Þjóðólfur - 12.03.1886, Síða 3

Þjóðólfur - 12.03.1886, Síða 3
43 í skýringuna, þykir honum ]ió ráðlegast að veita mótstöðumönnum sínum, hjóðmálaskúmun- um, nokkurn skell fyrst, og fá [>á til að l>egja; fer hann hræðilega með |>á, og stingur svoleiðis upp í ]>á, að hann hrópar himinglaður og sigri hrósandi: „Andmælendur minir hafa fullt til- efni til að l>egja, sem Þórarinn forðum Lang- dælagoði, og setjast niður.“ 3. þáttur. Arnljótur sem heimspekingur. Þegar Arnljótur þykist vera búinn að fá skúmana til að þegja og setjast niður, hreytist hann i heimspeking. Heldur hann langa ræðu, þar sem hann útlistar stjórnarskrárbreytinguna. Merkilegust í þessu er skýring hans á orðunum „í“ og „yfir“, enda þykir honum spurningin um þetta atriði stórkostlega þýðingarmikil. Hann segir svo: „Pœr nú landstjóri i 6. gr. frv. alveg hið sama œðsta vald, sem konungur hefur í 3. gr. frumv., að því undanskildu, að landstjóri hefur það „í umboði konungs“ og að þetta æðsta vald konungs og landstjóra er ná- kvæmar tiltekið í 7.—19. gr. frv. eður fær hann það eigi? Spurning þessi er algjörleg höfuðspurning, sökum þess að efni þetta er hið mikilvœgasta, og hlýt jeg því að rekja spurn- inguna út i æsar. Munurinn á málsgrein þeirri i 3. og 6. gr., er lijer um ræðir, er nú ein- ungis sá, að i 3. gr. stendur, að konungurhafi „æðsta vald yfir“, en í 6. gr. segir, að lands- stjóri hafi „æðsta vald í“. Um nokkurn annan mismun er eigi að tala. Jeg hef nú sjeð og heyrt optlega talshættina, að hafa vald yfir, vald á, vald til, er allir eru sömu aðalmerk- ingar, en aldrei þann að hafa vald i. Bf nú er mismunur á merkingu talsháttanna, að hafa vald yfir og að hafa vald í, þá er hara um tvennt að gjöra, annaðhvort þýðir talsháttur- inn, að hafa vald í, óœðra vald, með þvi að í einu er lægra, að rúmi til, en yfir einu, eður þá, að hafa vald yfir, þýðir óœðra vald, fyrir þvi að yfir merkir stundum sama sem uppi yfir þ. e. fyrir ofan, og vald yfir málefni getur því þýtt hið sama sem vald svífandi uppi yfir málefn- inu, og þvi hið sama, sem aðgjörðalaust vald eður afskiptalaust af málefninu; en aptur á móti þýddi þá vald í málefninu sama, sem framkvæmdarvald á málefninu; en framkvæmd er œðri en framkvæmdarleysi, að dáðinni til“. Svo mörg eru þessi spekingslegu orð, og mikill meistari er Arnljótur. Það var þó gott fyrir hann, að hann var búinn að skriptast rjett áður, annars myndu fáir hafa trúað því, að hann hefði aldrei sjeð eða heyrt talsháttinn að hafa vald í, af því að þessi talsháttur kemur iðulega fyrir í þingræðum hans, og í sjálfri Fróðagreininni kemur hann opt ósjálfrátt með hann, en þetta má vafalaust skýra svo, að á meðan þessi dæmalausa andagipt hefur verið yfir honurn, hefur hann verið bæði sjónlaus og heyrnarlaus. Seinna kemur Arnljótur með aðra kenning, sem er eins óviðjafnanleg að speki: „Hið kyrrstæðajafnvægi æðsta löggjafarvalds- ins er og enn fremur fullkomin óeining, því liið kyrrstæða jafnvægið er nei-j- já = já -)- nei, þ. e. sífellt nei í móti jái og aptur já í móti neii, eður hvorr málsaðilanna neitar stöðugt því, er hinn vill“. Sölfi Helgason segir um sig í ,,Gestkomunni‘': „Spekinganna æðstur er“, en hvað ætli Arn- ljótur muni segja um sig, því að heimspeki hans skarar langt fram úr heimspeki Sölfa Helgasonar. Aumingja ísland! Hvernig mun nú fara um löggjafarvaldið hjá . okkur ? Lög- gjafarvaldið er hjá konungi og alþingi i sam- einingu, en nú hefur Arnljótur sannað, að „hvorr málsaðilanna neitar stöðugt þvi, er liinn vill“. 4. þáttur. Arnljótur sem vindhani. í þessum þætti heldur Arnljótur fyrst spek- ingsgerfinu, og segir meðal annars: „Aptur hefur konungur rjett á að rjúfa þingið; alþingi hefur ekkert samsvarandi vald“. Arnljótur hef- ur ekki rakið þetta lengra, og hefði þó verið gaman að vita, hvernig hann hefur hugsað sjer þetta samsvarandi vald. Menn með algengri skynsemi eiga, ekki gott með að sjá, hvernig það á að vera, en Arnljóti er trúandi til að vita það, því að hver maður verður að játa, að Arn- ljótur er svo háfleygur, að enginn fugl getur flogið hærra en hann, nema ef vera skyldi hrafninn, sem maðurinn sagði Arnljóti frá lijerna um árið. En þá fer nú illa fyrir