Þjóðólfur - 22.01.1886, Blaðsíða 4
16
hverjar kröfur klerkastjettin gjörði til löggjaf-
arvalds, dómsvalds, umráða yfir kirknaeignum
o. s. frv.; bar J>ær saman við rjettarstöðu
klerka eptir kristinrjetti Grágásar, og sýndi,
hvemig Árni biskup Þorláksson (Staða-Árni),
fylgdi fram kröfum þessum, þangað til hann
fjekk mestallan kristinrjett sinn, sem lögheim-
ilaði vald klerka og yfirráð langtum meir, en
áður hafði verið, lögtekinn á alþingi 1275. Því
næst skýrði hann frá tilraunum Árna biskups
til þess, að fá samþykki Magnúsar konungs
lagabætis til þessa kristinrjettar, sem hann
fjekk eigi, og talaði um mótmæli landsmanna
gegn Jðnsbók á alþingi 1281, þegar sú lögbðk
var lögtekin. Að lokum lýsti hann í fáum orð-
um, hvernig Jónsbók er, og bar liana saman
við Járnsíðu. Kvað hann Jónsbók fremur vand-
lega samda, en sagði, að versti ókostur henn-
ar væri, eins og Járnsíðu, að hún væri gefin
um það, sem eigi hefði þurft nauðsynlega að
fá ný lög um, en hefði mjög ófullkomin ákvæði
um það, sem brýn þörf hefði verið að fá ákveð-
ið með lögum, en það hefði verið að
fá stjórnarskrá, með þvi að stjórnarfyrirkomu-
lag landsins hefði breytzt við það, er landið
gekk undir Noregs konung; en Jónsbók hefði
mjög lítið eða þvi nær ekkert skipað fyrir um
hið æðsta vald á íslandi, um vald konungs yfir
íslendingum og rjettindi þeirra gagnvart lion-
um. Þetta væri þvi ekki hægt að sjá af Jóns-
bók, heldur af lögum og rjettarvenjum siðari
tíma. Sama væri að segja um kristinrjett Árna
biskups; hann hefði aldrei fengið fullkomlegt
gildi hjer á landi, en þetta yrði að sjá af dóm-
um og skjölum, sem til væru eptir 1281.
Fyrirlestraniir byrjuðu kl. 8V2 um kveldið;
voru þeir nokkuð langir; stóðu í meir en klukku-
stund í hvert skipti, enda var efnið mikið.
Yoru þeir til mesta fróðleiks og skemmtunar,
enda hlýddu áheyrendur á þá með athygli, og
launuðu þá með lófaklappi.
Austanpóstur kom í gærkveldi. Með hon-
um komu frjettir (frá því síðast í nóv.) um
talsverðan síldarafla á Reyðarfirði ogFáskrúðs-
firði. Útgjörðarmenn Túliníusar höfðu t. d.
fengið í nót 700 tunnur í einu kasti, og bóndi
einn 100 tunnur á viku í lagnet. Gufuskipið
Agdanœs hafði farið fermt sild til Noregs.
AUGLÝSINGAR
ísamfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.)
hvert orS 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-Iengdar. Borgun út i hönd.
U m Ieið og jeg fyrir hönd tengdamóður
minnar, frú J. Christensen, þakka fyrir
alla velvild og traust, sem lienni og
manni hennar sál. J. Th. Christensen
hef'ur verið sýnt af viðskiptamönnum
við verzlun þá, sem þau hafa rekið
hjer á staðnum, leyfi jeg mjer að láta
viðskiptamenn tjeðrar verzlunar vita,
að jeg er orðinn eigandi hennar með
öllum úti- og innistandandi skuldum.
Yonast jeg svo góðs til allra, sem hafa
fengið stærri og smærri lán við verzl-
unina hin síðustu bágindaár, að þeir
borgi af fremsta megni skuldir sínar í
næstkomandi kauptíð. Jeg skal aptur
á móti láta mjer vera sjerstaklega annt
um, að gjöra þá menn áúægða, sem
standa í skilum við mig.
Hafnarfirði 18. jan. 1886.
C. Zimsen.
niinhvorjir skröksamir skraffinnar, sem virðast
sjá ofsjónum yfir vexti og viðgangi Clood-
Templarsdeildarinnar „Einingin", hafa borið
það út, að deild þessi hafi tekið á leigu mið-
hluta Glasgowar og bundið sjer með því þunga
skuldbindingu á herðar, hafa svo haft þetta
fyrir grýlu til að fæla menn frá að ganga í
„Eininguna“ og talið þeim trú um, að á þá
gæti lagzt svo eða svo mikil útgjöld sakir hús-
leigu þessarar.
Þetta er tilhœfulanst. Það eru 18 prívat-
menn, sem að vísu eru einnig í deildinni (í
henni eru nú milli 70 og 80), sem hafa tekið
miðhluta Glasgowar á leigu á sinn kostnað og
sína áhyrgð eingöngu, og er það jafnt „Ein-
ingunni11, sem hinum deildunum alveg óviðkom-
andi. Þetta er öllum deildunum kunnugt.
