Þjóðólfur - 09.04.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.04.1886, Blaðsíða 2
58 ingur liafi ekki látið í ljós vilja á, að breyta þvi fyrirkomulagi, sem nú er á menntun almennings, eins fús er jeg að játa, að skoðanir manna hafa verið ólíkar — og eru eflaust enn reikular — um það, hvernig betra fyr- irkomulagi verði við komið, og hvern- ig megi ráða bót á því, sem ábótavant er. En því reikulari sem skoðanir manna eru, því meiri þörf er á, að ræða málið og rita um það, ef nokk- ur von á að vera um, að nokkur bót fáist á því ástandi, sem nú er. Það er nú víst ekkert efamál, að veruleg bót verði ekki ráðin á því á- standi, sem nú er, nema með lögum. En hitt er meira vandamál, að stinga upp á helztu ákvæðum slíkra laga. Jeg skal þó leyfa mjer að gera nokkr- ar uppástungur í þessa átt. Það sýnist fyrir margra landshátta sakir nauðsynlegt að skipta landinu í mörg og ekki mjög stór skólahjeruð. T. d. mætti binda skólahjeruðin við prófastsdæmi, þannig að hvert prófasts- dæmi væri eitt skólahjerað. í hverju skólahjeraði skyldi kosið skólaráð, er í væru 3 menn. Aðal-störf skólaráðs- ins ættu að vera þau, að hafa á hendi stjórn skólanna, að sjá um að nægi- lega margir alþýðuskólar1 sjeu stofn- aðir í hveiju hjeraði, eptir þvi sem tök eru á, að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess, að menn eigi kost á að fá aðra tilsögn, þar sem skólum verður ekki við komið, t. d. með þvi að útvega umgangskennara, að semja reglugjörðir fyrir alla skóla í sínu hjeraði. í hverri reglugjörð skyldi tilgreint 1., með hverjum skilyrðum börn og unglingar eru teknir í skól- ann og hve langa vist þau skuli hafa í honum; 2., hve langan tíma af ár- inu skólínn skuli standa; 3., hverjar námsgreinar skuli kenndar o. s. frv. Öll umsjón með skólunum ætti að felast skólaráðinu. Sakir þess, hve landið er stórt og strjálbyggt og sam- göngur örðugar, myndi það verða örð- ugt og afar kostnaðarsamt, að láta 1) Nafnið alþýðuskóli lief' jeg um alla ]>á skóla, er vinna að ]>ví, að mennta alþýðumenn, ántil- lits til þess, hve margar námsgreinar eru kenndar. umsjónarmenn fljrðast um land allt til að hafa gætur á kennslunni. Þar á móti mætti gefa stiptsyfirvöldunum heimild til að senda mann til rann- sóknar, ef það skyldi álítast nauðsyn- legt í einstökum tilfellum. Hvert skólaráð skyldi semja árlega skýrslu um menntunarástandið í sínu hjeraði, og senda skýrsluna stiptyfirvöldum. Siíkar skýrslur gætu haft mjög mikla þýðingu, því að þær myndu segja hið sannasta, er menn gætu fengið að vita um menntunarástand landsmanna yfir höfuð, og þá um leið sýna, hvar þörf- in er mest til umbóta. Fyrir þessar skýrslur væri bezt að prenta eyðublöð, eins og gert er t. d. í Svíþjóð. Það þarf og að taka fram ýms at- riði um skólahús, og skal jeg nefna hjer hin helztu: að skólahúsið sjenægi- lega hátt og rúmgott í hlutfalli við nemenda-tölu, að loptbreytingar megi fá í skólastofunni á stuttum tíma, að gluggar sjeu rjett settir, og borð og bekkir likt gerðir, og nú þykir holl- ast nemendum. Hvert skólahús skyldi tekið út af manni, sem skyn ber á, og eigi vera löglegt skólahús, nema ofangreindum skilyrðum sje fullnægt, eða öðrum þeim skilyrðum, er skóla- lögin kynnu til að greina. Það er atriði, sem að svo komnu er lögð allt of lítil áherzla á, hvemig skólahúsin eru úr garði gerð, og ber meðal ann- ars vott um, hve ógurlega skammt vjer erum á veg komnir í skólahaldi. Kennara við alþýðuskólana ættu skólaráðin að skipa; þó ætti að láta veitinguna liggja undir úrskurð eða samþykki stiptsyfirvalda. Skilyrði fyr- ir því, að fá veitingu fyrir kennara- starfa, ættu að vera þau, að umsækj- andi hefði aflað sjer nauðsynlegrar menntunar t. d. við kennarskóla. Kandí- datar frá prestaskólanum ættu og að geta fengið veitingu fyrir kennara- störfum, þótt eigi hefðu þeir gengið á neinn kennaraskóla. Auðvitað ættu jafnt konur sem karlar að eiga að- gang að þessum kennslustörfum, því að reynslan hefur sýnt, að konur eru engu síður færar, heldur jafnvel fær- ari til að kenna en karlmenn með sömu menntun. Enn fremur mætti kveða á um upphæð launanna t. d. hve mikið kennarinn skyldi hafa að launum fyr- ir hvem mánuð, sem skólinn stæði. Kostnaðinn við skólahúsbyggingar og skólahald sýnist eðlilegt að lands- sjóður beri að nokkru leyti, en skóla- hjeruðin að nokkru leyti, og mætti kveða á í lögunum um það, að hve miklu leyti landssjóður tæki þátt í honum, en auðvitað á ekki að greiða einn eyri úr landssjóði til annara skóla en þeirra, sem í einu og öllu fullnægja þeim skilyrðum, sem hin almennu skóla- lög setja. Jeg hef hjer að frarnan haft fyrir augum að eins þá skóla, sem veita hina almennu undirstöðumenntun, sem hverjum manni er nauðsynleg, hvern lífsveg sem hann síðar kann að velja, en ekki haft tillit til neinna þeirra skóla, er veita sjerstaka menntun í einstökum greinum, svo sem sjómanna- skóla, búnaðarskóla og æðri kvenna- skóla, er að sjálfsögðu ætti að setja sjerstakar reglur eða lög fyrir í lík- ingu við það, sem hjer er farið fram á. ílr brjeíi úr ísafjarðarsýslu 2. dag marz mánaðar 1886. „Tíð mjög stirð síðan fyrir jól, snjó- ar miklir, og frost stundum allt að 20 stig R. En síðustu dagana hefur ver- ið milt veður. Afli var hjer allgóður fyrir jól, en eptir nýár hefur eigi orðið vart að kalla. Ekki eru menn ánægðir með fiskiveiðasamþykktina enn, og var henni þó breytt síðast 15. nóv. 1884. Bolvíkingar og Hnífsdælingar munu vilja banna alla tálbeitu (skelbeitu), en leyfa að eins ljósa beitu. Því verð- ur heldur eigi neitað, að síðan tekið var að nota kúfisksbeitu, er arðurinn af sjávarútvegi orðinn sáralítill vegna hins mikla kostnaðar, sem gengur í plóga, hrifur o. fl. Það er líka hörmu- legt að sjá fjölda fólks liggja í landi beztu gæftadaga til beitutöku, einkum þegar það er sannreynt, að fiskur fæst engu síður á ljósa beitu, ef tálbeitan er eigi notuð í veiðistöðinni. Þótt hart megi telja í ári, hefur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.