Þjóðólfur - 12.03.1886, Page 1

Þjóðólfur - 12.03.1886, Page 1
Uppsögn (skrifleg) bundin yiB áramót, ðgild nema komi til út- gefanda fyrir 1. október. Kemur flt á föstudagsmorgna. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. jfllí. ÞJÓÐÓLFUR. XXXVIII. árg. Reykjavík, fíistudaginn 12. marz 1886. Nr. 11. Þingmannakosningar. VIII. Eins og vjer höfum þegar drepið á, getur efi leikið á um suma hinna fyrri þingmanna, hvort eigi að endurkjósa þá. Til þessa flokks teljum vjer Eg- il Egilsson, Eirík Kúld, Girím Thom- sen, Ólaf Pálsson, Þórð Magnússon, Þorstein Jónsson. Þess skal sjerstak- lega geta um G-r. Thomsen, að hann hefur ekki látið opinberlega í ljósi skoðanir sínar um hina eudurskoðuðu stjórnarskrá1, þvi að hann var forseti á síðasta þingi og tók hvorki þátt í umræðum, nje atkvæðagreiðslu um hana. Vjer leggjum það til, að hann sje endurkosinn, ef hann er með hinni endurskoðuðu stjórnarskrá, en annars ekki. Allir þessir menn, er vjer teljum sem efasama, eru auðvitað merkir menn, hver í sinni stöðu, en það verð- ur að gæta að því, að það þurfa sjer- staka hæfileika til þingmennsku, og að voru áliti hafa þessir menn þá ekki í þeim mæli, sem æskilegast væri. Vjer höfum sannspurt, að tveir hinna fyrri þingmanna bjóði sig eigi fram við næstu kosningar. Annar þeirra er Lárus Blöndal, svo að það má með vissu telja hann meðal þeirra, sem verða ekki kosnir á þing næst. Hinn, sem ætlar ekki að bjóða sig fram, er Gunnlaugur Briem. Þótt á hann yrði skorað að gjöra það, þá getur hann ekki orðið við þeirri áskorun sakir stöðu sinnar. Þá eru eptir 1B eða helmingur hinna fyrri þingmanna, er vjer höfum ekki b Síðan }>etta var sett, hefur reyndar birzt í ísafold grein eptir hann um petta mál. nefnt enn. Leggjum vjer til, að þeir sjeu endurkosnir. Að vísu má eitt- hvað finna að sumum þeirra, en það má og gjöra við alla menn. Sumir þeirra eru líka nafntogaðir þingskör- ungar, sem mætti ómögulega missa af þingi. Halldór Kr. Friöriksson. II. Til Þjóðólfs. í Þjóðólfl XXXYIII. árg., nr. 8. stendur grein ein með yfirskript: „Þingmannakosning- ar. V.“, sem byrjar pannig: „Halldðr Kr. Frið- riksson ætti heldur ekki að sitja á næsta þingi“. Fyrir þessum dðmi eru greindar þær ástæður, 1. hvernig jeg hafi komið fram á síðasta þingi í stjórnarskrármálinu; 2. að jeg hafi verið á mðti þjóðjarðasölu; 3. að jeg á þingi 1883 hafi verið á móti afnámi amtmanna-embættanna; og 4. að jeg á sama þingi hafi verið á móti allri lækkun á launum embættismanna. Mjer dettur eigi í hug, að fara hjer að verja skoðanir mínar í málum þessum, enda þótt Þjóðólfur komi eigi með nokkra sem helzt ástæðu fyrir því, að skoðanir mínar sjeu rangar; en af því að Þjóðólfur her skakka söguna, neyðist jeg til að leiðrjetta skekkjuna. Þjóðólfur segir, að jeg „hafi á síðasta þingi ver- ið algjörður mótstöðumaður stjórnarskrárfrum- varpsins og móti stjórnarskrárbreytingum yfir höfuð, og þaunig komið í mótsögn við sjálfan mig og mina aðalstefnu á fyrri þingum“. í ágreiningsáliti mínu sem nefndarmanns sagði jeg, að jeg teldi það hið heppilegasta, að þing- ið leiddi hjá sjer mál þetta að þessu