Þjóðólfur - 09.04.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.04.1886, Blaðsíða 4
60 beiðslur til fjel.; kosnir voru B. Jðnss. ritst., G. Zoega kaupm. og dr. Jðnassen. Á fundinum kom fram megn óánægja og að- finningar við stjórnina frá dr. J. Jónassen út afþví, að skýrslur þær. er fjel. hefði gefið út, væru að mörgu leyti skakkar o. fl. í [tarin streng- inn tók og dr. Björn Ólsen, sem auk þess fann að ýmsu i framkvæmdum ijelagsins, og þar á meðal því, að það ynni ekki einu sinni upp þann styrk, sem það fengi úr landssjóði, heldur hefði lagt nokkuð upp af honum. B. J. rtistj. o. fl. gjörðu og athugasemdir við reikningana og inn- heimtu á tekjum fjelagsins. Eptir till. landr. J. Jenssonar og ósk fundarmanna ljet forseti, sem eptir lögunum á að kjósa endurskoðara reikn- inganna, það eptir, að fundurinn kysi þá, og voru kosnir B. J. ritstj. og J. J. landrit. Að lyktum stakk stúdent Bogi Melsteð upp á þeirri lagabreytingu, að endurskoðarar reikninganna skyldu jafnan kosnir á fyrra ársfundi af fjel.m., en því máli var frestað til næsta fundar. Netasam þv kkti n. Oss hefur borizt allangt brjef frá hreppsnefndaroddv. Sveini Magnússyni í Gerðum, dags. 2. þ. m., um ástand manna í Rosmhvalaneshr. fyrir innan Skaga frá nýári í vetur, og biður liann oss að taka það í blað- ið; en vjer getum eigi tekið það að öllu leyti sakir rúmleysis. Samkv. tjeðu brjefi eru þar bágindi manna mjóg mikil, sem orsakist af því að ekkert liafi aflazt. Hafi þó á Góunni mátt sjá fisktorfurnar ofansjávar; en menn ekki náð fiskinum, af því að eigi mátti brúka netin sak- ir netasamþykktarinnar. Eptir því, sem ráða megi af afla þeim, er þeir fengu, sem lögðu net í lagaleysi, telst honum svo til, að menn á um- ræddu svæði mundu hafa fengið alls 60000 fiska síðan 14. f. m., ef þeir hefðu mátt leggja netin á hinu bannaða svæði, og þennan afla hafi samþykktin liaft af mönnum í Rosmhvalaneshr. fyrir innan Skaga á þessum stutta tíma. Þetta er aðalefni brjefsins. En engin senni- leg ástæða sýnist vera til, að vera svo óánægð- ur með samþykktina, því að nú sýnist óefanleg sönnun vera komin fyrir nytsemi hennar, þar sem nú er kominn afli fyrir innan takmarkalín- una á þeim stöðum, sem ekki hefur aflazt á í mörg ár; og hverju skyldi það vera að þakka, nema þvi, að fiskurinn var ekki hindraður að ganga á gnmnmið með netalögnum á djúpmið- miðum. Ef samþykktin hefði ekki verið, er mjög líklegt, að eins hefði farið um fiskiafla í ár, sem undanfarin ár, og þá hefðu menn sann- lega ekki verið betur farnir. Þjðfnaðurinn á Eyrarbakka (sbr. Þjóðólf 7. tbl. þ. á.). Nú er komið upp um þjófana, tvo vinnumenn frá Laugardælum, Magnús og Þor- finn, hinn siðari 17—18 ára að aldri, en þó sagð- ur foringinn. Fleiri í vitorði, þar á meðal Helgi nokkur og Jón Magnússon, báðir í Svarfhóli. Skipströnd. Frakknesk fiskiskúta strandaði í Þorlákshöfn í norðanrokinu um daginn; öll skipshöfnin komst af. Þá strandaði og önnur frakkn. fiskiskúta í Selvogi, og fórust allir mennirnir. 8 lík þeirra rekin í land. Tíðarfar. Hinu mikla norðanroki, sem getið er um í siðasta bl., linnti á sunnudagsnóttina; síðan frostavægt, en hefur gert talsverðan snjó. Aflabrögð. Á Eyrarbaltka ágætisafli síðast er frjettist. Hjer við Faxaflóa mikill afli ínet á sunnudaginn var, er vitjað var um eptir norðanveðrið. í fyrradag aflaðist lijer og nokk- uð, mestum 10 í hlut af vænum þorski. Á Austfjörðum síldarafli allt fram til febrú- armánaðarloka. Þá var komin þar efnileg byrjun til þorskafla. Við ísafjarðardjúp góð- ur afli eptir