hon- um, því að þegar hjer er komið breytist hann ósjálfrátt í vindhana. Aptan í greininni er dálítill hringlandi, eins og svartur lagður í sauðkind. Á honum þekkist Arnljótur; þessi hringlandi steypist yfir hann eins og svarti flókinn steypti sjer yfir Torfa i Klofa. Þeg- ar flókinn steypti sjer yfir Torfa, rak hann upp hljóð mikið, og urðu margir að halda honum, en Stefán biskup varð að hvolfa stakksermi yfir liöfuð Torfa, því að öllum ofbauð augnabragð hans og andlit, og ofurhljóð. Hringlandinn er slæmur við Arnljót, en fer nokkuð öðruvisi að. Hann kemur yfir Arnljót líkt og aðsvif, og þá fara sjónhverfingarnar nærri því út um þúfur. í sumar gat hann eigi samþykkt stjórnarskrár- breytinguna, af því að konungur missti þá öll völd, en nú vill hann eigi samþykkja hana, af því að þá missum vjer öll völfl. Ef stjórn- arskrárbreytingin verður samþykkt, „missum vjer“, segir hann, „sannarlega stjórnarskrá. Vjey vinnum ímyndaða stjórnarskrá, sem eigi er annað en apturtækt umboðsskjal. Vjermiss- um sjálfsforræði vort, það sjálfsforræði, er stjórn- arskrá vor 5. jan. 1874 v.eitir oss. Vjer vinnum það, — meiri hluti alþingis 1885 hlýtur að telja það vinning, — að setjast á bekk með Vestureyjum Dana, að komast undir ríkisþingið í Danmörku sem nýlenda, og bera það heiðurs- nafn siðan með rjettu“. Árnljótur á nokkuð eptir af grein sinni; þar mun hringlandakastið liklega vera líðið frá og má búast við, að hann muni gjöra ýmsar skringi- legar sjónhverfingar í þessum parti; mun hann líklega taka þar kostnaðinn fyrir;gjöra úlfalda úr mýflugunni og fléiri þess konar meistara- stykki. a. Járnbrautarsaga. Þýdd úr dönsku af j/ 7001. (Eramh.). Vagnarnir þutu af stað og jeg var aptur einn á áfangastaðnum. Jeg fylgdi lestinni með augunum svo lengi sem jeg gat sjeð rauða ljósið; en er það var með öllu horfið, fann jeg sárlega til einverunnar. Jeg gekk inn i brautarhúsin. Líkkistan stóð í einu horninu i farangursherberginu. Siðan fór jeg inn í svefnhús mitt, sem var við hliðina á því, svo að að eins þunúur veggstrigi var á milli. Jeg kastaði eldivið í ofninn, bjó mjer til toddy, kveikti í pípunni minni, og fór að lesa í dag- blaði einu, er á borðinu lá. í stofunni var vel heitt og þægilegt. En vindurinn kvein i glugga- lilerunum fyrir utan. Það vildi ekki lifa í píp- unni minni; mjer fannst óbragð að toddýinu og mjer leiddist að lesa í dagblaðinu. Jeg fór nú að hlusta á skröltið í frjettafleyginum. Það var Morses1 frjettafleygir. Allt i einu deyfði skrugguhljóð þetta, en er hún var liðin hjá og aptur tók að skrölta í frjettafleyginum, kipptist jeg við, því að jeg heyrði þessi orð: „Gáðu að líkkistnnni". Þessi orð voru endur- tekin þrisvar i röð með skömmu bili á milli. Jeg gat ekki lengur rólegur setið. Hver var sá, er mjer gerði orðsending þessa? Hvað átti hún að þýða? Jeg fann það á mjer, að hjer var eigi allt, sem það átti að vera. Ósjálfrátt greip jeg gamla og riðgaða skammbyssu, sem eigi einusinni var hlaðin, og kom því náttúrlega að engu liði, ef í eitthvað skærist. Jeg leit vandlega eptir öllu; jeg gáði aðþví, hvort gluggahlerarnir væru fyrir; og er jeg hafði gáð að því, leit jeg snöggvast inn í flutn- ingsherbergið og sá, að kistan stóð í sama horn- nu óhreyfð. Loks spurðist jegmeð frjettafleyg- inum fyrir um það á öllum hinum helztu braut- aráfangastöðum, hvort nokkur liefði gjört mjer orð. Alls staðar var mjer svarað með „nei“. Hafði mjer misheyrzt? Jeg settist nú við gluggann í herbergi mínu, hafði dyrnar opnar milli herbergjanna og vjek eigi augunum af kistunni. Skyndilega lieyrði jeg aptur sömu orðin: „Gáðu að likkistunni“. Jeg heyrðiþessi orð nú aptur þrisvar í röð. Jeg ásetti mjer að vaka alla nóttina. í fótunum lleygði jeg mjer á rúmið mitt. Klukkan sló ellefu, siðan tólf; allt var kyrt og spakt. í farangursher- berginu týrði á olíulampa, sem kastaði mjög draugalegri birtu út um herbergið; en sá, sem ætið horfði á líkkistuna, var jeg. Allt í einu lieyrði jeg eitthvert þrusk í liorninu, þar sem ') S. F. B. Morse fann fyrstur upp liinn svo kallaða: „elektriske skrivetelegraf" Hann var frá Chanlestown i Ameríku, dó 1872. t

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.