sinni, með því að jeg ætlaði þennan tíma mjög óheppi- lega valinn til að fara fram á breytingar á stjórnarskránni, hvort sem litið væri á ástand- ið í Danmörku eða hjer hjá oss (Alþ.tíð. 1885 C, bls. 181). Þegar málið kom fyrst til um- ræðu í neðri deild þingsins 7. dag jfilím., tal- aði jeg nokkur orð um málið, og byrjaði þann- ig: „Jeg játa fyrir mitt leyti, að þaðeruýms atriði í stjórnarskránni, sem jeg og aðrir telja að gætu verið betri“ (Alþ.tíð. 1885, B, 32. d.), enda verður eigi fundið eitt orð í öllum min- um ræðum um þetta mál, er sýni, að jeg hafi verið á móti öllum stjórnarskrárbreytingum yf- ir höfuð, eins og í Þjóðólfi segir. Þar sem í Þjóðólfi segir enn fremur, að frumvarpið i snmar hafi verið sniðið eptir stjðrnarskrárfrum- varpinu 1873, þá ætla jeg einungis að benda á orð Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum á þingi í sumar. Hann segir: „er það að vísu satt. að hjer er farið fram á annað en 1873 og 1883“. Það er því auðsætt, að Þjóðólfur herm- ir eigi rjett söguna mjer til handa heldur i því, að jeg hafi komizt i mótsögn við aðalstefnu mina á fyrri þingum. Að þvi er þjóðjarðasöluna snertir, þá kann- ast jeg við, að mjer hefur eigi verið og er eigi annt um hana; en úr þvi jeg fjekk fulla vissu fyrir því, að það væri skoðun meiri hluta þing- manna, að selja þjóðjarðir, hef jeg á siðari þingum eigi barizt neitt á móti þeirri sölu; en jeg þarf eigi að spyrja Þjóðólf um það, hver mín skoðun eigi að vera. Þá er það heldur eigi rjett, að jeg hafi á móti afnámi amtmanna-embættanna. Þing og stjórn mega gjarnan afnema amtinanna-embætt- in fyrir mjer; en hitt er satt, að jeg gat eigi fallizt á frumvarp þingins 1883 um þetta mál, eins og það kom fram, án þess að nokkur grein væri fyrir því gjörð, hvað koma skyldi í stað þeirra, eða hversu störfum þeim, sem á amt- mönnunum hvíla, skyldi komið fyrir, og því síður hvern kostnað hið nýja fyrirkomulag hefði i fór með sjer. Aðfinningin við mig um það, að jeg hafi verið á móti allri lækkun á launum embættis- manna 1883, er svo löguð, að jeg get eigi svar- að henni; en bezta svarið eru hin fáu orð, sem jeg talaði í því máli (Alþ.tíð. 1883, 443.—444. d.); enda vill svo óhappalega til fyrir Þjóðólfi, að málið var fellt á þinginu. Reykjavík 1. d. marzmánaðar 1886. H. Kr. Friðriksson. Úr þvi að hr. H. Kr. Fr. kannast við orð vor um skoðun hans á þjóðjarðasölunni og hann „getur ekki svarað“ athugasemd vorri um framkomu hans í launamálunum á þingi 1883, — þá getum vjer sleppt því hvorutveggja. Orð þau, sem hr. H. Kr. Fr. vitnar til hjer að framan eptir sig, er eiga að sýna, að hann sje eigi á móti stjómarskrárbreytingum, liafa mjög svo litið að þýða, þvi að annaðhvort hef- ur hann ekkert meint með þeim, eða hann hef- ur komizt i mótsögn við sjálfan sig á þinginu i sumar, þvi að i hverri einu og einustu ræðu eptir hann i þessu máli sýnir hann, að hann er á móti stjórnarskrárbreytingum; Qg það geng- ur öldungis yfir oss, að hann skuli segja, að' „eigi verði fundið eitt orð í öllum ræðuln hans um þetta mál, er sýni það“.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.