Ef nokkur Good-Templar hjer í bæ ber ann-
að út, þá segir hann vísvitandi ósatt og er þá
enginn sannur Good-Templar.
Rvík 18. jan. 1886.
Forstöðunefnd Glasgow-leigjanda:
Jðn Olafsson, Björn Kristjánsson,
formaður. gjaldkeri.
Konráð Maurer, Magnús Gunnarsson.
skrifari.
Guðl. Guðmundsson.
cand. juris.
Jeg undirskrifaður viðurkenni hjer með, að
jeg hefi að öllu leyti án orsaka, eða án þess
að það væri sannfæring mín, sagt það um hr.
Eirík Ketilsson í Kotvogi í Höfnum, að mjer
hafi sýnzt hann víndrukkinn við guðsþjónustu-
gjörð á Hvalsneskirkju á Miðnesi, síðastliðinn
jóladag, og apturkalla jeg hjer með öll þau orð,
er jeg hefi talað um það efni.
Þorkötlustöðum í Grindavík, 17. jan. 1886.
Elis Eggertsson.
Samkvæmt ofanskrifaðri auglýsingu lierra
Elis Eggertssonar á Þorkötlustöðum, um það
að herra Eiríkur Ketilsson í Kotvogi í Höfn-
um, hafi átt að vera víndrukkinn við guðsþjón-
ustugjörð að Hvalsnesi, á jóladag síðastliðinn,
og jeg undirskrifaður hef haft það eptir Elis
Eggertssyni, og máske aukið við. þá apturkalla
jeg þau orð lijer með.
p. t. Þorkötlustöðum, 17. jan. 1886.
Jóseph Christopher Jóhnsson,
frá Húsatóptum í Grindavík.
Á næstl. hausti var mjer dreginn úr Hvera-
gerðisrjett: svartbíldóttur sauður veturgamall
með mínu eigin eyrnamarki: Tvístýft aptan
hægra, hálftaf fr., biti apt. vinstra, og óglöggu
hornmarki öðru en eyrnamarkinu. Þareð kind
þessi er ekki mín eign, innkalla jeg hjermeð
þann, sem markið brúkar og fargað hefur tjeðri
kind; og skora á hinn sama að gefa upp þann
rjetta eiganda, sem og að semja við mig um
brúkun þess.
Þormóðsdal 14. janúar 1886.
Halldór Jónsson.
Scldur óskilafjonsiður í Mosfells-
hrejípi haustið 1885.
1. Gráflekkótt gimbur veturgömul, mark: hálft-
af frarnan hægra, miðhlutað, fjöður aptan
vinstra.
2. Hvítkollótt ær 4—5 vetra, mark: Sneitt
fr., stig aptan hægra, sýlt., stig aptan vinstra.
8. Hvít ær 2 vetra, mark: Tvistýft apt. fjöð-
ur fr. hægra, tvírifað í sneitt apt. vinstra.
4. Hvít gimbur veturg., mark: Blaðstýft aptan
hægra, boðbíldur aptan vinstra.
5. Hvítur lambhrútur, mark: Sýlt í hamar
hægra, sneitt aptan vinstra.
6. Hvítur lambhrútur með sama marki.
Rjettir eigendur að ofanrituðum kindum
mega vitja andvirðis þeirra, að frádregnum
kostnaði, til undirskrifaðs lireppstjóra, fyrir næst-
komandi fardaga.
Mosfellshreppi 31. des. 1885.
Halldór Jónsson.
T?rú og stillt vinnukona getur fengið vist í
vor hjá 0. S. Endresen.
Til almennlngs!
Læknisaðvörun.
Þess hefir veriö óskaö, að ég segöi álit mitt iun
bit ers-essentsu, sem hr. C. A. Nissen hefir búið
til og nýlega tekið að selja á íslandi og kallar
Brama-lífs-essents. Eg hefi komizt yfir eitt glas
af vökva jmssum. gg verð að segja, að nafniö
Brama-lífs-essents er mjög villandi þar eð essents
þessi er með öllu ólikr inum ekta Brama-lifs-eliœir
frá hr. Mansféld-Búllner & Lassen, og því eigi getr
haft þá eiginlegleika, sem ágæta inn ekta. Þar eð
ég um mörg ár hefi haft tækifæri til að sjá áhrif
ýmsra bittera, en jafnan komizt að raun um, að
Brama-lifs-élixir frá Mansfeld-Búllner & Lassen
er kostabeztr, get eg ekki nógsamlega mælt fram
með honum einum, umfram öll önnr bitterefni,
sem ágætu melt-ingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júlí 1884.
E. J. Melchior, læknir.
Einlcmni ins óekta er nafnið C. A. Nissen á glas-
!inu og miðanum.
Einkmni á vorum eina ekta Brama-lífs-elixir eru
firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á
miðanum sézt blátt ljón og gullhani, og innsigli
vort MB & L í grænu lakki er á tappanum.
Mnnsfeld-Búllner & Lnssen,
sem einir búatil inn verðlaunaða Brama-lífselixir.
Kaupmannahofn.
■BBBBBBBBBaBSSBBBBSBSai
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólf sstræti.
Prentari: Sigm. Guðmundsson.