Þjóðólfur - 12.03.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.03.1886, Blaðsíða 4
44 kistan stóð. Mjer heyrðist, sem skrúfu vœri snúið í trje. Jeg lilustaði og heyrði nfi aptur hið sama. Með riðguðu skammbyssuna í hend- inni gekk jeg hægt að kistunni. Þegar jeg nam staðar, heyrði jeg, að loku var hleypt frá kistunni, og rjett á eptir er lokinu hægt og hægt lypt upp. Nó fór mjer ekki að verða um "sel. í dauðans ofboði fieygði jeg mjer ofan á kistuna. Þá heyrði jeg veinað í kistunni, er jeg með öllum þunga mínum þrýsti lokinu nið- ur. Jeg komst brátt til vitneskju um það, að hjer var enginn draugur á ferðinni, heldur var bráðlifandi maður í kistunni, sem nú neytti allra krapta til að lypta upp lokinu með mjer á; en það tókst ekki, sem betur fór. Jeg litaðist um í kring um mig eptir einhverju, sem jeg gæti vafið utan um kistuna, svo að jeg missti eigi feng minn. Til allrar hamingju náði jeg í kaðal einn, þrívafði hann utan um kistuna og batt duglegan rembihnút að. Siðan negldi jeg lokið niður með löngum nöglum, þrátt fyrir vægðarhænir fangans. (Framh.). Reykjavík 12. marz 1886. Spánarfiskur. Eins og nú er orðiðkunnugt, lítur mjög illa út með saltfisksverzlnn hjeðan til Spánar, hæði sakir þess, hve saltfisksverzlun þangað frá Frakklandi er orðin mikil, og salt- fiskur hjeðan frá landi, einkum frá Faxaflóa, er engan veginn svo vel vandaður að verkun, sem skyldi. Horfir þetta til mestu vandræða. — 10. f. m. hjeldu kaupmenn og verzlunar- stjórar hjer í bænum fund, til að ræða um, hvað gera skyldi til að afstýra þeim vandræðum. Yar þar afráðið að kveðja til aðalfundar hjer í Rvík, til að ræða þetta mál, og skora á kaupmenn og útvegshændur í kring um Faxaflóa að mæta þar. — 20. f. m. hjeldu ýmsir útvegsbændur af Seltjaimarnesi og Rvík fund hjer í bænum til undirbúnings undir aðalfundinn. Var aðalfund- ur þessi haldinn 6. þ. m. hjer í hænum. Mættu þar fáir, nema hjer úr nágrenninu. Kom þar öllum saman um, að flskverkunina yrði að öllu leyti að vanda svo vel, sem auðið væri. Voru samþykktar „reglur um saltfinksverhin", áþekkar reglum, er samþykkt.ar höfðu verið á fundi 7. des. 1878. Skyldi úthýta þeim prentuðnm með- al fiskimanna. Þá var og talað um fiskimats- menn. Skyldu kaupmenn eptir samkomulagi við hændur taka þá til, en yfirvöldin útnefna þá og eiðfesta og gefa þeim erindishrjef. Talið var nauðsynlegt, að afhenda kaupmönnum fiskinn svo fljótt, sem unnt væri, t. a. m. haust- og vetrarvertíðarafla fyrir 15. júlí; sömuleiðis að kaupmenn Ijetu sjer annt um, að fiskurinn hjeld- ist óskemmdur, úr því að hann væri kominn í þeirra hendur. 2 Frakkneskar flsklskútur komu hjer inn, önnur 8. hin 10. þ. m. Hafði hin fyrri aflað að eins 300, og það mest undan Reykjanesi. En hin hafði hina 4 síðustu daga aflað 3500, mest af því undan Garðsskaga. Engar frjettir höfðu þær getað sagt frá útlöndum. Ný veitingastofa var opnuð hjer í bænum á laugardaginn var í lækjargötu i húsi Krist- ínar Bjarnadóttur. Þar er enginn áfengur drykk- ur seldur, heldur kaffi, chocolade, lemonade og vindlar. Veitingastofa þessi er stór og rúmgóð og snoturlega úthúin. íslenzku flskiskúturnar lögðu út hjeðan í fyrri nótt. Agætishláka hefur verið þessa viku. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd. Nýtt Conditórí og Café. Jeg undirskrifuð leyfi mjer hjermeð, að tilkynna hinum heiðruðu bœjarbúum, að jey eptir fengnu leyfi frá hinum hátt- virta bæjarf'ogeta, hef opnað nýtt Condi- tórí og Café í suðurendanum á húsi mínu í Lækjargötunni hjer í bænum. Verður þar selt: Kaffi, Chocolade, Lemonade. Sjerstaklega skal jeg leyfa mjer, að benda hinum heiðruöu Oood- Templars á þennan stað, enda mun jeg gera mjer far um, að gera allt, sem í mínu valdi stendur, að þetta Conditórí og Café verði bœjarbúum yfir höfuð svo geðfeUt, að þeir sœki það vel. — Á morgn- ana verður opnað kl. 10 og lokað kl. rjett 11 á kvöldin.— Reykjavik 6. marz 1886. Kristín Bjarnaddttir. T .eiftarvísir til lífsábyrgðar og eiðublöð til út- fyllingar fæst nú ókeypis hjá flestöllum læknum hjer álandi. Ættu sem flestir að lesa Leiðar- vísinn og kynna sjer hann. Rvík. 7. marz 1886. J. Jónassen. Á næstliðnu sumri þóknaðist guði að taka til sin son okkar Egil 21 árs, sem var efni- legur og við byggðum von á áð yrði ellistoð okkar. Hann andaðist að Stafholti í Mýra- sýslu. Við finnum okkur skylt að þakka opin- berlega þeim höfðingshjónum, herra prófasti síra Stefáni Þorvaldssyni og frú hans, fyrir þá miklu hjálp og umönnun, er þau sýndu við þetta tilfelli. Auk þess gáfu þau okkur allan kostnað, er af útförinni leiddi. Þetta er ekki sá fyrsti velgjömingur, sem þessi höfðingshjón hafa sýnt okkur. Við getum ekki annan þakk- lætisvott sýnt, en að biðja af hjarta algóðan guð að launa þeim fyrir okkur. Tjarnarkoti 1. marz 1886 Bjarni Bjarnason. Guðrún Arnadóttir. X fyrravetur varð jeg fyrir miklum og mjög tilfinnanlegum fjárskaða. Vöktust þá upp ýms- ir veglyndir menn til að bæta úr þessum skaða mínum. Þeir, sem rjettu mjer hjálparhönd, voru þessir: G. Bjarnason og B. Gislason á Ármúla, P. Pálmason á Hraundal, K. Ólafsson og H. Jónsdóttir á Laugalandi, R. Jónsdóttir á Hamri, Ó. Jónsson á Lágadal, Á. Guðmundarson á Arn- gerðareyri, J. Halldórsson á Laugabóli, síra S. Pjetursson á Vatnsfirði. — Með hrærðu hjarta votta jeg undirskrifaður öllum þessum áðurnefndu geföndum mitt innilegasta þakklæti fyrir heið- ursgjafir þeirra og göfuglyndi, sem þeir hafa auðsýnt mjer, og bið guð að launa þeim það allt, þá er þeim mest á liggur. Skjaldfönn í febr. 1886. Asgeir H. Ólafsson. LÖGFRÆÐISLEG FORMÁLABÓK eöa LeiÖarvísir fyrir alþýðu til aö rita samninga, arfleiösluskrár, skiptagjörn- inga, sáttakærur, stefnur, umsóknarbrjef og fleiri sllk skjöl svo þau sjeu lögum samkvæm; eptir Magnús Stephensen 0g L. E. Svelnbjörnsson, yfirdómendur, er komin út, StærÖ 22 arkir. VerÖ: í kápu kr. 3.75. Reykjavík, 12. febrúar 1886. Kr. 6. Þorgrímsson. XXauðstjöruöttan fola, 2ja vetra, velgengan, með hita aptan hægra, hófbita fr. v., vantar mig siðan i fardögum 1885. Getur verið, að hann hafi verið rekinn á afrjett Hrunamanna- hrepps. Birtingaholti 2. marz 1886. Helgi Magnússon. Til athngunar. Vjer undirskrifaMr álitum þat skyldu vora aö bifl.ja almenning gjalda varhuga vi8 hinumrnörgu og vondn eptirlikingum A Brama-lifsdixir hra. Mansfeld-BúUner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boft- stölum; þykir osb þvi meiri ástæöatil þessarar aövör- unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um aft llkja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið 1 glösum þeirra er ekki Bramar lífs-eliacir. Vjer höfum um langan tlma reynt Brama- lífs-elixir, og reyn/.t hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar maga- veikindi, og getum þvi mælt með honum sem sannar- lega heilsusömum bitter. Oss þykir það nggsamt, að þessar óegta eptirlikingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr þvi að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harhoöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Ttiomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Ctvr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Bönland. 1. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Datdgaard. Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Fmtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaa/rd. I. C. Paulsen. L. Las»en. Laust Ch/r. Christensen. Chr. Sörensen N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg við hornið á Ingólfsstræti. Prentari: Sigm. Guðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.