Þjóðólfur - 29.01.1886, Side 1

Þjóðólfur - 29.01.1886, Side 1
Kemur flt & föstudagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jflli. ÞJOÐOLFUR. Uppsögn (skriileg) bundin við áramót, ðgild nema komi til flt- gefanda fyrir 1. október. XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. janúar 1886. Xr. 5. Þingmannakosningar. II. . Síðan grein vor iim þingmanna- kosningar kom út i 2. nr. blaðsins þ. á. hafa oss borizt margar greinar um , það mál. Sakir rúmleysis í blaðinu getum vjer ekki tekið þær allar í það, / og biðjum vjer hina heiðruðu höfunda Velvirðingar á þvi. Samt sem áður tökum vjer þakklátlega á móti öllum bendingum að því, er snertir þing- mannaefni, og þingkosningarnar. Ein af greinum þeim, sem oss hafa verið sendar, er þessi: Herra ritstjóri! ' Jeg hef með mesta athygli lesið grein yðar í Þjóðólfi, er út kom 8. þ. m., um þingmannakosningar. Þjer talið þar um áhugaleysi alþýðu á þing- kosningum. Það er deginum ljósara, að þetta áhugaleysi alþýðu er allt of- j mikið; en að mínu áliti er hjer ekki alþýðu einni um að kenna. Það má - einnig skoða málið frá annari hlið, þvi að hjer eiga tveir málspartar hlut að máli, alþýða og alþingi. Það er því miður sorglegt að sjá og heyra um það, hversu litið alþýða lætur sjer annt um þingkosningar, hversu litið hún lætur sig varða um að þekkja skoðanir þingmanna sinna, áður en hún sendir þá á þing, og hversu lítið hún eptir . á kynnir sjer gjörðir þeirra á þingi. Engin bók, sem prentuð er hjer á landi, hefur að líkindum eins litla útbreiðslu, eins og alþingistíðindin. En hvers vegna er nú þetta? Gróð og fróðleg bók ryður sjer til rúms meðal alþýðu, jafnvel þótt hún ekki sje prentuð á hennar kostnað. Sjerhver góður hlutur og sjerhver góð stofnun ávinnur sjer hylli og athygli alþýðu og áhuga hennar. En þar sem nú í sumum kjördæmum ekki mætir nema tíundi hver, — ef til vill ekki nema tuttugasti hver af kjósendum á kosningarfundunum til alþingis, þá er von, þótt maður spyrji sjálfan sig: „hvað veldur þessu ?“ „Ahugaleysi al- þýðu“ liggur beinast við að svara. En hvað veldur þá því áhugaleysi alþýðu á sinni mikilvægustu stofnun, alþingi? Þar til virðist mjer liggja þetta svar: Alþingi er ekki eins gott og það ætti að vera; því tekst ekki að vekja á- huga alþýðu á sjer, því tekst ekki að vekja þá hylli og virðingu fyrir sjer meðal alþýðu, sem útheimtist til þess, að alþýða veiti þvi nægilegan áhuga1. Alþiugi er, eða ætti að minnsta kosti að vera, samsett af hinum beztu kröft- um þjóðarinnar. Það ætti þvi að vera fært um, að vekja áhuga þjóðarinnar á sjer. Ef því ekki tekst það, álit jeg það alþingi sjálfu að kenna. Og því verður ekki neitað, að mörg sæti á alþingi hafa verið miður skip- uð, en vera skyldi; og stundum hefur alþingi sjálft misbrúkað sína eigin krapta, t. a. m. sett þá menn i hinar mikilvægustu nefndir, sem sáralitið skynbragð hafa borið á málefnin, en útilokað frá þeim nefndum hina færustu menn. Af þekkingarleysi, einurðar- leysi og sannfæringarleysi hafa opt þingmenn sumir látið einstaka menn leiða sig út í hitt og þetta; þetta væri þolanlegra, ef leiðtogarnir væru færir um að vera leiðtogar, en þegar þá sjálfa skortir menntun og þekkingu, en hafa í þess stað ef til vill ofmikið af fjórðungaelsku, og stundum helzt tii ofmikið tillit til æðri staða, en til alþýðu, þá fer nú ver með handleiðsl- 1) Vjer getum ekki verið á jieirri skoðun, að áliugaleysi alþýðu á ]iingkosningum sje af- leiðing af því, hversu þingið er illa skipað. Eins og vjer ljetum í ljósi í 2. nr. blaðsins, skoðum vjer undirbúningsleysi og áhugaleysi manna á þingkosningum sem orsökina til þess, hve illa þingið er skipað, en ekki afleiðing af því. Ritstj. una1. Alþingi hefur og hingað til langt- um of vanrækt sín ætlunarverk, t. a. m. í því, að hafa eptirlit með því, hvernig landsfje sje varið. Þannig var Fensmarksmálið svo lengi að búa um sig, að jafnvel 1883 hafði alþingi fulla ástæðu til að rannsaka það mál. Nú er það skylda þess, að rannsaka það út í æsar, og gæta rjettinda lands- sjóðs. Það gæti líka komið til skoð- unar, hvort alþingi ekki finni ástæðu til að heimta skýrslur um fjárhald hjá sumum sýslumönnum, umboðsmönnum o. fl. Alþingi ætti að rannsaka, hvern- ig slíkt getur átt sjer stað, að póst- þjófnaður geti fram farið einsogþjófn- aður Magniisar póst, án þess að strax verði vart við hann, hver borgað hafi landsmönnum þann skaða o. s. frv. Alþingi á að sýna þjóðinni, að það brúki sitt vald, þvi þess vald er mik- ið, ef það að eins hefur vit og einurð á að nota það. Alþingi ætti nií. að fara að finna hvöt hjá sjer til þess, að vekja áhuga alþýðu á sjer, og ef það brúkar sitt vald með einurð, þá mun sá áhugi al- þýðu vakna. Það er alþingi, sem á að vekja þjóðina, en það er síður að búast við, að þjóðin geti vakið eða þurfi að vekja alþingi til að gæta skyldu sinnar. Þó verður nú þjóðin að gjöra sitt til, ekki sízt undir næsta alþingi. Nú riðuráað sjerhvert kjör- dæmi skori rækilega á sitt eða sín 1) Hjer er nokkuð lauslega farið yfir, og ábyrgð eigi beint að neinum einstökum ])ingmöunum. Eptir ]>ví, sem álit manna hefur verið, var Gr. Thomsen einna helzt leiðtogi í neðri deild fyrst, eptir að stjórnarskráin var fengin. Síðan hafði Arnl. Ólafsson allmikið að segja i neðri deild. Á hinum síðustu pingum hafa þeir Tryggvi Gunnarsson og Eiríkur Briem verið taldir leið- togar við nefndarkosningar. í efri deild hefur Magnús Stephensen verið talinn leiðtogi kon- ungkjörinna þingmanna, og Einar Ásmundsson þjóðkjörinna þingmanna. Annars höfum vjer eigi rannsakað þetta mál svo, að vjer leggjum nokkurn ákveðinn dóm á það i þetta sinn. Ritstj.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.