lengri, en hún er; enda er hún kjarnyrt, en þó ljós og auðskilin fyrir hvern mann, og myndirnar mjög góðar. Það er mikill kostur við hana, að ráðin, sem hún bendir á, eru einföld og óbrotin, og það eru svo fá meðul, sem menn þurfa að eiga, til þess að geta fylgt ráðum hennar. Kver þetta er upphaflega fyrirlest- i:> ur, haldinn af höfundinum, sem er þýzkur læknir, í fjelagi einu, sem, eins og bókin sjálf, hefur þann tilgang að kenna leikmönnum að hjálpa i bráðri lífsnauðsyn, þangað til næst í lækni, svo að eigi hljótist tjón af. Ef þörf er á þvilíkri bók á Þýska- landi og annars staðar erlendis, þar sem læknar eru á hverju strái að kalla má, — hversu miklu fremur er þá ekki þörf á henni hjer á landi, þar sem læknar eru svo óvíða, að víð- ast er meir en ein dagleið til læknis- ins, — hjer á landi, þar sem opt er svo vont veður, að ómögulegt er að ná í lækni. Þetta eitt ætti að vera nóg til þess, að Islendingar tækju bók- inni með mesta fögnuði, með þvi lika að hún kennir mönnum, hvernig að skal fara við þau slys, sem þola enga bið, eins og er um flest þau slys, er bókin ræðir um; enda er það, eins og höfundurinn segir, sárt að hafa ekki skynbragð á að hjálpa, þegar voðalegt slys ber að höndum, t. a. m. þegar blóðbunan fossar úr sárinu, og manni ætlar að blæða til ólifis. Þvi hættulegra, sem slysið er, og þvifljót- ari hjálp, sem þarf, — því meir er varið í að fræðast um, hvað þá eigi að taka til bragðs. Þess vegna telj- um vjer þá kafla bókarinnar mest verða, sem kenna mönnum meðferð á hættulegustu tilfellunum. Það átti því einkarvel við að auka kaflann um eitranir, eins og dr. Jónassen hefur gjört, um leið og hann þýddi bækl- inginn. Dr. Jónassen leggur það til í for- málanum, að láta unglinga læra hann í heimahúsum og lesa hann í alþýðu- skólum og kvennaskólum landsins, og getum vór fullkomlega fallizt á það, því að það er yfir höfuð ómissandi fyrir hvern mann að vita það, sem í bókinni stendur; enda þarf meir en að lita i bókina, til þess að hafa þau not af henni, sem má. Það dugir ekki að láta hana liggja allt af á hyllunni, og ætla að fletta upp í hehni, þegar slysið hefur viljað til, því að opt þarf fljótari aðgjörða, og svo er það sjaldnast, að menn slasist inn á rúminu sínu, eða hafi bókina við hönd- ina, þegar slys bera að höndum. Fyrirlestrar. —o— Laugardaginn 9., miðvikudaginn 13. og laug- ardaginn 16. þ. m. hjelt eand. jur. Páll Bricm fyrirlestra um fornl'ng vor fyrir stúdentafjelags- mönnum hjer í Reykjavík ásamt ýmsum öðrum bæjarmönnum. í fyrsta fyrirlestrinum skýrði hann frá hand- ritum af fornlögum vorum, Grágás, og sýndi fram á, að hverju leyti hin tvö helztu handrit, K onungsbók og Staðarhólsbók, eru mismunandi. Því næst skýrði hann mönnum frá framkvœmd- arvaldinu hjer á landi í fornöld og aðalreglun- um um lagasetninguna og rjettarfarið eptir fornlögum vorum. Enn fremur fór hann nokkr- um orðum um brunabœtur eptir Grágás. Þeg- ar brann hjá bændum, voru þeir eigi, eins og nú er tíðast, eingöngu komnir upp á hjálpsemi annara, heldur höfðu þeir rjett til að fá bætt- an hjá hreppsmönnum sinum hálfan skaða sinn á helztu húsurn sínum, stofu, búri, eldhúsi eða skála, og kirkju eða bænahúsi, ef einhver missti það við bruna, og nauðsynlegum klæðnaði og munum. Sýndi hann fram á, að forfeður vorir voru komnir furðu langt í lagasetningu. Kvað hann fornlög vor fremri lögum annara þjóða á sama tíma, og færði þar til orð útlendra fræði- manna, dr. Bosenbergs og háskólakennara Schlegels, sem ritað hefur langa ritgjörð um Grágás, og jafnað lögum vorum saman við lög Rómverja, sem áttu svo ágæt lög, að þau eru enn lærð við flesta háskóla í Evrópu, þótt veldi Rómverja sje liðið undir lok fyrir mörgum öldum. I öðrum fyrirlestrinum skýrði hann frá til- dr'ögunum til þess, að fornlög vor gcngu úr gildi. Sýndi hann fram á, að kanónískur rjett- ur, eða guðslög, eins og menn nefndu páfarjett- inn á þeim dögum, var farinn að smevgja sjer inn lijer á landi fyrir 1200. En kanónískur rjettur var í mörgu gagnstæður landslögunum. Olli þetta ruglingi og rjettaróvissu meðal manna. Hann sýndi og fram á, að veraldlegir h- fðingj- ar voru um sama leyti farnir að óhlýðnast lögunum fremur en áður. Eptir 1200 varð Guðmundur góði biskup, og hirti hann ekkert um lögin. Þá fóru einnig Sturlungar að brjót- ast til valda. En úr þvi mátti segja, að lög og rjettur lægi því nær í dái. Þegar íslend- ingar gengu undir konung, gerðu þeir það að skilyrði, að þeir fengju að halda íslenzkum lög- um. En rjett á eptir fór Magnús konungur lagabætir, að hugsa um að gefa ein allsherjar lög í riki sínu. 7 árum eptir að landið var alveg gengið undir Noregs konung, sendi hann lögbók til landsins, sem kölluð er Járnsiða, og var hún lögtekin á árunum 1271—73 fyrir til- styrk veraldlegra höfðingja og Árna Þorláks- sonar, biskups i Skálholti. í seinasta fyrirlestrinum skýrði hann frá, hvernig Járnsíða er, og að hún er að mestu tekin eptir eldri lögum i Noregi, en nokkuð eptir nýjum rjettarbótum og íslenzkum lögum; sýndi hann, að Járnsiða var illa samin og óvand- lega. Þvi næst skýrði hann frá þvi, hvernig páfarjetturinn ruddi sjer til rúms hjer á landi eptir daga Guðmundar góða, sem dó 1236,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (22.01.1886)
https://timarit.is/issue/136566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (22.01.1886)

Aðgerðir: