Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1886næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 2
H Bergur Ólafsson Thorberg. —:0:— Bergur Ólafsson Thorberg, landshöfð- ingi, var skipaður í hið æðsta embætti á þessu landi, og jafnframt í þá vanda- sömustu og ábyrgðarmestu stöðu á land- inu. Landshöfðinginn hefur auðvitað takmarkað vald, en hann hefur þó að ýmsu leyti sjálfstætt vald, til þess að veita styrk til ýmislegra fyrirtækja, sem landinu eiga að verða til hags og blessunar; hann setur menn til embætta, þegar svo ber undir, og það er vita- skuld, að hin ókunnuga landsstjórn vor í Kaupmannahöfn hlýtur í mörgu að leita til landshöfðingjans og fara eptir tillögum hans, þar sem um þjóðmálefni er að ræða. Að þessu leyti er staða landshöfðingjans ábyrgðarmeiri, en nokk- urs annars manns hjer á landi; að vísu ber stjórnin í Kaupmannahöfn lagalega ábyrgð fyrir því, sem hún gjörir; en hin siðferðislega ábyrgð er engu minni hjá þeim, sem er frumkvöðull til þess, sem hún gjörir, og sem heldur um gler- augun; sem hún skoðar íslenzk málefni í. Jafnframt þessu hefur það verið talin skylda landshöfðingjans, að halda uppi svörum fyrir stjórnina og verja gjörðir hennar. Faðir Bergs Thorbergs, sjera Ólafur Hjaltason, var fátækur prestur og átti fjölda barna. Þegar Bergur Thorberg var unglingur, fór hann til Arnórs Árna- sonar, sýslumanns í Húnavatnssýslu. Arn- ór var bróðir sjera Hannesar Árnasonar prestaskólakennara, og var hann ærið sjerlundaður og þótti mjög undarlegur i lund, en tryggur og drenglyndur, þar sem hann tók því. Arnóri fjell Bergur Thorberg vel í geð og fjekk mætur á honum, svo að hann tók hann að sjer sem fósturson sinn, kom honum í skóla og kostaði hann síðan við háskólann í Kaupmannahöfn. Meðan Bergur Thor- berg stundaði þar laganám mun hann hafa verið talinn meðal hinna frjálslynd- ari stúdenta,þvíað hannhefurskrifaðund- ir bænarskrár um ísl. lagaskóla, sem stú- dentaríKaupmannahöfn sendu til alþingis 1855 og 1857. Eptir að hann var orð- inn assistent í dómsmálastjórninnni, var hann líka kosinn í ritnefnd Nýrra Fje- lagsrita (1860 og 1861), sem þáhjeldu öfluglega fram þjóðrjettindum vorum gagnvart stjórninni, en í þau 7 ár, sem hann var assistent í dómsmálastjórninni, og vann undir handleiðslu stjórnarinn- ar, mun hann hafa farið að hallast að skoðun stjórnarinnar á þjóðmálefnum íslendinga, og orðið algjörður fylgis- maður stjórnarinnar. í fyrsta skipti, sem hann sat á alþingi sem konung- kjörinn þingmaður 1865, lagði stjórnin fyrir alþing lagafrumvarp um fjárhags- aðskilnað við Dani. Um þær mundir stóð yfir stjórnarbarátta vor og deilur við stjórnina út af fjárhagsmálinu. Eins og lög gera ráð fyrir, var valin nefnd í fjárhagsmálið, varð Bergur Thorberg kosinn í nefndina og varð þar bæði formaður og framsögumaður. Jón Sigurðsson vikli láta fella mál þetta algjörlega, og heimtá, að stjórnarmálið væri í heild sinni borið undir íslendinga; snerust umræðurnar mjög um þetta atriði. Jón Sigurðsson var harðorður um stjórn- ina og sagði meðal annars: „vjer höf- um haft og höfum enn að nokkru leyti þá stjórn, sem ekki hefur fylgt voru máli, heldur gengið í flestu þvert á móti oss, og dregið þeirra