Þjóðólfur - 12.03.1886, Page 2
42
í alfi.t. 1885 C 181. Ms. segir hann: „Aðal-
gallinn á stjórn málefna vorra . . . er sá, að
stjórn hinna sjerstöku málefna íslands er falin
dönskum ráðherra, . . . og aðráðherra vor aldr-
ei kemur hjer á }>ing“. Til að bæta úr þessu
}>arf eptir hans skoðun enga stjórnarskrárbreyt-
ing, heldur lagði liann til að biðja um „sjer-
stakan ráðherra, er . . . mæti á alþingi". í
umræðunum lofar hann mjög stjórnarskrána og
segir meðal annars um hana: „Ef mín uppá-
stunga verður samþykkt, þá er fengið allt hið
verulega, sem menn óska eptir. . . . Jeg held,
að vjer getum neytt allra vorrakrapta og kom-
ii!t vel af með það, sem vjer höfum1*. (Alþt.
1885, B 360. d.). „En höfum vjer ekki meira
frelsi nú en Norðmenn höfðu fyrir 1814? Jú
og jeg vil segja fullnægjandi frelsi til allra
frainfara". (387. d.). „Öll niðurstaðan verður
sú, að hið eina, sem er æskileg breyting,
er að fá ráðgjafann á þing, eins og jeg fer fram
á í minni uppástungu (570. d.). „Eptir minni
skoðun, er sú breyting, sem hjer er farið fram
á öþörf“ (850. d.). „Fjárveitlngarvald höf-
uin vjer svo ótakmarkað, sem vjer þurfum**.
(851. d.). „Hið eiua, sem oss er sannarlega
nauðsynlegt, . . . er það, að fá að vinna sam-
an við ráðgjafann sjálfan, en hitt stendur á
minnstu, hvort hann býr í Reykjavík eða Dan-
mörku“. (855. d.).
Lengra þarf ekki að fara. Hann finnur að
visu galla á stjórnarfyrirkomulagi voru, en úr
honum má bæta eptir skoðun hans án stjórnar-
skrárbreytinga með því að fá sjerstakan ráð-
gjafa og það er „hið cina œskilega, hið eina,
sem oss er sannarlega nauðsgnlegt", og þess-
vegna allar stjórnarskrárbreytingar óoeskileg-
ar og ónauðsynlegar, enda höfum við „full-
nægjandi frelsi til allra framfara**. Dað
er til ofmikils mælzt að ætlast til, að nokkur
lifandi maður skilji þetta öðru visi en, að lir.
H. Kr. Fr. sje ámótiöllum stjórnarskrárbreyt-
ingum, af því að hann telur stjómarskrána á-
gæta, — þ. e. að hún nái fullkomlega þeim
tilgangi, sem stjómarskrá eða stjómarlög eiga
að hafa, — þeim nl. að tryggja þjóðfjelaginu
eða ríkinu þá stjórnarskipun, sem geti bezt
stutt að þvi, að efla velmegun, velsæld, vel-
gegni, og yfir höfuð allar framfarir þjóðfje-
lagsins.
Þar sem hr. H. Kr. Friðriksson vitnar til
orða J. Sigurðssonar um, að „það sje að vísu
satt, að hjer sje farið fram á annað en 1873“,
þá sannar H. Kr. Fr. ekkert með þeim, því,
að J. S. sagði þessi orð við 1. umr. um stjórn-
arskrárfrumv. á síðasta þingi, enda tók það þá
dýpra í árinni en frumv. 1873. En seinna var
því breytt, svo að það varð loks í öllum aðal-
atriðum eins og frumv. 1873, að minnsta kosti
að því er snertir fýrirkomulagið á æðstustjórn
landsins. Um þetta getur hver sannfærzt með
því að bera framvörpin saman. Skulum vjer
mönnum til hœgðarauka setja hjer tvær til-
svaraudi greinar úr báðum frumvörpunum, þar
sem eru aðalákvarðanir um æðstustjórn landsins.
Frumv. 1873.
9. gr.
„Konungur skipar jarl á íslandi. Hann hef-
ur í umboði konungs hið æðsta vald á hendi,
sem fyrir er mælt í stjómarskrá þessari, og
konungur að öðru leyti gjör ákveður"
10. gr.
„Jarlinn hefur ábyrgð fyrir konungi einum.
Hann skipar stjórnarherra á íslandi og getur
vikið þeim úr völdum. Þeir hafa á hendi
landsstjórnina og alla ábyrgð á henni fyrir kon-
ungi jarli og alþingi. Undirskript konungs
eða jarlsins í hans umboði undir ákvarðanir
þær, er snerta löggjöf og stjórn, veitir þeim
fullt gildi, þá er einn stjórnarherranna skritar
undir með konungi eða jarli. Stjórnarhei'rann,
sem undirskrifar, ábyrgist ákvörðunina".
Þúsuntiþjalasmiðuriiin í Fróða.
sjónhverfingaleikur í fijórum fiáttum.
Það eru nú líðin þrjátiu ár, síðan Amljótur
Ólafsson var kallaður þúsundþjalasmiður á
alþingi. Þetta þótti þá vel til fallið. Hefur
opt verið hent gaman að nafni þessu, og l>að
haldizt við Arnljót, enda hefur hann borið það
með rentu.
í Fróða frá 25. jan. og 2. febr. þ. á. stend-
ur heljarmikil grein : „Um stjórnarskrárbreyt-
inguna 1885 eptir Arnljót Óláfsson“. Kemur
Arnljótur þar fram í mörgum myndum, svo að
það er list að sjá, hversu mikill sjónhverfinga-
maður hann er. Fyrst kemur Arnljótur fram
sem heilagur maður, síðan eins og riddari, því
næst sem djúpsær heimspekingur; en seinast í
greininni sýnir hann sig rjett eins og vind-
hana i vanalegri mynd. En þetta eru allt sjón-
hverfingar, því að ef rjett er að gáð, þá er
Amljótur að minnsta kosti hvorki heilagur
maður, nje djúpsær heimspekingur; og virki-
legur riddari er hann enn ekki orðinn, þó að hann
kunni einstöku sinnum að hafa verið vindhani.
1. þáttur.
Amljótur, sem heilagur maður.
Arnljótur kemur fram á sjónarsviðið í Fróða
klæddur í snjóhvítan hjúp, sakleysisins engil-
búning. Mótstöðumönnum sínum breytir hann
Hin endurskoðaða stjórnarskrá.
6. gr.
„Konungur skipar landsstjóra og víkur hon-
um frá völdum. Landsstjóri hefur í umboði
konungs hið æðsta vald í öllum hinum sjerstöku
málefnum landsins, svo sem mælt er fyrir í
stjórnarskrá þessari1*.
7. gr.
„Landsstjóri tekur sjer ráðgjafa og getur
vikið þeim úr völdum. Ráðgjafarnir hafa á
hendi stjórnarstörfin og alla ábyrgð á þeim.
Ábyrgð þessa skal ákveða með lögum.
Undirskript konungs eða landsstjóra i umboði
hans undir ályktanir þær, er snerta löggjöf og
stjórn, veitir þeim gildi, þá er einn ráðgjafi
eða fleiri skrifa undir með honum. Ráðgjafi
sá, er undir ályktunina ritar með konungi eða
landstjóra, ber ábyrgð af henni“.
í skúma og kallar þá „þjóðmálaskúma“. Gjörir
hann þá sem svartasta, en sjálfur er hann post-
uli, „sannleikans“, „trúarlærdómsins og siða-
lærdómsins". Síðan skriptast Arnljótur fyrir
fólkinu og segir „jeg trúi hvorki nje tilbið nokk-
urt stjórngoð njeþjóðgoð; jeg vil ástunda, sem
hver annar sannarlega frjálslyndur maður, að
leggja það eitt til málanna, er jeg veit sannast
og rjettast og gagnlegast, hver sem í hlut á
og hvernig sem það geðjast, hvort sem jeg vinn
eður tapa í áliti fárra manna eður margra.
Fyrir þvi læt jeg mig litlu skipta hverjir eru
til mótstöðu, málefnin koma mjer við, en menn-
irnir eigi“. Þetta er ágætt; það var að eins
leitt, að hann skyldi eigi minnast á þekkinguna,
„hina meiri og betri þekking“.
2. Þáttur.
Arnljótur sem riddari.
Eptir að Arnljót.ur er búinn að skriptast fyrir -
fólkinu, breytist liann í albrynjaðan riddara
mjög víglegan á velli. Fyrst gjörir Arnljðtur
stjðrnarskrárbreytinguna mjög skuggalega, síðan
segir hann, að hann hafi álitið það skyldu sina
að gjöra sitt til að fá „skilið stjórnarskrárbreyt-
ing alþingis 1885, og að skýra hana og útlista
fyrir landsmönnum. Detta er vandaverk“
segir hann, „því að hvað krefst til þess að fá
þekkt rjett og metið rjettilega stjórnarskrár-
breytingu þessa“. Áður en Arnljótur ræðst út
Hjer er auðsætt, hversu frumvörpin likjast hvert öðru, nema orðið, landsstjóri, er haft í staðinn
fyrir jarl, en bæði orðin tákna hið sama. Á alþingi 1873 var hr. H. Kr. Fr. i nefndinni, sem
samdi stjórnarskrárfrumvarpið og var að öllu samþykkur nefndarálitinu. (Alþt. 1873 II. 190.
bls.). Hann talaði og fyrir frumvarpinu (alþt. 1873 I. 337.—339. bls.) og greiddi atkvæði með
því. Á síðasta þingi barðist hann á móti sams konar frumvarpi. Vjer vitum ekki, hvað er
mótsögn, ef það er ekki þetta.
Þar sem hr. H. Kr. Fr. segistekki vera á móti afnámi amtmannaembættanna, þá verða ræður
hans á þingi 1883 engan veginn skildar svo, enda byrjar hann eina þeirra með því að fallast á
það, sem Arnl. Ólafsson sagði þá um þetta mál. En það er alkunnugt, að þá var Arnl. snúinn
og taldi þá amtmannaembættin hin þörfustu embætti.
Þá segist hr. H. Kr. Fr. ekki þurfa að spyrja Þjóðólf um það, hver skoðun sin eigi að vera.
Það vitum vjer vel, og Þjóðólfur þarf ekki að sækja þann fróðleik til annara. En hins vegar
skal geta þess, að Þjóðólfur lætur sig varða, hverjar eru skoðanir þingmanna, og hefur fullan
rjett til að leggja dóm á þær.