brjefi 24. f. m. Snjóflóð. Á Sævarenda í Fáskrúðsfirði hljóp snjóflóð á bæinn aðfaranótt 4. febr. Fólk, sem svaf upp á lopti, komst út um gluggana, en 4 menn, sem sváfu undir lopti, týndu lífi; þar á meðal Guðmundur Erlendsson, sem lengi hafði búið á Gestsstöðum, gamall maður og vel látinn. Afinælisdags konungs minntist bœrinn í gær með því að flagga. Dansleikur var og haldinn í latínuskólanum. Slys og manntjón. ífyrradagum kl. 1 e. h. vildi það slys til, að frakk- uesk fiskiskúta sigldi á og braut tólf- róið skip frá Gerðakoti á Miðnesi. A hinu isl. skipi voru 18 menn, formað- ur Tómas Eyjólfsson í Gerðakoti; var það á siglingu i land fram undan Mið- nesi, er slysið vildi til. Einn maður- inn drukknaði, Ami Guðmundsson frá Kirkjubæ i Rangárvallasýslu. Islenzkt skip, sem var þar nálægt, bjargaði 2 og fór með þá í land. En hinum bjargaði frakkn. skútan. 2 skip komu úr landi og tóku þá, sem ferðafærir voru, 5 að tölu, og fluttu í land. Hina 10 og þar á meðal formanninn kom skútan með hingað í gær, og voru þeir þá flestir hressir orðnir. Slysið er kennt Frökkum. -H|MOÐ.|-5- —:o:— Þung spurning. Kona ein, sem hafði ver- ið gipt í 3 ár, sat einu sinni andspænis manni sínum, leit til hans mjög hýrum augum og sagði: „Segðu mjer, elskan mín, hvað var það hjá mjer, sem vakti fyrst eptirtektþína? Hvaða góða eiginlegleika hafði jeg til að bera, sem í þínum augum gjörðu mig fremri öllum öðrum konum í heiminum?11 Maðurinn hennar horfði lengi á hana og sagði loks: „Æ, spyrðu mig að einhverju, sem er ljettara". Gamall fiskur. 31. janúar þ. á. veiddist í ánni Spree við Berlin vatnskarfi1 (Cyprinus carpio). í neðri skolti fisksins var hringur með letri, sem var svo máð, að ekki var unnt að lesa nema nokkuð af því. Það, sem lesið varð, var það, að honum hefði verið sleppt í ána 1618 (sama árið, sem þrjátígiárastriðið mikla hófst) við Haselhorst. Eptir því er hann um ') Sjá Gröndals Dýrafræði bls. 90. 270 ára gamall. Hann var 38 þuml. 4 lengd og um 30 þumlungar ummáls, þar sem hann var gildastur, og vóg 38 pd. Það á að reyna að treina lífið I þessum fisköldungi svo lengi, sem unnt er. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eöa setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-lkngdar. Borgun útíhönd. ---- LÖGFRÆÐISLEG FORMÁLABÓK eöa Leiðarvísir fyrir alþýðu til aö rita samninga, arfleiösluskrár, skiptagjörn- inga, sáttakærur, stefnur, umsóknarbrjef og fleiri slík skjöl svo þau sjeu lögum samkvæm; eptir Magnús Stephensen 0g L. E. SveinbjBrnsson, yfirdómendur, erkominút, Stærð 22 arkir. Verð: f kápukr. 3.75. Reykjavík, 12. febrúar 1886. Kr. Ó. Þorgrímsson. Jponta hefur fundizt í Hafnarfjarðarhrauni og er geymd hjá ritstj. þessa blaðs. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- eleœ'ir hra. Mansfeld-Búlner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvör- unar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um, að líkja eptir einkennismiðan- um á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixir. Vjer höfum um lang- an tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og get- um því mælt með honum sem sannarlega lieilsur sömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkennismiða al- þekktrar vöru, til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruu/n. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Cristensen. Chr. Sörensen. N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastig við hornið á Ingólf sstræti. Prentari: Sigm. (hiðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.