taum, sem voru mótstöðumenn vorir í viðskiptun- um“. Þessu svaraði Bergur Thorberg svo: „Jeg verð að mótmæla þessari skoðun og get ekki álitið hana rjetta, því stjórnin hefur einmitt með því frum- varpi, sem hjer liggur fyrir, sýnt að hún vill reyna að útvega oss uppfylltar þær sanngirniskröfur, er vjer höfum í þessu máli“. Annars fór liann mjög hógværum og kurteysum orðum um skoðun Jóns Sigurðssonar í þessu máli og röksemdir hans. Vjer höfum tekið þetta sem dæmi til þess, hvernig Bergur Thorberg kom fram. Hann varði skoð- anir stjórnarinnar ávallt, en kom jafn- framt fram með hógværð og lipurð. Þessari lipurð og hógværð átti hann mikið upphefð sína að þakka. Fyrir hana mun Arnór Árnason hafa tekið hann að sjer, og fyrir hana hefur hann kom- izt í hið háa embætti, sem gjörir meiri kröfur til samvizkusemi og rjettlætis, en nokkur önnur staða hjer á landi. jBergur Thorberg gekk heilbrigður til rekkju á miðvikudagskveldið. En um nóttina um kl. 2 fjekk hann sáran verk í bakið, sem ágerðist, svo að sent var eptir dr. Jónassen. Þegar hann kom, hafði verkurinn liðið frá að mestu leyti, svo að dr. Jónassen fór aptur heim til sín. En síðar um nóttina fjekk landshöfðinginn aptur ákafa kvöl í bak- ið, sem lagði fram fyrir brjóstið; og var hann að vörmu spori örendur. Var það kl. 5. Það er enn ókunnugt, hvað valdið hefur dauða hans, en landlæknir Schier- beck ætlar, að það hafi verið svo kall- aöur blóðsekkur (Aneurisma) á hinni stóru æð, er allt blóðið frá hjartanu rennur um. í engum af skólunum, (prestaskól- anum, læknaskólanum, latínuskólanum, kvennaskólanum og barnaskólanum), fór nokkur kennsla fram í gær, eptir að andlátsfregnin barst út. Landsbókasafnið var lokað í gær. Víðsvegar um bæinn blökktu fánar í hálfri stöng allan daginn í gær. ’sL- *\L/* t *\L/* *\L^ *sL,t 7r-77~7r~7r'^77-'7r'7^7r~77~77~7r-r, ■'jrvrvrtr'TT bókmenntírI ✓js. vjs. „'jsj Þp* ✓jSí Scnt til ritstjórnarinnar. 1. Stormui'inn, sjónleikur eptir William Shak- spere. I. íslenzk pýðing eptir EiríJc Magn- ússon, M. A. Keykjavík. Sigm. öuðmunds- son prentari, 1885. 2. Stormurinn, tlie tempest. Sjónleikur eptir William Shakspere. II. Frumtexti. Út geíinn með skýringum af Eiríki Magnús- syni, M. A. Reykjavík. Sigm. Guðmunds- son prentari. 1885. 3. Ljóðmæli Gísla Thorarensens. Reykjavík. Einar Þórðarson hefur prentað á sinn kostn- að 1885. 4. Úr tímariti hins islenzka Bókmenntafjelags VI. Um Grágás eptir Pál Briem. 5. Hjálp í viðlögum, Jiegar slys ber að hönd- um og ekki nær til læknis, eptir próf. Dr. Fr. Esmarch. Þýtt, aukið og lagað handa íslendingum af Dr. J. Jónassen. Með 20 myndum til skýringar. Reykjavík. Prent- ari Sigm. Guðmundsson. 1885. Hin síðast talda bók skiptist í þætti eða kafia. I fyrsta þœtti er lýsing á, „hvernig líkama mannsins og störfum líffæranna er varið“, eða í einu orði líkamsbyggingunni. Eru þar til skýr- ingar 8 myndir: af beinagrind manns- ins; vöðmum, œðum og innýfium\ og hringrás blóðsins. í öðrum þætti er fyrst talað um mar, hvað það sje, hvernig það lýsi sjer,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (22.01.1886)
https://timarit.is/issue/136566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (22.01.1886)

Aðgerðir: